Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 11
MOBGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAI 1991 1001 IAM .Sí RUDAdU'/lVD: aidA.iBVi; ÍUflOM fyrir nýjum bílum, því á fyrstu fjór- um mánuðum þessa árs er bílainn- flutningur 50% meiri en á sama tíma í fyrra. Um leið var það að gerast að ríkissjóður hefur látið undir höfuð leggjast að afla fjár fyrir gífurlegum halla og niðurstað- an er skelfileg.“ Hann segir afsakandi: „Þetta er nú ekkert skemmtiefni, en hjá því verður ekki komist að ræða þetta. Fjárlög voru afgreidd fyrir síðustu áramót með fjögurra milljarða króna halla, en í lok apríl þegar fjármálaráðuneytið gerði upp sín dæmi stefndi í minnst átta milljarða halla. Skýringin á þessum gríðarlega halla eru meðal annars nýjar skuld- bindingar fyrrverandi ríkisstjórnar. Það var á sínum tíma ákvörðun stjórnarmeirihlutans á þingi og rík- isstjórnar að auka útgjöldin og vegna þjóðarsáttarinnar var ekki gripið til skattahækkana. Síðan bætist það við að frá áramótum hefur ríkisstjórnin sett skuldbind- ingar á ríkissjóð sem eru á bilinu milli 12 til 13 milljarðar. Fimm milljarðar þar af eiga sér enga stoð í heimild frá Alþingi. Þar er einung- is um að ræða yfirlýsingar eða samninga þar sem skýrt er tekið fram að samningurinn hafi ekki gildi nema Alþingi samþykki hann síðar. Þetta eru innistæðulausir kosningavíxlar. Þannig hafa útgjöld verið búin til fram í tímann, til viðbótar þeim útgjöldum sem nauðsynleg voru til að standa undir lögbundinni þjón- ustu. Síðasta ríkisstjórn brúaði bilið með yfirdrætti hjá Seðlabankanum. Yfirdráttur þar þýðir það sama og að einstaklingur, sem eyðir meira en hann aflar, láti undir höfuð leggj- ast að fá lán hjá banka eða einhveij- um öðrum, og láti gúmmítékka detta á bankastofnunina og hlaðast þar upp. Það hefur gerst í stórum stíl núna. Yfirdrátturinn á fyrstu þremur mánuðum ársins er þrefalt meiri en hann var í fyrra á sama tíma.“ — Verða þá tekin erlend lán? „Það er alveg augljóst að það verður að taka lán erlendis ef okkur tekst ekki að skera niður til að jafna þennan halla. Verkefni okkar á þessum fyrstu dögum ríkisstjórnar er að finna leiðir, annars vegar til að draga úr hallanum, skera niður, og hins vegar til að afla fjár til að standa undir hallanum og annarri lánsfjárþörf ríkisins, til dæmis vegna húsnæðiskerfisins." Friðrik segir að ef fráfarandi ríkis- stjórn hefði viðurkennt markaðslög- málin á ljármagnsmarkaðinum, hækkandi raunvexti, hefði verið möguleiki á því að fólk hefði sparað fremur en eytt. „Útlán bankakerfis- ins hefðu dregist saman og þannig hefði fólk fundið fyrir efnahagsver- uleikanum. Menn hefðu þá beðið með að kaupa nýja bílinn, og lagt til hliðar í staðinn. Ríkisstjórnin viðurkenndi ekki að þeir vextir sem hún bauð á ríkisvíxl- um og spariskírteinum voru það lágir að það keypti enginn þessa víxla. Því fór sem fór. Sparnaður er hins vegar nýtt fyrirbæri á íslandi og það er mjög skemmtilegt að sjá, að unga fólkið hugsar um verðmæti og peninga með allt öðrum hætti en kynslóð mín gerði. Það hefur fullan skilning á því að græddur er geymdur eyr- ir, en það var hlægilegt hugtak hér áður fyrr. En þótt vextir séu áhrifamikið tæki til að efla sparnað eða afla fjár þá eru þeim takmörk sett. Þó við hækkuðum raunvexti um 20% gætum við ekki náð tilætluðum sparnaði á innlendum markaði í ár.