Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JUNr 1991 Útvarpsstöðin FM 95,7: Bandarískir þættir sendir út vikulega ÚTVARPSSTÖÐIN FM 95,7 hyggst senda vikulega út fjögurra klukkustunda langa bandaríska útvarpsþætti, American Top 40, þar sem kynnt eru 40 vinsælustu lögin í Bandaríkjunum, sam- kvæmt vinsældarlista tímaritsins Billboard. Að sögn Sverris Hreið- arssonar, framkvæmdasljóra útvarpsstöðvarinnar, verður tólf mínútum á hverri klukkustund varið í íslenskar auglýsingar, þýðingar og endursagnir á efni þáttanna, sem að öðru leyti eru sendir út á ensku. fffe, Sverrir kvaðst telja að með þessu væri tryggt að útsending- arnar stönguðust ekki á við út- varpslög. Þorbjörn Broddason, formaður útvarpsréttarnefndar, hafði ekki heyrt af fyrirætlunum útvarpsstöðvarinnar er Morgun- blaðið hafði samband við hann en sagði að sér virtist í fljótu bragði sem þær gengju gegn bókstaf reglugerðar og markmiðum út- varpslaga. Hann kvaðst vænta þess að málið yrði rætt að fundi VEÐUR útvarpsréttarnefndar í n'æstu viku. Að sögn Sverris Hreiðarssonar er þátturinn American Top 40, sem framleiddur er af fyrirtæki í eigu ABC Radio Network, sendur út samtímis á um 1.000 útvarps- stöðvum í 65 löndum. Sendingarn- ar ná til um eins milljarðs manna. Útvarp Vamarliðsins á Keflavík- urflugvelli hefur um áraraðir sent þessa þætti út hálfsmánaðar gamla. Missti hjólin undan bílnum Það fór illa þegar flutningabíl með tengivagni, hlöðnum torfum, var ekið eftir Miklubraut í gær. Hjól tengi- vagnsins losnuðu skyndilega undan og höfnuðu uppi á umferðareyju. Engin slys urðu vegna þessa. * . • 1' ' IDAGkl. 12.00 Heimild: VeOurstofa Islands (Byggt á veOurapá kL 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 1. JUNI y YFIRLIT: Skammt norðaustur af landinu er 1036 mb haeð eri.fyr.ir sunnan land er grunnt lægðardrag sem þokast norðnofðvestur.. 'SPÁ: Norðan gola eða hæg breytileg átt. Víða þokulöft, e|nkum um norðan- og austanvert landið, en léttir sums etaðar tjl* .inn- sveitum yfir daginn. Svalt við norðurströndina oþ á Aústúrlandi, en annars víða 9-12 stiga hiti. . • . si- -' VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Hæg austlæg eðá breyti- leg átt, þokuloft austanlands og við norðurströndina, en þurrt og sums staðar léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi. Svalt í veðri norðaniands og austan, en sæmilega hlýtt suðvestanlarids. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. -. Norðan, 4 vindstig: 10 Hitastig: v; ' Vindörin sýnir vind- 10 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar • Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður SJ Skúrir er 2 vindstig. * V El Léttskýjað / / / > / / / Rigning — Þoka / / / = Þokumóða Hálfskýjað * / * ’ , ’ Suld / # / * Slydda OO Mistur Skýjað / * / * * * —L Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 10 þokaígrennd Reykjav/k 11 skýjað Bergen 9 lóttskýjað Helsinkl 15 skýjað Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 15 skýjað Nuuk 8 léttskýjað Ósló 15 iéttskýjað Stokkhólmur 13 léttskýjað Þórshöfn vantar Algarve 21 skýjað Amsterdam 12 alskýjað Barcelona 21 skýjað Berlín 23 léttskýjað Chicago 31 léttskýjað Feneyjar 21 heiðskírt Frankfurt 23 hálfskýjað Glasgow 16 iéttskýjað Hamborg 11 alskýjað London 12 skýjað Los Angeles 18 léttskýjað Lúxemborg 23 skýjað Madríd 20 skýjað Malaga 