Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 39
iÍÓRGUNBLAÐIÐ LAUGAlÍÓAÓlL’k l^ffitil'ttyí
39
Doktor í
plöntu-
vist-
fræði
ÁGÚST H. Bjarnason grasafræð-
ingur varði hinn 15. maí síðastlið-
inn doktorsritgerð við háskólann
í Uppsölum. Heiti ritgerðarinnar
er „Vegetation on lava fields in
the Hekla area, Iceland“, og er
hún gefin út í ritröðinni „Acta
phytogeographica Suecica“.
Andmælandi var Olov Gjærevoll,
fyrrum prófessor og ráðherra í
Noregi.
í ritgerðinni er fjallað um gróður
í sögulegum hraunum, sem runnið
hafa á Heklusvæðinu, hið elsta frá
1158 og hið yngsta frá 1980. Niður-
stöður gróðurgreininga úr hverju
einstöku hrauni voru flokkaðar eft-
ir tölvuforriti „Tabord“. Lýst er ell-
efu mismunandi gróðurfélögum,
sem síðan voru aðgreind í svo-
nefndu „CANOCO", (CCA) forriti,
þar sem tillit er tekið til ýmissa
þátta í umhverfi. í stuttu máli má
segja, að því eldri sem hraunin eru
þeim mun minni áhrif hefur aldur
þeirra á gerð gróðurfélaga. Önnur
atriði, eins og lega, hæð yfir sjó
og gjóskufall kunna að ráða meiru
þar um. Fjallað er um hvernig plönt-
ur nema land í nýrunnum hraunum
og myndun og framvindu mosa-
þembu. Sýnt er hvernig hrauna-
gambri (gamburmosi) tálmar út-
breiðslu annarra tegunda og er það
í fyrsta sinni, sem tálmun er lýst í
fyrsta stigs framvindu samkvæmt
fræðikenningu Connells og Slaty-
Dr. Ágúst H. Bjarnason.
ers. Þá er kafli um áhrif gjósku á
gróður. í ljós kom meðal annars,
að gjóskufall getur aukið hlut birk-
is í mosaþembu. Einnig er lítillega
vikið að gerð jarðvegs í hraunum
oggreint frá mælingu á lágviðri.
Agúst H. Bjarnason er fæddur
30. desember 1945 í Reykjavík,
sonur hjónanna Guðrúnar Jónsdótt-
ur Bjarnason og Hákonar Bjarna-
son, fyrrum skógræktarstjóra.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1966
og fil. kand prófí frá Uppsala há-
skóla 1969. Hann hóf athuganir á
gróðri í hraunum við Heklu árið
1970, sem hann hefur stundað
lengstum jafnframt kennsju í
Menntaskólanum við Sund. Ágúst
er kvæntur Solveigu Sveinsdóttur,
kennara, og eiga þau tvo syni.
Þ.ÞDRGRÍMSSON&CO
UU RUTLAND
UU ÞÉTTIEFNI
Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
TArf HASKOLANAM I
1 V1 KERFISFRÆÐI
Innritun stendur nú yfir í Tölvuháskóla VÍ
Markmið kerfisfræðinámsins er að gera nemendur hæfa til að vinna
við öll stig hugbúnaðargerðar, skipuleggja og annast tölvuvæðingu hjá
fyrirtækjum og sjá um kennslu og þjálfun starfsfólks.
Frá og með haustinu 1991 verður eingöngu tekið inn á haustin og leng-
ist námið frá því sem áður var í tveggja ára nám. Kennsla á haustönn
hefst mánudaginn 2. september nk.
Inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærileg menntun.
Eftirtaldar greinar verða kenndar auk raunhæfra verkefna í lok hverrar
annar:
Fyrsta önn: Þriðja önn:
Forritun í Pascal Gluggakerfi
Kerfisgreining og hönnun Kerfisforritun
Stýrikerfi
Fjárhagsbókhald
Önnur önn:
Fjölnotendaumhverfi
Gagnasafnsfræði
Gagnaskipan
Rekstrarbókhald
Umsóknarfrestur fyrir haustönn 1991 er til 28. júní, en umsóknir, sem
berast eftir þann tíma, verða afgreiddar eftir því sem pláss leyfir.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu Verzlunarskól-
ans frá kl. 08.00 til 16.00 og í síma 688400. Skólinn er lokaður í júlí.
TÖLVUHÁSKÓLI VÍ,
Ofanleiti 1, 103 Reykjavík.
Hlutbundin forritun
Fyrirlestrar um valin efni
Fjórða önn:
Staðbundin net
Tölvugrafík
Hugbúnaðargerð
WOODEX VIÐARVÖRN
FYRIR AUGAD-FYRIR VIDINN
WOODEX viðarvörnin frá Hygæa erfrábærlega endingargóð
og áferðarfalleg auk þess sem hún fellur vel að íslenskum
aðstæðum. Woodex fæst bæði sem grunn- og yfirborðsefni úr
acryl- eða olíuefnum.
WOODEX MULTITRÉGRUNNUR er vatnsblendin grunnviðar-
vörn á allt tréverk. Hann gengur vel inn í viðinn og eykur
stöðugleika hans og endingu.
WOODEX HYDRA er hálfþekjandi, vatnsblendin, lyktarlítil viðar-
vörn með Ijósþolnum litarefnum sem nota má úti sem inni.
WOODEX ACRYL er yfirborðsefni á allt tréverk. Það myndar
þunna en seiga og mjög veðrunarþolna húð. WOODEX ACRYL
þekur mjög vel og er létt að vinna með.
WOODEXINTRA smýgur djúpt í viðinn og veitir góða vörn
gegn fúa, sveppum og raka. Góð grunnvörn.
WOODEX ULTRA er lituð en gagnsæ viðaravörn úr olíuefnum
sem nota má innanhúss sem utan.
Fæst í flestum málninga- og byggingavöruverslunum um allt land.
• •
SKAGFJORÐ
Krisljón Ó . Skogfjörð hf. Umboðs- og heitdverslun
<