Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 31
I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 31 • • Ollu sterfs- fólki ístess hefur ver- ið sagt upp störfum STARFSFÓLKI ístess hf. var sagt upp störfum í gær, 17 manns, en áður hafði tveimur verið sagt upp störfum, þannig að alls hefur 19 verið sagt upp störfum. Uppsagnir starfsfólks- ins koma í kjölfar uppsagnar T. Skretting as. í Noregi á sam- starfssamningi milli fyrirtækj- anna, en fyrirtækið hefur stofn- að eigið fyrirtæki í Færeyjum til að selja þar sínar vörur. Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri sagði að stjórnar- fundur yrði um málið hjá T. Skretting ytra á þriðjudag í næstu viku og fengju þeir hjá Istess að vita niðurstöðu þess fundar á mið- vikudag, 5. júní. „Við eigum ekki von á að þeir breyti sínum áætlunum, en það getum við auðvitað ekki afgreitt fyrirfram," sagði Guðmundur. ístessmenn bíða eftir niðurstöðu stjórnarfundar, en náist ekki samningar við Norðmenn um áframhald á samstarfi telja menn tvær leiðir í stöðunni, annars veg- ar að leggja fyrirtækið niður, eða endurreisa það undir nýju nafni. Samkvæmt leyfis- og söiusamn- ingi við norska fyrirtækið er ístess óheimilt að framleiða eða selja fiskfóður næstu þijú ár eftir að samningum hefur verið sagt upp. . - •- , ■' -- Morgunblaðið/Rúnar I»ór Þrír nemar útskrifast frá Myndlistarskólanum á Akureyri í vor, Guðrún H. Bjarnadóttir, Gunnlaug Ósk Sigurðardóttir og Gígja Þórarinsdóttir, en þær ásamt fleiri nemum skólans undirbjuggu hina árlegu vorsýningu sem haldin verður um helgina. Vorsýning Myndlistarskólans: Myndlistin g’erir líf manns fyllra - segja útskriftarnemarnir Guðrún, Gunnlaug og Gígja HIN árlega vorsýning nemenda Myndlistarskólans á Akureyri verð- ur um helgina, en á henni verður afrakstur vetrarstarfsins sýndur og skipta verkin hundruðum, en um 220 nemendur voru í Skólanum í vetur, ýmist á námskeiðum eða í dagskóla. Dagskólinn skiptist í fornáms- deild, sem er eins árs nám og málunardeild sem er þriggja ára nám, en til að hefja nám í for- námsdeild þurfa umsækjendur að senda inn tilskilinn Ijölda eigin myndverka og hljóta staðfestingu inntökunefndar. Tilgangur deild- arinnar er að veita nemendum alhliða undirbúningsmenntun í myndlistum, en þar fer fram list- rænn og tæknilegur undirbúning- ur fyrir nám í sérnámsdeildum Myndlistarskólans á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. í málunardeild fá nemendur þjálfun í hefðbundnum greinum þar sem áhersla er lögð á listræna og tæknilega ögun. Á almennum námskeiðum skól- ans, sem bæði eru fyrir börn og fullorðna, er leitast við að glæða áhuga þátttakenda á myndlist og örva sköpunargleði þeirra á mark- vissan hátt. A meðal námskeiða má nefna byggingalist, teikningu, módel- og málunarnámskeið, skrift og grafík. Þrír nemendur útskrifast frá skólanum í vor, Guðrún H. Bjarnadóttir, Gunnlaug Ósk Sig- urðardóttir og Gígja Þórarinsdótt- ir. Þær ásamt fleiri nemendum voru önnum kafnar við að hengja upp verkin fyrir sýninguna í gær þegar Morgunblaðsmenn litu inn í Myndlistarskólann. Þær kváðust vera ánægðar með námið í skólan- um. „Það veitir manni meiri ánægju í lífinu að læra eitthvað á þessu sviði í stað þess að gutla við myndlist heima og vera óán- ægður með árangurinn. I