Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991
33
Síðustu deildarfundir
Útivist og fræðsla
Árbæjarsafn
Kosið í
fastanefndir
KOSIÐ var í fastanefndir Alþing--
is í gær. Formenn nefndanna eru
þessir:
Allsherjarnefnd: Sólveig Péturs-
dóttir.
Efnahags- og viðskiptanefnd:
Matthías Bjarnason.
Félagsmálanefnd: Rannveig
Guðmundsdóttir.
Fjárlaganefnd: Karl Sleinar
Guðnason.
_ Heilbrigðis- og trygginganefnd:
Sigbjörn Gunnarsson.
Iðnaðarnefnd: Össur Skarphéð-
insson.
Landbúnaðarnefnd: Egill Jóns-
son.
Menntamálanefnd: Sigríður A.
Þórðardóttir.
Samgöngunefnd: Árni M. Mathi-
esen.
Sjávarútvegsnefnd: Matthías
Bjarnason.
Umhverfisnefnd: Gunnlaugur
Stefánsson.
Utanríkismálanefnd: Eyjólfur
Konráð Jónsson.
Veitingar eru á boðstólum í Dillonshúsi,
sem byggt var áriö 1835.
Opnunartlml Árbœjarsaíns er sem hér segir: Júnl, júll og
ágúst daglega klukkan 10.00-18.00 (aö mánudögum
undanskildum).
í september er opiö laugardaga og sunnudaga klukkan
10.00-18.00. Á vetrum er opiö eftir samkomulagi.
Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 84412.
Strætisvagn 100 gengur frá Lækjartorgi og 10 frá Hlemmi.
Morgunblaðið/Þorkell
Síðustu fundir í neðri og efri deildum Alþingis voru haldnir í
efri og neðri deild í gær um ellefuleytið. Síðusta mál á dagskrá
neðri deildar var frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu
á stjórnarskránni. Síðasta mál á dagskrá efri deildar var frum-
varp um þingsköp Alþingis. Eftirleiðis starfar Alþingi í einni deild.
Eftir að efri deild hafði sam-
þykkt frumvarpið um ný þingsköp
Alþingis ávarpaði Karl Steinar
Guðnsson forseti deildarinnar
þingheim og rakti nokkuð sögu
þingdeildarinnar. Þegar Alþingi
öðlaðst löggjafarvald árið 1875
var því jafnframt skipt í deildir,
auk sex þjóðkjörinna þingmanna
sátu sex konungskjörnir þingmenn
í deildinni. Deildarforseti lét þess
getið að efri deild hefði frá upp-
hafí haldið 7874 fundi. Hann sagði
það vera mál manna að gott hefði
verið að starfa í efri deild og þar
hefði ríkt að jafnaði meiri ein-
drægni en í hinum þingdeildunum.
Að endingu þakkaði hann þing-
mönnum deildarinnar ánægjulegt
samstarf og einnig skrifstofustjóra
og starfsfólki Alþingis.
Kristín Einarsdóttir (SK-Rv)
þakkaði fórseta ágæta fundar-
stjórn og vonaði að hinn góði andi
og eindrægni mætti fylgja þing-
mönnum í hina einu málstofu Al-
þingis.
Eftir að neðri deild hafði sam-
þykkt frumvarpið um stjórnar-
skrárbreytingarnar ávarpaði
Matthías Bjarnason deildarfor-
seti þingmenn. Hann benti að
deildin hefði frá upphafi verið vett-
vangur hinna þjóðkjömu fulltrúa.
Þar hefðu tveir þriðju hlutar þing-
manna setið og því segði sig sjálft
að þar hefðu, auk löggjafarstarfa,
löngum farið fram meginátök
stjórnmálanna í landinu. Einkum
ætti það við fyrri hlutann af 116
ára starfstíma deildarinnar áður
en hin almenna stjórnmálaumræða
færðist yfir í sameinað þing. Deild-
arforseti þakkaði þingmönnum
samstarfið og einnig skrifstofu-
stjóra og starfsfólki þingsins fyrir
gott og ánægjulegt samstarf.
Olafur Ragnar Grímsson (Ab-
Rn) vakti athygli þingmanna á
þeirri sögulegu staðreynd að fyrsti
forseti deildarinnar, Jón Sigurðs-
son, hefði verið þingmaður ísa-
Qarðar og það væri einnig sá
síðasti, Matthías Bjarnason, sem
hann árnaði heilla og færði þakkir
þingmanna fyrir fundarstjórn.
Utanríkismálanefnd;
Eyjólfur
fékk 8 af
9 atkvæðum
UTANRÍKISMÁLANEFND Al-
þingis kom saman til fyrsta fund-
ar í gær, eftir að Alþingi varð
að einni málstofu.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins kröfðust þeir Ólafur
Ragnar Grímsson og Steingrímur
Hermannsson þess að skrifleg at-
kvæðagreiðsla færi fram við form-
annskjör og að allir nefndarmenn
mættu til fundarins. Niðurstaða
atkvæðagreiðslunnar varð sú að
Eyjólfur Konráð hlaut 8 atkvæði
af 9. Auk hans eru í nefndinni Björn
Bjarnason, Geir H. Haarde, Lára
Margrét Ragnarsdóttir, Rannveig
Guðmundsdóttir, Ólafur Ragnar
Grímsson, Steingrímur Hermanns-
son, Páll Pétursson og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir.
ufandi fortíð fssnsr
sem útisafn til að gefa almenningi hugmynd
um byggingarlist og lifnaöarhætti fyrri tíma.
