Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 1. JÚNÍ 1991
SICUNCASKOUNN
HRAÐNAMSKEIÐ
TIL 30 TONNA
RÉTTINDA
hefst 10. júní
(einnar viku
námskeið).
Kenntverður
alla daga
kl. 8- 17 og
nokkurkvöld
að auki.
Próf sunnudaginn 16. júní.
Öll kennslugögn fáanleg í
skólanum.
SIGLINGANÁMSKEIÐ
Á SKÓLASKÚTU
Nánast fullbókað á
kvöldnámskeiðin.
Dagnámskeið (ein vika í
senn)ennþá fáanleg.
Skráning í símum
985-3 32 32, 68 98 85 og
3 1092
VfSA
SICUNCASKOLINN
- meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA.
Uppsagnir í Þjóðleik-
húsinu og starfs-
öryggi listamanna
eftirSigurð
Karlsson
Mikið fjaðrafok hefur orðið vegna *
þeirrar ákvörðunar nýráðins Þjóð-
leikhússtjóra, Stefáns Baldursson-
ar, að gera breytingar á starfsliði
Þjóðleikhússins og segja nokkrum
leikurum og leikstjórum upp föstu
starfi við leikhúsið. Meðal annars
birtist nýlega í Morgunblaðinu ótrú-
leg ritsmíð eftir Ornólf Árnason,
rithöfund, þar sem hann reynir að
níða Stefán — og eiginkonu hans —
með því að líkja aðgerðum hans við
athæfi eins frægasta manndrápara
leikbókmenntanna, Makbeð, í sam-
nefndu leikriti Shakespeares.
Rithöfundurinn virðist hvorki
hafa lesið eða skilið Makbeð mjög
vel né heldur skilið hvað um er að
vera í Þjóðleikhúsinu. Annars hefði
honum mátt vera ljóst að Stefán
Baldursson og Makbeð eiga fátt
annað sameiginlegt en að báðir eru
giftir menn og eiga það reyndar
sameiginlegt með fjölda annarra —
þar á meðal Örnólfi Árnasyni.
Ritverk þetta er með þeim ólík-
indum að það hlýtur að verða lengi
í minnum haft höfundi sínum til
minnkunar og mun ég ekki leggja
mig niður við að ræða það frekar
enda hljóta slík skrif að dæma sig
sjálf.
í öllum þeim umræðum sem fram
hafa farið um uppsagnir Þjóðleik-
hússtjóra, bæði manna á meðal og
í íjölmiðlum, hefur verið þyrlað upp
slíku moldviðri að menn virðist
löngu hættir að sjá kjarna málsins.
Fjölmiðlar hafa blásið upp
ágreining um lagatúlkún varðandi
það hvenær nýr Þjóðleikhússtjóri
getur farið að láta til sín taka við
stjórnun leikhússins. Það er hins
vegar formsatriði sem ekki mun
skipta máli þegar upp verður staðið.
Menn geta líka deilt um það hvort
rétt hafi verið að segja upp öllum
í einu eða hvort betra hefði verið
að dreifa því yfir lengri tíma og
endalaust er hægt að deila um það
hvort rétt hafi verið að segja upp
þessum en ekki hinum og hvort
núverandi og verðandi Þjóðleikhús-
stjórar hefðu átt að standa að mál-
inu svona eða hinsegin.
Sömuleiðis má líka deila um það,
ef menn hafa ekki þarfara að fást
við, hvort leikhússtjóra eða öðrum
stjórnendum eigi að líðast að ráða
til starfa maka sína eða kaupa af
þeim verk og hvort Þjóðleikhús-
stjóri sé þar að hygla konu sinni á
óeðlilegan hátt. En þá má líka velta
fyrir sér hvort það sé ekki fremur
eiginkonan sem er að hygla eigin-
manninum með því að láta hans
leikhús hafa forgang þegar fleiri
eru um boðið. Allt eru þetta þó
aukatriði og munu að lokum ekki
skipta máli hvort sem menn ræða
þau lengur eða skemur.
Um hitt væri full þörf að ræða
hvort og þá eftir hve langa þjón-
ustu við leikhús listamaður ætti að
geta treyst því að honum verði ekki
sagt upp starfi að því tilskildu að
hann standist þær kröfur sem gerð-
ar eru til hans. Mörgum finnst að
þegar listamaður hefur ejrtt stórum
hluta starfsævi sinnai' í þjónustu
við leikhús eigi hann að hafa ein-
hvetja tryggingu fyrir því að honum
verði ekki sagt upp starfi þegar nýr
leikhússtjóri kemur til starfa, tíma-
bundið eins og eðli þess starfs er
samkvæmt lögum.
Eins mætti ræða hvort það er
hagkvæmt eða listrænt skynsam-
legt fyrir leikhús að hafa leikstjóra
fastráðna til langs tíma með tilliti
til þess hversu áhrifamikið og mót-
andi það starf getur verið í leikhús-
inu. Ymsum þykir jafn nauðsynlegt
að setja að takmarka slíkar fast-
ráðningar eins og að takmarka
ráðningartíma leikhússtjóra.
Sömuleiðis gæti verið gagnlegt
að ræða hvort ekki þarf að breyta
þeim lögum sem meina verðandi
leikhússtjóra að fara með starfs-
mahnahald í leikhúsinu þegar hann
kemur til starfa og hefst handa við
að undirbúa sitt fyrsta starfsár. Sú
spurning gæti t.d. vaknað hvort
honum sé þá ekki heimilit að ráða
að vori þá listamenn sem eiga að
taka þátt í fyrsta verkefni haustsins
og gæti fráfarandi leikhússtjóri
neitað að skrifa undir ráðningu
þeirra. Hver hefur t.d. ráðið þá lista-
HVAMMSVIK
OPNUM I DAG!
Hvammsvík í Kjós er
útivistarsvæði opið öllum,
alla daga vikunnar.
spennandi útivistarsvæði
Hvammsvík í Kjós er útivistarparadís
aðeins um 50 kílómetra frá Reykjavík. Þar
geta allir fundið sér eitthvað til dundurs á
góðum degi. Auk náttúrufegurðar og
heilnæmrar útivistar er í Hvammsvík boðið
upp á golf, stangveiði og hestaferðir.
Golfvöllurinn er níu holu völlur. Þar er
árlega haldin meistarkeppni byrjenda.
í Hvammsvík er hægt að renna fyrir
silung. Veiðitími er frá kl. 8:00 - 14:00 og
15:00 - 21:00.
Hestaleigan býður bæði stuttar og langar
ferðir um gullfallegt nágrenni
Hvammsvíkur, allt eftir óskum hvers og
eins.
Tjaldstæðin í Hvammsvík eru öllum opin.
Hvammsvík í Kjós er tilvalinn kostur
fyrir fjölskyldur, starfsmannafélög og aðra
hópa. Stærri hópar geta pantað heilan eða
hálfan dag.
Munið bara að panta tímanlega í
síma 91 - 67 70 23.