Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARBAGURr 1. JÚNÍ'1991 35 V estmannaeyjar: Guðgeir með málverkasýningu Vestmannaeyjum. Vindáslilíð. Sumarstarf KFUK SUMARSTARF KFUK í Vindáshlíð liefst sunnudaginn 2. júní nk. með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð sem hefst kl. 14.00. Prestur 'verður sr. Einar Sigurbjörnsson. Að guðsþjónustu lokinni verður kaffisala. GUÐGEIR Matthíasson, listmál- ari og sjómaður, opnaði mál- verkasýningu í Akógeshúsinu í Eyjum í gærkvöldi. Á sýning- unni er 31 mynd og stendur hún fram á mánudagskvöld. Guðgeir er sjálfmenntaður í list- inni og byijaði ekki að mála fyrr en árið 1977, þá kominn á fertugs- aldur. Guðgeir stundar listmálun- ina í frístundum en hann er sjó- maður að atvinnu. Hann sækir viðfangsefni sitt víða. Náttúran, Vestmannaeyjar, mannlífið, gömlu húsin og svö er pólitíkin aldrei langt undan í myndum hans. „Ég eyði nánast öllum frítíma mínum í að mála því þegar maður einu sinni byijar að mála verður það baktería sem ekki er hægt að losna við,“ segir Guðgeir. „Sýning- in núna er bæði mild og hörð og ég er viss um að myndirnar vekja upp margar spurningar. Myndirn- ar eru mitt hljóðfæri og á þær spila ég mínar sinfóníur um lífið og tilveruna." Sýningin er 7. einkasýning Guð- geirs en auk þess hefur hann tek- ið þátt í 5 samsýningum. Á sýning- unni eru 11 olíumálverk og 20 akrýlmyndir. Sýning Guðgeirs verður opin alla helgina klukkan 2-22 en henni lýkur klukkan 19 á mánudag. Grímur Sumarstarf KFUK hefur rekið sumarbúðir í Vindáshlíð í rúm fjöru- tíu ár og á hverju ári dvelja þar um 550 telpur. Þar eru bæði barna- og unglingafiokkar og kvennadagar í lok sumars. Fyrsti flokkurinn fer að þessu sinni upp í Vindáshlíð miðvikudaginn 5. júní. Á sunnudag- inn eru allir hjartanlega velkomnir í Vindáshlíð. (Frcttatilkynning) Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Guðgeir Matthíasson, sjómaður og listmálari, við eitt verka sinna. RABALGÍ YSINGAR TILKYNNINGAR Veitingarekstur Lítill veitinga- og gistihúsarekstur óskast til kaups. Gisting æskileg en ekki aðalatriði. Tilboð skilist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 10. júní merkt: „Sumarsólstöður - 8866“. TIL SÖLU Flatningsvél Baader 440 Til sölu er Baader 440 flatningsvél ásamt hausara og vinnslulínu. Vélin er í toppstandi og lítur út sem ný. Hagstæð greiðslukjör. Upplýsingar í símum 91-629292, 91-31877 og 91-653360. Hópferðabíll 45 sæta hópferðabíll til sölu. Upplýsingar í símum 666433 og 985-21008. Sumarhús- heilsárshús 52 fm á bakka Skorradalsvatns í birkiskógi á sléttu landi. 60 fm verönd. Dýrðlegt útsýni. Til sölu fokhelt og frágengið utan. Húsið er til sýnis hugsanlegum kaupendum laugardag og sunnudag og er nr. 24 í landi Dagverðarness. Upplýsingar virka daga, á kvöldin, í síma 31863. F í I. A (i S S T A R F Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló heldur lokafund mánudaginn 3. júní kl. 20.30 í Ásgarði vegna fundar Landssambands sjálfstæðiskvenna, sem haldinn verður föstudaginn 7. til sunnudagsins 9. júní í Vestmannaeyjum. Lokaundirbúningur. Mætum vel. Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló. FÉIAGSLÍF FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533 Laugardagur 1. júní kl. 13 Fjölskylduferð á Selatanga Selatangar eru kjörinn staður fyrir fjölskyldur með börn. Spennandi sand- og hraunfjara. Merkar minjar um útræði fyrri tíma. Fiskabyrgi, verbúðarrústir, refagildrur, draugar (Tanga- Tommi), sérstæðar hraunmynd- anir. Fjörubál. Spennandi ferð fyrir fólk á öllum aldri. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin (stansað á Kópavogs- hálsi, Hafnarfirði v. kirkjug.). Munið gönguferð um gosbeltið 5. ferð á sunnudaginn kl. 13. Allir velkomnir. Ferðafélag Islands, félag fyrir þig. r UTIVIST 'ÓHNNI I • IEYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVAK114601 Sunnudagur, 2. júní Póstgangan, 11. ferð Kl. 10.30: Selvogur - Þorláks- höfn: Gengið verður frá Nesi I Selvogi eftir gamalli þjóðleið með ströndinni til Þorlákshafn- ar. Þetta er mjög skemmtileg leið sem fáir hafa gengið. Póst- húsið í Þorlákshöfn verður opn- að og göngukortin stimpluð þar. Kl. 13.00: Þorlákshöfn - Flesjar - Hlein: Róleg ganga um skemmtilegt svæði. Tilvalin fjöl- skylduferð. Frítt fyrir 15 ára og yngri i fylgd fullorðinna. Munið ferð í Núpstaðarskóga 14.-17. júní: Núpstaðarskógar eru ósnortin náttúruvin i hliðum Eystrafjalls vestan Skeiðarárjök- uls, friðsæl náttúruperla sem fáir þekkja. Sjáumst. Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Sunnudagur 2. júní kl. 13.00 5. ferð í raðgöngu Ferða- félagsins um gosbeltið Gullbringa - Vatnshlíðar- horn Gengið verður sunnan Kleifar- vatns allt að Gullbringu (308 m). Rétt hjá Gullbringu er hellir um 170 m langur. Stutt ganga er yfir Hvammahraun og þá verður gengið upp á brún Lönguhliðar austan Kleifarvatns og er þaðan gott útsýni. Siðan verður gengið niður hjá Lambhagatjörn og er þá stutt að akveginum við Vatns- hlíðarhorn. Brottför er frá Umferðarmiö- stöðinni, austanmegin. Farmið- ar við bíl. Ferðafélag islands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11. Barna- gæsla. Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Ludvig Karlsen. At- hugið breyttan samkomutíma. Miðvikudagur: Bibliulestur kl. 20.30. Föstudagur: Æskulýðssamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænastund kl. 20.30. ifffi SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma í kvöld kl, 20.30 á Háaleitisbraut 58. Ræðumenn: Vilborg Jóhannes- dóttir og Baldvin Steindórsson. Allir velkomnir. Sunnudaginn 2. júní nk. bjóða Hótel Loftleiðir og Flugleiðir enn eina nýjung- ina fyrir þá, sem vilja eiga eftirminnileg- an sunnudag, því nú gefst tækifæri til að fara í útsýnisflug kl. 15.00 í 35 mínút- ur. Að loknu útsýnisflugi er boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð í Lóninu á Hótel Loftleiðum. Flug og kaffi á aðeins kr. 3.950r * Hálft verð fyrir börn yngri en 12 ára. Miðasala og borðapantanir eru á Hótel Loftleiðum á sunnudag. Vm$> mðmm !<c. J/J JOr FLUGLEIÐIR INNANLANDSFLUG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.