Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 44
£4 MORGU^ÍBLAÐ{Ð;íyUÐ\5lKVPA6URí22.i,'NtAÍ: 1;S.Í11/' Emar Thoroddsen skipstjóri - Minning Fæddur 23. maí 1913 Dáinn 13. maí 1991 Tengdaföður minn, Einar Thor- oddsen, sá ég fyrst fyrir um þrettán árum, þegar við Ásta dóttir hans kynntumst. Öll voru kynni mín af Einari á einn veg, í hverri athöfn og hveiju því sem Einar tók sér fyrir hendur, þá sinnti hann því af þeirri alúð og trúmennsku manns sem hvergi mátti vamm sitt vita. Sú var held ég raun flestra sem nokkur kynni höfðu af Einari. Einar var fæddur fyrir vestan, í Vatnsdal í Rauðasandshreppi á Barðaströnd. Var Einar fimmti elsti af fjórtán bömum hjónanna Ólafs Thoroddsens og Ólínu Andrésdótt- ur. Eru þau systkinin öll vel kynnt til orðs og æðis og hafa haslað sér völl víða. Eins og algengt var á öndverðri öldinni, hjá fátæku fólki í sveitum landins, þá naut Einar takmarkaðr- ar skólagöngu, en fékk tilsögn far- kennara og þá tilsögn sem veitt var í heimahúsum. Einar stundaði sjó- inn allt frá unglingsárum, fyrst á árabát, svo vélbát og loks á togara. Var þá sýnt hvert ævistarf Einars yrði og fór hann því í Stýrimanna- skólann í Reykjavík og lauk þaðan prófí vorið 1940. Þrátt fyrir þann hildarleik sem þá var háður á haf- inu umhverfis ísland þá lét Einar það ekki aftra sér frá að ráða sig á togarann Vörð þar sem hann var stýrimaður. Haustið 1941 réðst Einar á togarann Baldur, fyrst sem stýrimaður og skipstjóri frá 1943. Þannig var Einar einn þeirra sæ- garpa sem sigldu allt stríðið og létu hvergi bilbug á sér finna, en ein- mitt á siglingaleiðinni milli íslands og Bretlands var sá vígvöllur sem Islendingar börðust á í heimsstyij- öldinni síðari. Um þá reynslu, sem Einar hlýtur að hafa orðið fyrir í siglingum sínum á styijaldarámn- um, var hann ekki margmáll, en mér býður svo í gmn að hrikaleiki aðstæðnanna hafi orðið til þess að Einari hafí ekki þótt við hæfi að fara um þær mörgum orðum. Seinna varð Einar skipstjóri á togaranum Forseta og síðar á togumm Bæjarútgerðar Reykja- víkur, þeim Joni Þorlákssyni og Pétri Halldórssyni, allt þar til hann hætti sjómennsku 1955 og gerðist hafnsögumaður hjá Reykjavíkurhöfn. Gegndi hann því starfí alla tíð síðan, allt þar til hann lét af störfum 1983. Einar lét félagsmál í víðum skiln- ingi til sín taka allt frá unglingsár- unum heima í sveitinni en þó fyrst og fremst á vettvangi sjómanna og samtaka þeirra. Einnig sat hann í borgarstjórn frá 1954-1962 sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þegar ég kynntist Einari var hann kominn á miðjan sjötugsaldur og hafði þá að miklu leyti dregið sig út úr félagsstörfum en átti þess fleiri stundir á heimili sínu, sem var honum mjög kært. Gaf hann sér þá oft góðan tíma með dóttursyni sínum og nafna sem ólst upp fyrstu ár ævinnar í skjóli afa síns og ömmu. Eftir því sem barnabömin urðu fleiri held ég að hvert þeirra hafi eignast sinn stað í stóru hjarta afa síns sem iðulega hafði tíma til samverustunda, sem vonandi eiga eftir að lifa lengi í minningunni. Ferðirnar að bátnum og niður í fjör- una voru afa og drengjunum okkar óþijótandi uppspretta ævintýra sem aldrei var þurrausin. Yngsta barna- bamið, Brynhildur, dóttir okkar Ástu, fæddist eftir að Einar afí hennar var orðinn rúmfastur. Fæddist hún erlendis og var hún því orðin tæplega eins árs er afí sá hana fyrst. Fór ekki á milli mála að það var „ást við fyrstu sýn“. Var með ólíkindum hversu hann dáði dótturdóttur sína sem hann hafði þó haft svo fá tækifæri til samvista við. Nefndi hann hana síðan eigin gælunafni, kallaði hana Trillu, nafni sem enginn hefur kall- að hana fyrr né síðar. Með Einari ergenginn glæsilegur fulltrúi þeirrar kynsióðar sem SLYS Á BÖRNUM FORVARNIR SNÚUM VÖRN í SÓKN OG FORÐUM BÖRNUM OKKAR FRÁ SLYSUM I Fræðslumiðstöð Rauða kross íslands gengst fyrir tveggja kvölda námskeiði um algengustu slys á börnum, hvemig bregðast á við siysum og hvemig koma má í veg fyrir þau. Námskeiðið fer fram á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, dagana 27. og 29. maí n.k. kl. 20 - 23. Vinsamlega skráið ykkur í síma 91-26722 fyrir kl. 16 föstudaginn 24. maí. