Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 50
50 ,MQEGUflBLA»ip. MWYjiflJfíAqjUfl,2íh mái:*9»J 2 t t Eiginmaður minn, SVEINN H. VALDEMARSSON stýrimaður, Heiðarbæ 9, Reykjavík, andaðist í sjúkrahúsinu Moss í Noregi laugardaginn 18. maí sl. Fyrir hönd aðstandenda, Elísabet Jónsdóttir. t Bróðir okkar og frændi, OTTÓ J. GUNNLAUGSSON listmálari, lést 20. maí. Jón Gunnlaugsson, Þórhalla Gunnlaugsdóttir, Börkur Karlsson, Gunnlaugur Guðmundsson, Oktavía Guðmundsdóttir. t Elskulegur sonur okkar og bróðir, GUÐJÓN, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 17. maí sl. Guðjón Pálsson, Kristjana Marteinsdóttir og systkini hins látna. t Móðir mín og tengdamóðir, GUNNLAUG JÓHANNSDÓTTIR, Hátúni 10b, er látin. Ólafía Ásbjarnardóttir, Björn Guðmundsson. t Bróðir minn, GUÐMUNDUR MATTHÍAS KRISTJÁNSSON, Ytri Hjarðardal, verður jarðsunginn frá Holtskirkju, Önundarfirði, föstudaginn 24. maí kl. 14.00. Jóhannes Kristjánsson. -• t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORSTEINA HELGADÓTTIR, Heiðargerði 72, lést í Borgarspítalanum 18. maí. Kristþór B. Helgason, Kristín 1. Benediktsdóttir, Birgir Helgason, Valdimar S. Helgason, Margunnur E. Kristjánsdóttir, Kristfn S. Helgadóttir, Árni Njálsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN HALLDÓRA SVEINSDÓTTIR frá Viðfirði, til heimilist á Brekkustíg 15b, andaðist i Borgarspítalanum mánudaginn 20. maí. Jón Björn Árnason, Hulda G. Sigurðardóttir, Aðalsteinn Finnbogason og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, FJÓLA ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Langholtsvegi 114, að morgni hvítasunnudags. Sigurður Runólfsson, Vilhjálmur R. Sigurðsson, Vilborg Sigurðardóttir, Björn Sigurðsson, J.ón Sigurðsson, Ásta María Þorkelsdóttir, Ágústa Sigurðardóttir, Guðmundur Óskarsson, Erna Sigurðardóttir og barnabörn. Þuríður Guðmunds dóttir — Minning Fædd 20. september 1915 Dáin 13. maí 1991 Löng er nóttin þeim, sem birtunnar bíða - Við brunninn ég sat, þar sem stjömumar komu forðum og horfðu á okkur bömin og brostu við okkur frá botni djúpsins. En það er svo óralangt síðan — Það er við hæfí að kveðja eina af dætrum Reykjavíkur með ljóðlín- um skáldsins sem aukið hefur hróð- ur okkar, Tómasar Guðmundsson- ar. Þuríður Guðmundsdóttir, sem lést í Landakotsspítala aðfaranótt mánudagsins 13. maí sl. eftir skamma legu þar, var ein af Reykjavíkurdætrunum sem Tómas orti um. Þuríður var fædd í Reykjavík og ól þar allan sinn aldur. Hún var næstelst sex barna hjónanna Þór- unnar Oddsdóttur og Guðmundar Jónssonar skósmiðs sem bjuggu sínu búi á Grettisgötu 23 í Reykjavík. Hún var skírð í höfuðið á langömmu sinni, Þuríði Oddsdóttur frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum sem gift var Þórarni Hafliðasyni smiði og mormónapresti. Eftir lát hans flutti Þuríður með son sinn Odd til Reykjavíkur og bjó lengst af vestast í vesturbænum á Króki við Unnarstíg. Það sópaði að Þuríði í Króki á sínum tíma og sömuleiðis nöfnu hennar. Eftirlifandi systkin Þuríðar Guðmundsdóttur eru Sverr- ir, Anna, Oddur, Hjördís og Guð- björg. Þuríður giftist Ólafi Sigurðs- syni, yfirvélstjóra, hann lést árið 1975. Börn þeirra eru Hrafnhildur, Sigrún, Eggert, Örn og Sigurður. Þuríður var kjarnakona. A sjó- mannskonur fyrr og nú er lögð mikil ábyrgð við gæslu bús og barna en sem