Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 24
MQRijlJKBLAÐli) MiQyiKUDAGUR 22- .MAÍ: 1991 24 Minning: Dr. Bjöm Sigfússon fv. háskólabókavörður Fæddur 17. janúar 1905 Dáinn 10. maí 1991 Björn Sigfússon var fæddur að Stóru-Reykjum í Reykjahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu 17. janúar 1905. Foreldrar hans voru Sigfús Bjarnason, bóndi og hreppstjóri, síðar að Kraunastöðum og víðar í 5. -Þing., og kona hans Halldóra Halldórsdóttir. Að Bimi stóðu þing- eyskir stofnar í báðar ættir. Bjöm stundaði barna- og unglingaskóla- nám nærri heimahögum, en síðan lá leið hans í Kennaraskólann. Lauk hann prófi þaðan 1928, en árið eft- ir stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík. Bjöm lauk meist- araprófi í íslenskum fræðum 1934. Næsta vetur var hann við fram- haldsnám í Osló og Kaupmanna- höfn, en árið 1944 hlaut hann dokt- orsnafnbót við Háskóla íslands fyr- ir rit sitt um íslendingabók. Dr. Bjöm stundaði á námsámm verkamannavinnu eftir því sem til féll, en síðan fékkst hann við kennslu, bæði við Héraðsskólann að Laugum og við ýmsa framhalds- skóla í Reykjavík. Hann starfaði um tíma við Ríkisútvarpið, flutti þar m.a. þætti um íslenskt mál, en 1. mars árið 1945 var hann skipað- ur háskólabókavörður og gegndi því embætti til 1. sept. 1974, er hann kaus að láta af forstöðumannsstarf- inu, ári fyrr en hann þurfti, en starf- aði síðan sem lausráðinn bókavörð- ur við safnið eitt ár í viðbót, eða til 1. sept. 1975. Starfstími Björns við Háskólabókasafn, nam þá full- um þremur áratugum. Bjöm kvæntist 22. okt. 1932 Droplaugu Sveinbjamardóttur, fædd 28. maí 1912. Hún var dóttir Sveinbjamar Guðmundssonar bónda í Viðvík við Stykkishólm og konu hans Johönnu Sigríðar Jóns- dóttur. Droplaúg lést 20. júlí 1945 frá fímm bömum þeirra Björns ungum. Þau eru: 1) Hóimfríður, fædd 1934, ritari lögmanna í Reykjavík. 2) Sveinbjörn, fæddur 1936, prófessor og nýkjörinn rektor Háskóla íslands. Kona hans er Guðlaug Einarsdóttir, bókari hjá Samvinnuferðum-Landsýn. 3) Sig- fús, fæddur 1938, prófessor í raf- magnsverkfræði við Háskóla ís- lands. 4) Helgi, fæddur 1942, jökla- fræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans. Kona hans er Þóra Ellen Þórhallsdóttir, líffræðingur. 5) Ól- afur Grímur, fæddur 1944, læknir, stundar rannsóknarstörf í Oxford í Englandi. Björn kvæntist öðru sinni 26. júní 1948 Kristínu Jónsdóttur, f. 6. september 1913. Foreldrar henn- ar voru Jón Wíum Hansson, bóndi að Iðu í Biskupstungum, og kona hans, Jónína Jónsdóttir. Sonur þeirra Bjöms er Hörður, f. 1948. Björn hafði eignast 11 barna- börn, er hann lést, og 5 barnabarna- börn, svo að alls eru niðjar hans nú 22 talsins. Hér er þess einungis kostur að nefna hin helstu af ritverkum Björns Sigfússonar. Nánari grein- argerð um þau eru að fínna í Skrám um rit háskólakennara. Merkasta framlag Björns til fornra_ íslenskra fræða er rannsókn háns á íslending- asögum þeim sem eiga sér vettvang í Þingeyjarsýslu. Hann birti ritið Um Ljósvetningasögu 1937, en gaf söguna síðan út á vegum Fornrita- félagsins árið 1940 ásamt Reyk- dælu og nokkrum þáttum. Af öðmm toga er bókin Auðug tunga og menning, 1943, safn erinda um ís- lenskt má!, sem hann flutti í Ríkis- útvarpið. Aður er minnst á doktors- rit hans, Um íslendingabók, 1944. Sama ár kom út ritið Neistar — úr þúsund ára lífsbaráttu íslenzkrar alþýðu, en það er safn lauss máls og bundins frá öllum öldum Islands- byggðar nema hinni 20. Þá kom útgáfa Vídalínspostillu, sem hann sá ummeð öðram, 1945, SagaÞing- eyinga til loka þjóðveldisaldar, 1946, Múrarasaga Reykjavíkur, 1951, og