Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 37
MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR L JÚNÍ 1991 37 að tala um forsetafrúna, sem er sjálf fulltrúi miðstjórnar flokksins í Kvennanefndinni). Síðan velur flokksdeild viðkomandi stofnunar eða skóla þá félaga, sem passa best til að vera virkir félagar i Kvennanefndinni eða í öðrum fé- lagasamtökum. „Virkir félagar" eru til nefndir. Það er ekki hægt að verða félagi án meðmæla Flokks- ins. En ef einhver djörf kona stofn- aði óopinber kvennasamtök, hvern- ig gæti hún farið til útlanda á veg- um ríkisins? Og hver borgar fyrir þessar ferðir? Getið nú! Hinsvegar er því miður ekki leng- ur í tísku að kenna marxisma-lenín- isma í Flokksskólanum. Þeim fjölg- ar óðum sem reyna að skipta um pólitískan lit. Og þú ákvaðst að taka að þér kvennamálin og kynna þér, eins og þú sagðir, stöðu kvenna á Vesturlöndum. I þetta skipti varst þú ekki hrædd við að kynnast er- lendum konum, og jafnvel fara heim til þeirra, enda ertu núna með leyfi: frá verkalýðsfélaginu, flokksdeild- inni í Flokksskólanum og deildar- stjóranum þar, þú hefur uppáskrift frá miðstjórn flokksins og síðast en ekki síst, frá KGB. Þú kynntir þig hér sem doktor í vísindum, en minntist ekki á vísindagreinina, marxisma-lenínisma. Þú sagðist eiga tvö börn og vera tvígift (nei, systir! Fjórgift ertu!) og væri seinni maðurinn þinn þriðja barnið þitt. Þegar þú sást, að ég gerði engar tilraunir til að koma upp um þig, róaðist þú algjörlega og fórst að tala eins og í gamla daga: Manstu, hvað þú varðst afbrýðisöm, þegar ég bauð manninum þínum heim? Við megum ekki vera afbrýðisam- ar. Við konur verðum að sjá um karlmennina (skál fyrir konum!). Af hvetju ertu svona illa klædd? Getur ekki maðurinn þinn keypt handa þér kápu? — Ég skildi hana eftir í bílnum, — gat ég ekki stillt mig um að svara. Þá var einsog þú kæmist í vont skap og tækir þá ákvörðun að slá mig niður í einu höggi: — Ég frétti, að þú hefðir komið til Islands í sérstökum til- gangi. — Hvernig þá? — spurði ég skilningssljó. — Nú, í sérstökum tilgangi — endurtókst þú og leist á viðstadda íslenska systur þýðingar- miklu augnaráði. — Þekkirðu ekki séra R.? — spurði íslenska systirin alvitra. — Jú, ég þekki hann, en þú? íslenska systirin roðnaði og sagði ekki meira. Takk, systir! Næst þegar þú vilt bera út sögur um mig skaltu spyrja mig fýrst, ég er nú ekki langt undan. En það hlýtur líka að vekja athygli að ekki skuli gert ráð fyrir því, að konur frá Sovétríkjunum geti komið til íslands í þeim tilgangi að læra eða vinna, eða bara að gamni sínu, til að skoða heiminn. Nei, íslenska systir, þú verður að fara til Sovétríkjanna og kynn- ast venjulegum konum, sem standa í biðröðum eftir mat, en kaupa hann ekki í Flokksskólanum, konum sem eru kannski of þreyttar til þess að hugsa um að stofna flokk. Svo er líka annað: þær vilja kannski standa að hlutunum í samvinnu við bræður sína, karlmennina, og ætla sér ekki að verða sjálfstæðar konur, heldur sjálfstætt fólk. Og ég stend með þeim! En þær geta því miður ekki komið í heimsókn til íslands, ekki einu sinni í „sérstökum tilgangi“, ekki einu sinni þótt þær kynntust séra R., af því að þær eru ekki „virkir félagar" eins og Tatjana. Óg þegar þú, Tatjana, kemur til Moskvu, verður þú að skrifa skýrslu um okkur allar, bæði íslenskar og rússneskar systur. Annars verða þér allar leiðir lokaðar í framtíðinni þegar þú færð