mynd- list fær maður ákveðna útrás fyr- ir sköpunargáfuna og hún er eitt þeirra atriða sem gerir líf manns fyllra,“ sögðu þær stöllur. Vorsýning Myndlistarskólans verður opin á morgun, laugardag, og á sunnudag frá kl. 14 til 22 báða dagana. Skuldir á hvern íbúa Akureyr- ar hafa vaxið verulega sl. tíu ár Fjárhag’urinn þó traustur ef undan er skildar miklar skuldir Hitaveitu Akureyrar SKULDIR á hvern íbúa Akureyrarbæjar hafa vaxið verulega á síð- ustu tíu árum, eða um 94 þúsund krónur á hvern íbúa á tímabilinu frá 1981 til 1991. Skuldir hvers íbúa hafa hækkað um 29 þúsund hjá bæjarsjóði, 20 þúsund hjá framkvæmdasjóði, og um 45 þúsund krónur hjá Hitaveitu Akureyrar. Fjárhagur Akureyrarbæjar er þó traustur ef frá eru taldar miklar skuldir hitaveitu. Þetta kemur fram í greinargerð Arnars Árnasonar endurskoðanda Akureyrarbæjar um þróun fjárhagsstöðu og rekstrar bæjarins á tíu ára tímabili, 1981 til 1991, sem lögð var fram á fundi bæjarráðs í fyrradag, en greinargerðin verður til umræðu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Hvað bæjarsjóð varðar kemur að fjármagna hluta framkvæmda fram að tekjur hans hækka jafnt og þétt til ársins 1988, en falla síð- an á síðustu tveimur árum. Tekjur á íbúa hafa hækkað úr 85 þúsund krónum í 93 þúsund á tímabilinu. Fjárfestingar bæjarsjóðs eru miklar á þessu tímabili, eða rúmir tveir milijarðar króna. Fram kemur í greinargerðinni að öll árin utan eitt, 1988, sé heildarniðurstaða neikvæð þannig að taka hafí þurft lán til og til greiðslu afborgana langtíma- lána. Þetta leiði til þess að peninga- leg staða versni, og sé nú ríflega átta sinnum lakari en í upphafi tímabilsins. Heildarskuldir bæjarins eru nú 966 milljónir króna, en voru 284 milljónir í árslok 1981. I greinargerðinni segir að innan við tvö ár tæki að koma peninga- stöðu bæjarins í núll yrðu engar Félagasamtök - fyrirtæki Til sölu er 3}a herb. raðhúsaíbúÓ við Furulund á Akureyri. Ibúóin er á jarðhæð. Stærð 50 fm. Laus strax. Hentug eign fyrir fólagasamtök. Upplýsingar gefur Eignakjör, Akureyri, símar 26441 og 1 1444. framkvæmdir hjá bæjarsjóði. Sé mið tekið af viðmiðunum fjár- málaráðuneytis og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga voru nettó- skuldir bæjarsjóðs 35% af sam- eiginlegum tekjum í árslok 1990. Veltufjárstaða sjóðsins hefur verið viðunandi eftir 1987 og hefur batnað verulega frá árinu 1989. í greinargerðinni er einnig yfirlit um fjárhagsstöðu fram- kvæmdasjóðs, lífeyrissjóðs, Krossaness, hafnarsjóðs og veit- ustofnana, vatns-, hita- og raf- veitu. Raf- og vatnsveita eru vel stæðar, en öðru máli gegnir um Hitaveitu Akureyrar, en staða hennar er neikvæð um rúma þijá. milljarða og eru skuldir hvers íbúa vegna veitunnar 230 þúsund krónur. Fram kemur að af nei- kvæðri peningalegri stöðu bæjar- félagsins í árslök 1990 um 3,5 milljarða eru 92,6% vegna hita- veitunnar. Sigurður J. Sigurðsson form- aður bæjarráðs sagði að skulda- staða bæjarins væri komin að þeim punkti að nauðsynlegt væri að auka þær ekki, mikilvægt væri að á næstu árum væru ætl- aðir peningar til að lækka skuld- ir. Þess væri. þó að geta að vaxta- byrði af lánum væri ekki rnikil þar sem stór hluti hennar væri til kominn vegna bygginga í félags- lega kerfinu. Þá sagði hann að veru- legar