Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 25 essornum í greininni síðan í sept- ember. Ég skal inna hann eftir henni.“ Og þetta stóðst. Það hjálp- aði honum að sjálfsögðu hversu fróður hann var um bækur og útg- áfur, og þá einkum um allt sem varðaði sögu íslands og íslenskra bókmennta, jafnvel einstakar tíma- ritsgreinar. Á mannfundum og í samtölum lék hann sér að orðréttum tilvitnunum í bundið mál og óbund- ið frá öllum tímum íslenskrar bók- menntasögu, fundvís á hvað við átti hveiju sinni. Það er til marks um áhugamál Björns að þegar hann hafði látið af störfum háskólabókavarðar fyrir aldurs sakir innritaðist hann á ný í Háskólann og taldi sig hiklaust til stúdentanna, enda lauk hann þar enn prófum með góðum árangri. Fróðlegt var að bera prófúrlausnir hans saman við úrlausnir annarra stúdenta. Ekki fór hjá því að Björn vekti eftirtekt samtíðarmannanna fyrir fas sitt sem stundum gat virst óvenjulegt, skjótur til svara og snöggur í hreyfingum. Þetta var ekki alltaf í fullu samræmi við venj- ur manna um miðja öldina sem voru oftast nokkru staðlaðri en nú tíðkast. Um slíkan hégóma hirti hann lítt. Á unga aldri stundaði Björn íþróttir, var í fimleikaflokki og naut þeirrar þjálfunar alla ævi þótt síð- ustu árin ætti hann orðið stirt um gang og styddist við staf. Hann mun líka hafa verið átakamikill og hugmaður við líkamlega vinnu, og mér er minnisstætt hve rösklega hann tók eitt sinn á nokkrum tré- kössum fullum af bókum sem hann þurfti að senda með skipi en var að verða of seinn. Það er margt sem hrannast upp í huganum þegar minnst er Björns Sigfússonar. En minningin lifir um góðan dreng sem ætíð vildi hafa það sem sannara reynist og brást ekki því sem honum var til trúað. Árni Böðvarsson Björn Sigfússon, aldursforseti og brautryðjandi í íslenzkri bókavarða- stétt, er nú fallinn frá á 87. ári. Hann fékkst framan af árum við kennslu og fræðimennsku og var kunnur á sínum tíma sem snjall fræðari í útvarpinu. Þegar Einar Ólafur Sveinsson varð prófessor 1945, tók Björn við starfi hans sem háskólabókavörður og gegndi því í þijátíu ár, lengi vel sem eini fasti starfsmaður safnsins. í erindi, er ég flutti um íslenzk rannsóknarbókasöfn á landsfundi bókavarða 1970 og birti síðar í Árbók Landsbókasafns, sagði ég m.a.: „Þótt dr. Björn nyti nokkurrar aðstoðar öðru hveiju í safninu, er það staðreynd, að hann var eini fasti bókavörðurinn í samfleytt 19 ár eða unz Einar Sigurðsson var ráðinn að Háskólabókasafni 1964. Mætti helzt líkja þrekvirki því, er Björn vann í Háskólabókasafni á þessum árum, við það, er smiðurinn gerði goðunum borg, en það var að sögn Snorra-Eddu „snimma í öndverða byggð goðanna, þá er goðin höfðu sett Miðgarð og gert Valhöll". Þar segir einnig, að hann skyldi „af engum manni lið þiggja til verksins". En hann beiddist þess í staðinn, að þeir skyldu lofa, að hann hefði lið af hesti sínum. Smið- urinn tók síðan til hinn fyrsta vetr- ardag að gera borgina, en of nætur dró hann til gijót á hestinum. Þegar vér minnumst þess, að dr. Björn hefur oft lagt nótt við dag í safninu og dregið til bækur að dijúgum hluta á hjólhesti sínum, sjáum vér, að líkingin við borgar- smiðinn er ekki illa til fundin. Ut í frekari samanburð við hina fornu sögu verður hér ekki farið, nema að því leyti, að vér höfum líkt og æsir forðum vaknað að lokum upp við vondan draum, séð, að meira hafði verið sett í veð en menn í fljótu bragði höfðu gert sér grein fyrir. Það er t.a.m. athyglisvert, að í umræðum þeim, er urðu á Alþingi vorið 1949 um ný lög um Landsbók- asafn íslands varð mönnum langtíð- ræddast um fjölda bókavarða við safnið og raunar söfnin bæði, og ræddu sumir þingmenn um ofvöxt, er hlaupið hefði í þau, en bókaverð- ir voru þá sex í Landsbókasafni auk landsbókavarðar, en háskólabóka- vörður einn.