löngun til að bæta við þekkingu þína á högum vestur- landakvenna. Ég er alveg að drep- ast úr forvitni: hvað ætlarðu að skrifa um mig? Kannski það, að haustið 1983 hafi ég reynt að troða sænskum kvennjósnara inn á heim- ili þitt, en þér tekist að koma í veg fyrir það? Þrátt fyrir allt varð ég mjög glöð þegar ég sá þig, Tatjana. Nú getur þú nefnilega ekki sagt við mig leng- ur: — Ég skal eyðileggja allt fyrir þér! Systir góð! Flugvélabensín í Borgames Vaxandi áhugi á flugi Borgarnesi. BÚIÐ er að setja upp tank fyrir flugvélabensín frá Shell á Kára- staðaflugvöll sem er ofan við Borgarnes. Það eru meðlimir Flugklúbbsins Kára í Borgarnesi sem gangast fyr- ir uppbyggingu Kárastaðaflugvall- ar og eru þeir meðái annars langt komnir með að reisa flugskýli við flugvöllinn sem rúmar vel sex flug- vélar. Vaxandi áhugi á flugi er í Bor- gafnesi. í flugklúbbnum eru yfir 20 félagar og í dag eru fjórar flug- vélar í eigu meðlima flugklúbbsins og tvær þeirra gerðar út frá Borgar- nesi. Aðspurðir sögðu félagar í flug- klúbbnum að það yrði algjör bylting að fá bensíndælu á flugvöllinn. Áður hefðu þeir þurft að fljúga upp á Stóra-Kroppsflugvöll eða til Reykjavíkur til að ná í bensín á flug- vélarnar. Að sögn forsvarsmanna flugklúbbsins er biýnt að áfram verði unnið að uppbyggingu Kára- staðaflugvallar svo hann uppfyllti kröfur flugmálastjórnar, en til þess þarf að breikka hann töluvert frá því sem nú er. TKÞ. Morgunblaðið/Theodór Fyrsta flugvélin tekur bensín á Kárastaðaflugvelli. Ábyrgðin er líkaþín Spilliefni sem mega alls ekki fara f sorptunnuna eöa holræsið ■ Úrgangur meö kvikasilfri Listinn er ekki tæmandi. > Sýrur, lútur • Lífræn leysiefni s.s. bensfn, terpentfna og aceton ■ Lyf og tómar umbúöir undan hættulegum efnum, úöa- brúsar, þrýsti- kútar, asbest o.fl. • Efni meö flúor, klór, joöi og brennisteini ■ Lffræn spilliefni s.s. málning, asfalt, Iffrænar sýrur, framköll- unarvökvi, feiti, iitarefni, Ifm, sápuefni o.fl. ■ Olfuefni, olfu- mengaöur jarö- vegur, tvistur og sag • Dýra- og plöntu- eitur og umbúöir undan eitri Á hverjum degi notum viö efni - spilliefni - sem ógna heilsu okkar og umhverfi ef ranglega er meö þau farið. Þau líta flest sakleysislega út en þurfa í raun sérstaka meðhöndlun og eyðingu. Spilliefni mega ekki undir neinum kringumstæðum fara í heimilissorpið eða út í holræsakerfið. Spilliefnaúrgangi ber skilyrðislaust að skila á gámastöðvar, efnamóttöku eða aðra staði sem taka á móti þeim og sjá um að þeim verði eytt þannig að ekki skaði lífríkið. Hver og einn þarf að kynna sér hvaða efni eru spilliefni og hvernig ber að meðhöndla þau. Þar er sérstaklega treyst á skilning starfsfólks fyrirtækja. Atvinnufyrirtækjum er bent á að starfsleyfi þeirra er háð skilyrðum nýrrar mengunarvarnareglugerðar. Ennfremur að tveir aðilar taka að sér söfnun spilliefna hjá fyrirtækjum og fullnægja settum kröfum á því sviði, þeir eru: Gámaþjónustan hf. og Hirðir hf. Sérstakur leiðbeiningarbæklingur hefur verið gefinn út með ítarlegum upplýsingum um spilliefni. Bæklinginn og frekari uplýsingar má fá hjá skrif- stofu Sorpu og í efnamóttöku. Sýndu ábyrgöina í verki - skilaöu spillíefnaúrgangi á réttan staö S©RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs, Gufunesi, Pósthólf 12100, 132 Reykjavfk, sfmi 676677. Bréfasími 676690. Efnamóttaka sími 676977 Höfundur er rússnesk og býr á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.