Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐÍÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ Í991 Söngur og gleði _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari og Jonas Ingimundarson píanóleikari héldu tónleika í Þjóðleik- húsinu sl. fimmtudag. Á efnis- skránni voru fyrir hlé lög eftir Árna Thorsteinsson og Schubert en slegið á léttari streng í seinni hlutanum. Kristinn hefur aukið mikið við tækni sína og nýtir sína miklu rödd á margbreytilegan máta auk þess að hafa öðlast sérstakt sviðsöryggi, þar sem hann beitir persónutöfrum sínum og meðfæddum leikhæfileik- um óskert. Kristinn hóf tónleikana með sex . iögum eftir Árna Thorsteinsson og vár Kirkjuhvoll, Rósin og Þess bera menn sár, sérlega vel sungin og reyndar öll lögin, auk þess að vera framfærð með sérlega skýrum texta- framburði. í síðasta lagi Árna, Áfram, beitti Kristinn rödd sinni að fullu en hann hefur náð valdi á mjög margbreytilegum söngstíl, allt eftir viðfangsefnum. Schubert-lögin voru vel sungin. Grindavík Til sölu fasteignin Hafnargata 21, Grindavík. Húsið er 224 fm að stærð með 364 fm portviðbyggingu. Húsið stendur á um 3600 fm lóð. Hópsnes hf., Grindavík, sími 68475. HOLT SUMARHUS Sýnum frábært sumarhús, stærð 52,86 fm + geymsla, sem er fullfrágengið að utan og innan. Stór sólpallur fylgir og þak yfir hann að stórum hluta og er í sam- ræmi við sýningarhús. Sýning kl. 13.00-17.00 í dag og á morgun. Ath. höfum mikið úrval lóóa. Borgarhús hf., Minni-Borg, Grímsnesi, sími 98-64411. 911 Ríl 91 97H LARUS Þ'VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJORI Cm I IVV klO/v KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meöal annarra eigna: Glæsilegt raðhús - hagkvæm skipti v/Hrauntungu, Kóp. á móti suðri og sól. Allt eins og nýtt. Efri haeö: 5 herb. íb. m/50 fm sólsvölum. Neðri haeðin getur verið séreinstaklíb. Innb., rúmg. bílsk. Skipti mögul. á 4ra herb. góðri íb. m/bílsk. Nýlegt og vandað einnar hæðar steinh. á vinsælum stað í Gbæ. Aðalíb. um 150 fm. Ein- staklíb. 32 fm m/sérinng. Sólskáli 40,4 fm. Bílsk. (að hluta vinnuhúsn.) 50,2x2 fm. Glæsil., ræktuð lóð 1018 fm. Eign sem gefur mikla mögul. Skammt frá Landspítalanum stór og góð 3ja herb. kjíb. 89,9 fm nt. Allt sér. Töluv. endurbætt. Fráb. verð ef samið er fljótlega. Rúmgóð íbúð með stórum bílskúr 3ja herb. á 2. hæð 86,8 fm í þriggja hæða blokk v/Blikahóla. Sólsval- ir. Góð innr. Ágæt sameign. Góður bilsk. 31,7 fm. Laus fljótl. Skammt frá Iðnskólanum efri hæð 3ja herb. í steinh. Innr. þarf að endurn. Geymsluris fylgir. Þrib. Laus strax. Verð aðeins kr. 5,1 millj. Nýmáluð með nýjum teppum stór og góð 3ja herb. íb. á 2. hæð v/Hraunbæ. Kjherb. m/snyrtingu. Nýl. teppi á stigum. Útsýni. Álftamýri - Háaleiti - nágrenni Fjársterkur kaupandi óskar eftir raöhúsi. Eignaskipti mögul. Laugarnes - Heimar - nágrenni Þurfum að útvega traustum viðskiptam. 4ra-5 herb. íb. Góðar greiðslur. • • • Opið í dag kl. 10.00-16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AtMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Kristinn Sigmundsson Kristinn er góður ljóðasöngvari og kynnti hann nokkur Schubertlög sem ekki hafa heyrst hér á landi fyrr. Þrátt fyrir að mörg „nýju“ lag- anna eftir Schubert séru ágætar tónsmíðar, eru þau svipminni en þær perlur sem mest hafa verið sungnar. Seinni hiuti tónleikanna var eins konar sýning á þeim ijölbreytileika í raddtækni, sem Kristinn hefur náð vald á og kom einkar vel fram í tveimur amerískum lögum, OT Man River, þar sem hann nýtti djúpsvið raddar sinnar og hljómstyrk og. í Ma