“ Þótt þessi staða hafi nú breytzt til muna, eru söfnin enn liðfá miðað við þau verkefni, sem þeim er ætlað að vinna. Björn Sigfússon lagði á sínum tíma, 1957, grundvöll að kennslu í bókasafnsfræði við Háskólann og kenndi þar sjálfur framan af árum. Hann hafði áður, 1952, gefið út, ásamt Ólafí Hjartar, svonefnt Bóka- safnsrit I. Eiga margir hinna eldri bókavarða góðar endurminningar um kennslu hans og ekki síður per- sónuleg kynni við hann. Björn Sigfússon átti sæti í báðum þeim nefndum, er tillögur gerðu um sameiningu Landsbókasafns og Ha- skólabókasafns. Hin fyrri starfaði 1956-1957, en hin síðari 1966. Þegar hreyfing komst loks á sameiningarmálið og viðbúnaður hófst vegna Þjóðarbókhlöðu, fól Björn Einari Sigurðssyni að vinna að honum af Háskólabókasafns hálfu. Hann fylgdist þó alltaf með málinu, þótt honum þætti sem fleir- VORLINAN "4lllympTa_ Laugavegi 26 - Glæsibæ - Kringlunni 8-12 ■ 'Jriuniiih um seint ganga. Það hefur eflaust glatt Björn að Sveinbjörn prófessor, sonur hans, var í vor kosinn rektor Háskólans og hét þegar fullum stuðningi við bókhlöðumálið sem eitt brýnasta verkefnið framundan. Þegar Björn lét af starfi háskóla- bókavarðar 1974, vann hann áfram eitt ár í safninu, en hóf jafnframt nám í landafræði og sænsku við Háskólann og lauk B.A. prófi í þeim greinum. Sýnir það vel áhuga hans og þrek er hvorugt lét sig fyrr en í hinum alvarlegu veikindum síð- ustu mánuðina. Björn missti fyrri konu sína, Droplaugu Sveinbjörnsdóttur, 1945 frá fimm ungum börnum, en eftirlif- andi kona hans er Kristín Jónsdótt- ir Wium, og áttu þau einn son. Ég votta henni og börnum Björns innilega samúð, um leið og ég minn- ist starfsbróður míns og frænda með virðingu og þökk. Finnbogi Guðmundsson GIILLMOLAR Söfnunarstórhátíð á Hótel Islandi 26. maí vegna Olympíuleika þroskaheftra. Tökum höndum saman og gerum þroskaheftum Islendingum í fyrsta sinn kost á að taka þátt í Special Olympics, Olympíuleikum þroskaheftra, sem fram fara í Minneapolis 19.-27. júlí. Þar verða 18 íslenskir íþróttamenn í hópi 6000 þroskaheftra keppenda frá 90 löndum. Glæsilegasta skemmtun ársins! Landslið matreiðslumeistara, listamanna og skemmtikrafta. Veislustjórar: Edda Andrésdóttir og Stefán Jón Hafstein. Hótel ísland opnar kl. 18:00 Boðið verður uppá fordrykkinn "Gulldropa" og borðhald hefst kl: 19:00 stundvíslega. Einstakur ólympíumatseðill: Klúbbur matreiðslumeistara frá bestu veitingastöðum landsins kemur saman og töfrar fram fjórréttaðan kvöldverð, sem á engan sinn líkan hér á landi: Kofareykt laxarós með kavíar og fylltu eggi. Jurtakrydd-grafinn lambavöðvi með heitri vinagrett sósu. Olympíuhumar að hœtti Kanadamanna með sjávardýratríói. Eldristaðir Gullmolar með ferskum ávöxtum, vanilluís og Sabayonsósu. Maraþon skemmtidagskrá: Helstu listamenn og gleðigjafar þjóðarinnar leggja sitt að mörkum án endurgjalds til að gera kvöldið ógleymanlegt og bjóða upp á ótrúlega dagskrá: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Björgvin Ilalldórsson, Jónas Dagbjartsson og Jónas Þórir, Pálmi Gunnarsson, Veislutríóið: Anna Guðný Guðinundsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason, Egill Olafsson, Asa Hlín Svavarsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson, Tríó Reykjavíkur: Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Halldór Haraldsson, Reynir Jónasson/ Savanna tríóið; Björn G. Björnsson, Troels Bendtsen og Þórir Baldursson, Monika Abendroth og Gunnar Kvaran, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir og Stjórnin, Ríó tríó; Agúst Atlason, Helgi Pétursson, Olafur Þórðarson og félagar, Helena Jónsdóttir og Hrafn Friðbjörnsson frumflytja dans við "Nocturne" Gunnars Þórðarsonar, Anna og Ragnar Islandsmeistarar í Suðuramerískum dönsum, Omar Ragnarsson, fulltrúar Spaugstofunnar og hver veit nema fleiri bætist í hópinn. Sérstakir gestir: Paul Anderson framkvæmdastjóri Evrópusamtaka Special Olympics, ráðherrar og fleiri velunnarar þroskaheftra verða sérstakir gestir kvöldsins. Dansleikur: Að lokinni dagskrá verður stiginn dans við valda Vínartónlist til kl. 01:00. Verft aftgöngumifta kr. 10.000 Miðinn er um leið viðurkenning fyrir veittan stuðning. Fordrykkur, kvöldverður og skemmtidagskrá innifalið í miðaverði. Engin önnur fjársöfnun fer fram á hátíðinni. Mift asala: Miðasala og boröapantanir á skrifstofu íþróttasambauds Fatlaðra í síma 686301. Niðurrööun borða ræðst af röð pantana. Einstæöur viSburður í íslensku samkvæmislífi! Láttu þig ekki vanta!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.