Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 55 KNATTSPYRNA ÚRSLIT UBK-KA 2:0 Sandgrasvöllur Breiðabliks í Kópavogi, Is- landsmótið 1 knattspyrnu — Samskipadeild- in — föstudaginn 31. maí 1991. Mörk UBK: Steindór Elíson (vsp. á 41., 74.). Gult spjald: Valur Valsson, UBK (85.). Dómari: Gylfi Orrason hafði góð tök á prúðmannlega leiknum leik. Áhorfendur: 411. Lið UBK: Eiríkur Þorvarðarson, Pavol Kretovic, Gústaf Ómarsson, Sigurður Viðis- son, Amar Grétarsson, Hilmar Sighvatsson, Valur Valsson, Ingvaldur Gústafsson, Grét- ar Steindórsson, Steindór Elíson, Rögnvald- ur Rögnvaidsson. Lið KA: Haukur Bragason, Steingrímur Birgisson, Halldór Halldórsson, Erlingur Kristjánsson, Einar Einarsson, Ormarr Örlygsson, Gauti Laxdal (Örn V. Árnason vm. á 78.), Hafsteinn Jakobsson, Svemir Sverrisson, Pavel Vandas, Páll Gíslason (Þórarinn V. Ámason vm. á 84.). KR-FH 0:0 KR-völlur, íslandsmótið í knattspymu. Samskipadeild - 1. deild, föstudaginn 31. maí 1991. Gul spjöld: Atli Eðvaldsson (82.), KR. Ólaf- ur Kristjánsson (90.), FH. Áhorfendur: Um 1.000. Dómari: Gísli Guðmundsson. Lið KR: Ólafur Gottskálksson, Sigurður Björgvinsson, Hilmar Bjömsson, (Bjarki Pétursson vm. á 76. mín.), Þormóður Egils- son, Atli Eðvaldsson, Rúnar Kristinsson, Gunnar Oddsson, Gunnar Skúlason, Ragnar Margeirsson, Heimir Guðjónsson, Pétur Pétursson, (Rafn Rafnsson vm. á 85. mín.). Lið FH: Stefán Amarson, Izudin Dervic, Guðmundur Valur Sigurðsson, Pálmi Jóns- son, Bjöm Jónsson, Guðmundur Hilmars- son, Þórhallur Víkingsson, Hallsteinn Am- arson, Hörður Magnússon, Andri Marteins- son, (Magnús Pálsson vm. á 64. mín.), Ólaf- ur Kristjánsson. ÍBV-Víðir 2:0 Hásteinsvöllur, föstudagur 31. maí 1991. Mörk ÍBV: Sigurlás Þorleifsson (16.), Leif- ur Geir Hafsteinsson (88.). Gul spjöld: Sigurður Ingason, Nökkvi Sveinsson, Jón Bragi Arnarsson, ÍBV. Vil- hjálmur Einarsson, Víði. Áhorfendur: 800. Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson, slakur. Lið ÍBV: Þorsteinn Gunnarsson, Heimir Hallgrímsson, Friðrik Sæbjörnsson, Sigurð- ur Ingason, Sigurlás Þorleifsson (Jón Birgir Arnarsson 88.), Nökkvi Sveinsson, Hlynur Stefánsson, Leifur Geir Hafsteinsson, Sindri grétarsson (Steingrímur Jóhannesson 75.), Arnljótur Davíðsson, Elías Friðriksson. Lið Víðis: Jón Örvar Arason, Ólafur Ró- bertsson (Björn Vilhelmsson 78.), Vilhjálm- ur Einarsson, Daníel Einarsson, Sævar leifs- son, Sigurður Magnússon, Klemenz Sæ- mundsson, Karl Finnbogason, Hlynur Jó- hannsson (Vilber Þorvaldsson 65.), Steinar Ingimundarson, Grétar Einarsson. Steindór Elíson og Rögnvaldur Rögnvalds- son, Breiðabliki. Hlynur Stefánsson, IBV. Rúnar Kristinsson og Þormóður Egilsson, KR. Stefán Arnarson og Guðmundur Hilm- arsson, FH. Grétar Steindórsson, Amar Grétarsson, Ingvaldur Gústafsson og Valur Valsson, Breiðabliki. Haukur