Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 Endurmenntun kenn- ara í framhaldsskólum eftir Sverri Pál Erlendsson Einhverjum kann að þykja borið í bakkafullan læk að skrifa enn einn pistil um misjöfn kjör mann- fólksins á landi hér eftir búsetu þess. Svo margar greinar hafa birst í blöðum og tímaritum þar sem þeir fjölmörgu, sem ekki búa innan seilingar frá höfuðborgar- svæðinu, hafa lýst aðstöðumunin- um, jafnan fyrir opnum eyrum þeirra sem við sömu kjör búa en fyrir lokuðum leðurhlustum hinna sem baða sig í velsæld borgarinnar og þeirra tækifæra sem þvílíkur þjónustukaupstaður veitir. í von um að einhverntíma megi opna einhveija glufu á hlustum ein- hverra þeirra ráðamanna sem með örlítilli hugsun og tiltölulega litlum tilkostnaði gætu komið á svolitlu jafnræði skal samt riðið á vaðið og pistill skrifaður. Enda þótt þessi orð verði hugsanlega dæmd og sett í hrauk með öðru því sem í borgríkinu kallast landsbyggðarnudd eða dreifbýliskjaftæði verður því ekki neitað ef að er gáð að þeir sem búa fjærst höfuðstaðnum hafa lægst launin, lökust kjörin, minnsta möguleika á að drýgja tekjur sínar, greiða hæstan kostn- að fýrir hita, raforku og matvæli, eiga fæsta möguleika á dægra- styttingu og þurfa undantekning- arlítið að sækja dijúgan hluta af þjónustu til Reykjavíkur með æm- um tilkostnaði. Þó skal hér einung- is dvalið við einn þátt: Möguleika framhaldsskólakennara utan Reykjavikur til endurmenntunar. Endurmenntun Einhvern veginn hefur kennurum (og öðru starfsfólki ríkisins mörgu) gengið bölvanlega að fá leiðréttingu kjara sinna, sem hér fyrir hálfum öðrum áratug voru ennþá býsna góð en hafa nú um árabil verið slæm. Náist einhvetjir áfangar í átt til leið- réttingar eru þeir óðara af skafnir, jafnvel með rógburði eða bráða- birgðalögum. Eitt af því sem þó hefur verið talið til kjarabóta er að auka möguleika fólks til endur- menntunar. Þegar litið er á það sem í boði er á vegum Endurmenntunar- nefndar Háskólans í þessu efni má sjá að um margt má fræðast á vetr- um samhliða starfi sínu. Allt er þetta í sjálfu sér afskaplega gott að einu frátöldu. Þessi námskeið eru ekki ætluð öllum sem á þyrftu að halda. Þegar litið er á dagskrá endur- námskeiða Háskólans á tímabilinu janúar til maí á þessu ári sést eftir- farandi: Boðin eru 10 námskeið í tölvunotkun og hugbúnaðargerð. Þau standa til dæmis öll mánudags- kvöld frá febrúar til apríl, sum taka þetta þijá, fjóra og upp í sex virka daga klukkan 8.30-12 eða 13-17 o.s.frv. Öll eru þau haldin í Reykja- vík. í stjórnun, rekstri og lögfræði eru 12 námskeið, til dæmis á fimmtudegi eða mánudegi og þriðju- degi, hálfan og eða heilan dag í senn, og þarna er jafnvel 30 vikna nám- skeið með 5 tímum í viku hverri. Allt í Reykjavík. Eitt þessara nám- skeiða stendur föstudag og laugar- dag. Svipaða sögu er að segja um tvö umhverfisnámskeið og fjögur tölfræðileg. Fjögur námskeið í ritun og framsögn eru á sama veg nokkra daga í miðri viku, jafnvel hluta úr tveimur vikum og 9 námskeið á veg- um Heimspekideildar eru með tveggja tíma kvöldfyrirlestrum einu sinni í viku í 5 eða jafnvel 12 vikur. Þetta eru bókmenntir, siðfræði, sagnfræði og viðlíka greinar. Og ekki eru þessi réttindi ókeypis. Til- greint verð á námskeiði er frá 4.000 krónum og upp í 23.500 krónur. Það gefur augaleið að til þess að geta sótt námskeið af þessu tagi á miðjum degi eða í miðri viku þurfa