Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 25 Austurland: Komið verði á orkubúi Á ráðstefnu um byggðamál og orkumál á Austurlandi, sem haldin var nýlega á Egilsstöðum var sam- þykkt ályktun, þar sem hvatt var til þess að komið yrði á lögform- legu heimastjórnarvaldi á svæðum landshlutasamtaka sveitarfélaga. Jafnframt var hvatt til þess að einokun Landsvirkjunar á virkjun fallvatna yrði afnumin og stofnað „Orkubú Austurlands" í eign sveitarfélaga í kjördæminu og rík- issjóðs. Að ráðstefnunni stóðu Samband sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi, Byggðahreyfingin Útvörður, Atvinnuþróunarfélag Austurlands, Búnaðarfélag Austurlands og Fram- farafélag Fljótsdalshéraðs. Fram- söguerihdi þar fluttu Sigurður Helg- ason, fyrrverandi sýslumaður, Finn- bogi Jónsson, framkvæmdastjóri, Hörður Þórhallsson, fyrrverandi sveitarstjóri, Bragi Árnason, prófess- or við Háskóla Islands og Theodór Blöndal, framkvæmdastjóri. í ályktun ráðstefnunnar sagði meðal annars, að vinna bæri að því að koma á lögformlegu heimastjórn- arvaldi með markaða tekjustofna, sem kosið yrði til með beinni kosn- ingu á svæðum landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þá segir að ekki verði lengur vikist undan því að lækka og jafna orkuverð í landinu, bæði til einstaklinga og atvinnulífsins. Nauð- synlegt sé að stórum innlendum ork- unotendum verði sköpuð tækifæri til sérsamninga við orkusölufyrirtæki. Vænleg leið að þessu marki sé að afnema einokun Landsvirkjunar á virkjunarrétti íslenskra fallvatna. Hvatt er til þess að sett verði á stofn „Orkubú Austfjarða“, sem verði sam- eignarfyrirtæki sveitarfélaga á Aust- urlandi og ríkissjóðs. Rafn Eiríksson Skaftfellingabúð: Sýning á verkum Rafns Eiríkssonar RAFN Eiríksson opnar málverkasýningu í Skaftfellingabúð að Laugavegi 178, 4. hæð á morgun, sunnudaginn 2. júní klukkan 14. Á sýningunni er 60 verk sem öll eru unnin með akrýllitum. Þetta er fimmta einkasýning Rafns. Hann sækir viðfangsefni sín fyrst og fremst til landsins og langmest til Skaftafellsýslu. Sýning- in stendur til 9. júní. Rafn sagði í samtali við Morg- unblaðið að málverkin væru frá þessi og síðasta ári, aðeins örfá þeirra væru eldri. Aðspurður sagðist hann að mestu vera sjálf- menntaður í myndlist. Hann hefði sem ungur maður verið tvö ár í Myndlista- og handíðaskólanum en síðan tekið kennarapróf og verið skólastjóri í 37 ár. Hann hafi eiginlega ekkert málað fyrr en árunum 1983 og 1984 þegar hann fékk tíma til að sinna þessu hugðarefni sínu. Málaralistin hafi blundað með honum og það hafi verið góðir vinir sem hafí hvatt hann til að byija að mála á ný. Sýningin verður opin á morgun sunnudag til klukkan 21. Mánu- dag til föstudag verður hún opin daglega frá klukkan 14-18 og laugardag og sunnudag frá klukk- an 14-19. Sj ómannadags- blaðið komið út SJÓMANNADAGSBLAÐ Sjó- mannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði er komið út. Það er um 130 síður að stærð og er í því fjöldi greina og viðtala. Rit- stjóri er Ásgeir Jakobsson, rit- höfundur. I ávarpsorðum sínum segir rit- stjórinn meðal annars svo: „Það hefur lengi verið á döfinni að færa Sjómannadagsblaðið til þeirrar átt- ar að geyma þar sögulegt efni, svo sem ágrip af sögu útvegsbæja og verstöðva og sjómannslíf liðins tíma. En jafnframt þessu sé fjallað í blaðinu um þau mál sjómanna og útvegmanna, sem mest eru til um- ræðu þetta árið eða hitt, og þá meginmál eða grundvallarmál. í þeim sviptingum sem eru í þjóðfé- lagsgerðinni er nauðsynlegt, að sjó- menn og útvegsmenn faíli ekki sundraðir í þeirri baráttu að halda hlut sjávarútvegsins í þjóðfélag- inu.“ Meðal efnis í blaðinu nú má nefna Punkta úr reykvískri útgerðarsögu frá árabátum til togaraldar, viðtöl við málsmetandi menn í sjávarút- vegi, frásögn af Sjómannafélagi Reykjavíkur í tilefni 75 ára afmæl- is þess, gamlar sögur og farmanna- þátt. Morgunblaðið/Rúnar B. Óiafsson Flugleiðir leigja Boeing 737-300 Flugleiðir hafa tekið á leigu Boeing 737-300 flugvél í íjóra mánuði og kom vélin til landsins sl. föstudag. Hún verður í Evrópuflugi Flugleiða, bæði í áætlunarflugi og sólarflugi. Flugvélin er eign danska flugfélagsins Maersk Air. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070 GERIÐ GÓÐ KAUPI AFSrÓS1R Allar afskomar rósir á TILB Aðeins kr. stk. kr. stk Vefð499ö-5ökívsík. á meðan birgðir endast. ,4 ^ Mikil uppskera - lítið verð TILBOÐ Stór flauelsblóm í potti MMMUQ O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.