curly-headed babby þar sem veikur söngur Kristins var seið- magnaður og sérlega fagur. Þrír „cavatínu“-söngvar ítalskir, Mattinata, Occhi di Fata og Musica Probita voru glæsilega útfærðir og í þessurn lögum blómstraði rödd Kristins. Tvö lög af alvarlegu gerð- inni voru fyrir smekk undirritaðs, best sungnu lögin á tónleikunum en það voru Des noirs pressentiments eftir Gluck en í því sýndi Kristinn sterka tilfinningu fyrir því ógn- þrungna og í das Sie mir schrieben eftir' Tsjajkovskíj náði Kristinn að túlka hugrenningar þess, sem ekki er ósnortinn en hafnar samt ástinni. Síðasta lagið var La calunnia eft- ir Rossini én í þessari frægu aríu eru öll litbrigði rógsins útfærð. Þar fór Kristinn á kostum bæði í leik og söng. Kristinn Sigmundsson er frábær söngvari, hann er góður ljóð- asöngvari, syngur dægurlög með glæsibrag, „knallar" á ítölskum ka- vatínum, er frábær í alvarlegum óperuaríum og afbragðsgóður „buffa“-söngvari. Það eru trúlega ekki margir söngvarar, sem leika það eftir að vera jafngóður á öllum þessum sviðum og Kristinn er þegar orðinn. Það gerði þessa tónleika ekki síður ánægjulega, umfram það hvað Kristinn er góður söngvari, hversu samspil hans og Jonasar Ingi- mundarsonar píanóleikarara var gott. Jonas var sannarlega í essinu sínu og lék frábærlega vel. Tjaldsvæði opnuðí Skaftafelli TJALDSVÆÐI og þjónustu- miðstöðvar þjóðgarðanna í Skaftafelli og Jökulsárgljú- frum eru opin frá og með laugardeginum, 1. júní, utan að tjaldsvæðið í Vesturdal verður tekið í notkun síðar í mánuðinum. í frétt frá Náttúruverndar- ráði er minnt á, að tjaldvæði eru gististaðir þar sem ákveðn- ar reglur gilda, meðal annars um næturró. Þá er bent á að til að dvöl verði sem ánægjule- gust og markverðust séu gestir beðnir um að hafa samband við landverði og fá upplýsingar um svæðin. Yfir háumarið verður boðið upp á skoðunarferðir í fylgd landvarða og hvetur Nátturuverndarráð gesti ein- dregið til að notfæra sér þær, til að kynnast náttúrufari og sögu viðkomandi taðar. Bent er á, að gróður er vel á veg kominn, en skaflar eru enn víða og jörð blaut. Þeir sem hyggja á gönguferðir eru beðn- ir um að taka tillit til þessa svo að viðkvæmt landið skaðist ekki. ■ LOKAPRÉDIKANIR í kap- ellu Háskólans. í dag laugardag 1. júní flytja þrír guðfræðistúdentar lokaprédikun sína í kapellu Háskól- ans, þau Hannes Björnsson, Jóna Hrönn Bolladóttir og Sigrún Oskarsdóttir. Athöfnin hefst kl. 13.30 og er opin almenningi. Færeyska sjómanna- heimilið vígt 2. júní FÆREYSKA sjómannaheimilið verður vígt sunnudaginn 2, júní og hefst vígsluathöfnin kl. 16.00 í sjómannaheimilinu að viðstöddum vígslugestum færeyskum og íslenskum. Mun um 20 manna hópur koma flugleiðis frá Færeyjum. Vígsluna framkvæmir færeyskur hinn færeyski prestur í Háteigs- prestur í Nessókn í Austurey, sr. kirkju kl. 11.00 sunnudag. Opið hús Jakob Kass. Hann er stjórnarfor- vérður í sjómannaheimilinu og hefst maður færeyska sjómannatrúboðs- kl. 19.30. ins. í tengslum við vígsluna messar _____________________feteGal Euplfl Umsjónarmaður Gísli Jónsson 591. þáttur Við vorum komin að þriðja flokki tvöföldunarsagna. Hann er býsna skemmtilegur, og í honum eru flestar tvöföldunar- sagnanna. Hins vegar er fjöl- breytni hljóðanna, sem þar skiptast á, ekki tiltakanlega mikil, aðeins a (á) og e (é). Sumar sagnanna í þessum flokki hafa um okkar daga veikst svo, að batahorfur eru engar. Nú ætla ég að ganga á röðina og gera stundum minni háttar úthlaup og athugasemdir. Ég lét feitletra sögnina að ganga, því að hún á hér heima: ganga- gekk-gengum-gengið. Eg