Bragason og Sverrir Sverrisson, KA. Heimir Hallgrímsson, Arn- ljótur Davíðsson, Elías Friðriksson, Sindri Grétarsson, Nökkvi Sveinsson og Leifur Geir Hafsteinsson, ÍBV. Jón Örvar Arason, Daníel Einarsson, Grétar Einarsson, Steinar Ingimundarson og Sævar Leifsson, Víði. Pétur Pétursson, Gunnar Oddsson og Heim- ir Guðjónsson, KR. Pálmi Jónsson, Hörður Magnússon og Ólafur Kristjánsson, FH. Fj. leikja u J T Mörk Stig VALUR 2 2 0 0 4: 0 6 l'BV 2 2 0 0 5: 2 6 KR 2 1 1 0 4: 0 4 breiðablik 2 1 1 0 5: 3 4 VÍKINGUR 2 1 0 1 4: 3 3 STJARNAN 2 1 0 1 1: 3 3 FRAM 2 0 1 1 3: 4 1 FH 2 0 1 1 2: 4 1 KA 2 0 0 2 2: 5 0 VI'ÐIR 2 0 0 2 0: 6 0 FRJALSAR Telpnamet í spjótkasti Halldór Jónasdóttir, UMFB, setti nýtt telpnamet í spjót- kasti á Vormóti i Borgarnesi á mið- vikudagskvöldið. Halldóra kastaði spjótinu 38,92 m, en hún átti sjálf gamla metið - 37,78 m. „Alit gekk upp hjá okkurí' BREIÐABLIK fagnaði sigri í fyrsta leiknum á sandgrasvell- inum í Kópavogi, þegar það vann KA örugglega 2:0 í gær- kvöldi. Nýliðarnir minntu í mörgu á lið Breiðabliks í byrjun síðasta áratugar, voru léttleik- andi, samstilitir og ógnandi og höfðu gaman af því, sem þeir voru að gera. KA átti sér aldrei viðreisnar von og mátti þakka fyrir að tapa ekki með meiri mun. Mikill hraði var hjá báðum lið- um til að byija með, en fljót- lega tóku heimamenn völdin í sínar hendur. Þeir voru aðgangsharðir í sókninni, hugmynd- Steinþór aríkir og reyndu fyr- Guðbjartsson jr sér á ýmsan hátt, skrifar en ^kst samt' ekki að' skora fyrr en undir lok fyrri hálfleiks. En þar með var ísinn líka brotinn og eftir- leikurinn auðveldur — sigurinn aldrei í hættu en aðeins spurning hvað hann yrði stór. Liðsheild Breiðabliks var sam- stillt og samstíga, en það sem gerði gæfumuninn var að nýliðamir náðu fljótlega tökum á miðjunni, þar sem Arnar Grétarsson var potturinn og pannan í spilinu. Steindór Elíson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann var á ferðinni allan tímann, hafði vak- andi auga fyrir eyðum, skapaði mikinn usla og gerði bæði mörk Blikanna. Samvinna hans og Rögn- valdar Rögnvaldssonar var til fyrir- myndar og með sama áframhaldi eiga þeir eftir að reynast mörgum vörnum erfiðir. „Það gekk allt upp hjá okkur,“ sagði Rögnvaldur við Morgunblað- ið. Margir vildu eigna honum fyrra markið. „Ég fékk boltann inn fyrir, sparkaði með tánni og mér sýndist hann rúlla á milli varnarmanns og Steindórs, en ég er ekki viss hvort Steindór kom við hann. „Ég potaði Morgunblaðið/Bjarni Engin spurning! Steindór Elíson (nr. 2) kemur UBK á bragðið gegn KA. Steindór er markahæstur í 1. deild með fjögur mörk. í boltann en veit ekki hvort hann var kominn inn,“ sagði Steindór um atvikið. Hann var að vonum ánægð- ur með frammistöðu sína og liðs- ins. „Ég átti ekki von á því að skora svona í byrjun móts, en þetta er góður árangur hjá okkur það sem af er. Við höfum æft vel, erum agaðir og vörnin var betri hjá okk- ur núna en gegn Fram, en ég hefði viljað sjá fleiri mörk.