Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 28
28 MQRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22-. MAÍ 1991 Cannes: Barton Fink hlaut Gull- pálmann París. Reuter. „Barton Fink“, gamansöm hrollvekja eftir bandarísku bræðurna Joel og Ethan Coen, sópaði til sín verðlaununum á 44. kvikmyndahátíðinni í Can- nes í Frakklandi. Fékk hún Gullpálmann og verðlaun fyrir bestu leikstjórn og besta leik í aðalhlutverki. Propaganda Films, fyrirtæki Sigurjóns Sig- hvatssonar, fjármagnar mynd- ina að hálfu og annast dreif- ingu utan Bandarikjanna. John Turturro heitir sá, sem fer með aðalhlutverkið í „Barton Fink“, og leikur þar Fink, ístöð- ulítinn handritshöfund, sem er að freista gæfunnar í Hollywood en dregst inn í hringrás voveif- legra atburða á skuggalegu hót- eli. Formaður dómnefndarinnar, kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski, sagði, að allir hefðu verið á einu máli um að veita myndinni Gullpálmann og hefði slagurinn fyrst byrjað þegar kom að öðrum verðlaunaveitingum. Bandarískar myndir hafa nú unnið Gullpálmann þijú ár í röð en margir vonuðu, að nú væri komið að evrópskri kvikmynd. Af því varð ekki en danski leik- stjórinn Lars von Trier var verð- launaður fyrir myndina „Evr- ópa“. Gerist hún í Þýskalandi eftirstríðsáranna og segir frá velmeinandi Bandaríkjamanni, sem kvænist stúlku af háum stig- um en kemst síðán að raun um, að hann er orðinn að verkfæri í höndum nasískra skæruliða. Til' sömu verðlauna vann líbanski leikstjórinn Maroun Bagdadi fyr- ir myndina „Hors La Vie“ en hún er um franskan ljósmyndara, sem er haldið sem gísl í Beirut. Alþjóðahvalveiðiráðið: Bretar vilja ítreka bann við hvalveiði London. Daily Telegraph. BRETAR hafa varað við því að á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Reykjavík í næstu viku verði reynt að fá samþykkt, að hvalveiðar í atvinnuskyni verði teknar upp aftur. Kemur þetta fram í bréfi til fulltrúa í ráðinu. Reuter Þetta króatíska þjóðlagatríó lék og söng í miðborg Zagrebar, höfuð- borgar Króatíu, í gær og er ekki annað að sjá á samskotakörfunni en fólki hafi líkað flutningurinn vel. Kosningar í Króatíu: Búist er við, að Japanir, íslend- ingar og Norðmenn krefjist þess á ársfundinum, sem hefst á mánu- dag, að fimm ára bann við hval- veiðum verði numið úr gildi. Halda þeir því fram, að hrefnustofninn standi mjög vel, um 760.000 dýr í Suðurhöfum og um 140.000 í Norður-Atlantshafi, og því með öllu óhætt að veiða takmarkaðan fjölda. John Gummer, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Bretlands, er hins vegar á öðru máli og skor- ar á Alþjóðahvalveiðiráðið (IWC) að ítreka veiðibannið. Kemur það fram í bréfinu fyrmefnda og hann lagði einnig á það áherslu á blaða- mannafundi, sem hann hélt á mánudag. Sagði hann þar, að það Óformlegt ríkjasam- band eða sjálfstæði Belgrad. Daily Telegraph, Reuter. KROATAR vilja stokka upp júgóslavneska ríkjasambandið og breyta því í samband laus- tengdra lýðvelda. Var þetta nið- urstaða þjóðaratkvæðisins í Króatíu á sunnudag en þá voru 94% kjósenda sammála því að segja skilið við Júgóslavíu ef ekki næðust samningar um ann- að. Franjo Tudjman, forseti Kró- atíu, sagði, að kosningaúrslitin sýndu, að sjálfstæðisþráin blun- daði ekki aðeins í bijósti ráða- manna, heldur allrar þjóðarinnar og eftir embættismönnum í Kró- atíu er haft, að verði ekki bráðlega komist að samkomulagi við Serba muni fyrstu skrefin til aðskilnaðar verða stigin 30. júní nk. Forsætisráðið, æðsta valda- stofnunin þar sem sitja leiðtogar allra sambandslýðveldanna og tveggja sjálfsstjórnarhéraða, er væri hlutverk Alþjóðahvalveiðir- áðsins að standa vörð um hvalina. Vék hann einnig að veislu, sem japanskir stjórnmálamenn héldu nýlega þar sem aðalrétturinn var hrátt hvalkjöt, og sagði, að þar hefði verið um að ræða „einstak- lega viðurstyggilegt athæfí“. EB-fréttir óstarfhæft vegna deilna Serba og Króata. Sagt er, að herinn, sem hefur ekki lengur neinn yfírbjóðanda, hafí Iagt á ráðin um sjálfstæðar aðgerðir bijótist út borgarastyij- öld í Iandinu. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að hætta.við áætlanir um fjárhags- aðstoð við Júgóslavíu vegna fram- ferðis Serba og jafnframt mun fulltrúi Bandaríkjastjórnar beita neitunarvaldi gegn lánveitingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum. Ráðherrafundur NATO: Hraðliðssveit- ir á dagskrá Brussel. Reuter. BUIST er við að varnarmálaráð- herrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) taki í næstu viku ákvörð- un um stofnun hraðliðshersveita sem gætu brugðist hratt við ógn- unum í Evrópu. Embættismenn í Brussel segja að stofnun sveit- anna verði þáttur í mestu breyt- ingum á varnarstefnu NATO í rúmlega fjögurra áratuga sögu bandalagsins. Embættismenn í NATO skýrðu fréttamönnum í gær frá nýjum hugmyndum um varnir bandalags- ins sem teknar verða fyrir á fundi varnarmálaráðherranna í næstu viku og leiðtogafundi NATO síðar á árinu. Forsendur nýju tillagnanna eru breyttar aðstæður í álfunni. Búast má við 30-50% niðurskurði á framlögum til vamarmála í aðild- arríkjum bandalagsins. Einnig hef- ur dregið stórlega úr ógnuninni sem stafar af Varsjárbandalaginu. Sam- kvæmt tillögunum verða varnir NATO ekki lengur miðaðar við stór- fellda árás Varsjárbandalagsins á landi. Til þess að geta engu að síður brugðist við óvæntum ógnunum t.d. á Balkanskaga er lagt til að stofnað verði evrópskt stórfylki sem verði mjög hreyfanlegt. Hug'myndir um tuga millj- arðaframlög í þróunarsjóð Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT heimildum í Brussel hafa Spánveijar í umræðum um evrópskan þróunarsjóð sett fram hugmyndir um fjárframlög sem nægðu til að kaupa tæplega átta milljónir tonna af þorskkvótum ef falir væru. Hugmyndir hafa verið uppi um það innan Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópúbanda- Iagsins (EB) að jafna megi ágrein- ingin um aðgang EFTA fyrir sjávar- afurðir að mörkuðum EB án þess að veiðiheimildir komi í staðinn annars vegar og aðgang EB-ríkja fyrir landbúnaðarafurðir að mörk- uðum EFTA með auknum greiðsl- um aðildarríkja EFTA í þróunarsjóð fyrir ríkin í suðurhluta EB. EB hefur í viðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) lagt fram hugmyndir um slíkan sjóð en þeim hefur verið tekið fálega af EFTA- ríkjunum og sömuleiðis hafa verið efasemdir Um ágæti slíks sjóðs inn- an framkvæmdastjórnar EB en nokkur aðildarríkja EB s.s. Spánn og Portúgal hafa þrýst mjög á um stofnun hans. Samkvæmt tillögum EB er gert ráð fyrir að starfstími sjóðsins og framlög aðildarríkja EFTA í hann verði samningsatriði. Rætt hefur verið um að sjóðurinn verði starfræktur í þijú til finrim ár og EFTA-ríkin leggi samanlagt til hans hálfan til einn milljarð ECU eða sem svarar 37.5 - 75 milljörðum íslenskra króna. Hálfur milljarður ECU er nálægt því lágmarki sem nefnt hefur verið en hugmyndir Spánveija hafa samkvæmt heimild- um í Brussel náð allt að 14 milljörð- um ECU eða eitt þúsund og fimmtíu milljörðum islenskra króna. Þá er gert ráð fyrir að verið sé að greiða fyrir þær veiðiheimildir sem EB- ríkin fái ekki sem greiðslu fyrir aðgang EFTA að mörkuðum EB fyrir sjávarafurðir. Henning Christ- ophersen, úr framkvæmdastjórn EB, sem m.a. fer með málefni byggðasjóða EB, hefur lýst and- stöðu sinni