Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAI 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þó að hrúturinn fái nokkrar gagnleggar ráðleggingar verð- ur hann velta hlutunum fyrir sér á eigin spýtur áður en hann velur. Hann langar til að kaupa sér einhvern lúxusvarning. Naut (20. apríl - 20. maí) Samband nautsins við ein- hvern sinna nánustu er þvi hugstætt núna. Það ætti ekki að láta smámuni koma í veg fyrir að samræmi ríki í lífi þess. Tvíburar (21. maí - 20. júní) fö! Ofurvandvirkni tvíburans hindrar hann í að ná árangri núna. Persónutöfrar hans og góðvilji vinna honum vináttu og vinsældir. ?------------------------ Krabbi (21. júní - 22. júlí) HjíB Dagurinn verður erfiður hjá krabbanum þó að hann blandi saman leik og starfi. Rómantík og ferðalög eru efst á blaði hjá honum núna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið hefur góðan tíma til að ljúka ætlunarverkum sínum ef það dreifir kröftum sínum ekki um of. Það ætti að halda sig heima í kvöld og bjóða til sín gestum fremur en að fara út að skemmta sér. Meyja (23. ágúst - 22. septcmber) Það er ekki alltaf jafnmikil- vægt fyrir meyjuna að greina fólki frá afstöðu sinni til hinna ýmsu málefna. Sé hún aðeins hún sjálf heldur hún góðu sam- bandi við sitt fólk. Vog (23. sept. - 22. október) Vogin veit ekki fyllilega hvað hún vill núna. Hún eignast nýja vini og opnar dyr í ýmsar áttir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) 9SjS Það verður erfítt fyrir sporð- drekann að einbeita sér við vinnuna í dag, en hann verður betur upp lagður í kvöld þegar rómantíkin og skemmtilegheit- in ráða ríkjum. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Bogmanninn langar til að fá tíma til að ljúka ýmsum skylduverkum sem hann á ólokið. Hann ætti einnig að sinna afslappandi hugðarefn- um sinum heima við. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m ‘Það er heppilegra fyrir stein- geitina núna að fara í heim- sóknir en bjóða til sín gestum. Hún ætti að þiggja skemmti- legt heimboð sem henni berst. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Vatnsberinn getur ekki unnið fólk á sitt band með rökunum einum í dag, en með vinsam- legu viðmóti getur hann fengið fólk til að hlusta á sig. Það er mikill sannfæringarkraftur í persónutöfrum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) *£< Fiskurinn gerir ferðaáætlun í dag, en enn þá eru ótal smáat- riði ófrágengin. Kvöldið verður rómantískt. Stj'órnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DYRAGLENS TOMMI OG JENNI FERDINAND SMÁFÓLK OUHICHDÖYOUWANTA cookie UUITH NUT5 IN IT OR A COOKIE LUITH RAI5IN5? © 1989 United Feature Syndicate, In / NEITHER..I \ PREFERPLAlN V C00KIE5... J ^ ^ (i pon't LIKE F009 ) VJN MS' FOOP^ { c \wl ' \ 1 jmJmmú / / /Ævr llÍÍÍiÉllllllÍ mm , — \ Hvort viltu köku með hnet- um eða rúsínum? Hvorugt, ég vil heldur venjulega smáköku ... Ég vil ekki mat í matnum mínum. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sveitir Steve Robinson og Zia Mahmood léku til úrslita í bandarísku V anderbilt-útslátt- arkeppninni í mars síðastliðnum. Leikurinn var hnífjafn framan af, en tvær slemmusveiflur í síðustu lotunni ti-yggðu Robin- son og félögum sigur. Hér er önnur slemman: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 864 ¥K53 ♦ 2 ♦ ÁG10763 Vestur ♦ KD1052 ¥9 ♦ D6 ♦ KD942 Suður Austur ♦ ÁG973 ¥ D74 ♦ K875 ♦ 5 ♦ - ¥ ÁG10862 ♦ ÁG10943 ♦ 8 Zia spilaði til skiptis við De- utsch og Rosenberg, en á hinum vængnum voru Meckstroth og Rodwell. Sigurvegararnir voru aðeins fjórir, Boyd, Manfield og Woolsey, auk Robinsons. Sagnir gengu þannig á öðru borðinu: Vestur Norður Austur Suður Manfield Zia Woolscy Rosen- berg — — — 1 bjarta 1 spaði 2 spaðar 4 spaðar 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: laufkóngur. Rosenberg drap á laufás, tók tígulás og trompaði tigul. Gróf sig svo undir feld í 10 mínútur. Þegar hann loks ákvað sig tók hann hjartaás, trompaði spaða heim og stakk tígui. Þessi spila- mennska leiðir til vinnings ef annar liturinn fellur. En svo var ekki í þetta sinn. Rosenberg var gagnrýndur fyrir að trompa ekki LAUF heim áður en hann tók hjartakóng. Þá hefði verið einfalt mál að svína fyrir hjartadrottningu. Á hinu borðinu sagði vestur 2 hjörtu við opnun suðurs á 1 hjarta, sem sýndi 5-5 í spaða og láglit. Suður varð svo á end- anum sagnhafi í 6 hjörtum og svínaði auðvitað fyrir hjarta- drottninguna. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í Múnchen sem nú er að ljúka, kom þessi staða upp í skák hinna öflugu stórmeist- ara Alexanders Beljavskís (2.640), Sovétríkjunum, og Vyz- wanatahans Anands (2.635), Indlandi, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék slðast 28. Rg5xh7, en sókn svarts reyndist hættu- 28. — Hb3+! og Beljavskí þurfti ekki meira og gafst upp, eftir 29. axb3 - Dc2+ 30. Kal - Dc3+! er hann óveijandi mát í öðrum leik. Þetta hafði svo slæm áhrif á Beljavský að hann tapaði næstu skák á eftir mjög illa fyrir Þjóð- veijanum Wahls. Staðan á mótinu þegar átta umferðir af þrettán höfðu verið tefldar kemur vafa- laust mörgum á óvart: 1.-2. Christiansen og Hertneck 6 v. 3.-4. Nunn og Húbner 5 v. 5.-7. Anand, Judit Polgar og Hort iVi v. 8. Beljavskí 4 v. 9. Gelfand 3*/2 v. 10. Zsuzsa Polgar 3 v. 11. Jud- asin 2>/2 v. og biðskák 12.-13. Wahls og Lobron 2Vi v. 14. Kind- irmann IV2 v. og biðskák. Rúss- imir eiga sem sagt erfitt upp- iráttar þótt þeir séu þrír af 15 itigahæstu skákmönnum heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.