Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 29
MMGWmúáiv í áiMfifcííiíi&llÖIMttÁ! Wéí SIEMENS /--------\ Nr. Rafmaensofnar frá Siemens í miklu úrvali SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Rajiv Gandhi myrtur: Gekk nauðugur til leiks í stj órnmálaheiminum Rajiv Gandhi réttir móður sinni, Indiru Gandhi, ker með ösku Sanja- ys Gandhis, bróður sljórnmálaleiðtogans en Sanjay fórst með dular- fullum hætti í flugslysi 1980. Sovétríkin: Þingið samþykkir lög um ferðafrelsi Moskvu. Daily Telegraph. ÆÐSTA ráð Sovétríkjanna samþykkti á mánudag í grundvallaratriðum lög sem veita munu íbúunum ferðafrelsi þegar þau taka gildi sem verður 1. janúar 1993. Oldungadeild Bandaríkjaþings ákvað fyrir tveim árum að ferðafrelsi Sovétborgara yrði skilyrði fyrir því að Sovétríkin fengju bestu kjara viðskiptakjör þar í landi. 320 þingmenn voru samþykkkir ferðast til útlanda í flestum tilvikum nýju lögunum; 37 á móti en 32 sátu hjá. Ákvörðunin um að fresta gildi- stökunni svo lengi var gerð til að friða harðlínumenn en þeir börðust hatramlega gegn lögunum og tókst að fresta atkvæðagreiðslu um þau tvisvar. Sovéskum borgurum hefur frá stofnun ríkisins verið meinað að nema um háttsetta menn hafi verið að ræða eða leiguþý þeirra. Skortur á gjaldeyri til kaupa á farmiðum og ströng lög víða á Vesturlöndum gagnvart innflytjendum munu gera mörgum erfitt um vik við að komast úr landi núna þótt formlegu frelsi verði komið á. MORÐIÐ á Rajiv Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands og leiðtoga Kongressflokksins, er olia á þann eld sem logað hefur í kosn- ingabaráttunni að undanförnu. Flokkadrættir og deilur strangtrúaðra hindúa við menn annarra trúflokka hafa þegar kostað hundruð manns- lífa. Rajiv Gandhi varð 46 ára gamall. Hann var sonur Indiru Gandhi er var dóttir Jawaharlals Nehru, fyrsta forsætisráðherra Indlands. Hann var flugmaður að mennt og starfi en hóf skyndilega þátttöku í stjórnmálum er bróðir hans, Sanjay Gandhi, fórst af slysförum árið 1980 og er ljóst að það var fyrir þrýsting frá móður- inni að hann tók þessa ákvörðun. Hann vann þingsæti bróðurins auð- veldlega 1981, varð formaður Kon- gressflokksins 1983 og tók við emb- ætti forsætisráðherra er móðir hans var myrt af eigin lífvörðum úr röðum síka 1984. Síðar sama ár vann hann mikinn kosningasigur. Sagt hefur verið um Gandhi, sem var kvæntur ítalskri konu, Soniu, og átti tvö böm, að hann hafi aldrei verið hugfanginn af hlutverki sínu í stjórnmálum en talið það skyldu sína að tryggja áframhaldandi völd og áhrif fjölskyldunnar. Miklar vonir voru bundnar við Gandhi í upphafi ferils hans sem forsætisráðherra enda hét hann að beijast gegn víðtækri spillingu. Hann þótti frjáls- lyndur í upphafi stjórnárferils síns, barðist gegn haftastefnu en ríkisaf- skipti eru gríðarlega mikil í ind- versku atvinnulífi og vildi hann lina þau tök. Hann átti erfitt uppdráttar í baráttunni gegn kerfiskörlum flokksins og embættismönnum er ekki vildu missa spón úr aski sínum. Ýmis hneykslismál sem háttsettir menn úr Kongressflokknum voru flæktir í urðu honum fjötur um fót. Aldrei sannaðist að hann hefði sjálf- ur beinlínis misnotað stöðu sína en andstæðingar hans sökuðu forsætis- ráðherrann um að hilma yfir með flokksgæðingum, m. a. í sambandi við mútugreiðslur í tengslum við vopnakaup Indveija frá sænsku Bo- fors-verksmiðjunum. Ókyrrð í héruð- um tamíla í suðurhluta landsins og sjálfstæðiskröfur síka voru einnig illleysanleg vandamál. Gandhi reyndi mjög að bæta sam- búðina við Pakistan og varð töluvert ágengt meðan Benazir Bhutto réð þar ríkjum en að öðru leyti urðu litl- ar breytingar á utanríkisstefnunni. Kongressflokkurinn beið afhroð í kosningunum 1989 en horfurnar voru betri núna þótt engum einum flokki hafi verið spáð meirihluta. Reuter Á myndinni sést Walesa skoða myndir úr fangabúðum nasista sem settar hafa verið upp í minningasafni um helförina. Walesa biður Isra- ela fyrirgefningar Shamir tekur boði um að heimsækja Pólland Jerúsalem. Reuter. LECH Walesa Póllandsforseti er í opinberri heimsókn í Israel og hefur beðið landsmenn að fyrirgefa Pólverjum gyðinga- hatur sem þar hefur verið út- breitt öldum saman. Walesa segist vilja gera sitt til að útrýma hatrinu en í baráttu fyrir forsetakosningarnar sagðist hann vera hreinn Pólveiji og átti þá við að hann væri ekki af gyð- ingaættum. Nasistar myrtu flesta gyðinga í Póllandi í stríðinu en hatrið er þó enn landlægt. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, sem fæddur er í Póllandi, hefur þegið boð um að sækja Pólverja heim. VOLKSWAGEN POLO ÁN VSK SÉRBÚINN SENDIBÍLL HENTUGUR FYRIR ALLAR STÆRÐIR FYRIRTÆKJA ® Sparneytinn ® Gangviss ® Þægilegur í notkun ® Auðveldur í endursölu Stgrverð kr. 718.080 Vsk kr. 141.462 = kr. 576.618 Fjöldi fyrirtækja hefur valið vw POLO ÁN VSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.