Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991
27
Svanur Heiðar skipverji á Esjari féll útbyrðis og var í
sjónum í fimmtán mínútur:
Kraftaverki líkast að ég
skuli hafa komist lífs af
Ólafsvík.
SVANUR Heiðar, 31 árs gamall
sjómaður frá Rifi, segir það vera
kraftaverki líkast að hann skuli
hafa komist lífs af er hann fór
fyrir borð af bátnum Esjari SH
75 á laugardag. Svanur er ekki
fastur skipverji á Esjari en hafði
verið ráðinn í túr í afleysingum.
Þetta var i þriðja sinn sem Svan-
ur hefur fallið útbyrðis frá því
hann hóf sjómennsku.
Svanur sagði við Morgunblaðið
að hann hafi verið að leggja síðustu
trossuna og búinn að ieggja þrjú
til íjögur net af henni er netið fest-
ist. Keðjan á netadrekanum vafðist
þá um löppina á honum og dró
hann í sjóinn. Það var ekki fyrr en
slaki kom í keðjuna og stígvélið
smokraðist af fætinum að hann
losnaði. Svanur segir að sér hafi
skiljanlega verið orðið mjög kalt
eftir þennan tíma í sjónum en hann
var ekki í flotgalla. Það hafi líka
Ragnar Guðjónsson eigandi og
skipstjóri Esjars SH 75.
sem betur fer ekki verið vont í sjó-
inn og einungis smá undiralda.
Hann vildi koma á framfæri þakk-
læti til áhafnarinnar á Esjari sem
og læknanna er sáu um hann eftir
að hann kom í land.
í fyrstu var talið að Svanur kynni
að hafa fótbrotnað. Svo reyndist
ekki vera en hugsanlega hafa lið-
bönd slitnað. Hann var í gær flutt-
ur á sjúkrahúsið á Akranesi með
lungnabólgu en það mun ekki óal-
gengt að slíkt komi upp nokkrum
dögum eftir svona volk.
Ragnar Guðjónsson, skipstjóri á
Esjari, sagðist ekki enn vera viss
um hvernig þetta hefði borið að.
Hann hefði ekki séð þegar Svanur
fór útbyrðis. Skipverjar hefðu ekki
þorað að draga Svan upp þar sem
keðjan var föst um lappirnar á hon-
um og hefði því verið brugðið á það
ráð að bakka og draga netið inn
með handafli. „Við vorum bara þrír
og það var erfitt fyrir okkur að ná
honum, hann var svo þungur í sjón-
um vegna þess að hann var með
netadrekann vafinn utan um aðra
löppina. Við vorum alltaf öruggir
um að ná honum enda höfðum við
hann hálfan upp úr og héldum í
hendurnar á honum allan tímann,“
sagði Ragnar. Hann sagði um
fimmtán mínútur hafa liðið áður
en Svanur hefði náðst inn. Hefði
hann verið alveg hríðskjálfandi af
kulda og nötrandi er hann náðist
um borð. Þá hefði gallinn verið rif-
inn utan af honum og hann vafinn
inn í teppi. „Við vorum í stöðugu
símsambandi við lækninn á Ólafsvík
og gerðum eins og hann sagði þær
tuttugu mínútur sem það tók okkur
að sigla í land.“
••-iarjf-
í höfninni á Rifi.
tl $§jg^yy&F. |
Viljum ekki ákveða
endurgreiðslur frá
Tryggingastofnun
- segir Teitur Jónsson tannréttingasérfræðingnr
SÉRFRÆÐINGAR í tannréttingum segjast ekki vilja sjá um flokk-
un sjúklinga fyrir Tryggingastofnun og ákveða þar með hversu
mikið stofnunin á að endurgreiða sjúklingum. Þeir segja jafnframt
að engin ástæða sé fyrir Tryggingastofnun að hætta endurgreiðsl-
um þó svo samningar séu ekki til staðar, hægt sé að greiða eftir
taxta sem heilbrigðisráðherra hefur gefið út.
Teitur Jónsson, tannlæknir á
Akureyri segir að aðalágreinings-
málið sé eyðublað sem tannrétt-
ingasérfræðingar verði að fylla út
til að sjúklingur geti fengið endur-
greitt hjá Tryggingastofnun.
„Með því að fylla út þetta eyðu-
blað erum við í rauninni að flokka
sjúklingana og ákveða hversu mik-
ið hver og einn á að fá endur-
greitt. Það viljum við ekki gera
og teljum það vera verk Trygg-
ingastofnunar,“ segir Teitur.
Hann sagði einnig að í reglu-
gerð, sem ráðherra gaf út 31. jan-
úar, væri sagt að tannlæknir skuli
votta skekkju, meðfei'ðarþörf, til-
greinir tækjabúnað og flokkar
tannréttingu. „Við höfum verið að
ráðleggja yfirvöldum að fara ekki
út í þessa flokkun, en ef þau vilja
það endilega þá viljum við gera
hana einfaldari þannig að almenn
sjúkdómslýsing frá okkur dygði
tryggingalækni til að meta í hvaða
flokk hver og einn fer. Við teljum
nóg að hafa tvo flokka fyrir þá
sem þurfa meðferð og síðan einn
flokk þar sem fegrunaraðgei'ðir
falla í en slíkar aðgerðir fást ekki
endurgreiddar,“ sagði Teitur.
Hann sagðist ekki sjá neina
ástæðu fyrir Tryggingastofnun að
neita að endurgreiða kostnað við
tannréttingar. „í lögum um al-
mannatryggingar segir: „Fyrir
tannlæknaþjónustu greiða sjúkra-
tryggingar í samræmi við samn-
inga sem Tryggingastofnun ríkis-
ins hefur gert eða samkvæmt
gjaldskrá sem heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra setur, séu
samningar ekki fyrir hendi, e'nda
sé reikningi framvísað á því reikn-
isformi sem Tiyggingastofnun
ákveður“. Það þarf sem sagt ekki
að vera samningur í gildi við við-
komandi aðila til þess að Trygg-
ingastofnun endurgreiði. Stofnun-
in getur greitt samkvæmt taxta
heilbrigðisráðherra," sagði Teitur.
I ENWOOD Chef
er kostagrípur
>
Blandari
Kartöfluflysjari
Grænmctisriíjarn Hakkavél
Safapressa
Fáanlegir aukahlutir:
□ Blandari
, □ Grænmetisrifjárn
1 □ Hakkavél
□ Safapressa
□ Kartöfluflysjari
□ o.fl.
Verd kr. 22.201 stgr.
HEKLA
LAUGAVEGI 174
S. 695500/695550
Innifalið í verði:
□ Þeytari
□ Hnoðari
□ Hrærari
L___