Morgunblaðið - 23.05.1991, Síða 22

Morgunblaðið - 23.05.1991, Síða 22
H>5i JAI/í HUJJACJUTSlf/ir*J CflŒAvJÖMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 VAXTAHÆKKANIR OG AHRIF ÞEIRRA Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: Láglaunafólk fær vaxta- hækkunina að fullu til baka með vaxtabótum JÓHANNA Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra segir að hækkun vaxta á húsnæðislánum i 4,9% hafi verið valkostur á móti niðurskurði ríkisútgjalda, sem bitnað hefðu á öðrum svið- um velferðarþjóðfélagsins, eða skattahækkunum. Hún segir skýrslur, meðal annars frá sér- fræðingum fyrrverandi fjár- málaráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra, sýna að nauð- synlegt hafi verið að hækka vextina til að forða Byggingar- sjóði ríkisns frá gjaldþroti. Hún segir jafnframt að fólk með lág og meðal laun fái hækkunina bætta með vaxtabótum. Af þeim 600 milljonum króna sem vaxta- hækkunin skili Byggingarsjóðn- um fari 200-300 milljónir til baka í formi vaxtabóta. Jóhanna sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að fyrir þá sem ekki fá vaxtahækkun- ina aftur í formi vaxtabóta þýði hækkunin, miðað við meðallán, 10 til 20 þúsund krónur á ári. „Þessi vaxtahækkup sem kemur núna til framkvæmda á að gefa af sér um 600 milljónir króna, þar af munu 200-300 millj- ónir að fara aftur í formi vaxta- bóta,“ sagði hún. „Það hefur verið mikill þrýsting- ur á mig sem félagsmálaráðherra i þessi fjögur ár að hækka vextina á lánum frá Byggingarsjóði ríkis- ins,“ sagði Jóhanna. „Ég hef ekki talið stætt á því að gera þær breyt- ingar ‘fyrr en við værum komin með vaxtabótakerfi sem tæki högg- ið af láglaunahópunum, það er fólki með lágar og meðal tekjur, og vaxtabótakerfið er með þeim hætti að þeir sem eru með lágar og með- al tekjur fá að fullu endurgreidda þessa vaxtahækkun." Hún sagði lengi hafa legið fyrir að þessi vaxtahækkun væri nauð- synleg. „Ég bendi’ þar á þijár skýrslur úr síðustu ríkisstjóm, þar sem meðal annars sérfræðingar og aðstoðarmenn bæði fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra lögðu til vaxta- hækkun, sem yrði í 5% ef lánakerf- inu frá 1986 yrði lokað, annars yrði hækkunin að vera í 5,5%. Ég bendi á nýlega skýrslu Seðlabank- ans, þar sem talið er nauðsynlegt að vextirnir verði 5,5-6%. Ég tel því að óhjákvæmilegt hafi verið að gera þetta og það hafi reyndar engum átt að koma á óvart. Varðandi það að breyta vöxtum á lánum frá 1984 þá em í skulda- bréfum þeirra aðila sem fengið hafa lán á þessum kjömm ákvæði sem kveða á um breytilega vexti, þannig að þeir aðilar sem fengið hafa þessi lán hafa getað búist við því að vextir gætu tekið breyting- um.“ Jóhanna sagði að með þessari aðgerð væri jafnframt verið að hlífa því fólki sem er með greiðsluerfið- Ieikalán, það búi við óbreytta vexti, 3,5%, einnig þeir sem hafi fengið sérstök lán til einstaklinga með sérþarfir, öryrkjar og aldraðir, þeir haldi áfram 2% vöxtum. „Það vita auðvitað allir að stefndi í gjaldþrot Byggingarsjóðs ríkisins og þær leiðir sem vom til vom vaxtahækkun eða að auka ríkis- framlag, sem hefði þá þýtt niður- skurð, kannski á öðrum sviðum velferðarþjóðfélagsins, eða skatta- hækkun sem hefði þá kannski kom- ið á þá sem ekki em með lán úr Byggingarsjóðnum. Það er talið eðlilegra að þeir sem hafa haft þessa niðurgreiddu vexti taki þátt í að ná jafnvægi á sjóðnum, enda hafa margir af þessum hópum, sem nú fá þessa vaxtahækkun, notið lengi niðurgreiðslu vaxtanna," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Sigurður B. Stefánsson: SIGURÐUR B. Stefánsson fram- kvæmdasljóri Verðbréfamark- aðar