fjárhæðir hefðu verið notaðar til að styrkja atvinnulífið á svæðinu og það hefði að sjálfsögðu áhrif á eigna- og skuldastöðu bæjarins. Svæðisútvarpið á Akureyri: Norðlending- ar ánægðir með dagskrá og útsend- ingartíma NORÐLENDINGAR eru án- ægðir með dagskrá og útsend- ingartíma svæðisútvarpsins á Akureyri, en 33-35% þeirra hlusta á útsendingar þess, sem er meiri hlustun en áður hefur mælst. Þetta kemur fram í ítar- legri könnun sem Gallup á ís- landi gerði á notkun íbúa á Norðurlandi og viðhorfi þeirra til þjónustu svæðisútvarps Rík- isútvarpsins á Akureyri, en könnunin var gerð í aprílbyrjun. Meginniðurstöður könnunarinn- ar eru þær að 33-35 af hundraði Norðlendinga hlustuðu á útsend- ingar svæðisútvai-psins þá daga sem könnunin var gerð og 78-86% höfðu hlustað á svæðisútvarpið á síðustu 12 mánuðum. Þetta er meiri hlustun á svæðisútvarpið en áður hefur mælst. í heild eru Norðlendingar án- ægðir með dagskrá og útsending- artíma svæðisútvarpsins, þrír fjórðu hlustenda eru ánægðir, einn tíundi óánægður og tveir þriðju þeirra vilja óbreyttan útsending- artíma. Svæðisútvarpið sendir út efni á morgnana, eftir fréttir kl. 8 og síðan að lokinni þjóðarsál að kveldi og fram til kl. 19. Fimmt- ungur hlustenda á Norðurlandi vestra og fjórðungur á Norður- landi eystra vilja lengri dagskrá, en flestir þeirra vilja að útsending- ar hefjist, fyrr á kvöidin. „Þetta eru ánægjulegar niður- stöður og sýna að þrátt fyrir allt virðast hlustendur ekki hafa tekið því illa að útsendingartíminn var styttur og megináherslan lögð á fréttir. Það virðist höfða vel til hlustenda, samkvæmt þessari könnun og það kemur líka fram að þessi hlustun er sú mesta sem svæðisútvarpið hefur fengið. Fáir eða engir dagskrárliðir hafa mælst með svo mikla hlustun að undan- skildum aðalfréttum útvarps, þannig að ekki er annað hægt en að fagna þessari niðurstöðu," sagði Erna Indriðadóttir deildar- stjóri. Leitað var til 700 manna í Norð- urlandi vestra og 850 á Norður- landi eystra, á aldrinum 18-75 ára, en 490 svöruðu í fyrrnefnda kjördæminu og 586 i hinu síðar- nefnda. Fánar verða dregnir að húni og blómsveigur lagður að minnisvarða týndra og drukknaðra sjómanna kl. 8 að morgni sjómannadags, en messa verður í Akureyrarkirkju kl. 11 þar sem sjómenn aðstoða, en prestar verða sr. Birgir Snæbjörns- son og sr. Gunnlaugur Garðarsson. Dagskrá hefst síðan við Sundlaug Akureyrar kl. 13.30 á sunnudag, þar sem Lúðrasveit Akureyrar leikur, flutt verða ávörp fulltrúa útgerðar og sjómanna, sjómenn verða Hátíðarhöld á sjó- mannadaginn HÁTÍÐARHÖLD vegna sjómannadagsins hefjast á Akureyri á morgun, laugardaginn 1. júní, með kappróðri. Róið verður frá Torfunefs- bryggju og þátt taka sveitir skipshafna, kvenna og fyrirtækja, en róður- inn hefst kl. 13.30. Síðar um daginn, eða kl. 15.30 keppa sjómenn í knattspyrnu á Menntaskólavelli. heiðraðir og keppt verður í stakka- og björgunarsundi auk þess sem farið verður í koddaslag. Sjómannadansleikur yerður í íþróttahöllinni á sunnudagskvöld, þar sem hljómsveitin Stjómin sér um ijörið, en veislústjóri er Jakob Frímann Magnússon. Miðar á dans- leikinn verða seldir hjá Sjómannafé- lagi Eyjaíjarðar í Skipagötu 14 í dag, föstudag, og á morgun, laugar- dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.