þátttakendur að fá leyfi úr vinnu sinni. Nokkuð torhlaupið er burt úr kennslu, einkum þar sem ekki eru starfandi forfallakennarar - og satt að segja þekki ég ekki dæmi slíks í framhaldsskólum. Hins vegar má vera að hagræða megi stundaskrá eða semja við samstarfsmenn sína um tilfærslur til þess að komast frá dag og dag. Enda þótt einhveijir atvinnurekendur í svokölluðum einkageira telji það auranna virði að kosta starfsfólk sitt til endur- menntunar eru skólar, svo dæmi sé tekið, með tómari fjárhirslur en svo að unnt sé að stinga að kennurum aurum til að standa straum af nám- skeiðakostnaði. En umfram allt er ljóst að frumskilyrði til að geta nýtt sér endurmenntun Háskólans er að þátttakendur búi í Reykjavík eða næsta nágrenni kaupstaðarins. Þú Reykjavík Háskólinn sem stendur við Suð- urgötuna í Reykjavík ber nafn ís- lands og á að veita þjónustu miklu fleirum en þeim einum sem búa í næsta nágrenni við hann. Ekki er samt að sjá á endurmenntunardag- skránni að utanbæjarmenn séu taldir þurfa á svoleiðis nokkru að halda, eða þá hitt að þeir séu ekk- ert of góðir að koma til Ijallsins óhræranlega. Tökum dæmi: Sá sem ætlar á tölvunámskeiðið sem stendur öll mánudagskvöld í febrúar, mars og apríl þarf í fyrsta Iagi að greiða 23.599 námskeiðs- gjald. Búi hann á Akureyri þarf hann að auki að punga út 133.200 í fiugfargjald fram og til baka einu sinni á viku þes'sar tólf vikur, eða alls 156.700. Búi hann í Neskaup- stað kosta flugferðimar einar 182.160 (og nú er alls ekki víst að flogið sé til Norðfjarðar á mánu- dögum og þriðjudögum svo kostn- aðurinn gæti orðið miklu meiri). Þá er heildarkostnaðurinn kominn yfir tvö hundruð þúsund krónur. Og bíðum við, þetta er ekki allt búið. Einhvers staðar yrði þátttak- andinn að fleygja sér yfir nótt í hverri ferð. Tolf nætur með morg- unverð í herbergi á Hótel Esju kosta 44.400. Það má vera býsna gott tölvunámskeið sem er þess virði að leggja út fyrir því tvö- hundruð til tvöhundruð og fimmtíu þúsund krónur. Svipaður kostnað- ur væri við að afla sér frekari fróð- leiks um siðfræði eða sögu og menningu Grikkja. Sá dreifbýlis- kennari þarf að hafa há laun sem á að geta veitt sér þessa upp- fræðslu auk þess að sleppa tólf kennsludögum og framfleyta sér og fjölskyldu sinni. ísland er stórt Þessi dæmi um námskeiðakostn- að eru vissulega af tröllslegra tag- inu en þau sýna glögglega að þeim sem búa utan Reykjavíkurhéraðs er alls ekki ætlað að sækja nám- skeið Háskóla íslands. Er nokkur furða þótt við köllum skólann stundum Háskóla Reykjavíkur? Nú má segja að einfalt ráð til úrbóta væri að Háskóli íslands héldi eitthvað af námskeiðum sín- um utan Reykjavíkur. Það hlýtur að vera hægt að halda námskeið líka fyrir norðan, austan og vestan og haga þeim þannig að fólk geti sótt þau án verulegs vinnutaps og ferðakostnaðar. Annað ma nefna: Háskóli ís- lands er ekki eini háskólinn á ís- landi. Kennaraháskóli íslands hef- ur um árabil haft námskeið fyrir grunnskólakennara og iðulega utan Reykjavíkur. Það hefur þótt takast ágætlega. Auk þess má minna á að einnig er til Háskólinn á Akureyri og þótt hann sé ungur, lítill og nokkuð sérhæfður er ekki útilokað að hann geti átt aðild að námskeiðahaldi eða jafnvel staðið fyrir því einn og óstuddur. En hvemig væri til dæmis að Háskól- inn í Reykjavík biyti odd af oflæti sínu, viðurkenndi tilvist Haskólans á Akureyri og hefði samstarf við hann