Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991
JAtbu iiL hjblaíkautc^j icm erótbómn
blö'jru Scm beJzur cuf manni fia.UJÁ."
Þegar þú ert búinn að af-
greiða innbrotsþjófinn,
komdu við í ísskápnum í
bakaleiðinni
Ég veit það er erfitt að
hætta reykingunum. En
þarftu að tyggja þesa
garðslöngu í margar vik-
ur?
Þessir hringdu . .
Athyglisverð hugmynd
Matmaður hringdi:
„Fyrir skömmu birtist athyglis-
verð grein í Veivakanda þar sem
þeirri hugmynd var kastað fram
að selastofninn hér við land yrði
nýttur til manneldis og þannig
væri hægt að fá ódýrt úrvalskjöt,
villibráð. Mér vitanlega er selkjöt
hvergi fáanlegt hér á Fróni og
hef ég aðeins smakkað það erlend-
is, þ. e. í Noregi. Þetta er vissu-
lega úrvalskjöt sé það rétt matre-
itt. Hvet ég veitingamenn og
kokka þessa lands til að taka þetta
mál til athugunar. Einnig kjöt-
kaupmenn, því nóg er af selnum."
Góð þjónusta
Kona hringdi:
„Ég vil þakka fyrir góða þjón-
ustu sem ég hef jafnan fengið í
Hagkaupum í Kringlunni. Þrátt
fyrir það að oftast sé mikið að
gera er starfsfólkið alúðlegt og
gefur sér tíma til að sinna við-
skiptavinunum. Ég versla oft
þarna og vil þakka fyrir þá góðu
þjónustu sem ég hef fengið."
Köttur
Svartur höngi er í óskilum.
Hann er ungur síamsblendingur
og fannst á hraki fyrir um það
bil viku við Seilugranda. Eigandi
hafi samband sem fyrst í síma
76206.
Kettlingur
Sjö vikna svartur. kassavandur
fresskettlingur fæst gefins. Upp-
lýsingar í síma 52943.
Kettlingar
Tveir tíu vikna kassavandir
kettlingar, fress og læða, fást
gefins. Þau eru svört og hvít.
Upplýsingar í síma 624802.
Hjól
Grænt Eurostar hjól fannst í
garði við Sæviðarsundi og var því
komið til lögreglunnar.
Alltaf á tali
Andrés Ólafsson hringdi:
„Mikil aðsókn hefur verið að
Söngvaseið hjá Þjóðieikhúsinu og
hef ég verið að reyna að fá miða.
Það er hins vegar mjög óþægilegt
að ekki virðist mögulegt að ná
sambandi í síma Þjóðieikhúsins
því þar er alltaf á tali. Vil ég
mælast til þess að Þjóðleikhúsið
bæti þessa þjónustu því hún er
afar þýingarmikil."
Köttur
Köttur tapaðist frá Ásgarði 6
í Garðabæ og er hann með háls-
band með merkisspjaldi sem á er
ritað nafn og símanúmer. Vinsam-
iegast hringið í síma 52458 ef
hann hefur einhvers staðar komið
fram.
Hjól
Nýlegt DBS 18 gíra fjallahjól
var tekið við Hagamel 21 hinn
13. maí. Hjólið er hvítt og fjólu-
blátt. Vinsamlegast hringið í síma
625512 ef það hefur fundist.
Peningaveski
Grátt peningaveski tapaðist
fyrir skömmu, líklega á horni
Frakkastígs og Lindargötu.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að koma því til lögreglunnar.
Kettlingar
Þrír kettlingar fást gefins. Upp-
lýsingar í síma 28192.
Hjól
Appelsínugult Muddy fox hjól
var tekið 20. maí við Ljósaland
13. Finnandi er vinsamlegast beð-
inn að hringja í síma 30788.
Köttur í óskilum
Hvítur og gulbröndóttur full-
vaxinn högni með gráa ól en
ómerktur að öðru leyti fannst fyr-
ir nokkru á flækingi við Grettis-
götu. Upplýsingar í síma 17823.
Kettlingar
Sex kettlingar, þrír tíu vikna
og þrír sex vikna, fást gefins.
Upplýsingar í síma 44245.
FÓRNFÝSI
Ég var ein af stórum hópi lasna
fólksins sem dvaldi sér til hressing-
ar á Náttúrulækningahælinu í
Hveragerði síðustu vikurnar sem
Björn heitinn Jónsson yfirlæknir
starfaði þar. Hann var þá orðinn
svo veikur að hann staulaðist á
milli læknastofu og íbúðar sinnar,
slík var fórnfýsi hans mannkærleik-
ur. Hann fór þaðan beint í Lands-
spítalann þar sem hann lést nokkr-
um vikum síðar. Honum fylgdu
margar hlýjar og þakklátar hugsan-
ir fólksins yfir landamæri lífs og
dauða. í ljósi þessara minninga óska
ég Jakobi Úlfarssyni lækni gæfu
og gengis í starfi.
