Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAI 1991 KUMMR ERU GYUN6RR Byggt á frásögn eftir Esref Okumus Ljósnlyndirnar tók Georg Kristiansen. forsmáðir. Öllum stendur á sama um þá. Burtu með júðana! Burtu með Kúrdana! Látum þá ekki trufla samvisku okkar. Nú í dymbilviku 1991 hittum við þetta fólk, ég og ljósmyndarinn. Á vikutínm ferðuðumst við um héruð Kúrda í írak. Þá hafði land og þjóð verið fijálst úr ánauð í þrjár vikur. Við tölum við fólkið, sváfum í híbýl- um þess, brutum brauðið með því og deildum knöppum málsverði þess. Á flótta Nú er þetta fólk á fiótta. Það hefur safnazt saman í mjög fjölmennar flótta- mannabúðir nálægt landamærunum við Tyrkland eða íran. Margt af því er áreið- anlega dáið núna af völdum vosbúðar, veikinda, kulda og áverka. Hinir mæna örvæntingarfullir í himininn og bíða hjálpar. Á leiðinni til Daho- uk ferðuðumst við um frjósamt land. í marz- mánuði er vorið komið í lönd Kúrda. Fjár- hirðir standa yfir stór- um hjörðum allan sól- arhringinn. Lækirnir skoppa, hjala og hoppa ftjálsir úr fjall- asal niður í djúpan dal. Smali hóar í bergi. Fannirnar hopa upp á efstu fjallatinda. ísbreð- inn bráðnar.vatnið úr honum bland- ast vatninu í lindum og brunnum og gefur því sætan keim. Loftið er svo ferskt, að það er næstum áfengt, og ávaxtatrén taka fljótt við sér. Brátt standa þau í fullum blómskrúða. Erfitt er að skilja, hvernig nokk- ur maður getur yfirgefið þetta dá- samlega paradísarland. Miklu skiljanlegra er, af hvetju Kúrdar hafa verið kyrrir á sama stað leng- ur en flestar aðrar þjóðir í veröld- inni, um þúsundir ára, og af hveiju þeir hafa alltaf varizt ásókn og barizt fyrir lífi þjóðar sinnar og landi hennar á hverri öld. Saga Kúrda er aðeins saga um varið land. Fram að þessu hefur vörnin ekki bilað. Nú er hins vegar allt í einu svo komið, að á öllu hinu iðjagræna landi milli Zakho og Dahouk stend- ur ekkert þorp, enginn bær lengur. Öll merki um þúsunda ára búsetu hafa verið afmáð. Rétt rúmlega fimmtugur maður er leiðsögumaður okkar þarna. Hann bendir í sífellu út um gluggann á jeppanum og segir okkur, hvar bæirnir og þorpin hafa staðið. Hann segir okkur jafn- harðan frá því, hvenær og hvernig arabarnir — írakarnir — hafi jafnað bólstaði Kúrda við jörðu. — Þarna stóð býli föður míns og áa hans um aldir. Síðan hann féll frá, hefur bærinn verið lagður í rúst sjö sinnum. Fjölskyldan hefur hróflað upp húsum aftur í hvert skipti, en alltaf koma arabarnir aft- ur, brenna og bijóta og slétta yfir. OFSOTTIR, LANDRÆKIR OG GLEYMDIR Sprengjuárásir Síðustu vikurnar hefur Saddam sent sprengjuflugvélar sínar yfir bústaði Kúrda á hverri nóttu. Nótt eftir nótt eftir nótt er sprengjum kastað niður á borgir Kúrda, þorp og bóndabæi. Sprengjurnar falla yfir íbúðarhverfin í borgunum, kveikja í þorpunum og mölva þökin á bóndabæjunum, um leið og þær springa og drepa fólkið eða lim- lesta. Sofandi fólk vaknar til að deyja. Aðrir lifa við harmkvæli og horfa á sína nánustu kveljast í dauð- ateygjunum. Ljósmyndarinn gat ekki sofið eina nóttina. Tólf sinnum sprungu sprengjur í námunda við svefnstað hans. Kúrdar hafa ekki gleymt því, að nótt eina fyrir þrem- ur árum voru það ekki venjulegar sprengjut', sem kastað var á þá. Það voru sprengjur með eiturgasi. Fólk- ið í smáborginni Halabja dró ekki að sér lífsanda þessa nótt, heldur morðgas frá hinum drepandi lands- föður í Bagdad. Áður hafði Saddam Ziwar er orðinn gamall, en augun eru enn fögur og augnaráðið stolt. Ein af mörgum dyflissum Sadd- ams Hússeins nefnist Abugarib, og er hún ein hin illræmdasta. Menn óttast mjög um þá, sem þar eru lokaðir inni. Þar sat Ziwar í sjö ár vegna andstöðu sinnar við stjórn- ina í Bagdad. Þegar hann beinir máli sínu til okkar, er eins og margra ára birgð- ir af innbyrgðum hugsunum, tilfinn- ingum og vonum bijóti sér braut úr úr huga hans. Loksins fá þær útrás. Hann mælir í ljóðum og yrkir jafnóðum, eins og gömlum Kúrda sæmir. Hann stendur fyrir framan okkur og sjónvarpsupptökuvélina. Hátíðleg og margrímuð fornyrði á hinni mörg þúsund ára gömlu tungu streyma fyrirhafnarlaust af vörum hans. Ég treysti mér ekki til þess að þýða ræðu hans orðrétt, hvað þá að ég geti gefið hugmynd um rímslunginn bragarháttinn, en þetta er inntakið: — Berið kveðju mína yfir höfin sjö og vindana sjö til austurs og vesturs, til Englands og Frakk- lands, til Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins, til allra manna, sem láta sig örlög annarrá ein- hveiju skipta. — Vér Kúrdar höfum gefið Bush heiðursheiti. Vér köllum hann Haci Bush. Það þýðir Bush pílagrímur. Fyrir mánuði virtist hann hvetja oss til uppreisnar. Vér fórum að orðum hans og gerðum uppreisn, en hvar er hann nú? — Hví lítur enginn til vor í neyð vorri? Hví hlýðir enginn á kvein- stafi vora? Hví kemur enginn hing- að? Vér þörfnumst matar, oss vant- ar lyf. Framar öðru þurfum vér stjórnmálalegan stuðning. — í fyrrinótt kastaði Saddam fimmtán sprengjum yfir borg vora (og Ziwar teygir handleggina frá sér, til þess að sýna, hve sprengj- urnar hafi verið stórar). — Nú bíðum vér þess, að hann fylli næstu sprengjur með eiturgasi. — Kominn er efsti dagur Kúrda, dómsdagur vor. Nokkrum klukkustundum síðar voru hersveitir Saddams komnar inn í borgina. Kúrdar eru gyðingar vorra daga. Þjóð, sem glataði landi sínu á tveim- ur dögum. Gleymdir, herleiddir og Ebrahem, níu mánaða gamall drengur, nartar varfærnislega í brauðbita, sem honum hefur verið gefinn í sjúkrahúsinu í Zakho.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.