Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 12
i»r „Ég er hvorki ijáraflaraaður né eyðsluseggur. Ætli ég sé ekki í liði með þeim sem hvorki hafa átt mik- ið fé né‘ of lítið og hugsa sjaldan um peninga. Til gamans get ég nefnt að í nokkra mánuði hef ég mánaðarlega keypt lítinn skammt af ríkisskuldabréfum, gerði það til að hjálpa Ólafi Ragnari, en það dugði ekki til.“ Þið talið um að skera niður ríkis- útgjöld, ríkisstjórnin núverandi hlýtur að hafa verið búin að und- irbúa og gera tillögur um hvar verði skorið niður, og hvaða ríkisfyrir- tæki verða seld? „Það verður að segjast eins og er að þessi ríkisstjórn byggist meira á trausti en skjalfestum orðum, meira á ást og kærleika en löngum kaupmála. Grunnurinn undir ríkis- stjórnina er traustur og allir aðilar ákveðnir að láta þetta stjórnarsam- starf lukkast. Báðir flokkar hafa svipaðá skoðun á ríkisfjármálum, báðir skilning á því að stilla sköttum í hóf og draga úr útgjöldum til að ná jafnvægi í ríkisbúskapinn. En það var engin ítarleg stefnuskrá gerð hvorki varðandi ríkisfjármál né önnur svið. Á þeim málum verð- ur tekið í einstökum atriðum nú í vor og sumar. Þ egar við tölum um niðurskurð, þá er fyrst og fremst átt við að koma sem flestum verkefnum út á markaðinn. Niðurskurður er nei- kvætt orð, það felur í sér að það eigi að slátra einhveiju eða láta eitthvað hverfa. Réttara væri að kalla þetta tilflutning, því við erum að tala um að bjóða út þá starfsemi sem við viljum að færist frá ríkinu til annarra. Þetta getur þýtt að Það er til dæmis vel hugsanlegt að áhugasam- ur hópur taki að sér rekstur skúla, svu Iram- arlega sem kröium um árangur ug gæðl ei fylgt eftir. Ég er á múti þessu músarhulusjúuarmiði sem gengur út á það að menn segiast ætla að hætta að fara til útlanda. JEtli úg sú ekki í liði með heim sem hvarki hafa átt mikið fú nú nf um peninga. kostnaðurinn við að veita þjón- ustuna verði í sumum tilvikum fremur greiddur af notendum en af skattgreiðendum.“ Það er vissulega hægt að selja mörg ríkisfyrirtæki,“ segir Frið- rik,„einkum ríkisrekin atvinnufyrír- tæki sem keppa við önnur einkafyr- irtæki. Það hefur verið nefnt að selja banka, prentsmiðju, sements- verksmiðju, síldarverksmiðju, áburðarverksmiðju, og jafnvel mætti hugsa sér að einkavæða þætti úr Áfengis- og tóbaksverslun- inni. Ríkið mundi eftir sem áður taka inn tekjur af tollum og sjá til þess að þær væru þær sömu og verið hefur. En nýmæli væri að menn gætu á grundvelli strangra reglna bæði flutt inn og verslað með áfengi. Ég held að þetta gæti jafn- vel bætt umgengni við áfengi. Það á að umgangast vín með tilhlýði- legri virðingu, en íslenska ríkið hef- ur hingað til lagt upp úr því að selja sem mest, rétt eins og þegar bændur gefa á garðann." — Ef til dæmis ríkisbanki verður seldur, hvernig verður það fram- kvæmt? „Salan fer væntanlega fram hjá þeim fyrirtækjum sem þegar hafa haslað sér völl á þessum vettvangi og eru með sérfræðinga í sölu hluta- bréfa.“ — Er ekki hætta á að auður safnist á fárra manna hendur þegar fyrirtæki vérða seld? „Nei, það þarf ekki að gerast. Það er hægt að setja reglur um það hveijum eigi að selja pg hve mikið kemur í hvers hlut. Ég hef hverf- andi áhyggjur af því. Fjöldi hlut- hafa hefur vaxið mjög mikið á und- anförnum árum. Stór hluti sparnað- STÚDENTAFAGNAÐUR Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 31. maí á Hótel íslandi og hefst kl. 19.00. Nýstúdentar og allir afmælisárgangar eru velkomnir og hvattir til þess aðfjöimenna. Miðasala verður í anddyri Hótels íslands miðvikud. 29. maí og fimmtud. 