Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 56
XJöfðar til
X Xfólks í öllum
starfsgreinum!
LAUGARDAGUR 1. JUNI 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Verðlagsráð:
5,5% hækkun á 92
oktana bensíni
Á FUNDI verðlagsráðs í gær var
samþykkt að hækka verð á 92
oktana bensíni um 3 krónur
lítrann, eða um 5,5%, og tekur
hækkunin gildi í dag. Lítrinn
hækkar úr 54,40 krónum í 57,40.
Búist er við álíka mikilli hækkun
á verði 95 oktana og 98 oktana
bensíns i dag.
Að sögn Georgs Ólafssonar verð-
lagsstjóra renna 1,85 kr. af hækk-
uninni t.il ríkisins, en þar er um að
ræða 95 aura hækkun á bensín-
gjaldi, 60 aura virðisaukaskatt og
Vextir hækka í dag:
Islandsbanki
hækkar mest
VEXTIR skuldabréfaútlána
hækka í dag, mest hjá Islands-
banka, síðan hjá Landsbankan-
um, þá sparisjóðunum og minnst
hjá Búnaðarbankanum. Vextir á
óverðtryggðum skuldabréfaút-
lánum hækkuðu um 3,5% hjá ís-
landsbanka, 3,25% hjá Lands-
bankanum og 3% hjá Búnaðar-
bankanum og sparisjóðunum.
Vaxtahækkanirnar voru til-
kynntar í gær og taka gildi í dag.
Kjörvextir almennra skulda-
bréfaútlána hækkuðu um- 3,2%,
samkvæmt yfirliti Seðlabanka ís-
lands, ogeru nú að meðaltali 17,1%,
hæstir hjá Landsbankanum. Kjör-
vextir vísitölubundinna útlána
hækkuðu að meðaltali um 1,8% og
eru nú 8,3%. Forvextir víxla hækk-
uðu um 3%. Þeir eru nú að meðal-
tali 18,3%, hæstir í Landsbanka og
íslandsbanka 18,5%, í sparisjóðun-
um 18,25 ogí Búnaðarbanka 18%.
Innlánsvextir hækka minna en
útlánsvextir og einnig nokkuð mis-
munandi eftir lánsformum og bönk-
um.
Sjá fréttir og viðtöl á miðopnu.
30 aura vegna hækkunar á tollum.
Ekki er um neina hækkun á álagn-
ingu olíufélaganna að ræða.
Bjarni Snæbjörn Jónsson, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs Skelj-
ungs hf., segir 1,15 krónur af
hækkuninni, sem ekki renna beint
til ríkisins, einkum skýrast af hækk-
andi verði dollarans og margfeldis-
áhrifum þess, nú sé dollarinn um
10% hærri gagnvart krónunni held-
ur en hann var síðast þegar bensín-
verð var ákveðið. Bensínverð á
heimsmarkaði er um þessar mundir
svipað og það birgðaverð, sem verð-
lagning hér er miðuð við, en á þess-
um árstíma má búast við einhveij-
um hækkunum erlendis vegna vax-
andi eftirspurnar.
Olíufélögin ákveða sjálf verð á
98 oktana súperbensíni og 95 okt-
ana blýlausu bensíni. Ekki hafði í
gærkvöldi verið endanlega ákveðið
verð á þeim tegundum, en búist við
að það hækkaði álíka mikið og 92
oktana bensín og á sama tíma, það
er þegar bensínstöðvar verða opn-
aðar í dag.
Alþingi í einni málstofu
Alþingi íslendinga var sameinað í einni málstofu í gær eftir að hafa verið skipt í deildir í 116 ár. Löggjaf-
arþing Islendinga hefur ekki áður starfað í einni málstofu. Salóme Þorkelsdóttir var kjörin forseti Alþingis,
en hún var forseti sameinaðs þings fyrir breytinguna. Eftir að nefndir höfðu kosið sér formenn og varafor-
menn, las Davíð Oddsson forsætisráðherra upp forsetabréf um að Alþingi væri frestað til loka september-
mánaðar og var fundi slitið og þingmenn héldu heim. Þó er möguleiki að Alþingi verði kallað saman í sumar
ef tilefni gefst til, til dæmis í tengslum við samninga um Evrópska efnahagssvæðið.
Sjá frásögn af síðasta þingdegi á bls. 24.
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra:
Stórfellt tap á bönkunum
vegna rangra ákvarðana
Bankarnir reyna að fela ákvörðun um að auka vaxtamun aftur
FRIÐRIK Sophusson fjármála-
ráðherra segir að ákvörðun við-
skiptabankanna um að auka
vaxtamun nú við vaxtabreyting-
ar í dag, þann 1. júní, hafi ekk-
ert með þá vaxtabreytingu að
gera sem orðið hefur upp á
síðkastið, „heldur vegna þess að
ég vissi að sumir bankanna höfðu
verið reknir með stórfelldu tapi
vegna rangra ákvarðana fyrr á
þessu ári og ég þóttist sjá það,
að þeir myndu reyna að fela
ákvarðanir um að auka vaxta-
mun á nýjan leik, þar til næsta
tækifæri gæfist“, sagði fjármála-
ráðherra í samtali við Morgun-
blaðið í gær þegar leitað var álits
hans á vaxtahækkunum við-
skiptabankanna sem taka gildi i
dag.