“ Norðanmenn náðu sér aldrei á strik. Þeir léku sem ósamstilltir 11 einstaklingar og sérstaklega voru miðjumennirnir að Sverri Sverris- syni undanskildum úti á þekju. Vörnin var þung og sandgrasið átti greinilega ekki við Pavel Vandas í framlínunni, en KA getur þakkað Hauki Bragasyni, markverði, að tapið varð ekki stærra. „Menn eru ekki komnir í almenni- lega samæfingu,“ sagði Örmarr Örlygsson, þjálfari og leikmaður KA. „Við eigum að vera með spræka menn á miðjunni, en þeir bökkuðu of mikið. Við áttum að gera betur, en það er engin uppgjöf — aðeins tveir leikir búnir af 18. Það kemur leikur eftir þennan leik og það eiga fleiri í erfiðleikum en við.“ 1:0 Á 41. mínútu kom sending frá hægri inn fyrir vörn KA. Rögnvaldur Rögnvaldsson hitti boltann illa, sem fór í stöng, en þar var Steindór Elíson skrefmu á und- an varnarmanni og potaði bolt- anum í netið. 2:0 Á 74. mínútu fékk Steindór Elíson stungu inn fyrir vörn KA. Steingrímur Birgisson brá hon- um innan vítateigs og réttilega dæmd vítaspyrna, sem Steindór skoraði örugglega úr. Fimmtán mörk skoruð í fjórum leikjum í 2. deild Sigurmark á lokamínútunni EINAR Þór Daníelsson tryggði Grindavík öll þrjú stigin á Fylkisvellinum með marki á síðustu mínútu. Fylkir lék einum leikmanni færra í 70 mínútur eftir að Pétur Óskars- son fékk að sjá rauða spjaldið fyrir brot á Páli Bjömssyni, Páll var þá kom- inn einn innfyrir vörn Fylkis og Pétur reyndi tvívegis að hindra hann, fyrst með því að toga í peysu hans og síðan brá hann Páli aftan frá. Jón Sigur- jónsson dómari leiksins gaf Pétri rauða spjaldið. Gestirnir náðu ekki að nýta sér liðs- muninn, nokkuð dofnaði yfir leiknum og íátt gerðist markvert fyrr en síðasta stundarfjórðunginn. Árbæjarliðið náði þá góðum tökum á miðjunni og Finnur Kolbeinsson og Guðmundur Baldursson fengu tvö færi hvor til að gera út um leikinn. Fylkismark lá í loftinu en gest- irnir gerðu út um leikinn á lokaminú- tunni. Fyrirgjöf Hjálmars Hallgrímsson- ar hafnaði fyrir fótum Einars sem fékk góðan tíma tii að leggja boltann fyrir sig áður en hann skoraði með skoti af stuttu færi. Þórhallur Jóhannsson, Finnur Kol- beinsson og Örn Valdimarsson voru bestu leikmenn Fylkis. Lið Grindavíkur var jafnt og ætti að geta komið á óvart með baráttu. Maður leiksins: Finnur Kolbeinsson, Fylki. Stórsigur Skagamanna Skagamenn héldu uppteknum hætti og unnu stórsigur á ÍR 4:0 á Akranesi. Það var aðeins stór- leikur Þorfinns Hjaltasonar í marki ^■■■■1 ÍR sem kom í veg Sigþór fyrir að sigur heima- Eiríksson manna yrði enn skrifarfrá stærri. Hann hélt Akranesi markinu hreinu í fyrri hálfleik og sýnid þá oft glæsileg tilþrif. Um