Bókasafnsrit I (ásamt Ólafi Hjartar), 1952. Björn gaf út ljóð vestur-íslensku skáldkonunnar Bínu Björns (Jakobínu B. Fáfnis), Hvíli ég væng á hvítum voðum, 1973, með langri ritgerð um ljóðin og höfundinn. Þá sá hann ásamt öðrum um útgáfu Rita Björns Hall- dórssonar í Sauðlauksdal, 1983. Auk þessa liggur eftir Bjöm fjöldi greina í blöðum og tímaritum. Greinilegt er að Bjöm hafði mun minni tíma til ritstarfa, eftir að hann gerðist bókavörður, enda var hann sem næst einyrki í bókasafn- inu um áratuga skeið, vann þar flest sem vinna þurfti, dró að safninu ritin á sjálfum sér eða hjólhesti sín- um, flokkaði þau, skráði og kom fyrir í safninu, annaðist afgreiðslu og útlán og sinnti jafnframt fyrir- spurnum um hin flóknustu og sund- urleitustu viðfangsefni. Þrátt fyrir miklar annir tók Bjöm þó virkan þátt í starfí fræða- og fagfélaga, ekki síst Sögufélags, og var í ritstjóm tímarits þess, Sögu, um árabil. Hann var félagi í Vísind- afélagi íslendinga frá 1946, ritari þess um skeið og síðar forseti. Þá var hann meðal stofnfélaga Bóka- varðafélags íslands og var síðar gerður að heiðursfélaga þess. Björn var raunsær og framsýnn um þróun bókasafnsmála, svo sem ráða má t.a.m. af grein sem hann reit í Lesbók Morgunblaðsins í til- efni af 10 ára afmæli Háskólabóka- safns 1950, en þar segir m.a.: „Tveir af merkustu safnmönnum eldri kynslóðar, Guðmundur Finn- bogason landsbókavörður og Páll E. Ólason fv. prófessor, studdu á síðustu árum sínum þá hugmynd, að sameina þyrfti Landsbókasafn og Háskólabókasafn, þegar næst yrði byggt yfir þjóðbókasafnið. — Þeirri hugmynd sór ég fylgi þann dag, sem ég varð bókavörður, og gerði mér þegar Ijósar ógö.ngur framtíðarinnar, ef það ráð yrði ekki tekið.“ Þá gerði Björn sér og ljóst, að nauðsynlegt væri að gefa mönn- um kost á sérmenntun hér innan lands til starfa í bókasöfnum. Því var það, að hann fékk leyfi háskóla- yfírvalda til að taka upp formlega kennslu í bókasafnsfræði árið 1957, en hann hafði eins og áður er getið átt þátt í útgáfu handbókar á því sviði nokkram árum fyrr. Þær staðreyndir sem nú hafa verið raktar um fjölskylduhagi Björns Sigfússonar, nám hans og störf segja raunar fátt um manninn sjálfan, svo sérstæður sem hann var. Um hann verður með sanni sagt, að hann hafi verið þjóðsagna- persóna þegar í lifanda lífi. Kom þar margt til. Næmi og minni var með ólíkindum, enda fór Björn með köflum hraðfari á námsbrautinni, las t.d. eftir kennaranámið á einu ári til stúdentsprófs utan skóla og var hæstur þeirra sem gengu til prófs það árið. Vegna minnis síns og leiftrandi tilsvara var hann eftir- sóttur þar sem menn reyndu með sér í hvers kyns spurningaþáttum. Era mér t.d. í barnsminni slíkar samkomur hjá Stúdentafélagi Reykjavíkur, sem útvarpað var frá. Hann var einnig vinsæll meðal al- mennings af útvarpsþáttum sínum á 4. og 5. áratugnum, og skilst það betur, ef litið er í fyrrgreint erinda- safn frá 1943, þar sem hann geys- ist um víðan völl íslenskrar tungu. Þar naut hin yfirgripsmikla þekking hans sín vel, svo sem einnig kemur fram, ef flett er safnritinu Neista. Björn var lítið fyrir að feta slóð tísku eða hefðar. Hann lærði t.a.m. ekki á bíl né eignaðist slíkt farar- tæki, sniðgekk það svo sem hann mátti, honum var reiðhjólið kærara. Þetta táknar þó ekki að Björn hafi haft ímugust á nýtingu tækninnar, öðru nær. Hann lét það verða sitt fyrsta verk í bókasafninu að fá þangað síma, sem ekki var jafnsjálf- sagt þá og nú, síðan ritvél, og svo koll af kolli, en tölvumar voru ekki enn þá komnar til sögunnar sem skrifstofutæki, þegar Björn lét af störfum. Hins vegar fékk hann sér