„Það má vel vera að vaxtabreyt-
ingin hjá bönkunum nú sé eðlileg,
en það að taka nú ákvörðun um
að breikka bilið á milli innláns- og
útlánsvaxta, til þess að ná inn meiri
rekstrartekjum fyrir bankana, hef-
ur ekkert með þá vaxtabreytingu
að gera sem orðið hefur upp á
síðkastið,“ sagði Friðrik. Fjármála-
ráðherra sagði að aukning á vaxta-
mun nú, hjá viðskiptabönkunum
væri af eldri toga spunnin, sem
• •
Ollum starfsmönnum Alafoss
hf. sagt upp störfum í gær
ÖLLU starfsfólki Álafoss hf. var sagt upp störfum í gær, samtals
um 360 manns, en ástæður uppsagnanna eru þær að framtíð fyrir-
tækisins er ekki nægjanlega tryggð. Vonast er til að hægt verði
að endurráða starfsfólk aftur í þessum mánuði, en sú von byggist
á því að unnt verði að afskrifa skuldir fyrirtækisins. Rætt hefur
verið við aðila sem hagsmuna eiga að gæta, bændur, starfsfólk og
sveitarfélög, en fyrirtækið rekur starfsemi sína í þremur sveitarfé-
lögum, á Ákureyri, í Mosfellsbæ og í Hveragerði. Einkum hefur
verið rætt við forráðamenn Akureyrarbæjar, sem tekið hafa já-
kvætt í að koma til móts við fyrirtækið verði skuldir þess afskrifað-
ar.
Ólafur Ólafsson forstjóri Álafoss
sagði að menn teldu sig hafa náð
miklum árangri í rekstri fyrirtækis-
ins, tap þess hefði verið lækkað
verulega á milli ára, eða úr 610
milljónum króna fyrir afskriftir
árið 1989 í 140 milljónir á síðasta
ári. „Þetta.þykir okkur umtalsvert,
en allt kemur fyrir ekki því skulda-
staða fyrirtækisins er alvarleg, eig-
ið fé er neikvætt um 600 milljónir
króna. En við höfum fengið góðan
vilja allra aðila um að skoða mál-
efni fyrirtækisins," sagði Ólafur.
Hann sagði að málið hefði verið
kynnt hagsmunaaðilum, bændum,
sveitarfélögum og starfsmönnum.
Rætt hefur verið við forsvars-
menn Akureyrarbæjar og sagði
Ólafur viðbrögð þeirra jákvæð
varðandi það að koma til móts við
félagið eftir að búið væri að gera
það aðgengilegra, þ.e. að afskrifa
skuldir. Hvað afskriftir skulda
varðaði sagði Ólafur að sá mögu-
leiki væri ekki útilokaður.
Rekstur fyrirtækisins gengur
betur en oft áður nú og verkefna-
staða þess er mjög góð.
Kristín Hjálmarsdóttir formaður
Iðju, félags verksmiðjufóks á Akur-
eyri sagði að gærdagurinn hefið
verið svartur, því auk þeirra starfs-
manna sem sagt var upp störfum
hjá Álafossi hf. var starfsmönnum
fóðui'verksmiðjunnar ístess einnig
sagt upp störfum í gær, en hluti
þeirra eru félagsmenn í Iðju. „Eg
efast um að jafnmörgum hafi verið
sagt upp störfum á öllu landinu í
einu fyrirtæki," sagði Kristín. Fram
kom í uppsagnarbréfi til starfsfólks
Álafoss að vonast væri til að unnt
yrði að endurráða það í næsta
mánuði.
Kristín sagði að afleiðingar upp-
sagnanna hefðu áhrif víða, því litl-
ar saumastofur víða um land hefðu
haft verkefni hjá Álafossi. „Þetta
teygir anga sína víða,“ sagði
Kristín. „Auðvitað koma svona
uppsagnir alltaf sem reiðarslag, þó
við höfum lengið búið við ákveðinn
ótta um að svona gæti farið, en
þetta verður alltaf högg. Einkum
þegar á sama tíma er verið að segja
upp starfsfólki hjá ístess, en þar
starfar okkar fólk líka. Þetta hrun
í iðnaðinum virðist engan enda
ætla að taka og ef allt fer á versta
veg sitjum við kannski uppi með
félag án félagsmanna.“
bankarnir yrðu að útskýra nánar.
Þegar Friðrik Sophusson kynnti
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í
vaxtamálum, vaxtahækkanir á
spariskfrteinum ríkissjóðs og vaxta-
hækkanir í húsnæðiskerfmu, varaði
hann sérstaklega við þeirri hættu
sem væri á því að viðskiptabankarn-
ir myndu í kjölfar þeirra ráðstafana
nota tækifærið og auka vaxtamun.
Blaðamaður Morgunblaðsins spurði
ijármálaráðherra hvort ekki væri
nú komið á daginn að ótti hans
hefði átt við rök að styðjast: „Ég
varaði við því, vegna þess að ég
vissi að sumir bankanna höfðu ver-
ið reknir með stórfelldu tapi vegna
rangra ákvarðana fyrr á þessu ári
og ég þóttist sjá það, að þeir myndu
reyna að fela ákvarðanir um að
auka vaxtamun á nýjan leik, þar
til næsta tækifæri gæfist. Þess
vegna tel ég að það sé skylda bank-
anna að skýra út hver sé munurinn
á vaxtabreytingu sem er afleiðing
af almennri vaxtabreytingu annars
vegar og hins vegar á þeim vaxta-
mun sem þeir eru nú að sækja sér
til viðbótar við þann mun sem þeir
höfðu áður,“ sagði Friðrik Sophus-
son fjármálaráðherra.
Mjólkurvör-
ur hækka
SEXMANNANEFND hefur
ákveðið 3,14% hækkun á grund-
vallarverði mjólkur til bænda.
Niðurgreiðslur verða auknar á
móti og hækkar því verð á mjólkur-
vörum um 1,5-2,5% í dag.
Beiðni vinnslustöðvanna um
hækkun var felld í fimmmannanefnd
og réð atkvæði oddamanns úrslitum.
I gær hafði ekki verið reiknað út
verð á einstökum mjólkurvörum.