Islandsbanka segir að tregða fyrrverandi stjórnvalda til að hækka vexti af ríkisverð- bréfum hafi tafið fyrir nauðsyn- legri leiðréttingu á fjármagns- markaði vegna minnkunar fram- boðs og aukinnar eftirspurnar eftir fjármagni, sem hafi verið að þróast síðan fyrra sumar. Hann segir að vaxtahækkanirn- ar leiði til lægri verðbólgu og kveðst telja þessar aðgerðir nú þær fyrstu í sögunni, sem hér á landi séu beinlínis gerðar í þeim tilgangi að lækka verðbólgu. Þá segir hann ákveðið réttlæti vera fólgið í því, að vaxtahækkanir nái til allra íbúðalána, en ekki einungis til þeirra sem taka lán i húsbréfakerfi. Sigurður sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að vextir hafí verið að hækka frá því síðla sumars í fyrra, vegna þess að dregið hafi mikið úr framboði á sparifé, en eftir- spum eftir lánsfé hafí töluvert auk- ist. „Þetta kallar þá fram vaxta- hækkun og það hefur tafíð svoh'tið fyrir þeirri leiðréttingu sem þurfti að verða vegna þessarar minnkun- ar á framboði spariíjár að fyrrver- andi stjórnvöld vildu ekki horfast í augu við þetta og stíga skref til þess að hækka vexti á ríkisvíxlum og spariskírteinum,“ sagði hann. Sigurður sagði að í fyrra hafi líklega verið metár hvað varðar aukningu sparifjár og líklegt sé núna að framboð á nýju sparifé á þessu ári verði mun minna, kannski ekki nema rúmlega helmingur af því sem var í fyrra. Hann kvað erfítt að segja fyrir um það nú, hvort þessi hækkun sem núna hefur orðið muni nægja til að stuðla að jafnvægi milli fram- boðs og eftirspumar á fjármála- markaðnum. Ef ekki verði töluverð aukning á sparifjármyndun síðari hluta þessa árs eigi vextir jafnvel eftir að hækka meira. Sigurður var spurður hvaða áhrif vaxtahækkanimar hefðu á verð- bólgu. „Sumir stjórnmálamenn halda því fram, alveg blákalt fyrir augum og eyrum alþjóðar, að vaxtahækkun leiði til verðbólgu. Island væri þá vissulega eina landið í heiminum sem það Iögmál gilti um,“ sagði hann. „Alls staðar ann- ars staðar í veröldinni beita stjórn- völd vaxtahækkunum til þess að bremsa af eyðslu sem hefur farið af stað í þjóðfélaginu eða of mikil umsvif, þau beita vaxtahækkunum til þess að stöðva slíka hluti, til þess að lækka verðbólgu en ekki til þess að hækka hana. Ég held jafnvel að þessar vaxtahækkanir sem nýja ríkisstjórnin hefur gripið til núna séu þær fyrstu í sögunni, að minnsta kosti svo langt aftur sem ég man, þar sem beinlínis hef- ur verið gripið til vaxtahækkana til þess að draga úr þenslu eins og reyndar er gert alls staðar annars staðar í heiminum." Hann var spurður álits á vaxta- hækkun húsnæðislána, hvort eðli- legt gæti talist að hans mati að hækka vextina af lánum frá fyrri tíð, eða má telja það siðlausa að- gerð? „Ég held að þetta sé alfarið í samræmi við skilmála í viðkom- andi skuldabréfum og þess vegna auðvitað löglegt og alls ekki sið- laust,“ sagði Sigurður. „Ég veit ekki betur en að þetta sé í skilmálum allra þessara skulda- bréfa. Þessi breyting er gerð, ef ég skil rétt, til þess að draga úr þessum mikla mismun sem er milli þeirra sem njóta lána úr gamla kerfínu og þeirra sem eru að taka lán í húsbréfakerfinu þar sem byggt er á markaðsvöxtum. Mér finnst ákveðið réttlæti í því að allir þurfí að taka á sig vaxtahækkun þegar vextir hækka vegna þess að ekki er jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar eftir sparifé. Mér fyndist óréttlátara ef einhver hópur væri stikkfrí og slyppi undan þeirri hækkun, það er að segja þegar það er þegar skráð inn í skilmála bréf- anna að húsnæðismálastjórn geti breytt vöxtunum, þannig að allir hljóta að hafa verið undir það bún- ir,“ sagði