30. maí kl. 16-19 báða dagana. Samkvæmisklæðnaður StjÓmíll ScanRope Trollvírar fyrir humar- og rækjuveiði Þessir vírar eru íyrirliggjandi: 6 x 7 í 14 mm, 400 faðmar, kr. 86.478- án vsk. 3x19 í 14 mm, 400 faðmar, kr. 103.835- án vsk. 3x 19 í 16 mm, 400 faðmar, kr. 131.544- án vsk. Takmarkað magn á þessu hagstæða verði. Hafið samband við sölumenn. mmmm Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855 Söluumboð í borlákshöfn: Skipaþjónusta Suðurlands sími 98-33930 og 98-33541. ar ei' í hlutabréfum almennings og mér finnst mjög mikilvægt að sem allra flestir verði eigendur í atvinnu- fyrirtækjum og hlutafélögum lands- manna.“ — Talað hefur verið um að tak- marka hlutaijármagn við um 5%, hvað fínnst þér um það? „Ég vil ekkert segja um það á þessari stundu, en eftir því sem dreifing hlutafjár er meiri þeim mun betra. Vandamálið er hins vegar, að félög geta átt í félögum, og þrátt fyrir 5% reglu getur verið erfitt að ráða við það.“ ikilvægara er að koma rekstrar- verkefnum yfir á hendur einstaki- inga að mati ráðherra, en að selja fyrirtækin. „Það þving'ar ríkið til að skilgi'eina markmið með viðkom- andi rekstri. Við slíkar markmiðs- lýsingar neyðist ríkið til að spyrja sjálft sig: Til hvers erum við að þessu, af hveiju gerum við þetta svona? Stofnanir í eigu ríkisins hafa tilhneigingu til að öðlast eilíft líf. Stofnun, sem í upphafi á að gegna einhveiju hlutverki, nær einhveijum árangri, en í tímans rás er hún oft farin að gera allt aðra hluti en ráð var gert fyrir í upphafí. Hér á við sú speki, að þótt mikilvægt sé að gera hlutina rétt, er þó enn mikil- vægara að gera réttu hlutina. Kostnaðarvitund almennings er í mörgum tilvikum lítil og á það einkum við í stórum og útgjalda- frekum málaflokkum eins og heil- brigðismálum og menntamálum. Það veit í raun enginn hvað hlut- irnir kosta á þessum sviðum og því er eftirspurnin óþijótandi. Frá rekstrarlegu sjónarmiði er talið heppilegra að einkaaðilar fremur en opinberir aðilar annist ýmis verk- efni, jafnvel þótt opinberir aðilar greiði kostnaðinn að fullu. Það er hugsanlegt að ríkið bjóðiút ákveðna starfsemi en standi undir kostnaðin- um og hafi eftirlit með verkinu. Það er til dæmis vel hugsanlegt að áhugasamur hópur taki að sér rekstur skóla, svo framarlega sem kröfum um árangur og gæði er fylgt eftir. — Verður opinberum starfs- mönnum fækkað? „Það er ljóst að það haúgir sam- an að draga úr ríkisútgjöldum og fækka starfsmönnum. Það er áhugamál mitt að draga úr ríkisút- gjöldunum og umfangi rikisum- svifa. Það verður best gert með því að koma starfseminni sem mest út á hinn almenna markað. Við það fækkar að sjálfsögðu ríkisstarfs- mönnum, en ekki endilega störf- um.“ Friðrik er spurður hvort utan- landsferðir embættismanna hafi verið ræddar og hann segir það ætlunina að draga sem mest úr þeim, en vekur athygli á því að utanlandsferðir eru misdýrar og misþýðingarmiklar. „í sumum til- vikum er full nauðsyn á því að senda fólk til útlanda og fá fólk hingað. Við lærum af umheiminum og meg- um ekki einangra okkur. Bruðl á þó ekki að eiga sér stað. Því hefur verið haldið fram að það sé tilhneig- ing í kerfinu til að halda launum niðri, en bæta muninn upp með sporslum og dagpeningum og það það er ekki af hinu góða. Annars eru utanlandsferðir aðeins lítill hluti af öllum pakkanum." — Það er alltaf sagt, en stað- reyndin er sú að þetta fer afskap- lega í taugarnar á almenningi. Friðrik kinkar kolli: „Það er rétt. Matthías Bjarnason flytur yfírleitt ekki ræðu í þingflokknum öðru vísi en að minnast á kostnað við utan- landsferðir. Það er nú hins vegar eðlilegt að utanríkisráðherra sé á ferðinni, og að ráðherrar sæki tvisvar á ári ráð- herrafundi á Norðurlöndum. Ég held það sé rangt að álíta að ráð- herrar sjálfír fari í óþarfa ferðir á vegum ríkisins. Ég er á móti þessu músarholusjónarmiði sem gengur út á það að menn segjast ætla að hætta að fara til útlanda. Ég tel að við getum lært heilmikið í útlönd- um, jafnvel margt sem leitt gæti til sparnaðar. En ég er á móti bruðli.