Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 43 Jakob S. Sigurðsson frá Steiná - Minning Fæddur 10. október 1920 Dáinn 27. maí 1991 I dag verður til moldar borinn afabróðir minn, Jakob Skapti Sig- urðsson frá Steiná í Svartárdal, Austur-Húnavatnssýslu. Daddi, eins og hann var alltaf kallaður, lést 27. maí síðastliðinn á sjúkrahúsinu á Blönduósi eftir erfið veikindi. Daddi var fæddur 10. október 1920, sonur Sigurðar Jakobssonar bónda á Steiná og Ingibjargar Sig- urðardóttur. Hann var yngstur tíu systkina. Nú eru aðeins tveir úr þessum systkinahóp á lífi, þeir Stef- án Sigurðsson afi minn, bóndi á Steiná, og Pálmi Sigurðsson smiður sem nú býr í Reykjavík. Daddi bjó alla tíð á Steiná. Fyrst á heimili foreldra sinna en síðan í sambýli með Stefáni bróður sínum og Ragnheiði Jónsdóttur konu hans. Þeir bræður voru alla tíð mjög sam- rýndir og hugsuðu sameiginlega um fé sitt seinni árin. Daddi starfaði alla tíð við bú- skap. Hann tók Hól, næsta bæ við Steiná, á leigu árið 1959 og keypti síðan jörðina árið 1964. Á Hóli byggði hann vönduð íjárhús og rak fjárbúskap af miklum myndarbrag. Hann hafði einnig nokkur hross. Daddi var frekar hlédrægur, ekki maður margra orða en lét heldur verkin tala því vinnusemin, vand- virknin og snyrtimennskan voru einstök. Þetta sást best þegar kom- ið var í fjárhúsin á Hóli, það var Jensína K. Guðmunds- dóttir - Kveðjuorð Fædd 14. október 1928 Dáin 14. maí 1991 Mér er mikil hryggð í huga þeg- ar ég set hér á blað nokkur orð í virðingarskyni og í þökk fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að kynnast elskulegri og góðri konu, sem nú hefur kvatt þetta jarðlíf eftir alltof skamma dvöl. Ég kynntist frú Kristínu Guð- mundsdóttur, Diddu, eins og við kölluðum hana, fyrir 10 árum, þeg- ar hún kom til starfa í verslunina Þumalínu á Leifsgötu 32 í Reykjavík. Það var sólskinsdagur eins og allir aðrir dagar urðu æ síðan í samskiptum og kynnum við þessa mætu konu. Kristín Guð- mundsdóttir var einstök, ekki að- eins í minningunni, heldur alla daga, hveija stund í starfí. Ég átti því láni að fagna að þær stöllur, Fríða Jónsdóttir og Kristín, sáu al- farið um fyrirtæki á mínum vegum í mörg ár og gerðu það af slíkri kostgæfni og samviskusemi sem áreiðanlega er vandfundin. Kynni okkar Kristínar urðu nánari eftir að við tókum að starfa saman hvern dag. Á það samstarf bar aldrei skugga, en skugginn stóri kom þó eigi að síður og breiddi sig yfir líf hennar allt, þótt hún stöðugt slægi á létta strengi og neitaði að trúa tilvist hans, þessa skugga, sem er óaðskiljanlegur fylgihlutur lífsins. Kristín fór í fyrstu skurðaðgerðina fyrir u.þ.b. 3 árum. Hún náði sér fljótt og kom til vinnu miklu fyrr en henni bar, um annað var ekki að tala frá hennar hálfu. Þannig var hún. Allt gekk vel að því er virtist.þar til seinni hluta árs 1989 að mér fannst ég sjá að ekki var allt með felldu. Eg hélt þeirri vitn- eskju fyrir mig því engan bilbug var á henni að finna. Hvern dag dáðist ég að óbilandi hetjulund og glaðlyndi sem var einstakt. Dag einn á jólum handleggsbraut ég mig á hægri handlegg. í vinnunni stóðum við hlið við hlið og hlógum hvor að annarri og Kristín söng um „fötluðu flónin“ sem höfðu í raun samanlagt aðeins tvær hendur, ég þá vinstri, hún þá hægri. Þegar svona var komið fyrir okkur báðum, þótt ólíkt væri, viðurkenndi hún í fyrsta sinn að ekki væri allt sem skyldi. Aðgerðir fylgdu í kjölfarið og ávallt kom Kristín til vinnu fyrr en henni bar, sama hvað á gekk. Eftir að hún hætti störfum í ágúst sl. er minningin um heimsóknir hennar á vinnustað óútmáanleg. Gleðin yfir öllu var svo hrein og einlæg, allt var svo falleget fannst henni og alltaf var hún að kaupa eitthvað fyrir einhvern, auk þess sem hún sífellt bjó til fallega hluti til þess að gefa og gleðja, meðan kraftar hennar entust. Dóttir mín og ég fengum einnig að njóta þess- ara kærleiksverka. Didda gleymdi engum. Fjölskyldutengslin og ást hennar til eiginmanns, barna, systra sinna og annarra í návist munu mér aldrei úr minni líða með- an ég eitthvað man, í þeim fólst djúpstæð fegurð, sem ekki verður lýst með orðum, en gerði hvern mann betri sem vitni varð að. Ævisaga Kristínar Guðmunds- dóttur verður ekki rakin af mér, en ég er þakklát fyrir það brot úr ævi hennar sem ég fékk að taka þátt í, fékk að vera samferða og kynnast sérstæðri konu með eftir- sóknarverðum mannkostum sem gefa lífinu djúpstætt gildi. Um leið og ég þakka samfylgdina og sam- vinnuna bið ég Guð um styrk elsku- legum eiginmanni og fjölskyldu til handa, á erfiðri stund. Blessuð sé minning mætrar konu. Hulda Jensdóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. eins og að ganga inn í heigidóm. Þrátt fyrir hlédrægni þá gat Daddi svo sannarlega gert að gamni sínu og verið skemmtilegur í viðræðum. Það kom jafnvel fram þegar ég heimsótti hann í hinsta sinn fyrir þrem vikum, helsjúkan á sjúkrahús- inu. Þá var hugurinn skýr og áhug- inn á þjóðmálum mikill og þessi góðlátlega glettni, sem einkenndi hann, var ekki langt undan. Daddi vai’ fróður um menn og málefni og lét stundum í ljós skoð- anir sem rnaður uppgötvaði löngu seinna að voru réttar. Daddi var mjög barngóður og tók talsverðan þátt í uppeldi bróður- barna sinna. Við, sem ólumst upp á Steiná, bárum mikla virðingu fyr- ir honum. Sama gilti um aðkomu- börn. Iiann þurfti ekki að biýna raustina því orð hans voru okkur lög. Ég get ekki skilið við Dadda án þess að minnast á hve hann var alltaf fljótur tii að koma og hjáipa okkur þegar við vorum eitthvað að gera. Við vorum stundum sein að koma heyjum í hlöðu og stundum , seint á ferð en hann var alltaf kom- inn og aðstoð hans var ómetanleg. Daddi verður jarðsettur að Bergsstöðum í Svartárdal. Í dainum þar sem hann fæddist og ól allan sinn aldur. Megi hann hvíla í friði við árniðinn sem hann þekkti svo vel. Blessuð sé minning hans, hún mun lifa í hugum okkar sem þótti vænt um hann og virtum hann mik- ils. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. ^ (Spámaðurinn) Eydís Laugavegi 11 - Sími: 21675
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.