Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAI 1991 Nýr vígslubiskup að ganga frá bók um sr. Bjöm í Laufási Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn. UNDANFARNAR vikur hefur sr. Bolli Gústavsson í Laufási dva- list í fræðimannsíbúð Jónshúss í Kaupmannahöfn og fengist þar við rannsóknir. Þær tengjast sr. Birni Halldórssyni í Laufási, en sr. Bolli hefur tekið saman ljóð þessa forvera síns í Laufási og þau koma brátt út í bók á vegum Almenna bókafélagsins. í síðustu viku var tilkynnt um skipun sr. Bolla í embætti vígslubiskups í Hólastifti og af þessu tilefni var hann inntur eftir rannsóknum sínum og væntanlegum starfa. „Bókin sem ég hef tekið sam- an, er heildarsafn ljóða sr. Björns, sem' var uppi 1823-1882. Mest af kveðskap hans hefur legið óbirt í handritum og sendibréfum, en með aðstoð afkomenda sr. Björns hef ég safnað saman öllum tiltæk- um ljóðum hans. í löngum inn- gangi geri ég ævi hans skil, en hann var stjórnmálamaður og stórhuga umbótamaður í landbún- aði og fleiri greinum, auk þess að vera prestur. Bókin á sér lang- an aðdraganda og útgáfan hefur dregist, en það er óneitanlega gaman að hún skuli koma einmitt nú, þegar ég kveð staðinn eftir 25 ára starf þar. Þegar sr. Björn útskrifaðist úr Bessastaðaskóla, máttu skóla- sveinar þaðan vígjast til prests, án frekara náms. Hann gerði það þó ekki og fór ekki til framhalds- náms í Kaupmannahöfn. En eftir stofnun Prestaskólans 1847 sett- ist hann í skólann og lauk þaðan prófi. Með því að huga að mennt- un sr. Björns, fór ég að huga að þeim trúarstefnum, sem voru uppi á þessum tíma. Skynsemisstefnan var að renna sitt skeið og Pétur Pétursson biskup hélt fram þeirri stefnu, sem hefur verið kölluð ný rétttrúnaðarguðfræði. Helstu frumkvöðlar hennar voru tveir danskir kirkjumenn, þeir J. P. Mynster og eftirmaður hans H. L. Martensen, sem voru Sjálands- biskupar á síðustu öld. Mynster var þekktur á Islandi, því Fjölnis- menn, Jónas Hallgrímsson og fleiri, þýddu hugleiðingar hans og gáfu út. Um þær hefur Jón Helga- son biskup haft þau orð að þar væru „gullepli trúarinnar borin fram á silfurfati hins hreinasta máls“. Það má segja að þessir menn hafi reynt að sameina trú og þekkingu í anda skynsemis- hyggju Hegels, en líklega skilaði Hegel sér lítt til íslenskra presta. Það hefur lítið verið fjallað um þetta tímabil í íslenskri kirkju- sögu. Það liggur beint við að kynna sér þessa tvo Sjálandsbisk- upa og ég hef safnað gögnum varðandi þá og langar að tengja þá þróun Prestaskólans. Varðandi nýja starfið, þá fylgja því þáttaskil, ekki síst vegna þess að ég og konan mín, Matthildur Jónsdóttir, yfirgefum Laufás, þar sem við höfum alið upp bömin okkar sex. Við höfum verið ánægð í Laufási, sem er vel í sveit settur og það er ekki sársaukalaust að hverfa þaðan. Embætti vígslu- biskups var stofnað 1909, sem liður í sjálfstæðisbaráttunni, en fram að þeim tíma höfðu bæði prestar og biskupar þurft að sækja vígslu til Danmerkur. Á þeim tíma kom til tals að sr. Matthías Jochumsson yrði kjörinn í embættið, og hefði farið vel á því, en sennilega hefur hann þótt of frjálsiyndur og af því varð ekki. Hingað til