sjálfur tölvu þegar hann var kominn á níræðisaldur og notaði hana óspart. Við lát hans liggur fyrir fullbúið handrit að bók, sem hann var margsinnis búinn að breyta og bæta með aðstoð tölvuforritsins. Svo mikill var áhuginn á bókargerð- inni að hann sat með handritið á sjúkrahúsinu daginn áður en hann lést, hart leikinn af skæðum sjúk- dómi, og vék til orðum í textanum, þar sem honum þótti betur mega fara. Reyndar átti samning þessarar bókar sér ákveðinn aðdraganda. Þegar Bjöm lét af störfum við bóka- safnið, hafði hann sem oftar lag á að koma mönnum á óvart. Hann innritaðist þá í Háskólann til náms í landafræði. Rúmum tveimur ára- tugum fýrr hafði hann lokið vissum áfangaprófum í sænsku og árið 1978 lauk hann B.A.-prófí í þessum greinum, þá 73 ára að aldri. Áttu viðfangsefni sem tengdust landa- fræði hug hans allan upp frá því, ekki síst málefni sem vörðuðu þróun byggðar, fólksfjölda og stöðu ís- lands í samfélagi þjóðanna. Ritaði hann öðru hveiju greinar í blöð um þessi efni. Síðasta grein hans, sem ég hef veitt athygli, birtist í Morg- unblaðinu 6. júlí sl. undir fyrirsögn- inni Vörumst hroka kynhreinna. Setur hann þar ofan í við þá, sem varað höfðu við innflutningi víet- namskra flóttamanna til landsins. Ýmsar greina Björns þóttu í tyrfn- ara lagi að stíl og hugsun, en þeir sem gáfu sér tíma til að lesa af athygli, nutu þó gjarnan hinnar meitluðu rökhugsunar, sem Björn lagði í mál sitt. Ýmis af fyrri skrif- um Björns eru reyndar með allt öðrum brag, ljós, skýr og hugnæm hveijum venjulegum lesanda. Ég nefni t.d. greinina Barnstrú, sem birtist í ritinu Ungur var eg, 1943, minning ungs drengs úr norð- lenskri byggð, þar sem margir ætt- liðir undu saman í þröngbýli og „Guja gamla“ og amman, sem var um nírætt, mótuðu öðrum fremur trúarvitund drengsins, en heims- mynd hans markaðist af útlínum íjallanna í Aðaldal og festingunni, sem yfír þeim hvelfdist. Einnig má nefna greinina Þroskinn og skilyrði hans_ í bókinni Játningar, sem Sím- on Joh. Ágústsson safnaði til 1948, en þar lýsir Björn lífsskoðun sinni á mjög minnisverðan hátt og af mikilli færni, bæði að máli, stíl og efni. Bjöm var fórnfús og greiðvikinn með afbrigðum og hugsaði þá lítt um eiginn hag. Þess má nú margur minnast, sem naut fyrirgreiðslu hans í bókasafninu. Hún var ekki ætíð í té látin með því hefðbundna sniði sem nú tíðkast á hraðfleygri stund, heldur fylgdu gjarnan með fræðandi og föðurlegar orðræður, þrangnar mannviti og þekkingu, en stundum nokkram kynjum blandn- ar. Þessar stundir urðu mörgum námsmanninum kærkomin slökun frá glímunni við ritsmíðar og próf- raunir og þannig má segja, að Björn hafi alls óvitað gegnt dálitlu sál- gæsluhlutverki. Afstöðu þeirra sem kynntust Birni og áttu samskipti við hann er best lýst með einföldum orðum: Þeim þótti vænt um hann. Þetta mátti öllum vera ljóst, sem vel þekktu til, og það staðfestist m.a. á áþreifanlegan hátt í því, að á sjö- tugsafmælinu gengust félágar hans hjá Sögufélagi og aðrir vinir hans fyrir útgáfu afmælisrits honum til heiðurs. Þess má einnig geta, að Björn var fyrstur þeirra gömlu há- skólamanna, sem gerð var heimild- armynd um á myndbandi, þegar kynningarnefnd Há’skólans hófst handa um gerð slíkra mynda fyrir fáeinum árum. Þegar Björn lét af störfum við Háskólabókasafn, leit hann svo á, að vissum kafla í lífí sínu væri lok- ið og fékkst ekki um, hveiju fram fór í málefnum safnsins eftir það, fylgdist þó með af jákvæðum huga eins og úr fjarska og slóst í hópinn, ef stofnað var til einhvers konar mannfagnaðar á vegum safnsins, og er þá skemmst að minnast 50 ára afmælis þess á síðasta ári. Kynni mín af Birni hófust ekki fyrr en löngu eftir að hann varð fyrir því.