Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991
Steinar hf.:
Útgáfa í Skandinavíu
Hljómplötuútgáfan Steinar
hf. og útgáfufyrirtækið Sonet,
sem er eitt helsta útgáfufyrir-
tæki á Norðurlöndum, undirrit-
uðu á fimmtudag samning um
útgáfu á þremur breiðskífum
íslenskra hljómsveita á Norður-
löndum í haust. Hljómsveitirn-
ar sem um ræðir eru Todmo-
bile, Sálin hans Jóns míns og
hljómsveit Friðriks Karlssonar,
Point Blank.
Steinar Berg frá Steinum hf.
sagði samninginn afrakstur
tveggja ára starfs. „Besta leiðin
fyrir okkur til að ná árangri ytra
og stækka markað fyrir íslenskar
plötur er í samvinnu við fyrirtæki
á við Sonet. Skandinavímarkaður
er í raun fjórði stærsti plötumark-
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Steinar Berg og Jan Olof Heren handsala samninginn. F.v.: Pét-
ur Kristjánsson, sem annast markaðssetningu hljómplatna Steina
hf. ytra, Jan Olof Heren, Steinar og Jónatan Garðarsson frá Stein-
um hf.
aður í heimi, 25 milljón manna
markaður, 100 sinnum stærri en
sá íslenski."
Að sögn Steinars felur samn-
ingurinn við Sonet í sér að fyrir-
tækið skuldbindur sig til að gefa
út a.m.k. fjórar plötur frá Stein-
ari á ári næstu þrjú ár. „Það sem
skiptir ekki minna máli er að með
samstarfinu við Sonet náum við
góðum samböndum í Evrópu, því
Sonet er með virkt dreifingarkerfi
þar. Við höfum reyndar aflað okk-
ur góðra sambanda á eigin spýtur
á síðustu árum, en þetta þýðir að
við höfum fleiri kosti.“ Fyrstu plö-
turnar koma út í haust, en það
verða plötur með Todmobile, Sál-
inni hans Jóns míns, sem reyndar
mun heita Beaten Bishops ytra,
og Point Blank, sem er hljómsveit
Friðriks Karlssonar.
Fulltrúi Sonet sem hingað kom
til undirritunarinnar var Jan Olof
Heren. Hann sagði 'að íslensk
dægurtónlist ætti fullt erindi til
útlanda, enda væri hún alþjóðleg
í eðli sínu. „Mér kom mest á óvart
hve íslenskar dægurhljómsveitir
eru sterkar á tónleikum, en það
er höfuðatriði vilji hljómsveitir lifa
lengur en eitt lag. A mælikvarða
norrænna hljómsveita eru þær
íslensku í fremstu röð hvað þetta
varðar.“
á verkum eft-
ir Torben Ebbesen
SÝNING verður opnuð í sýningarsölum Norræna hússins á málverkum
og skúlptúrum eftir danska listamanninn Torben Ebbesen sunnudaginn
2. júní kl. 15.00 og verður hann viðstaddur. Sendiherra Dana á Is-
landi, Villads Villadsen flytur ávarp og opnar sýninguna.
Torben Ebbesen fæddist 1945.
Hann stundaði myndlistamám við
Konunglegu listaakademíuna í Kaup-
mannahöfn hjá prófessor Richard
Mortensen á árunum 1968-75. Hann
var prófessor við Valand listaháskól-
ann í Gautaborg 1987-89 auk ann-
arra kennslustarfa.
Torben Ebbesen er einn virtasti
myndlistarmaður Danmerkur. Hann
hefur haldið fjölda einkasýninga og
tekið þátt í mörgum samsýningum.
Hann var m.a. fulltrúi þjóðar sinnar
á Feneyjartvíæringnum 1990. Verk
hans prýða margar opinberar bygg-
ingar og eru í eigu þekktra safna.
Torben Ebbesen hefur hlotið fjölda
viðurkenninga og styrki frá ýsmum
stofnunum.
Sýningin í Norræna húsinu verður
opin daglega kl. 13-19 til 23. júní
og er aðgangur ókeypis.
(Fréttatilkynning)
Torben Ebbesen við eitt verka
sinna.
Innan tíðar verður skólahúsið á Sundbakka endurbyggt.
Almenningssalerni norðan Viðeyjarstofu. Fyrir miðju er skemma sem
grafin er inn í hól.
Aætlunarferðir til
Viðeyjar hefjast
REGLULEGAR áætlunarferðir til Viðeyjar hefjast í dag og er farið
frá Klettsvör í Sundahöfn. Farið verður á klukkutímafresti, á heila
tímanum úr landi frá kl. 14, en á hálfa tímanum úr eynni.
