Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 15
reW)fiö^NBiAMÐjEmiN]DÐA»miiEíTOQ0fe9i H5 „ Það var jarðsprengja á leiksvæðinu" Á hinum svonefndu „eftirstríðsárum” síðan 1945 hafa ekki færri en 20 milljónir óbreyttra borgara farist í fleiri en 100 styrjöldum og milljónir til viðbótar hafa beðið ómældan skaða og búa við ótrúlegar þjáningar. Meðal hryllilegustu afleiðinga styrjaldarátaka er að saklaust fólk missir limi af völdum sprengiárása og jarðsprengna sem styrjaldaraðilar koma fyrir með þeim hætti að þær granda fleiri borgurum en hermönnum. Hinn 12. maí gengst Rauði kross íslands fyrir landssöfnun og verður því fé sem safnast varið til Kúrdískra flóttamanna og til að koma á fót gervilimasmiðju í Afganistan þar sem þúsundir Afgana bíða þess að fá gervilimi í stað þeirra sem þeir hafa misst vegna stríðsátaka. Einnig þarf að sjá þessu fólki fyrir hjólastólum, hækjum og öðrum hjálpartækjum. í Afganistan eru enn milljónir virkra jarðsprengna í jörðu og má telja víst að þær eigi eftir að valda harmleik hjá þúsundum óbreyttra borgara, jafnvel þótt stríðinu linnti nú þegar. Með framlagi þínu getur þú lagt þitt af mörkum til að gera saklausu fórnarlambi óhugnanlegra stríðsátaka kleift að lifa nokkurn veginn eðlilegu lífi að nýju. Það er siðferðileg skylda okkar að gera allt sem í okkar valdi til að lina þjáningar þessa fólks. Hjálpið okkur að hjálpa þeim. Helmingur söfnunarfjár rennur til kúrdískra flóttamanna +c SÓL ÚR Alheimsátak til hjálpar stríðshrjáðum ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.