hafa vígslubiskup- amir tveir setið áfram í sínum prestaköllum, en nú hafa embætt- Sr. Bolli Gústavsson in verið tengd Hólum og Skál- holti og þjóna hinum fornu bisk- upsdæmum, Hóla- og Skálholts- stifti. Sú nýskipan á sér nokkurn aðdraganda og hafa verið skiptar skoðanir um hana á meðal presta. Það hafði mikil áhrif á framgang málsins að fyrir fimm árum flutt- ist sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup að Hólum, eftir að hann fékk þar prestsembætti. Hann hafði þá þjónað Grenjaðar- stað í fjömtíu ár. Vígslubiskup á að þjóna prestakalli sínu, með aðstoð nágrannaprestanna. í embættinu felst presta- og kirkjuvígsla að boði biskups, að styrkja presta í starfi og efla bisk- upsstaðinn, sem kirkjulega mið- stöð. Á Hólum er margvísleg starfsemi, svo sem skóli og skóg- ræktarmiðstöð og við hyggjum gott til samstarfs við skólastjó- rann Jón Bjarnason og aðra á staðnum. Dómkirkjan á Hólum, sem er eitt af elstu steinhúsum á landinu, vígð 1763, hefur verið gerð upp eins og best verður á kosið. Mér sýnist þetta geta orðið heillandi starf, ekki síst af því að það er enn ómótað og bæði starf- ið og staðurinn leggjast vel í mig.“ Kjararannsóknanefnd: Kaupmáttur nær óbreyttur á síðasta ári KAUPMÁTTUR launa starfsfólks innan Alþýðusambands íslands hélst svo til óbreyttur á fyrstu þremur ársfjórðungum síðasta árs en jókst nokkuð á síðasta ársfjórðungi ársins 1990. Kaupmáttur heildarlauna minnkaði um rúm 2% frá fjórða ársfjórðungi 1989 til sama tíma síðasta árs en meðalvinnutími landverkafólks innan ASI styttist um hálfa klukkustund á viku að meðaltali á sama tímabili. Þetta kemur fram í niðurstöðum Kjararannsókanrnefndar fyrir fyrri hluta samningstimabils þjóðarsáttarsamninganna. I niðurstöðum nefndarinnar kem- ur fram að greitt tímakaup land- verkafólks hækkaði að meðaltali um 6% frá fjórða ársfjórðungi 1989 til íjórða ársfjórðungs 1990. Á sama tíma hækkaði framfærsluv- ísitala um 8%. Telur nefndin að 2% minnkun kaupmáttar megi rekja til áhrifa af minnkun kaupmáttar á síðustu mánuðum ársins 1989. Greitt tímakaup hækkaði um 5,5% og meðaltímakaup um 7,4% á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs síðasta árs og telur Kjararann- sóknanefnd að það eigi sér tvær skýringar. Annars vegar valdi hátt hlutfall sumarafleysingafólks þvl að meðallaun á þriðja ársfjórðungi eru í lægri kantinum. Hins vegar voru greiddar tvenns konar ein- greiðslur á íjórða ársfjórðungi, des- emberuppbót og sérstök launaupp- bót, sem valda því að meðallaun í lok ársins liggja í hærri kantinum. Á árinu 1990 styttist vinnútími um 0,4 stundir miðað við árið áður en það hefur ekki gerst síðan árið 1988. Elín Anna ísaksdóttir píanóleikari, Jón Ragnar Örnólfsson sellóleik- ari og Arinbjörn Árnason píanóleikari Þrennir einleikstónleikar Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur þrenna einleikaraprófs- tónleika í íslensku óperunni eftir Lokasprettur í átaki Rauða krossins, „Sól úr sorta“: Fjársöfnun í hveiju húsi ALÞJÓÐLEGU átaki Rauða krossins til hjálpar stríðshrjáðum lýkur í dag, sunnudag. Rauði kross íslands hefur skipulagt fjársöfnun um allt land og er hún lokasprettur í átakinu sem hér á landi hefur gengið undir heitinu „Sól úr sorta.