miðjan fyrri hálfleik björ- guðu ÍR-ingar tvívegis á línu með stuttu millibili. í fyrra skiptið frá Þórði Guðjónssyni og það síðara frá Ólafi Adólfssyni. Það voru ekki liðnar nema 45 sek. af síðari hálfleik er Skagmenn kom- ust yfir. Sigursteinn Gíslason skoraði þá af stuttu færi eftir sendingu frá Karli Þórðarsyni. Á 53. kom annað markið og var Sigursteinn aftur á ferðinni, kastaði sér fram og hamraði knöttinn í netið frá markteig eftir hornspyrnu. Arnar Gunnlaugsson bætti síðan tveimur mörkum við. Það fyrra gerði hann af stuttu færi eftir sendingu frá Þórði Guðjónssyni og það síðara með föstu skoti einnig eftir sendingu frá Þórði. Skamenn höfðu yfírburði lengst- um, en leikur þeirra datt niður á milli. Karl Þórðarson og Sigursteinn Gíslason voru bestu menn IA. Maður leiksins: Þorfinnur Hjaltason, ÍR. Góð stig IBK í slökum leik „ÉG er ánægður með stigin en ekki leik minna manna," sagði Kjartan Másson þjálfari Keflvíkinga eftir 2:1 sigur ÍBK á Þrótti. Kjartan Einarsson skoraði fyrst. úr aukaspyrnu af um 20 metra færi strax á 4. mínútu, boltinn breytti um stefnu af varnarveggn- mmHHI um. Annað mark SkúliUnnar ÍBK skoraði Óli Þór Sveinsson Magnússon á 7. skrifar mínútu. Guðmundur Erlingsson varði skot frá Kjartani en boltinn fór til Óla Þórs sem skoraði. 2:0 fyrir og ÍBK aðeins búið að fá eitt færi! Á 10. mínútu minnkaði Sigurður Hallvarðsson muninn eftir horn- spyrnu. Þróttur var sterkara liðið en tókst ekki að nýta sér það. Leikurinn var slakur og mjög grófur og komust leikmenn upp með allt of mikið. Hjá Þrótti var Haukur bestur. Theodór Jóhannsson stóð sig einnig ágætlega í vörninni. Hjá ÍBK voru Jakob Jónharðsson og Ingvar Guð- mundsson traustir í vörninni og Gestur Gylfason barðist vel. Maður leiksins: Haukur Magnússon, Þrótti. Sjö mörk í Hafnarfirði órsarar sóttu þrjú stig í Hafnarfjörðinn í gær- kvöldi, er þeir sigruðu Hauka 4:3. Liðin náðu bæði þokkalegum samleiksköflum, þó svo kappið hafi oft verið forsjánni meiri og leikurinn í heild rislár. En ekki vant- aði ijörið, mörkin urðu sjö og tæki- færin þar fyrir utan voru mörg. Sóknaraðgerðir beggja liða voru oft líflegar, en varnarlínurnar aftur á móti oft hálf slitróttar. Þórsarar fengu fleiri tækifæri en heimamenn og léku heldur öruggar saman, þó svo liðið hafi ekki virkað nógu sannfærandi — af liði að vera sem reiknað er með að verði í topp- baráttunni. Segja má að sigurinn hafi verið sanngjarn, en tæpur var hann. Haukar hefðu allt eins getað hirt eitt stig með smá heppni. Júlíus Tryggvason gerði falleg- asta mark leiksins. Beint úr auka- spyrnu af rúmlega 30 m færi — knötturinn söng efst í horninu. Frá- bært mark, breytti þá stöðunni í 4:2. Maður leiksins: Halldór Áskelsson, Þór. Frosti Eiðsson skrifar Skapti Hallgrimsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.