Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 Vi GEFÐU DOS TIL HJALPAR! A-laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum. ÞJOÐÞRIF w ISltKSm SjUU WLTAIBTOfNUM Dósakúlur um allan bæ. Afturvirkar vaxta- Sumarið er hjá okkur hækkanir eða breytilegir vextir KK SENDUM S8 Þ.ÞORGRIMSSON&CO Ármúla 29 • Reykjavík • sími 38640 keDVis' eftirGuðmund Hauksson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins 25. maí sl. er fjallað um ósann- girni afturvirkra stjórnvaldsákvarð- ana og er í því sambandi vitnað til nokkurra dæma úr fortíðinni. Efnislega er undirritaður Morg- unblaðinu sammála um óréttmæti afturvirkra stjórnvaldsákvarðana sem breyta einhliða gerðum samn- ingum án tillits til þess hvaða afleið- ingu það hefur í för með sér fyrir þá aðila, sem hlut eiga að máli. Um þetta höfum við því miður of mörg dæmi og þá sérstaklega í skattamálum. Höfundur tilvitnaðs Reykjavíkur- bréfs virðist hins vegar rugla saman hugtökum. Aftui’virkar vaxtahækk- anir annars vegar og breytilegir vextir skv. samkomulagi lánveit- anda og lántaka hins vegar eru ólík- ir hlutir. Af umfjöllun höfundar Reykjavíkurbréfs um ofangreind hugtök verður ekki séð að hann greini þar á milli. LJjósi þessa mis- skilnings kemst hann síðan að þeirri niðurstöðu að undirritaður sé stuðn- ingsmaður afturvirkra vaxtahækk- ana og vitnar þá í viðtal Morgun- blaðsins við mig 23. maí sl. í þessu viðtali vísa ég til aðstæðna í Bret- landi einfaldlega vegna þess að þar eru breytilegir vextir á húsnæðis- lánum og því um hliðstæðu að ræða við vaxtahækkun á lánum Bygging- arsjóðs ríkisins, sem ákveðin var fyrir skömmu. Hann kemst líka að þeirri niður- stöðu að það lánsform húsnæðis- lána sem byggist á breytilegum vöxtum hafi slíka ókosti að það beri fremur að byggja húsnæðislán á föstum vöxtum og er í því sam- bandi vitnað til Þýskalands og Sviss. Auðvitað má deila um kosti og galla lánasamninga sem byggjast á breytilegum vöxtum en það á einn- ig við séu fastir vextir notaðir. í tilvitnuðu Reykjavíkurbréfi var gerð grein fyrir ýmsum ókostum fyrir- komulags breytilegra vaxta en við höfum einnig fyrir okkur ýmis vandamál sem þær þjóðir hafa ratað í, sem byggja húsnæðislán sín á föstum vöxtum. Þannig hafa ein- staklingar og heimili flosnað upp eða lánastofnanir orðið gjaldþrota vegna þess að efnahagslegar að- stæður hafa breyst frá því sem menn ætluðu, þegar lán voru veitt til langs tíma og lánskjör fest. Það er hins vegar ekki ætlun mín að fjalla ítarlega um kosti eða galla fastra og breytilegra lána- samninga í þessari grein þótt slík umræða sé í sjálfu sér æskileg. Eg vona aðeins að í þjóðfélagsumræð- unni verði gerður skýr greinarmun- ur á hugtökunum aftur-virkir vextir sem byggjast á afturvirkum stjórn- valdsaðgerðum og breytilegir vext: ir, sem byggjast á samningum. í fyrra tilfellinu er verið að tala um aðgerðir sem kunna að ganga þvert werzalit- SÓLBEKKIR^ á gerða samninga en í seinna tilfell- inu breytingar sem beinlínis er gert ráð fyrir í samningum og endur- spegla þróun í efnahagsmálun þjóð- félagsins, sem leitt geta til hækkun- ar eða lækkunar vaxta. Höfundur er framkvæmdastjóri Kaupþings hf. Guðmundur Hauksson Velkomin íMörkina Hraustar og fallegar plöntur eru aðalsmerki okkar: Tré, runnar, fjölærar plöntur og sumarblóm í blómstrandi og spennandi úrvali Gerum ræktunarsamning við smærri og stærri aðila Sendum plöntur hvert á land sem er Veitum ráðgjöf um plöntuval » Gefum vandaðan garðræktarbækling með • plöntulista GRÓDRARSTÖÐIN STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 814288 (INNST f FOSSVOGI, EKIÐ FRÁ BÚSTAÐAVEG ) Hdl&NÚ AUGtVSINGASTOfA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.