“ Alþjóða Rauða kross-hreyfingin hefur skipulagt kynningu og íjár- söfnun í 130 löndum og er þetta I fyrsta sinn sem svo margar þjóðir taka þátt í sameiginlegu verkefni Rauða krossins. Á íslandi hefur átakið verið fjölþætt. Málþing um mannréttindi og mannúðarlög var haldið í Háskólabíó 4. maí sl. og fulltrúar RKÍ hafa haldið fræðslu - og kynningarfundi um málefnið víða um land. Ljósmyndasýning á vegum Rauða krossins stendur yfír í Kringl- unni í Reykjavík og sl. miðvikudags- kvöld voru haldnir útitónleikar í miðbæ Reykjavíkur. Auk þess hafa aðilar á vegum RKI skrifað margar blaðagreinar um málefnið. Lok- spretturinn hefst hins vegar í dag, sunnudag og munu sjálfboðaliðar á vegum RKI ganga í hvert hús í iandinu og taka við fijálsum fjár- framlögum. Helmingi söfnunarfjár- ins verður varið til aðstoðar Kúrda á flótta frá írak og hinn helmingur- inn rennur til uppbyggingar gervi- limaverkstæðis í Kabúl í Afganistan. Takmarkið er 100 kr. á mann „Þeir sjálfboðaliðar á vegum RKÍ sem ganga í hús og taka á móti framlögum bera aljir merki átaksins „Sól úr sorta" og ennfremur hafa þeir númeraðar kvittanir sem þeir gefa út fyrir hvert framlag," sagði Hannes Hauksson framkvæmda- stjóri Rauða kross íslands í samtali við Morgunblaðið. Hannes sagðist gera ráð fyrir að um 1.300 manns' þyrfti til að hægt yrði að ganga í öll hús á landinu. „Við höfum þegar marga sjálfboða- liða en ef einhver hefur áhuga á að bætast í hópinn getur hann haft samband við skrifstofur okkar,“ sagði hann. Hann sagði að ennfrem- ur hefðu ýmsir aðilar, þar á meðal stjórnmálaflokkar ákveðið að taka þátt í átakinu. Alls starfa 47 Rauða krossdeildir á landinu og hafa þær skipulagt söfnunina. Hannes sagðist vonast til að hægt yrði að safna 25 milljón krónum, sem samsvara því að hvert mannsbarn leggi til um 100 krónur. „Ef sjálfboðaliðar koma að mann- lausu húsi, munu þeir setja gíróseðil inn um bréfalúguna, og ennfremur blað til útfyllingar fýrir þá sem vilja greiða framlag sitt með greiðsiu- korti. Um kvöldið verður símasöfnun í tengslum við beina útsendingu Ríkissjónvarpsins, sem verður með dagskrá um alheimsátakið til styrkt- ar Kúrdum. Þar koma fram heims- frægir listamenn auk þess sem flétt- að verður inn upplýsingum um mál- efni Kúrda,“ sagði Hannes. Ég mun ganga í hús Ólafur Guðbrandsson hjúkrunar- fræðingur hefur verið sendifulltrúi Rauða krosss íslands í samvinnu við Alþjóðaráð Rauða krossins og hefur frá árinu 1984 unnið á sjúkrahúsum þess víða um heim. Eftir að hafa sótt námskeið á vegum RKÍ var hann skráður á svokallaða Veraidar- vakt, en þeir sem þar eru skráðir eru kallaðir til starfa á stríðshijáðum svæðum, oft með litlum fyrirvara. „Ég vinn á gjörgæsludeild Landspít- alans og þegar ég hef verið kallaður til af Rauða krossinum hef ég ávallt mætt fullum skilningi samstarfs- manna og yfirmanna minna, og hef fengið leyfi frá störfum til að sinna verkefnum á vegum Rauða kross- ins,“ sagði Ólafur í samtali við Morg- unblaðið. „Ég hef meðal annars unnið á sjúkrahúsi í Kabúl, höfuðborg Afg- anistan," segir hann, „en landið er þakið