“ K jaramál ríkisstarfsmanna og ann- arra launþega er eitt viðkvæmasta málið og óttast margir að til átaka kunni að koma í haust. Friðrik seg- ir að fundað verði með forystu- mönnum launþegasamtakanna á næstunni. „Það mikilvægasta sem ríkið getur gert er að tryggja stöð- ugleika þannig að hægt sé að gera skynsamlega kjarasamninga. Við megum ekki gleyma því að það er atvinnulífið sem skapar verðmætin sem allt annað hvílir á. Ríkið nær- ist á öflugri atvinnustarfsemi og atvinnulífið þarf á ríkinu að halda. Gagnkvæmur skilningur og samspil kemur þjóðinni best.“ — Sjálfstæðismenn töluðu um að gjörbreyta þyrfti launakerfi op- inberra starfsmanna. Eruð þið að tala um afkastahvetjandi kerfi? „Já, ég vil gjarnan ræða við starfsmenn ríkisins um breytingar á samningum, gera þá sveigjan- legri. Einnig er mjög athugandi að kanna hvort ábyrgðin á kjarasamn- ingum fyrir hönd ríkisins eigi frekar að vera hjá stofnunum sem ráða fólkið en hjá Ijánnálaráðuneytinu. Áður en það getur orðið, þarf þó að tryggja það að viðkomandi stofn- anir séu fjárhagslega ábyrgar. Það verða þær varla fyrr en fjár- lagagerð breytist þannig að viðkom- andi ráðunejdi og stofnanir beri fullkomna ábyrgð á og frelsi til að ráðstafa þeim Ijármunum sem til þeirra er veitt.“ — Hvað um þær skattalækkanir sem sjálfstæðismenn töluðu um? „Eftir að hafa skoðað ríkisfjár- málin og stöðu þeirra nú, er alveg ljóst að fyrsta verkefni er að koma . böndum á útgjöldin áður en menn geta farið að tala um skattalækkan- ir. Þótt skattalækkanir séu það markmið sem við stefnum að á kjör- tímabilinu, þá á ég ekki von á því að það geti orðið á næstunni. Við ætlum hins vegar strax að koma í veg fyrir skattahækkanir og ná tökum á útgjöldunum. Þegar það hefur tekist lækkum við skattana." — Það verður sem sagt ekki far- ið út í neinar óþarfa framkvæmdir á næstunni? „Svo sannarlega ekki. Við skul- um ekki gleyma að stjórnmálamenn eru alltaf með annarra manna pen-; inga milli handanna og að ábyrgð þeirra er mikil, því það sem þeir gera, gera þeir á kostnað annarra.“ Heldurðu að þú náir árangri í starfi fj ármálaráðherra? „Ég næ engum árangri nema ríkisstjórnin öll leggist á eitt með\ mér. Þar verða allir að róa í sömul átt til að koma í veg fyrir þær efna- | hagskollsteypur sem íslendingari þekkja frá fyrri tíð.“ — Mér skilst að sú setning sem< oftast heyrist í herbúðum sjálfstæð-j ismanna sé: Það verður ákveðið.; Verður þetta einhver harðlínu- stjórn, einhvers konar Thateher-1 ismi? - 1 „Nei, nei. Stjórnarmyndun tók ótrúlega stuttan tíma. Það byggistj á því að stefnur flokkanna eru ekki| ósvipaðar um það hvar ísland eigi! að standa meðal annarra þjóða, og hvaða leikaðferðir eigi að nota við úrlausn efnahagsmála. Hins vegar gerir þessi stutti tími það að verkum að menn verða í byijun að vinna starfið frá degi til dags. Það er enga Biblíu að hafa til að fletta upp í. Þetta líkist meira vinnáttusambandi eða hjónabandi að því leyti, að við verðum að treysta á gagnkvæman skilning. Þar á meðal í því mikilvæga máli sem stefnumótun til framtíðar er. Ég hef trú á því, að ef fyrstu mán- uðirnir ganga vel, þá geti þessi rík- isstjórn lifað fram á næstu öld.“ — Hveiju kvíðir þú mest sem fjármálaráðherra, að fást við laun- þega eða eigendur fyrirtækja? „Ég kvíði því mest að týna fjöl- skyldunni! Ég veit að þeir hlutir sem ég er að gera hérna eru nauðsynleg- ir og eiga fullan rétt á sér, svo ég kvíði ekkert fyrir því að fást við þá. En ég held að starfið sé það kreljandi að lítill tími verði fyrir einkalífið. Ætli síðasti íjármálaráðherra hafi ekki meint eitthvað með því þegar hann kvaddi mig með því að óska mér góðrar heilsu!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.