við að nota sjóðinn í þessumtilgangi. Hvemig svo sem á er litið er ljóst að EFTA er ætlað að kaupa kvótana af EB á verði sem engan veginn fær staðist. Sam- kvæmt grófum útreikningum má gera ráð fyrir að aðildarríki EFTA eigi að leggja fram fjárhæð sem nægði til að kaupa allt frá rúmlega 500 þúsund tonnum af þorski upp í tæplega átta milljónir tonna. Mið- að við 30 þúsund tonn vilja Spán- veijar fá frá 2.500 krónum upp í 35.000 krónur fyrir kílóið af þorsk- inum. Þó svo að tekið sé tillit til þess að sjóðnum er ætlað að standa undir öðrum þáttum lífskjarajöfn- unar verður þorskurinn dýr. Samræming á útlanda- vali í síma Framkvæmdastjórn EB hefur gengið frá tillögu um að 1. janúar 1993 taki gildi samræmt útlandaval fyrir síma í aðildarríkjum EB. Árið 1976 setti EB sér markmið í þessu efni en lítið hefur gengið við að samræma valnúmerið. Framkvæmdastjórnin leggur til að í öllum aðildarríkjunum verði fyrst valið 00 áður en hringt er út úr landinu. Sem stendur eru það sex aðildarríki sem nota 00, Þýska- land, Belgía, Ítalía, Grikkland, Lúx- emborg og Portúgal. í Danmörku þarf fyrst að velja 009, 19 í Frakk- landi, 007 á Spáni, 010 á Bret- Iandi, 16 á írlandi og 09 á Hol- landi. Framkvæmdastjórnin leggur til að aðildarríkin geti fengið allt að fimm ára aðlögunartíma þannig að samræmt útlandaval verði komið á 1. janúar 1998. EFTA-EB fundir í Vínarborg í gær hófst fjögurra daga funda- hald EFf A og EB með sameiginleg- um fundi ráðgjafanefnda bandalag- anna beggja. Jafnframt munu full- trúar þjóðþinga aðildarríkja EFTA eiga fund með fulltrúum úr þeirri nefnd Evrópuþingsins sem fjailar um samskipti við ríki utan EB. Þá verður haldinn fundur EFTA-ráð- herra með fulltrúa úr framkyæmda- stjórn EB sem verður Henning Christophersen, einn varaforseta framkvæmdastjórnarinnar. Á föstudaginn hitta leiðtogar aðild- arríkja EFTA Jacques Santer, for- sætisráðherra Lúxemborgar sem nú er forseti leiðtogaráðs EB. Á fundunum verður fjallað um sam- skipti EFTA við EB auk þess sem rætt verður um samninga EFTA- ríkjanna við ríkin í Mið- og Austur- Evrópu. ■ MOSKVU- Sovéskir flug- umferðarstjórar aflýstu í gær verkfalli sem þeir höfðu boðað og hefði getað valdið mikilli röskun á samgöngum. Samið var um 60% launahækkun, að sögn talsmanna verkfallsmanna en upphaflegu kröf- urnar voru 200% hækkun. Litið er á úrslit málsins sem nokkurn sigur fyrir Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovét- forseta. PARÍS- Valery Giscard d’Esta- ing, er var forseti Frakklands 1974 -1981, segist hafa verið svo bugað- ur eftir ósigurinn gegn Francois Mitterrand 1981 að hann hafi forð- ast að fylgjast með innlendum frétt- um í mörg ár til að þurfa ekki að sjá eða heyra umfjöllun um sjálfan sig. Hann segist nú vera búinn að ná sér en „Þjáningar hverfa, minn- ingin um þær ekki“. Giscard d’Esta- ing hefur samkvæmt skoðanakönn- unum nú mesta möguleika borgara- legra stjórnmálamanna á að geta sigrað Michel Rocard, líklegasta frambjóðanda sósíalista í næstu forsetakosningum er verða ekki seinna en 1995. Reuter Kohl í Washington Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, er nú í opinberri heimsókn í Banda- ríkjunum og sést hér svara spurningum blaðamanna ásamt George Bush Bandaríkjaforseta. Þeir sögðust báðir styðja Míkhaíl S. Gor- batsjov Sovétleiðtoga en voru einhuga um að Sovétmenn yrðu sjálfir að hafa frumkvæði að efnahagsumbótum í landi sínu; öll erlend hjálp yrði að byggjast á þeirri grundvallarforsendu. Leiðtogarnir tveir vildu ekki tjá sig um það hvort Gorbatsjov yrði boðið að sitja næsta reglu- lega fund leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.