“ — Er ekki fólk orðið þreytt á að halda í við sig endalaust, alltaf með sama lága kaupið, gefst upp og slær lán til að geta veitt sér eitthvað? „Jú jú, og því hefur líka verið haldið fram að fólk, sem hefur ákveðinn lífstíl en ekki laun í sam- ræmi við hann, grípi til þeirra ráða að slá út á eignir sínar og auka þar með skuldastöðu sína.“ — Ert þú sjálfur sparsamur? SJÁ NÆSTU SÍÐU Viðbótarsæti til Benidorm í júní frú aðeins kr. 39.800,-’ Þökkum frábærar undirtektir Undirtektirnar hafa veið einstakar og nú er uppselt í meira en helming allra ferða okkar í sólina í sumar. Tryggðu þér óskaferðina með Veröld óður en allt selst upp. Benidorm Höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á Europa Center gististaðnum á hreint ótrúlega góðu verði. Verð frá kr. 39.800,- fyrir hjón með 2 börn í íbúð í 2 vikur og aðeins kr| 51.500,- fyrir 2 í íbúð í 2 vikur í júní. Bókunarstaða 23. 30. 6. 13. 20. 27. 4. 11. 18. maí.......biðlisti maí.......5 sæti laus júní......laus sæti júní......10 sæti laus júní......laus sæti júní......laus sæti júlí.....örfá sæti laus júlí.....laus sæti júlí.....laus sæti 25. júlí.uppselt 1. ágúst... biðlisti 8. ágúst... uppselt 15. ágúst... uppselt 22. ágúst... örfá sæti laus 29. ágúst... laus sæti Sæti laus í september Costa del Sol Enginn staður í Evrópu jafnast á við suðurstönd Spánar, vinsælasta ferðaparadís álfunnar. Erum að selja síðustu sætin! Bókunarstaða 23. maí....biðlisti 30. maí....5 sæti laus 6. júní...biðlisti 13. júní...15 sæti laus 20. júní...uppselt 27. júní...laus sæti 4. júlí..uppselt 11. júli...laus sæti 18. júlí...15 sæti laus 25. júlí...laus sæti 1. ágúst.... laus sæti 8. ágúst.... örfá sæti laus 15. ágúst.... biðiisti 22. ágúst.... laus sæti Irland Ferðanýjung á Fróni aðeins 2ja stunda flug og þú ert kominn í nýja Veröld Bókunarstaða 7. júní..biðlisti 14. júní ....laus sæti — beint frá Akureyri 21. júnf ....Jónsmessunæturdraumur! 5. júlí.Eldriborgaraferð með Hermanni Ragnari! 19. júlí.laus sæti — beint frá Akureyrj 2. ágúst.. Lax- og silungsveiði, golf og gönguferðir. Náttúrufegurð og saga. Gisting á bóndabæjum og/eða fornum kastölum með lúxus aðbúnaði. Mallorka Fegurstu strendur Mallorka bíða þín á Alcudia og gististaðimir. þeir bestu, sem völ er á. Pú gerir kostakaup með Veröld til Alcudia. Bókunarstaða 19. maí.....biðlisti 26. maí.....biðlisti 4. júní....10 sæti laus 11. júnf....uppselt 18. júní....biðlisti 25. júní....uppselt 2. júlí.....laus sæti 9. júlí....laus sæti 16. júlf....15 sæti laus 23. júlí....laus sæti 30. júlí....biðlisti 6. ágúst...10 sæti laus 13. ágúst...biðlisti 20. ágúst...laus sæti Sæti iaus í september. Gerum sertilboö E/rir hóoa allar brottfarir sumarsíns, FLUGLEIDIR .SlmlSm oasis FERflAMIIISTafilll AUSTURSTRÆTI17, SÍMI: (91)622011 & 622200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.