slík axlaði hún ábyrgðina og stóð fyrir sínu heimili af mikilli reisn. Með ungan barnahópinn á Rán- argötunni er hún eftirminnileg. Á tímum kreppu og skömmtunarseðla — en það er svo óralangt síðan, eins og segir í ljóðinu, sýndi hún einstaka útsjónarsemi. Hún átti þá stundum tuskur og búta, sneið og saumaði og breytti í meistara- stykki. Það lék allt í höndum henn- ar. Hún var sálin á stóru heimili. Matmóðirin, húsmóðirin, skipstjór- inn sem stjórnaði. Innan veggja heimilisins skilaði hún sínu ævi- starfi. Eftir að hún varð ekkja vann hún nokkur ár utan heimilis og starfaði þá á kaffistofu Mýrarhúsa- skóla á Seltjarnarnesi. Þuríður móðursystir mín var ákaflega glaðlynd kona og glæsileg, nú er hún öll og verður jarðsungin í dag. Minningin um hana fylgir okkur á vegi framtíðarinnar. Eg votta börnum hennar, mökum þeirra og barnabömum 'samúð, en veit að góð minning er þeim fjár- sjóður að sækja í þegar syrtir að. Þórunn Gestsdóttir Allar minningar æskuáranna eru óhjákvæmilega tengdar afa og ömmu þar sem ég ólst upp á heim- ili þeirra til sjö ára aldurs. Afi hét Ólafur Sigurðsson og starfaði lengst sem 1. vélstjóri á ms. Kötlu sem var í millilandasiglingum. Amma og ég sigldum oft með skip- inu og ferðuðumst víða með afa. Sá tími var góður og skemmtileg- ur. Það var líka góð tilfinning öll unglingsárin og fram á fullorðinsár að vita af ömmu sem ég gat alltaf léitað til. Afi lést árið 1975 og nú verður amma borin til grafar í dag við hlið hans. Örlögin hafa hagað því svo að við höfum minna séð hvor af ann- arri undanfarið og nú get ég ekki fylgt henni síðasta spölinn þar sem ég dvel erlendis. Hugurinn er heima hjá ömmu og skyldfólki mínu. Ég veit að ömmu líður nú vel og afi hefur tekið á móti henni. Guð blessi minningu hennar. Þurý t Eiginkona mín, JÓNA S. GUÐMUNDSDÓTTIR, Lækjargötu 10, Hafnarfirði, lést að morgni mánudags 20. maí í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Guðmundur Þorgeirsson. Maðurinn minn t og faðir, FRED NORWOOD, Big Horn, Wyoming, U.S.A., lést 19. þ.m. Guðrún Guðmundsdóttir Norwood, Irene Norwood. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA LAUFEY SIGURSTEINSDÓTTIR, Heiðmörk 1, Selfossi, sem andaðist 18. maí, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstu- daginn 24. maí kl. 14.00. Geir Þórðarson, Rut Sigurgrímsdóttir, Oddvar Egeli, Aðalheiður Sigurgrímsdóttir.Halldór Haraldsson, Svana Sigurgrímsdóttir, Örn Einarsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN SIGURLAUGSSON bifvélavirki, Klettagötu 4, Hafnarfirði, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 18. maf. Margrét Óskarsdóttir, Karitas Rósinkarsdóttir, Karitas Jóhannsdóttir, Reynir Baldursson, Lína Hildur Jóhannsdóttir, Þór S. Jóhannsson, Þórhildur Þórðardóttir, Jóhann Óskar Jóhannsson, María Sigurlaugsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORBERGUR GÍSLASON frá Ólafsfirði, Bragagötu 29A, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. maí kl. 13.30. Valgerður Óla Þorbergsdóttir, Yngvi Yngvason, Guðlaug Þorbergsdóttir, Anna Gréta Þorbergsdóttir, Magnús Ólafsson, Gísli Þorbergsson, Margrét Bogadóttir, Elín Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Loffa- plötur og lím Nýkomin sending Þ. ÞORGRfMSSON & GO Ármúla 29, Reykjavik, simi 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.