Morgunblaðið - 01.06.1991, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARBAGURr 1. JÚNÍ'1991
35
V estmannaeyjar:
Guðgeir með málverkasýningu
Vestmannaeyjum.
Vindáslilíð.
Sumarstarf KFUK
SUMARSTARF KFUK í Vindáshlíð liefst sunnudaginn 2. júní nk.
með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð sem hefst kl. 14.00.
Prestur 'verður sr. Einar Sigurbjörnsson. Að guðsþjónustu lokinni
verður kaffisala.
GUÐGEIR Matthíasson, listmál-
ari og sjómaður, opnaði mál-
verkasýningu í Akógeshúsinu í
Eyjum í gærkvöldi. Á sýning-
unni er 31 mynd og stendur hún
fram á mánudagskvöld.
Guðgeir er sjálfmenntaður í list-
inni og byijaði ekki að mála fyrr
en árið 1977, þá kominn á fertugs-
aldur. Guðgeir stundar listmálun-
ina í frístundum en hann er sjó-
maður að atvinnu. Hann sækir
viðfangsefni sitt víða. Náttúran,
Vestmannaeyjar, mannlífið, gömlu
húsin og svö er pólitíkin aldrei
langt undan í myndum hans.
„Ég eyði nánast öllum frítíma
mínum í að mála því þegar maður
einu sinni byijar að mála verður
það baktería sem ekki er hægt að
losna við,“ segir Guðgeir. „Sýning-
in núna er bæði mild og hörð og
ég er viss um að myndirnar vekja
upp margar spurningar. Myndirn-
ar eru mitt hljóðfæri og á þær
spila ég mínar sinfóníur um lífið
og tilveruna."
Sýningin er 7. einkasýning Guð-
geirs en auk þess hefur hann tek-
ið þátt í 5 samsýningum. Á sýning-
unni eru 11 olíumálverk og 20
akrýlmyndir. Sýning Guðgeirs
verður opin alla helgina klukkan
2-22 en henni lýkur klukkan 19 á
mánudag. Grímur
Sumarstarf KFUK hefur rekið
sumarbúðir í Vindáshlíð í rúm fjöru-
tíu ár og á hverju ári dvelja þar
um 550 telpur. Þar eru bæði barna-
og unglingafiokkar og kvennadagar
í lok sumars. Fyrsti flokkurinn fer
að þessu sinni upp í Vindáshlíð
miðvikudaginn 5. júní. Á sunnudag-
inn eru allir hjartanlega velkomnir
í Vindáshlíð. (Frcttatilkynning)
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Guðgeir Matthíasson, sjómaður og listmálari, við eitt verka sinna.
RABALGÍ YSINGAR
TILKYNNINGAR
Veitingarekstur
Lítill veitinga- og gistihúsarekstur óskast til
kaups. Gisting æskileg en ekki aðalatriði.
Tilboð skilist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir
10. júní merkt: „Sumarsólstöður - 8866“.
TIL SÖLU
Flatningsvél Baader 440
Til sölu er Baader 440 flatningsvél ásamt
hausara og vinnslulínu. Vélin er í toppstandi
og lítur út sem ný. Hagstæð greiðslukjör.
Upplýsingar í símum 91-629292, 91-31877
og 91-653360.
Hópferðabíll
45 sæta hópferðabíll til sölu.
Upplýsingar í símum 666433 og 985-21008.
Sumarhús-
heilsárshús
52 fm
á bakka Skorradalsvatns í birkiskógi á sléttu
landi. 60 fm verönd. Dýrðlegt útsýni. Til sölu
fokhelt og frágengið utan. Húsið er til sýnis
hugsanlegum kaupendum laugardag og
sunnudag og er nr. 24 í landi Dagverðarness.
Upplýsingar virka daga, á kvöldin, í síma
31863.
F í I. A (i S S T A R F
Sjálfstæðiskvennafélagið
Eygló
heldur lokafund mánudaginn 3. júní kl. 20.30 í Ásgarði vegna fundar
Landssambands sjálfstæðiskvenna, sem haldinn verður föstudaginn
7. til sunnudagsins 9. júní í Vestmannaeyjum. Lokaundirbúningur.