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavílc - sími: 91-26722 komst af eigin rammleik og dugnaði frá örbirgð aldamó- tanna til þeirra bjargálna sem þjóðin býr við nú. Mest er þó um vert að á þeirri vegferð vom það menn eins og Einar sem gættu þess að týna ekki sjálfum sér, sálarheill sinni og þeirra sem næst þeim stóðu, þrátt fyrir bætt- an efnahag. Mínar minningar um Einar eru allar ljúfar. Allar götur frá því að Ásta kynnti mig fyrst fyrir foreldr- um sínum hafa þau bæði verið vak- in og sofín yfir velferð okkar og barna okkar og fundist aldrei nóg að gert. Fyrir það skal allt þakkað nú á kveðjustund. Tengdamóður minni og öllum ástvinum Eánars færi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð veri minning heiðurs- mannsins Einars Thoroddsen. Bolli Héðinsson Fyrrverandi hafnsögumaður við Reykjavíkurhöfn, Einar Thorodds- en, er látinn. Einar var fæddur í Vatnsdal við Patreksfjörð sonur hjónanna Ólafs E. Thoroddsen skip- stjóra og bónda og konu hans Ólínu Andrésdóttur er þar bjuggu lengst af en fluttu öldruð til Reykjavíkur. Við Einar vorum því sveitungar þótt dvöl mín í Rauðasandshreppi yrði af ófyrirsjáanlegum ástæðum stutt. Einar ólst upp í glaðværum hópi fjórtán systkina sem tók snemma þátt í lífsbaráttunni í harðbýlli sveit. Heimilið í Vatnsdal var menningar- heimili og settu systkinin mark sitt á menningarlíf í fábrotnu sveita- samfélagi. Minnist ég í því sam- bandi sérstaklega skemmtana slysavamadeildarinnar Bræðra- bandsins er haldnar voru í Örlygs- höfn. Ólafur Thoroddsen var skip- stjómarmenntaður frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík og miðlaði sveitungum sínum og öðmm af þekkingu sinni í siglingafræðum. Ætla ég að flestir er öðluðust skip- stjórnarréttindi minni fiskiskipa á fyrstu áratugum þessarar aldar í nágrenni Patreksfjarðar hafi notið tilsagnar hans. Tveir synir hans Birgir og Einar lögðu sjómennsku fyrir sig og tóku skipstjórapróf frá Chrtier 18 karat gullhringur. Sá eini sanni frá Cartler Tækifærisgjafir frá CarUer Upptakarar, lyklakippur, bókamerki, bókahnífur, pennar o.fl. GARÐAR ÓLAFSSON, úrsmiður, Lækjartorgi, sími 10081 Stýrimannaskólanum, Birgir far- mannapróf en Einar hið meira físki- mannapróf, en ungir að árum höfðu þeir sótt sjó á opnum báti með föð- ur sínum, svo sem þeir bræður all- ir, og síðar á togurum frá Patreks- fírði. Einar lauk skipstjóranámi 1940 og mun þá þegar hafa fengið stýri- mannsstöðu á togurum Vatneyr- inga. Ég ætla að hann hafí verið með yngstu togaraskipstjórum í flotanum er hann innan við þrítugt tók við skipstjórastöðu á bv. Baldri frá Bfldudal við sviplegt fráfall Þórðar Þorsteinssonar skipstjóra er fórst með Hermóði. Öll stríðsárin sigldi Einar á þessu litla skipi til Bretlandss Og famaðist í alla staði vel. Er nýsköpunaralda togaraflot- ans hófst bauðst Einar skipstjóra- staða hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og sigldi hann bv. Jóni Þorlákssyni nýjum til landins. Árið 1955 var Einar ráðinn hafn- sögumaður við Reykjavíkurhöfn og varð þar starfsvettvangur hans æ síðan. Hann tók við starfi yfirhafn- sögumanns árið 1960 og gegndi hann því starfí meðan heilsan leyfði. Einar tók ríkan þátt í fél agslífi stéttar sinnar og var um skeið for- maður skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Ægis og formaður Sjó- mannadagsráðs, auk þess sem hann sat i stjórn Farmanna- og físki- mannasambandsins. Einar var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík 1954 til 1962 og átti sæti í hafnarstjórn 1955 til 1962. Hann átti einnig sæti í stjóm Bæjarútgerðar Reykjavíkur um skeið. Eftirlifandi eiginkona Einars er Ingveldur Bjarnadóttir söðlasmiðs á Björgum, Patreksfirði. Börn þeirra