Vigdís Bjarnadóttir
Kannski ekki
með allri
velvild
Ég sá það í blaði um daginn að
verið var að tíunda allar eignir sam-
eignarfélagsins Grundar í
Reykjavík og kannski ekki með allri
velvild. En látum svo vera. En það
var aftur á móti lítið sagt frá því
starfí sem látið var í té til að hlúa
þannig að öldruðu fólki og oft að
því sem átti ekki í önnur hús að
venda og þegar hugarfarið á bak
við þessi skrif eru oftast ekki kristi-
leg verður að virða margt til vor-
kunnar.
En stærstu eigninni gleymdu
skriffinnarnir og þeirri sem erfitt
er að meta, en það er hjartað sem
á bak við slær og hugarorkan sem
öllu þessu hefir komið til leiðar. Það
er ekki hægt að taka mynd af slíkri
stóreign en hún er skráð á mörg
þakklát hjörtu.
Árni Helgason,
Stykkishólmi.
HÖGNI HREKKVÍSI
„ Vbrt'ekki /ME'p þess/ oNDANeieöGD,
veippu &A&A AIÓSINA."
Víkveiji skrifar
Síðustu daga hefur staðið yfir
samfelld uppskeruhátíð skól-
anna í landinu; lokatónleikar,
myndlistasýningar, danssýningar,
leikrit, ýmiss konar sýningar og
dagskrár. Víkveiji fylgdist með
dagskrá um umhverfismál í Foss-
vogsskóla og skoðaði sýningu nem-
enda um sama efni. Gat hann ekki
annað en dáðst að ótrúlegri elju og
dugnaði nemenda og kennara. Á
sýningunni mátti sjá og skilja, að
ítarleg umfjöllun hefur verið í skól-
anum um málefni umhverfisvernd-
ar. Umgengni við landið skipar þar
öndvegi, en einnig vakti athygli
risastór hvalur, sem hékk í loftinu
og var hann þannig útbúinn að
hlusta mátti ,á hin einkennilegu
hvalahljóð. Vakti skepnan mikla
áthygli yngstu gestanna, sem mörg
hver voru sannfærð um að þetta
væri alvöru hvalur. Af textum mátti
ráða að nemendur voru síður en svo
sannfærðir um ágæti hvalveiða
okkar Islendinga. Oneitanlega setja
þær blett á annars hreina ímynd
Islands í umhverfismálum, hvað
sem öðru líður. Sýning nemendanna
bar einnig vitni um mikinn frumleik
og leikgleði, sem ánægjulegt var
að verða vitni að. Kennurum skól-
ans hefur greinilega tekist einstak-
lega vel að virkja sköpunargáfu
nemendanna og eiga hrós skilið
fyrir það.
xxx
Víkverji fylgdist einnig með
danssýningu eins af dansskól-
um borgarinnar í Háskólabíói, þar
sem gríðarlegur fjöldi nemenda
sýndi afrakstur af erfiði vetrarins.
Otrúlegur fjöldi unglinga er í alls
kyns listnámi um alla borg samhliða
grunnskóla- og framhaldsskóla-
námi sínu. Slíkt nám er oft á tíðum
mjög krefjandi og tekur nær allar
tómstundir nemendanna. Mikill tími
fer í ferðir milli skóla og það getur
verið erfitt að fá hlutina til að ganga
upp ef viðkomandi nemandi er svo
óheppinn að búa í hverfi þar sem
ekki er einsetinn skóli, eða þar sem
strætóferðir eru strjálar. Víkveiji
hefur látið sér detta í hug, að með
auknu frelsi í rekstri grunnskóla,
sem vænta má að ný ríkisstjórn
beiti sér fyrir, verði starfræktir
grunnskólar, sem sérhæfi sig í ein-
hvers konar listnámi samhliða al-
menna náminu. Þá gætu börn og
unglingar valið sér grunnskóla með
tilliti til þess hvort þau ætla einnig
að stunda listnám. Það myndi skapa
meiri festu í öllu námi þeirra, auk
þess sem það skapaði forsendur
fyrir faglegri samkeppni skólanna,
sem ekki er vanþörf á. Sumum er
illa við að heyra minnst á sam-
keppni í þessu sambandi, en allt
eins gætum við talað um metnað,
ef menn skilja þannig betur hvað
við er átt. Til þess að skólakerfið
standist ítrustu kröfur verður að
koma til meiri faglegur metnaður
kennara, nemenda og stjórnenda.
Slíkan metnað sjáum við helst í því
skólastarfi, sem rekið er utan við
almenna skólakerfið; í myndalista-
skólum, dansskólum, tónlistaskól-
um og öðrum sérskólum, en sem
betur fer er honum einnig sums
staðar fyrir að fara í almenna skóla-
kerfinu, eins og í Fossvogsskóla,
þar sem skólastjóri og kennarar eru
óragir við nýjungar og tilraunir.