Mætum vel.
Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló.
FÉIAGSLÍF
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533
Laugardagur 1. júní kl. 13
Fjölskylduferð
á Selatanga
Selatangar eru kjörinn staður
fyrir fjölskyldur með börn.
Spennandi sand- og hraunfjara.
Merkar minjar um útræði fyrri
tíma. Fiskabyrgi, verbúðarrústir,
refagildrur, draugar (Tanga-
Tommi), sérstæðar hraunmynd-
anir. Fjörubál. Spennandi ferð
fyrir fólk á öllum aldri. Brottför
frá Umferðarmiðstöðinni, aust-
anmegin (stansað á Kópavogs-
hálsi, Hafnarfirði v. kirkjug.).
Munið gönguferð um gosbeltið
5. ferð á sunnudaginn kl. 13.
Allir velkomnir.
Ferðafélag Islands,
félag fyrir þig.
r
UTIVIST
'ÓHNNI I • IEYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVAK114601
Sunnudagur, 2. júní
Póstgangan, 11. ferð
Kl. 10.30: Selvogur - Þorláks-
höfn: Gengið verður frá Nesi I
Selvogi eftir gamalli þjóðleið
með ströndinni til Þorlákshafn-
ar. Þetta er mjög skemmtileg
leið sem fáir hafa gengið. Póst-
húsið í Þorlákshöfn verður opn-
að og göngukortin stimpluð þar.
Kl. 13.00: Þorlákshöfn - Flesjar
- Hlein: Róleg ganga um
skemmtilegt svæði. Tilvalin fjöl-
skylduferð. Frítt fyrir 15 ára og
yngri i fylgd fullorðinna.
Munið ferð í Núpstaðarskóga
14.-17. júní: Núpstaðarskógar
eru ósnortin náttúruvin i hliðum
Eystrafjalls vestan Skeiðarárjök-
uls, friðsæl náttúruperla sem
fáir þekkja.
Sjáumst.
Útivist.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Sunnudagur 2. júní
kl. 13.00
5. ferð í raðgöngu Ferða-
félagsins um gosbeltið
Gullbringa - Vatnshlíðar-
horn
Gengið verður sunnan Kleifar-
vatns allt að Gullbringu (308 m).
Rétt hjá Gullbringu er hellir um
170 m langur. Stutt ganga er
yfir Hvammahraun og þá verður
gengið upp á brún Lönguhliðar
austan Kleifarvatns og er þaðan
gott útsýni. Siðan verður gengið
niður hjá Lambhagatjörn og er
þá stutt að akveginum við Vatns-
hlíðarhorn.
Brottför er frá Umferðarmiö-
stöðinni, austanmegin. Farmið-
ar við bíl.
Ferðafélag islands.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bænastund í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar
framundan:
Sunnudagur:
Brauðsbrotning kl. 11. Barna-
gæsla. Almenn samkoma kl. 20.
Ræðumaður Ludvig Karlsen. At-
hugið breyttan samkomutíma.
Miðvikudagur:
Bibliulestur kl. 20.30.
Föstudagur:
Æskulýðssamkoma kl. 20.30.
Laugardagur:
Bænastund kl. 20.30.
ifffi SAMBAND ÍSLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssamkoma í kvöld kl,
20.30 á Háaleitisbraut 58.
Ræðumenn: Vilborg Jóhannes-
dóttir og Baldvin Steindórsson.
Allir velkomnir.
Sunnudaginn 2. júní nk. bjóða Hótel
Loftleiðir og Flugleiðir enn eina nýjung-
ina fyrir þá, sem vilja eiga eftirminnileg-
an sunnudag, því nú gefst tækifæri til
að fara í útsýnisflug kl. 15.00 í 35 mínút-
ur. Að loknu útsýnisflugi er boðið upp
á glæsilegt kaffihlaðborð í Lóninu á
Hótel Loftleiðum. Flug og kaffi á aðeins
kr. 3.950r
* Hálft verð fyrir börn yngri en 12 ára.
Miðasala og borðapantanir eru á Hótel
Loftleiðum á sunnudag.
Vm$> mðmm
!<c. J/J JOr
FLUGLEIÐIR
INNANLANDSFLUG