geri fastlega ráð fyrir að í fornöld hafi þátíð eintölu verið *ge- gang, og væri það skemmtilegt tal. Þá er blanda sem nú er veik, en beygðist áður: blanda-blett- blendum-blandið. Þetta er fal- leg beyging. „Þeir blendu hun- angi við blóðið,“ stendur í Snorra-Eddu. Alkunna er að lengi leynist líf með lýsingar- hætti þátíðar sterkra sagna, þó að veikst hafi að öðru leyti til ólífis. Því gat skáldið Hannes Hafstein sagt: hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er að elska, byggja og treysta á landið. Um fólk, sem ekki var ein- brotið í háttum eða hugerni, var stundum sagt að það væri „blandið mjög“. Þá einkunn fékk Hallgerður Höskuldsdóttir í Njálu. Þá er fá-fékk-fengum-feng- ið og falda-felt-feldum-faldið. Hin síðari er orðin afar lasin, en lengi eimdi þó eftir af sterk- um lh.þát. Einhver var einhverju faldinn, t.d. hermaður hjálmi eða fjallstindur snævi eða jökli, þó nú segjum við að dúkurinn sé faldaður. Næst er falla-féll-féllum- fallið, og tel ég nauðsynlegt að skrifa é í þátíðarmyndunum til aðgreiningar frá nútíðinni. Svip- að er að segja um halda-hélt- héldum-haldið. Og þá er það að lokum hanga-hekk-hengum-hangið, en hún er lasin í nútímamáli, þar sem margir segja hangdi í þátíð, og svo lærði ég að tala. Nú er ég orðinn ruglaður og segi ýmist hangdi eða hekk. I fjórða flokki tvöföldunar- sagna eru fjórar sagnir: gráta- grét-grétum-grátið; blása- blés-blésum-blásið; láta-lét- létum-látið og ráða-réð- réðum-ráðið. Þess er að geta, að ráða er nú oft veik í þátíð: réði, en sígilt mál væri: ég réð ekki við þetta. Þá er frá því að greina, að blóta fór þessa slóð að fornu og kemur skemmtilega út: blóta-blét-blétum-blótið og auðvitað var þá nútíð framsögu- háttar: ég blæt. Blætka því bróður Vílis, goðjaðar, at gjarn séak, Á Egill að hafa ort í Sonator- reki: ég blóta því ekki Óðin, goðahöfðingjann, að mig fýsi þess_. Egill bætti því reyndar við, að Óðinn hefði veitt sér bætur fyrir bölið er hann beið í missi sona sinna, og þær voru ekki af lakara taginu: Göfumk íþrótt úlfs of bági, vígi vanr, vammi firrða, ok þat geð, er ek gerða mér vísa fjandr af vélöndum. Herskár Óðinn gaf mér flekk- lausa íþrótt (skáldskapargáf- una) og það skaplyndi, að ég gerði mér svikara að opinberum fjandmönnum. Sumir málfræðingar telja ri- sagnir (núa, snúa, gróa, róa — og í fornu máli sá — til tvöföld- unarsagna, en aðrir hafa þær í flokki blandaðrar beygingar, og verða þær geymdar um sinn. ★ Daði er erfitt nafn að skýra, uppruni og merking alls ekki ljóst, Nafnið er fornt, elstur Daði skáld Bárðarson, en hann er talinn af írskum ættum. Hann er kallaður Dagur í sumum handritum Landnámu, og þess vegna hefur mönnum dottið í hug að Daði væri gælunafn af Dagur. Það þykir Ásgeiri Bl. Magnússyni ólíklegt. Hermann Pálsson telur hugsanlegt að nafnið sér úr írsku. Vágslid stingur upp á að þetta sé bama- mál og merki faðir. Til er gerðin Dáði, og má vera að þar leynist skýringartilraun. Árið 1703 voru 14 Daðar á Islandi, flestir vestanlands. Lengi voru þeir innan við 20, en hefur fjölgað skyndilega. Nafnið er mjög nýlega komið í tísku. Enginn var svo skírður 1960, en tíu 1976 og 1982 og tólf 1985. ★ Hlymrekur handan kvað: Þetta er ljómandi land, sagði Jón, og við líkjumst því flestir í sjón með blágresið bliða og fjallkonu friða, þetta er ísland farsælda frón. Salómon sunnan svaraði: Hér sitjuni við Björgólfur bróðir og blásum í kulnaðar glóðir. Ekki farnast oss vel, því að frosin í hel er vor hagsældar hrlmhvíta móðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.