eru Ólafur lögfræðingur, Ásta hjúkrunarfræðingur, lektor við Háskóla íslands og Gígja. Ennfrem- ur var dóttursonur þeirra, Einar Gunnar, mikið á heimili afa síns og ömmu og var hann afa sínum handgenginn. Er undirritaður var ráðinn til Reykjavíkurhafnar var Einar eini starfsmaður fyrirtækisins er ég þekkti. Ég þakka honum gott samstarf og við hjónin sendum aðstandum hans öllum samúðar- kveðjur. Gunnar B. Guðmundsson Það var vorið 1956. Mér hafði verið úthlutað lóð á Grímsstaðaholt- inu og stóð í því að sprengja fyrir gmnni hússins og hafði verið svo óheppinn, að örfáum sentimetmm undir yfirborðið malar og sands reyndist vera ein samfelld klöpp. Sprengingar höfðu staðið látlaust í nokkrar vikur og virtist aldrei að ætla að ljúka. Þetta var hornlóðin við Dunhaga og Hjarðarhaga og varð einhver dýrasti húsgrunnur í allri höfuðborginni miðað við hús- stærð. Ég kom þarna öllum stund- um til þess að fylgjast með gangi verksins. Einhveiju sinni, er ég stóð hjá gmnninum í þungum þönkum yfír því hve hægt miðaði, en svæð- ið sem húsið skyldi rísa á leit út eins og heljarmikil grjótnáma, var óvænt lögð hönd á öxl mér. Maður allvörpulegur og dökkleitur ávarp- aði mig með nokkm yfirlæti ef ekki þótta: „Ertu maður alveg að ganga af göflunum, hvenær ætlaðu að hætta þessu bijálæði, húsið mitt nötrar vegna þessara sprenginga og ég er þess viss að það er sprungið á þvers og kmss, þótt sprungumar hafí ekki enn náð í gegnum pússninguna." Hann bætti við: „Sennilega get ég farið í mál við þig.“ Hann bauð mikla persónu, þar sem hann stóð. Þrátt fyrir alvörusvip- inn brá fyrir glettni. Þama var kominn Einar Thoroddsen, skip- stjóri, sem átti hús á hinu hominu, en hann var þá nokkm áður orðinn borgarfulltrúi og hafnsögumaður Reykjavíkurhafnar. Hann sótti í sig veðrið, þó gátu augun ekki leynt einhveijum prakkara. „Það er líka enn verra að fá einn toppkrata hing- að vestur eftir, sem hefur verið að breiða út kratavitleysu á mínum fæðingarslóðum," en hann - var fæddur í Vatnsdal í Rauðasands- hreppi 23. maí 1913, einn 14 systk- ina, allt myndarfólk. En þrem árum áður hafði ég verið í framboði í Barðastrandarsýslu. Ég skildi vel að sprengingamar fæm í taugarnar í manninum og svaraði umsvifa- laust, að ég vildi óska þess, að ég hefði ekki fengið þessa lóð, en svona væri það að vilja helst vera sem næst sjónum. Ég þyldi ekki þessar sprengingar og fegnastur yrði ég þegar þeim lyki og ég þyrfti ekki lengur að ausa út af þeim. Ég væri blátt áfram að leggjast í þung- lyndi. Einar Thoroddsen átti sýni- lega ekki von á svona svari. Hann sneri blaðinu við og fór að hugga mig og sagði að þessu hlyti að fara að ljúka og það væri eins með sig að hann vildi helst vera sem næst hafínu og að e.t.v. væri bara gott að fá einn krata í vesturbæinn. Á skömmum tíma snerist þessi við- kynning upp í vináttu við Einar, Ingveldi, konu hans, ogþörnin, þau Ólaf, Ástu og Gígju. Átti vinátta þessi sinn þátt í því, að mörgum árum seinna tókst samstarf með okkur Ólafí um lögmennsku. Átti ég margar ánægjustundir á heimili þeirra Ingveldar og Einars. Því er ekki að neita, að Einar Thoroddsen fann til sín, eins og hveijum góðum skipstjóra sæmir. Hann hafði líka ráð á því. Hann hafði stundað sjómennsku frá ungl- ingsárum og varð skipstjóri ungur, 28 ára gamall, sem þótti einsdæmi þá og hafði öll stríðsárin siglt með físk til Bretlands og fært þeim og þjóð sinni ríkulega björg í bú. Einar Thoroddsen var þessi dæmigerði bjargfasti Vestfírðingur, æðrulaus og hjálpsamur og mat mikils að eiga góða frændur, þar var. Gunnar frændi fremstur. Það var einn þáttur í þeirri gæfu minni að reisa hús við Dunhaga að eignast vináttu Einars Thoroddsen, sem ég met mikils og siglir nú sinn sjó út flóann. Gunnlaugur Þórðarson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- slgórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn lútni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.