22 mistur Mallorca 23 skýjað Montreal 21 Þokumóða NewYork 30 mistur Orlando 34 léttskýjað Paris 21 léttskýjað Madelra 18 alskýjað Róm 22 léttskýjað Vln 20 skýjað Washington 37 mistur Winnipeg 28 úrkoma ígrennd Verðstríð á blóm- um í höfuðborginni BLÓMAVERSLANIR á höfuðborgarsvæðinu og framleiðendur í Hveragerði heyja um þessar mundir verðstríð á sumarblómum. Blómaframleiðandi í Hveragerði segir að þrýstingur sé frá söluaðil- um í Reykjavík um enn lægra heildsöluverð. Sumarblóm eru nú á flestum stöðum seld á 40 kr. í smásölu en verðið í fyrra var 50 kr. Hjá Blómavali fengust þær upp- lýsingar að verðið í síðustu viku hafi verið 50 kr. eins og í fyrra, en skömmu síðar áttu sumarblómin alls staðar að hækka í 55 kr. Þá lækkaði Alaska sín blóm um 10 kr., niður í 40 kr. Blómaval svaraði með því að lækka verðið í 40 kr. sl. mánudag og í 39 kr. á þriðju- dag, og að sögn starfsmanns í versl- uninni eru blómin ódýrust þar. Blómaval kaupir sín blóm frá fram- leiðendum. í blómaversluninni Alaska eru sumarblómin ræktuð á staðnum. ^Stykkið er selt á 40 kr. og fá eldri borgarár 15%, afslátt. Einar Þor- geirsson eigandi Gróðrarstöðvar- innar í Birkihlíð, systurfyrirtækis Alaska, sagði að heildsöluverðið væri 20 kr. „Ég tók ákvörðun um að lækka verðið hér í bænum og hinir komu á eftir. Það er fáránlegt að hafa 10-15 kr. verðmun á sumar- blómum í Hveragerði og hér í bæn- um. Hér eftir verð ég á sama verði ogþeir í Hveragerði," sagði Einar. Hann sagði að það breytti engu hvort verðið dygði fyrir framleiðslu- kostnaði. Kostnaðarsamt væri að hafa blómin í húsi fram í ágúst og lágt verð á sumarblómum leiddi einnig til þess að fleiri legðu leið sína í verslunina og keyptu aðrar vörur. Hann sagði að það væri mik- il sala um þessar mundir en að frek- ari lækkun væri ekki fyrirsjáanleg, nema verðlækkun yrði í Hvera- gerði. Einar átti ekki von á því að útsölur yrðu á sumarblómum, eins og jafnan hefur verið í ágústmán- uði, vegna þessa lága verðs. Hreinn Kristófersson hjá Garð- yrkjustöð Ingibjargar Sigmunds- dóttur í Hveragerði sagði að verð- stríðið hefði upphaflega hafist milli tveggja framleiðenda í Hveragerði. Sumarblómin væru nú seld á flest- um stöðum á 40 kr. Hann sagði að söluaðilar í Reýkjavík reyndu að þrýsta verðinu enn niður en hann átti ekki von á frekari verðlækkun- um, það svaraði einfaldléga ekki kostnaði að lækka þau meira í heild- sölu. Willy Brandt heldur erindi um Evrópumál WILLY Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, er væntan- legur til íslands 27. júní næst- komandi, í boði Germaníu. Hann heldur fyrirlestur um málefni Evrópu í Háskóla íslands og hittir helstu ráðamenn þjóðar- innar að máli. Brandt situr á þýska þinginu og er heiðursformaður SPD, þýska jafnaðarmannaflokksins. Auk þess er hann formaður Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna. 1 för með honum verður eiginkona hans og starfsmaður á skrifstofu hans í Bonn. Willy Brandt heldurjyrirlestur á ensku í Háskóla íslands 28. júní og nefnist fyrirlesturinn „Europe- an Challanges“. Þá hittir hann for- seta íslands, Vigdísi Finnbogadótt- ur, Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og aðra forystu- menn Alþýðuflokksins. Þá verður Willy Brandt hann gestur í kvöldverðarboði Germaníu 29. júní en heldur af landi brott 30. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.