Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 17
 M Auka darf fræðslu til sjúklinga og aðstandenda — SEGIR JÓNA SIGGEIRSDÓTTIR Á HJÚKRUNARÞJÓNUSTU INNAN NÝLEGA fór fram könnun á viðhorfi neytandans til hjúki-unarþjón- ustu á geðdeildum Landspítalans. Könnunin var gerð dagana 14.-23. janúar sl. af Jónu Siggeirsdóttur, verkefnastjóra, fyrir hjúkrunarfor- stjóra geðdeildar Landspítalans. UM NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNAR GEDDEILDA LANDSPÍTALANS Spurningalisti var lagður fyrir alla inniliggjandi sjúklinga á geðdeild spítalans, að undanskild- um tveimur barnadeildum og einni langlegudeild. Úrtakið var sá fjöldi sjúklinga sem lá inni á deildinni þann dag sem spyijandi kom. fjöldi sjúklinga á þessum deildum var þá samtals 190. Alls svaraði 161 sjúkl- ingur, en 154 svör voru nýtileg, eða 80,6%, og telst svörun því hafa verið mjög góð. Viðhorf sjúklinga til umönnunar ákvarðast af mörgum þáttum, svo sem eðli umönnunar, einkennum sjúklings, fyrri reynslu hans og væntingum. Anægja sjúklinga með hjúkrun hefur veruleg áhrif á það hvað sjúklingum finnst um sjúkra- húsvist sína í heild og hversu fúsir þeir eru til að leggjast inn aftur, segir Jóna. „Niðurstöður könnunar okkar eru svipaðar og niðurstöður bandarískra kannana, þar sem fram kemur að 60-90% sjúkling- anna eru ánægð með þjónustuna. Hinsvegar kemur skýrt fram að bæta þarf sjúklingafræðslu þannig að hún komi sjúklingum og að- standendum til góða. Við þurfum að bæta upplýsingar um reglur deilda og starfsemi. Sjúklingar vilja fá niðurstöður úr þeim rannsóknum sem þeir fara í. Við þurfum að bæta samskipti við aðstandendur, en 18,6% sjúklinganna gefa okkur ekki góða einkunn fyrir samskipti við þá,“ segir Jóna. A myndunum má sjá nokkrar af þeim niðurstöðum, sem könn- unin leiddi í ljós. □ Mjög góð ■ Sæmileg W Góð □ Slæm □ Oftast ■ Sjaldan H Stundum 0 Nær aldrei 49,0% 28,3% Fannst þér starfsfólkið hafa nógan tíma fyrir þig? 9.0% 13,8% ,5% □ Mjög gagnleg ■ Fremur gagnslaus M Gagnleg B Algjörlega gagnslaus □ Mjög góða ■ Sæmilega H Góða H Ekki góða Flvað finnst þér um dvöl þína á deildinni? 7 70/r, Flversu góða einkunn gefur þú hjúkrunarfólkinu fyrir sam-' skipti við aðstandendur? 36,4% 12,7% 18,3% 27,5% Afskiptaleysið er verst — SEGIR ÞUNGLYNDISSJÚKLINGUR lit. Þegar við erum að tala um andlegt áfall er það atburður sem hefur geigvænleg áhrif á getu til venjulegra samskipta milli þeirra sem þurfa á aðhlynningu að halda og þeirra sem annast hana því það sem gerist í sjúk- dómsferlinu er að við glötum sjálfsvirðing- unni og missum reisn okkar. Og þess vegna verður sambandið við fólkið sem er að reyna að hjálpa okkur allt erfiðara. Samskiptin á milli þeirra sem þiggja þjónustu og þeirra sem veita þjónustuna byija ekki aðeins á núlli. Þau byija nokkrum gráðum undir núlli. Eitt mikilvægasta atriði geðhjúkrunar er að aðstoða sjúklinginn við að byggja upp sjálf- sálit og sjálfstraust sitt, ásamt því að hafa næmleika fyrir tilfinningum hans. Til þess að það geti tekist er mikilvægt að gagn- kvæmt traust óg virðing ríki milli hjúkruna- rfræðings og sjúklings. Og það næst aðeins með góðum samskiptum. Þótt margt sé betra hjá okkur hér á íslandi en það sem Peter Campell hefur reynt í'Bresku geðheilbrigðis- þjónustunni er alltaf hollt og gott að hlusta á hvað öðrum finnst að betur megi fara. Það minnir okkur á að sofna ekki á verðinum við að viðhalda því góða