Sigurður B. Stefánsson. Gunnar Helgi Hálfdánarson: Ovíst að allar vaxtahækk- anir séu þeg- ar komnar fram GUNNAR Helgi Hálfdánarson, forstjóri Landsbréfa hf., segir að líkja megi vaxtahækkunum nú við vatnsfall sem brýtur af sér klakabönd. Hann segir að nauðsynlegt hefði verið að hækka vextina fyrr til þess að hamla gegn eyðslu síðustu mán- uði. Hann segir jafnframt óvíst hve skjótt áhrif þessara vaxta- hækkana muni skila sér í aukn- um sparnaði og meiri sölu spa- riskírteina ríkissjóðs, þar sem enn sé ekki vitað um hugsanleg sértilboð ríkissjóðs til stærri kaupenda eins og lífeyrissjóða og enn eigi eftir að ákveða útl- ánsvexti banka, þannig á áhrif á lántökur séu einnig óljós. Gunnar Helgi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að óvíst sé að allar vaxtahækk- anir séu þegar komnar fram, til dæmis eigi sértil- boð ríkissjóðs gagnvart lífeyris- sjóðum og öðrum stærri kaupend- um alveg eftir að koma í Ijós. í fyrra hafi ríkissjóður boðið stórum kaupendum allt að um 1% hærri vexti á sérsamningum heldur en almenningi var boðið. „Spurningin er hvað ríkissjóður ætlar sér í þeim efnum í kapphlaupinu um spariféð, þannig að það er ekki víst að vaxta- hækkanimar séu allar komnar fram, eins ber að minna á það að útlánsvextir banka eru ennþá ór- áðnir, líklegt talið að þeir muni hækka um 1,5% og jafnvel talsvert meira.“ Hann sagði að til þess að hamla gegn auknum innflutningi síðustu mánuði hefðu vextir þurft að hækka meira þegar síðastliðið haust. „Nú eru hins vegar vorleys- ingar á fjármagnsmarkaðnum og áin ryðst fram með braki og brest- um með fullum þunga og þess vegna eru þessar hækkanir örar og miklar núna, því að ef vextir hefðu hækkað fyrr, þá hefði þetta eyðslumunstur kannski ekki farið eins af stað. Það er ekki nóg með að menn eyði sparifé sínu, heldur taka þeir líka lán til þess að kaupa fjárfestingarvörur eins og bíla og fleira, þannig að þeir hætta ekki aðeins að vera sparifjáreigendur, þeir breytast líka í lántakendur í einni andrá.“ Gunnar Helgi sagði alveg ljóst að verulega þröngt verði á fjár- magnsmarkaði og vextir áfram háir núna í sumar á meðan aðilar eru að taka þessi breyttu viðhorf inn í áætlanir sínar og reyna að koma sér út úr fyrri ákvörðunum um útgjöld. „Ætli verulegra áhrifa fari ekki að gæta síðla árs og komi fram strax á nýju ári, en ég á ekki von á neinum skyndiáhrifum," sagði hann. Hann sagði jafnframt að það yki á óvissu um hve lengi vextir haldast háir, að þessar vaxtahækkanir gætu leitt til þess að fyrirtæki og sveitarfélög leiti í ríkari mæli eftir erlendum lánum, það gæti síðan unnið gegn frekari hækkun vaxta og stuðlað að lækk- un þeirra á ný. Gunnar Helgi var spurður um áhrif hækkunar ávöxtunarkröfu húsbréfa í 8,8%. Hann kvaðst vissu- lega binda vonir við að hækkunin auki sölu bréfanna, en því væri ekki að neita að stærstu kaupend- umir, lífeyrissjóðirnir, hafi verið í biðstöðu og verði það kannski áfram vegna fyrri reynslu af sértil- boðum ríkissjóðs, sem hafi truflað verulega- verðbréfamarkaðinn á síðasta ári. „Á þeim tíma var óhóf- lega rausnarlega boðið og það telj- um við að byggi undir væntingar þessara aðila í dag. Hitt er annað mál að 8,8% vextir á tíu ára bréf- um, eins og er meðalbinditími hús- bréfa, em orðin gífurlega hagstæð kjör. Þessir vextir hafa nálgast það mjög að ná hámarki sem verður lengi minnst á fjármagnsmarkaðn- um og býður þeim sem kaupa þessi bréf að hagnast mjög, fá verulegan gengishagnað, þegar vextir falla aftur.