þannig að þeir gætu annast námskeið hvor fyrir annan og hvor með öðrum fyrir sunnan og fyrir norðan? Það væri skref í áttina út á land. Og hvemig væri að allir háskólarnir þrír sameinuðust síðan krafta sína og hefðu í boði vand- aða og viðamikla dagskrá nám- skeiða fyrir kennara á öllum skóla- stigum víðs vegar um land? Fleiri háskólar gætu síðar dregist inn í myndina, meðal annarra Sam- vinnuháskólinn og Listaháskólinn. Hér virðist ekkert vanta annað en áhuga og samstarfsvilja auk skipu- lags og svo náttúrulega einhveija peninga, en það er annar hand- leggur. Hvernig sem að því verður stað- ið verður að koma því til leiðar að öllum kennurum, hvar sem þeir búa, verði kleift að stunda end- urnám og upprifjun í greinum sín- um. Enda þótt við sem búum úti á landi séum oft stór í okkur emm við ekki svo miklu fremri borgarbú- um að við þurfum ekki að kynna okkur nýjungar í fræðum okkar. Slíkt má hins vegar álykta þegar skoðað er fyrirkomulag vetr- arnámskeiða á vegum Endur- menntunarnefndar Háskóla ís- lands í Reykjavík. Sumarnám Um árabil hafa námsgreinafélög kennara reynt að halda uppi sum- amámskeiðum fyrir félaga sína, nú síðast í samráði við Endur- menntunamefnd. Þetta hafa jafn- an verið um það bil vikulöng nám- skeið og þarna hafa kennarar var- ið hluta af sumarleyfi sínu til að fylgjast með nýjungum og endur- menntast í grein sinni. Stöku sinn- um hefur viðlíka námskeiðum verið komið fyrir á löngum helgum að vetri. Þetta námskeiðahald hefur verið afar gagnlegt en ekki alltaf gengið árekstralaust að koma því við. Ég minnist varla námskeiðs án rekistefnu út af námskeiðsstað, farareyri eða dvalarkostnaði. Auk þess að þurfa að punga út fé sínu í fríi sínu til þess að geta betur stundað starf sitt er jafnan Sverrir Páll Erlendsson „Er það ekki hastar- iegt, að minnsta kosti furðulegt að það skuli jafnvei auðveldara að fá fyrirgreiðslu til að sækja námskeið í út- iöndum en að fá fjár- hagslegan stuðning til að gera slíkt hið sama hér innanlands?“ ætlast til að framhaldsskóla- kennarar sem búa utan Reykjavík- ur fari þangað og veri á meðan námskeið stendur. Kennarar sem fara þessara og annarra erinda til Reykjavíkur verða að sjá sér sjálf- ir fyrir fæði og húsnæði. Oft virð- ist sem ætlast sé til þess að þeir leggist upp á ættingja sína eða vini syðra. Þeir sem ekki eiga slík vensl eða vilja ekki vera uppá- þrengjandi verða því að leigja sér herbergi. Fyrr er komið fram hvað það kostar að halla höfði í Reykja- vík. Nú eru flestir þeir sem ég þekki og hafa tekið þátt í námskeiðum af þessu tagi á einu máli um það að þau ætti síst af öllu að halda í Reykjavík - og ég vi! að fenginni reynslu bæta því við að þau ættu ekki heldur að vera á Akureyri. Staðreynd er að námskeið sem haldið er í þvílíku þéttbýli er mun gagnminna og ómarkvissara en sé það haldið í friðsælu dreifbýli þar sem allir eru býsna langt frá heim- aslóð. Tökum sem dæmi vikunámskeið í Reykjavík. Reykvíkingur á því ^námskeiðier meira og minna bund- inn af öðru en námskeiðinu, hann þarf að fara í póstinn, í bankann, kaupa í matinn, sækja bam á gæsluvöll og er síðan við full heimilisstörf frá miðjum degi fram á kvöld. Utanbæjarmaður þarf að sinna ýmsum erindum, fara í búðir og á skrifstofur, heimsækja kunn- ingja og svo framvegis. Allt vegna þess að þetta er í Reykjavík. Sams konar námskeið, til dæmis á Varmalandi í Borgarfirði, er miklu drýgra