jarðsprengjum sem valda því að flöldi manns missir útlimi. Það er nánast daglegur viðburður að ein- hver komi inn á sjúkrahús Alþjóðar- áðs Rauða krossins eftir að hafa stigið á jarðsprengju og misst við það útlim. I þessum hópi er fjöldi barna og það er mjög átakanlegt að horfa uppá þau svona limlest. Svo til allar fjölskyldur í Afganistan eiga um sárt að binda vegna þessa,“ segir Ólafur. Óiafur segir að í Kabúl sé nú starf- rækt lítið gervilimaverkstæði á veg- um Alþjóðaráðs Rauða krossins. „Til stendur að stækka verkstæðið og bæta aðstöðu svo hægt sé að koma á móts við þörfina fyrir gervi- limi. Ég mun taka þátt f átakinu og ganga í hús og ég vonast til að ís- lendingar leggi sitt af mörkum í fjár- söfnuninni. Margt smátt gerir eitt stórt og skipulag Rauða krossins er þess eðlis að peningarnir skila sér til þeirra verkefna sem safnað er fyrir." helgi. Tónleikarnir eru síðari hluti einleikaraprófa Elínar Onnu ísaksdóttur píanóleikara, Jóns Ragnars Ornólfssonar selló- leikara og Arinbjarnar Árnason- ar pianóleikara, frá skólanum. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 alla dagana og er aðgangur ókeypis. Mánudaginn 13. maí leikur Elín Anna ísaksdóttir píanóleikari, Prelúdíu og fúgu nr. VIII í es-moll eftir J.S. Bach, Pathetique sónötuna eftir Beethoven, Tilbrigði um stef Chopin’s eftir F. Mompou og Scherzo nr. 2 í b-moll op. 31 eftir Chopin. Þriðjudaginn 14. maí leikur Jón Ragnar Ornólfsson sellóleikari, ásamt Steinunni Birnu Ragnars- dóttur píanóleikara, 7 tilbrigði í Es-dúr um stef úr Töfraflautu Moz- arts eftir Beethoven, Svítu nr. 2 í d-moll eftir J.S. Bach, Rondo op. 94 eftir Dvorak og Sónötu fýrir selló og píanó í d-moll op. 40 eftir Sjostakovitsj. Miðvikudaginú 15. maí leikur Arinbjörn Arnason píanóleikari, Tokkötu í D-dúr eftir J.S. Bach, Sónötu í C-dúr op. 53 (Waldstein) eftir Beethoven, Sónötu nr. 3 í a- moll op. 28 eftir Prokofíeff og Prelúdíu, kóral og fúgu eftir Cesar Franck. Gummi í Nesi tekinn upp ef hann reynist heillegur KAFARAR á vegum Vélbáta- ábyrgðafélagsins hafa Jeitað flaksins af Gumma í Nesi ÍS 95, vélbátsins sem sökk á skammri stundu við mynni Dýrafjarðar sl. sunnudagskvöld. Að sögn Hin- riks Matthíassonar hjá Vélbáta- ábyrgðafélaginu verður leitinni haldið áfram og reynist flakið heillegt verður reynt að ná því upp. „Ef báturinn liggur óskemmdur á 20 föðmum látum við taka hann upp, aðallega til þess að komast að því hvernig hann fór niður. Mennirnir sem voru um borð geta ekki gefið neinar skýringar á því sem gerðist," sagði Hinrik. Gummi í Nesi var skráður hjá tryggingafélaginu seint á árinu 1990. Báturinn var metinn á 6,5 milljónir kr. „Það er auðvitað allt ónýtt í bátnum, nema kannski skrokkurinn. Annað er ónýtt - raf- magn, tæki og vél. Við ætlum að gera tilraun til að ná honum upp ef kafararnir finna hann og hann er ekki á meira dýpi en 20 föðmum og botninn er heillegur,“ sagði Hin- rik. Hann sagði að megintilgangur- inn væri að kanna ástæður þess að báturinn sökk. „Við erum hræddir um að slíkum tilfellum fjölgi ef menn geta ekki sett fram skýring- ar,“ sagði Hinrik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.