Flest húsin á Árbæjarsafni hafa veriö flutt úr miöbæ
Reykjavíkur. Elsta húsiö er Smiöshús, byggt 1820.
Árbæjarsafn hefur hin síöari ár veriö meö ýmsar sýningar
og uppákomur, sem dregiö hafa aö sér fjölda gesta. Má
þar nefna dýradaga, handverksdaga, sláttudaga og
jólasýningu.
Frá síðasta fundi efri deildar Alþingis í gær.
Oskað níðurstöðu um
húsnæðismál Alþingis
STJÓRNSKIPUNAR- og þing-
skapanefnd efri deildar Alþingis
beinir því til forsætisnefndar að
hún hraði athugun á húsnæðis-
málum Alþingis í því skyni að fá
niðurstöðu um það mál. Þetta
kemur fram í nefndaráliti um
frumvarp til laga um þingsköp
Alþingis, sem samþykkt var í
gær. Nefndin beindi því einnig
til forsætisnefndarinnar að kann-
aðir yrðu möguleikar á stöðugu
útvarpi frá Alþingi.
Nefndin lagði til að frumvarpið
um þingskapalögin yrði samþykkt
óbreytt. í nefndarálitinu kemur
fram, að nefndin hafí einnig rætt
ýmis önnur atriði þinghaldsins, sem
ekki varði þingsköpin sérstaklega
og vilji gjarnan koma þeim atriðum
á framfæri í nefndaráliti sínu.
Þessi atriði eru, auk húsnæðis-
mála Alþingis, að kannaðir verði
sem fyrst tæknilegir möguleikar á
því að útvarpa stöðugt á sérstakri
rás umræðum á Alþingi. Nefndin
bendir sérstaklega á að það verði
auðveldara eftir að Alþingi er kom-
ið í eina málstofu.
Nefndin beinir þeim tilmælum til
forsætisnefndar að hún kanni hvort
unnt verði að breyta fundartíma
þingsins í haust þannig að fundir
hefjist eitthvað fyrr en verið hefur.
Nefndin hvetur einnig til þess,
að fjárlaganefnd, þeir sem unnið
hafa að undirbúningi þingskapa-
frumvarpsins og þeir sem starfað
hafa fyrir fjárveitinganefnd á und-
anförnum árum, það er starfsmenn
fjármálaráðuneytis, Fjárlaga- og
hagsýslustofnunar og Ríkisendur-
skoðunar, ásamt starfsmönnum
þingsins, ræði nú í sumar hið nýja
fyrirkomulag á afgreiðslu fjárlaga-
frumvarpsins og móti framkvæmd
þeirrar nýjungar í einstökum atrið-
um áður en þingstörf hefjast í
haust.
Þá hvetur nefndin til að fasta-
nefndir Alþingis komi saman í sum-
ar eftir því sem þykir henta til þess
að undirbúa störf fyrir haustið í ljósi
breyttra verkefna nefndanna.
Fastanefndir Alþingis eru nú 12,
en voru 23 áður. Nefndarmönnum
fjölgar í hverri nefnd, voru 7 en eru
9, nema í fjárlaganefnd, áður fjár-
veitinganefnd, þar voru 9 en eru
nú 11.
Sú nýbreytni er nú í þingskapa-
lögum, að nefndum Alþingis er
heimilt að halda fundi fyrir opnum
dyrum og er ákvörðun um það í
höndum nefndanna sjálfra.
*
Biskup Is-
lands aug-
lýsir fjögur
prestaköll
NÝLEGA hafa verið auglýst
fjögur laus prestaköll.
Þau eru: Vestmannaeyjar,
þar sem núverandi sóknar-
prestur, séra Kjartan Örn Sig-
urbjörnsson, mun taka við
starfi sjúkrahúsprests við
Landakotsspítala í Reykjavík.
Patreksfjörður, en sér Sig-
urður Jónsson, prestur þar,
hefur verið kjörinn sóknar-
prestur í Oddaprestakalli.
ísafjörður, þar sem séra Karl
V. Matthíasson, sóknarprestur,
hefur verið kallaður til þjónustu
í Táiknafjarðarprestakalli, og
Laufás í Þingeyjarprófast-
dæmi.
Séra Bolli Gústavsson, sókn-
arprestur þar, hefur sem kunn-
ugt er verið kjörinn vígslubisk-
up í Hólastifti og jafnframt
sóknarprestur í Hólaprestakalli
og mun hann taka við því starfi
15. júní nk.
Þá hefur biskup einnig aug-
lýst tvær stöður fræðslufull-
trúa. Skal annar hafa búsetu á
Norðurlandi en hinn á Austurl-
andi. Umsóknarfrestur er til
26. júní nk.