og gagnlegra að öllu leyti. Allir þátttakendur geta varið öllum tíma sínum í viðfangsefnið. Vinnu- dagurinn verður lengri og drýgri og meira að segja kvöldin nýtast, ef ekki við verkefnavinnu og undir- búning næsta dags þá til samveru, skrafs og ráðagerða. Eitt megin- gagnið af svona námskeiðum er vissulega samveran, að hitta fólk sem vinnur sömu störf þótt annars staðar sé, að bera saman bækur, miðla af reynslu og þar fram eftir götunum. Þrátt fyrir þetta kostar sífellt japl og fuður að fá nám- skeið út fyrir höfuðstaðinn. Góðir staðir Ákjósanlegir námskeiðsstaðir eru íjölmargir vítt og breitt um land. Nefna- má að haldin hafa verið afar góð námskeið fyrir fram- haldsskólakennara á Laugarvatni, Varmalandi og Löngumýri. Að auki má nefna Húnavelli, Stóru Tjamir, Laugar í Reykjadal, Eiðar í Eiðaþingá og Skóga undir Eyja- fjöllum. Ennfremur má nefna að Húsmæðraskólinn á Varmalandi, Reykjaskóli í Hrútafírði og Reyk- holtsskóli hafa verið eða eru að leggjast af sem reglulegir skólar og ætti að vera hægurinn hjá fyrir ríkið að semja við sjálft sig um aðstöðu til námskeiðahalds þar án verulegs kostnaðar. Með þessu yrði meginokinu af námskeiðahaldi lyft af Reykjavík og námskeiðin yrðu mun gagnlegri og betri. Nú verður að telja eðlilegt og sjálfsagt að ríkið beri kostnað af endurhæfíngu starfsmanna sinna. Til þess er leikurinn gerður að þeir verði betri starfsmenn og skili ríkulegri árangri. Því miður virðist afar takmarkaður skilningur á þessu í hinum háu ráðuneytum mennta- og fjármála. Þegar þjarka þarf við fjárveitendur um styrki til þessarar endurmenntunar er engu líkara en þeir líti á námskeið sem óþarfa skemmtun og vitleysu. Því- líkri skammsýni verður að eyða og umfram allt, hvort sem námskeið eru að sumri eða vetri, verður að gera öllum sem þau ættu að sækja jafnhátt undir höfði, hvar sem þeir kunna að búa á landinu og þjóna ríki sínu. Og eitt enn: Er það ekki hastarlegt, að minnsta kosti furðu- legt að það skuli jafnvel auðveld- ara að fá fyrirgreiðslu til að sækja námskeið í útlöndum en að fá fjár- hagslegan stuðning til að gera slíkt hið sama hér innanlands? Einfalt mál eða flókið Einfalt ætti að vera að skipu- leggja námskeið, hvort sem þau eru stutt eða löng, að sumri eða vetri, í líkingu við það sem hér hefur verið lýst. Lítt bólar hins vegar á vilja annarra en þátttak- endanria til að koma þessu til leið- ar. Endurmenntun fýrir alla kenn- ara, hvar sem þeir búa, á að vera sjálfsagðari en svo að þurfí eftir- gangsmuni og endalaust síma- þvarg og deilur um staði og pen- inga til að koma þeim í fram- kvæmd. Norðlenskir íslenskukennarar beittu alkunnri frekju í ársbyijun 1990 til að draga norður yfir fjöll námskeið af sama tagi og haldið var sunnlenskum kennurum nokkrum vikum fyrr. Þetta var prýðisnámskeið, haldið á Löngu- mýri í Skagafírði og varð engum meint af þótt gerði stórhríð og vegir tepptust. Við eigum hins vegar ekki að þurfa að ganga fram með offorsi í hvert sinn sem við fáum viðlíka þjónustu. Það er ekki hægt að þola endalaust að við fáum hana ekki fyrr en þeir sem ráða syðra eru orðnir dauðleiðir á bölv- uðu pexinu og frekjunni í þessum landsbyggðarlýð. Höfundur er menntaskólakennari á Akureyri. íbúóar- og sumarhús byggó af traustum aðilum. Leitaðu upplýsinga og fáöu sendan bækling. S.G. Einingahús hf. Selfossi, sími 98-22277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.