áfalli í einkalífí sínu, sem einna verst getur orðið, að missa eiginkonu sína frá mörgum ungum börnum. Aðeins eitt barnanna, það sem yngst var, fór í varanlegt fóst- ur til frændfólks, hin ólust að mestu upp á vegum föður síns og raunar alfarið, eftir að hann kvæntist að nýju og Kristín gerðist húsfreyja á hinu barnmarga heimili. Björn reisti sér þá hús að Aragötu 1, og þar hefur heimili þeirra verið síðan. Þangað leitar nú hugur okkar Margrétar að Bimi gengnum, til Kristínar og Harðar og til annarra bama Bjöms og fjölskyldna þeirra. Við sem áttum samleið með Bimi í Haskólabókasafni og störfum nú á hans gamla vinnustað, þökkum honum tryggð og góða samfylgd og vottum aðstandendum hans inni- lega samúð. Einar Sigurðsson Björn var Þingeyingur, fæddur að Reykjum í Reykjahreppi 17. jan- úar 1905 og var því 86 ára að aldri þegar hann andaðist. Hann fór í unglingaskóla Benedikts Bjöms- sonar á Húsavík, lauk kennaraprófi 1928 og stúdentsprófi utanskóla árið eftir, hóf síðan nám í íslenskum fræðum við Háskóla íslands. Hugur hans mun mest hafa staðið til sögu, en þegar hann kynntist kennslunni þótti honum sér best henta nám hjá Sigurði Nordal og því valdi hann bókmenntasögu sem aðal- grein. Hann var mikill námshestur, lauk meistaraprófi eftir fjögur ár og hlaut doktorsnafnbót við skólann 1944 fyrir rit sitt „Um íslendinga- bók“. Fyrri konu sína, Droplaugu Sveinbjarnardóttur úr Helgafells- sveit, missti hann árið eftir frá fimm börnum, en síðari kona hans, Krist- ín Jónsdóttir frá Iðu í Biskupstung- um, lifír mann sinn ásamt syni þeirra. Hér verður ævisaga Björns annars ekki sögð né ritstörf hans rakin, heldur reynt að minnast al- þýðufræðarans fáum orðum. Þegar á fyrstu árum útvarpsins hérlendis var markvisst stefnt að því að gera það vettvang hvers kyns fræðslu og menningarstarf- semi. Nú opnuðust leiðir til almenn- ingsfræðslu sem áður höfðu ekki þekkst, og tækifærið var notað, meðal annars hafín kennsla í ís- lensku og erlendum málum. Þessa fræðslu notuðu sér margir. Björn Guðfínnsson var fyrsti íslensku- kennarinn á þeim vettvangi, en Bjöm Sigfússon tók að fullu við kennslunni í árslok 1939. Þá um haustið hafði útvarpsráð ákveðið að hafa fimmtán mínútna „þátt um mál og málvöndun, hálfsmánaðar- lega, á undan kvöldvöku. (Greiðsla 30 kr.)“ Þessi þáttur var raunar sprottinn upp úr blönduðum þætti þar sem svarað var spurningum hlustenda um margvísleg efni. Með þessu hófst starf Björns í útvarpi. Á þessum tíma var raf- magn á tiltölulega fáum sveitabæj- um; það fór þó að koma á næstu áram. Upp til sveita þar sem ekki var rafmagn, gengu útvarpstæki fyrir rafhlöðum og tæknin var ekki meiri en svo að tvær stórar og vand- meðfarnar rafhlöður þurfti að nota við hvert tæki. Aðra (sýrugeyminn) þurfti að hlaða á nokkurra vikna fresti við rafstöð, til dæmis á ein- hveijum raflýstum bæ þar sem tæki voru til slíks, en hina (þurru rafhlöðuna) varð að kaupa nýja, að minnsta kosti einu sinni á ári. Því var ekki furða þótt þess væri gætt að hafa útvarpið ekki opið lengur en nauðsyn þótti, en dagskráin var ekki nema fáar klukkustundir á dag. Þegar raflýsing og tilheyrandi útvarpstæki komu til sögunnar þurfti ekki að spara neinar rafhlöð- ur, og þá var farið að hlusta meira, ety ef til vill _ejíki_eins vel og áður. Vegna þessa var vel fylgst með hvað ætti að vera í útvarpinu og efni valið til að hlusta á. Vinsælast- ar voru fréttir og ýmsir fróðleiks- þættir. Skömmu eftir að Björn Sig- fússon hóf íslenskukennslu í útvarpi tók hann að sér þáttinn „Spurning- ar og svör um íslenskt mál“, en nafni hans hafði raunar áður notað sumar kennslustundimar til að svara spurningum frá hlustendum. Þama var Bjöm Sigfússon réttur maður á réttum stað að mati hlust- enda, því að hann annaðist móður- málsþáttinn af þvílíkum röskleika og snilli að enginn annar mun hafa náð slíkum vinsældum íslenskra hlustenda sem hann með útvarps- þáttum um málfarsefni. Dálítið úr- val þessara erinda kom út 1943 undir heitinu „Auðug tunga og menning", fyrsta hefti Erindasafns- ins sem kom út í nokkram heftum. Þetta var að vísu ekki nema lítið eitt af öllu því efni sem hann flutti í útvarp og ekki mun alltaf hafa verið skrifað, því að mig granar að hann hafi stundum talað blaðalaust að einhveiju (miklu?) leyti. En á þeim tíma var nálega allt talað út- varpsefni flutt beint, því að tæki og efni til upptöku vora ekki til. Fyrir nokkrum áram reyndi ég að telja saman eftir heimildum í dagskrá Ríkisútvarpsins hversu marga stundaríjórðungslanga þætti Bjöm hefði annast. Mér töldust þeir vera rúmlega niutíu á áranum 1940-46 og eitthvað fékkst hann við erindaflutning í útvarp fyrir þann tíma. Loks flutti hann eina ellefu þætti svipaðs efnis á árunum 1951-52. Annars var efnisval hans í útvarpi ekki takmarkað við ís- lenska tungu, sögu eða bókmenntir. Mér era til dæmis minnisstæð er- indi sem hann flutti um landspjöll af völdum uppblásturs bæði í Norð- ur-Ameríku og Sovétríkjunum. Og það mun hafa verið vorið 1944 sem hann átti ríkan þátt í útvarpsdag- skrá verkalýðsfélaganna 1. maí. Eftir að Björn gerðist háskóla- bókavörður 1945 varð helsti starfs- vettvangur hans í nýbyggingu Há- skólans á Melunum, þar sem megin- hluti safnsins er enn til húsa. Ég var svo heppinn að komast þar í vinnu hjá honum haustið 1945, samhliða námi minu við Háskólann. Það var mér ómetanlegur skóla- auki, góður vinnustaður og mikið að læra af bókaverðinum, enda sagði hann manna best frá og var vís til að velta upp öðram hliðum máls en flestir aðrir tíðkuðu. Það gilti bæði um liðinn tíma, samtíð og framtíðarhorfur. Fleiram en mér þótti gott að leita ráða til hans. Þama hjá Birni voru fyrstu kynni mín af stóra nútíma bókasafni, en formleg kennsla í bókasafnsfræðum ekki enn upp tekin. Þau vinnubrögð sem ég lærði þá nægðu samt til þess að mér tókst síðar að skipu- leggja allstórt og gott bókasafn við nýjan framhaldsskóla í Reykjavík. Bjöm Sigfússon var lengi eini fasti starfsmaður Háskólabóka- safns. Hann fékk að vísu alitaf að ráða námsmenn sér til aðstoðar, en honum var ætlað að komast yfir nær ofurmannlegt starf. Það var og með ólíkindum hversu miklu hann afkastaði sjálfur. Hann sá um allar bréfaskriftir, keypti, flokkaði og skráði bækur, keypti verkfæri og efni og setti upp hillur því að það var ódýrara fyrir stofnunina en aðkeypt vinna við smíðar. Mörg ár sendi hann bækur í band norður í Leirhöfn; það var ódýrara en láta binda þær á verkstæði f Reykjavík, en eins vel unnið. Póst og aðrar sendingar á vegum safnsins flutti hann á reiðhjóli sínu. Þó minnist ég þess að einhvem tíma sendi hann mig til Þorsteins Jónssonar (Þóris Bergssonar) til að sækja stóra Remingtonritvél fyrir safnið, en Þorsteinn hafði umboð fyrir þá tegund. Þá sagði Björn að ég yrði að taka leigubíl á kostnað safnsins, það væri engin leið að koma vélinni öðruvísi. Minni Björns var með afbrigðum traust. Fyrstu árin þurfti hann lítið að leita f kvittanakassa hvar bók væri í láni; hann mundi ótrúlega oft hver hafði fengið hana og hve- nær. Hann átti til að segja sem svo: „Þessi bók rrvun vera hjá próf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.