“ Hann sagði ólíklegt að þessir háu vextir á húsbréfum haldist lengi. „Ég get nefnt sem dæmi að í Evr- ópska myntkerfínu bera 10 ára ríkisskuldabréf að meðaltali 5,5% raunvexti, þannig að þessir háu raunvextir munu ekki haldast lengi hér í hagkerfi sem er sífellt að verða opnara og í vaxandi mæli að styðjast við evrópskar viðmiðan- ir í efnahagsmálum. íslenskt hag- kerfi mun á þessu sviði eins og öðmm leitast við að nálgast það sem gengur og gerist í okkar við- skiptalöndum," sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson. Guðmundur Hauks- son framkvæmda- sljóri Kaupþings: Vaxtahækk- anir draga úr verðbólgu og koma í veg fyrir þensiu GUÐMUNDUR Hauksson fram- kvæmdastjóri Kaupþings hf. segir vaxtahækkanir þær sem ríkisstjórnin hefur ákveðið tvímælalaust vera réttlætanleg- ar, enda dragi þær úr verðbólgu og komi í veg fyrir þenslu. Hann segir mikla þénslu vera á fjár- magnsmarkaði núna, sem nauð- synlegt sé að draga úr. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri auðvitað ljóst að vaxtahækkanir hafi áhrif til sparnaðar, dragi úr eyðslu og menn hafí meiri akk af því að spara heldur en verið hafi. „Ég held að þetta eigi við í okkar þjóðfélagi eins og alls staðar ann- ars staðar,“ sagði hann. „Menn hafa margir verið annarr- ar skoðunar og álitið að þetta muni ýta undir verðbólgu, en þetta mun vafalaust hafa sömu áhrif hér og annars staðar, sem eru þau að draga einmitt úr verðbólgu og koma í veg fyrir þenslu, þannig að ég held að þessar aðgerðir séu tvímælalaust réttlætanlegar enda er mikil þensla á ijármagnsmark- aðnum sem þarf að draga úr. Það er aftur á móti önnur saga af hvetju sú þensla er, sem er auðvit- að fyrst og fremst vegna fjárþarfar ríkissjóðs og vegna húsbréfakerfis- ins líka. Þetta mun vafalaust verða til þess að skapa meira jafnvægi í fjármálum," sagði Guðmundur. Hann var spurður hvort vaxta- hækkun á húsnæðislánum hefði bein áhrif á fjármagnsmarkaðinn. Hann kvaðst ekki sjá í fljótu bragði að svo væri. „Þetta eru skuldbind- ingar sem fólk er búið að taka á sig, við þekkjum dæmi erlendis þar sem þetta hefur verið gert, til dæm- is í Bretlandi, þar sem uppistaðan af lánum vegna húsnæðismála er með breytilegum vöxtum. Þar er þetta beinlínis notað af stjórnvöld- um sem stjórntæki við að hafa áhrif á efnahagslífið . á hveijum tíma, vegna þess að þetta kemur auðvitað beint við buddu almenn- ings, svona hækkanir, eða lækkan- ir, og hefur þá áhrif á það hvort fólk hefur úr meiru eða minna að moða. Að vísu verður að koma inn í þá mynd að skattareglurnar hafa áhrif þar á, þannig að þetta kemur ekki eins við alla, þetta kemur minna við þá sem lægri hafa laun- in. En, þetta er tvímælalaust að- ferð til að hafa áhrif á stjórn efna- hagsmála,“ sagði Guðmundur Hauksson. Vilhjálmur Bjarna- son, Fjárfest- ingar félaginu: Ahrifin fyrst og fremst á eftirspurn eftir lánum VILHJÁLMUR Bjarnason for- stöðumaður verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélagsins segir vaxtahækkanirnar fyrst og fremst munu hafa áhrif á eftir- spurn eftir lánsfé, hins vegar kveðst hann viss um að hækkan- imar hafi ekki áhrif á sölu skuldabréfa ríkisins, þar sem lífeyrissjóðirnir hafi einfaldlega ekki peninga til að kaupa meira. Ég er handviss um það, að það selst ekki mikið meira af bréfum," sagði Vilhjálmur í sam- tali við Morgun- blaðið í gær. „Hins vegar er spurning um hvort einhveij- ir hætta ekki að taka lán. Eftir þvi sem mér er sagt af lífeyrissjóðum hafa þeir verið að kaupa húsbréf og annað þvíumlíkt og þeir bara eiga ekki meiri peninga. Einu áhrifin sem þetta gæti haft er á eftirspurn eft- ir lánum.“ Fyrsta sinn sem vextir eru hækkaðir beinlínis til þess að lækka verðbólgu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.