og bæta það sem betur má fara,“ segir Þórdís að lokum. MÉR ER það mjög til efs að nokkur lækn- ir geti sett sig í spor sjúklings, sem á við ' geðræn veikindi að stríða,“ segir 61 árs gömul kona, gift og sex barna móðir, sem undanfarin tíu ár hefur barist við þung- lyndi. „Það vita allir, sem áéinhvem hátt hafa lent i hremmingum geðveikinn- ar þó læknar kynnu að hafa aðra skoðun. Nú hef ég bæði reynslu af því að leggj- ast inn á sjúkrahús vegna líkamlegra og andlegra veikinda. Innlögnin sjálf er ef til vill ekki svo ósvip- uð, svona í fyrsta skiptið, en lengra nær samlíkingin ekki. Sjúklingar fá almenna og nákvæma skoðun á líkamlegu ástandi í báð- um tilvikum. Þegar líkaminn reynist að öllu leyti vera í þokkálegu ástandi, kemur dómur- inn um að maður eigi við geðveilu að stríða. Að fá það framan í sig í fýrsta skipti er skelfilegt, sér í lagi ef jafnframt er sagt að sjúkdómurinn sé ólæknandi þó hægt sé að halda. honum í skefjum með lyfjum. Þá hefj- ast lyfjagjafirnar og það sem er verst af öllu, afskiptaleysi, því það er nánast al- gjört. Reyndar er boðið upp á afþreyingu — handavinnu og smá leikfimi. í byijun sjúkrahúsvistar er einbeitingin í lágmarki og kvíðin í hámarki. Á milli mála ráfa sjúklingar fram og aftur um gangana, stjaifir af hræðslu og einmanakennd. Auka- verkanir af geðlyíjum geta verið mjög mikl- ar og batamerki láta oftast á sér standa. Þar af leiðandi eru fyrstu þrjár vikurnar á geðdeild ólýsanlega erfiðar. Ég hef oft spurt sjálfa mig og aðra hvemig hægt sé að breyta aðbúnaði sjúklinga inni á geðdeildum. Skyldi það vera spurning um fjármagn, viðhorf, innsæi, fordóma eða þekkingarleysi? Eflaust er það sitt lítið af hveiju. Er ég lít til baka og rifja upp árin sem ég hef glímt við sjúk- dóm minn, sem kaliast á læknamáli „manio depressio" eða „geðhæð geðlægð" er niður- staðan sú að ég hef verið ótrúlega heppin miðað við aðstæður. Ég hef haft góð sam- skipti við ágætan geðlækni. Aldrei hef ég þurft að breyta um lyf og oft getað verið lyfjalaus í nokkra mánuði á ári. Fjölskyldan hefur líka stutt mig eftir bestu getu. En ég er ekki ein í heiminum. Það era miklu færri sem eru hólpnir í okkar röðum. Nú eru augu ráðamanna aðeins að opnast fyrir högum þeirra geðsjúklinga sem verst eru settir. Mín ósk er sú að þeir, sem nú taka við stjórn heilbrigðis- og félagsmála, haldi vöku sinni í málefnum geðfatlaðra því enginn veit hveij- um klukkan glymur.“ Hjartanlegar þakklœti til fjölskyldu minnar og allra þeirra, sem glöddu mig á ýmsan hátt á 70 ára afmœli mínu 7. maí. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Þ. Bjarnadóttir frá Ögurnesi. TAIJIQUAN Kínversk leikfimi Taiji hentar fólki á öllum aldri. Milljónir Kínverja, ungir sem aldnir stunda Taiji á hverjum degi til að viðhalda andlegu og likamlegu atgervi sínu. Ráðherrann klipptur eftir Ernst Bruun Olsen Sýning á Litla sviðinu í kvöld kl. 20:30. í Hreyfilistahúsinu, Vesturgötu 5, eru haldin 6 vikna námskeið, 1 klst. í senn alla virka daga. Ný morgun- og kvöldnámskeið hefjast 22. maí. Skráning og upplýsingar á staðnum eða símleiðis. Opiðfrá kl. 9.00-17.00. HREYFILISTAHÚSIÐ, _______Vesturgötu 5, sími 629470._ Frumlegt,fyndið, ágengt og vel skrifað ... Traust leikstjórn og sannfærandi flutningur." Ó.T.H. Þjóðviljanum 27.4. ...„Besta sýning sem ég hefséð á sviði Þjóðleikhússins." S.S. Morgunblaðinu 24.4. Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.