Efnt verður til gönguferða um
eyjuna undir leiðsögn, svo framar-
lega sem þátttakendur verða fimm
eða fleiri. A laugardögum verður
gengið á Vestureyna og á sunnu-
dögum um Austureyna. í þessum
ferðum verður fornleifauppgröftur
sýndur, sagt frá kennileitum í eyj-
unni og saga hennar rakin.
Reykjavíkurborg hefur keypt
skálann Viðeyjarnaust og er hann
nú leigður hópum sem vilja sjá um
sig sjálfir í eyjunni. Þá voru á liðn-
um vetri tekin í notkun almennings-
salerni í smáhýsum norðan Viðeyj-
arstofu. Þar var einnig byggð
skemma, sem að mestu er hulin,
því hún er grafin inn í hól og verið
er að leggja síðustu hönd á gang-
braut frá bryggju að Viðeyjarhlaði.
Innan tíðar verður hafíst handa við
endurbyggingu skólahússins á
Sundbakka.
Sala ríkisfyrirtækja oft
verið rædd en lítið gerist
- segja forsvarsmenn ríkisfyrirtækja um hugsanlega sölu þeirra
FJÁRMÁLARÁÐHERRA viðraði þá hugmynd í viðtali við Morgun-
blaðið fyrir skömmu að hægt væri að selja nokkur ríkisfyrirtæki,
einkum atvinnufyrirtæki sem kepptu við önnur einkafyrirtæki. Hann
nefndi í því sambandi banka, prentsmiðju, sementsverksmiðju, síldar-
verksmiðjur, áburðarverksmiðju og að vel mætti hugsa sér að einka-
væða þætti úr Áfengis- og tóbaksversluninni. Morgunblaðið Ieitaði
álits forsvarsmanna nokkurra þeirra fyrirtækja sem fjármálaráð-
herra nefndi.
„Eg held að það eigi eftir að
ræða þessi mál mikið áður en það
kemur að sölu,“ sagði Stefán Páls-
son bankastjóri Búnaðarbanka ís-
lands. „Við hljótum að heyra eitt-
hvað nánar um skoðanir ráðamanna
á næstunni ef af þessu á að verða
og þangað til er ekkert meira um
málið að segja,“ sagði hann.
Þeir bankastjórar Landsbanka
íslands sem Morgunblaðið hafði
samband við vildu ekki tjá sig um
málið.
Ríkið þarf aðgang að
prentsmiðju
„Þessi umræða hefur skotið upp
kollinum öðru hveiju. Éger nú sjálf-
sagt margfaldur í roðinu í þessu
máli en ég held að ef Gutenberg
prentsmiðjan yrði seld þá væri ekki
ólíklegt að ríkið þyrfti að eignast
aðra prentsmiðju, sem starfaði til
dæmis á vegum þingsins,“ sagði
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
ríkisprentsmiðjunar Gutenberg.
„Ég hef alls ekkert á móti því
að prentsmiðjan verði seld einkaað-
ilum og það er ekki nauðsynlegt
að ríkið eigi prentsmiðju, en það
eru ýmsar stofnanir á vegum ríkis-
ins sem þurfa að komast að í ein-
hverri prentsmiðju með mjög stutt-
um fyrirvara,“ sagði Guðmundur.
Steinrunnið rekstrarform
Gylfí Þórðarson er framkvæmda-
stjóri Sementsverksmiðju ríkisins á
Akranesi. „Undanfarin sex eða sjö
ár hefur verið reynt að breyta
rekstrarforminu á Sementsverk-
smiðjunni þannig að það yrði hluta-
félag í eigu ríkisins. Það hefur haft
stuðning í verksmiðjunni en menn
eru orðnir hálf þreyttir á þessari
umræðu sem kemur upp á hveiju
ári en ekkert gerist,“ segir Gylfi.
Hann sagði ljóst að ef fyrirtækið
yrði hlutafélag þá þyrfti að greiða
arð og í fljótu bragði sýndist sér
að verðið á sementi yrði að hækka
eitthvað til að það yrði hægt. „Það
hefur nánast alltaf verið þannig að
hámark væri að reka verksmiðjuna
á núlli,“ segir Gylfi.
„Það er oft rætt um að hagræða
í rekstrinum þannig að varan þurfi
ekki að hækka, en við höfum staðið
í slíkri hagræðingu frá árinu 1984
þegar gerð var úttekt á fyrirtækinu
þannig að það er óvíst að það dygði
til að hægt væri að greiða arð. Nú
vinna hér t.d. fjórðungi færri en
fyrir átta árum,“ sagði Gylfi.
„í verksmiðjunni er stuðningur
við að gera rekstrarformið fijáls-
legra, þetta er hálf steinrunnið eins
og þetta er núna. Það er í rauninni
fjárveitinganefnd Alþingis sem
ákveður verðbreytingar hjá okkur,
þó svo við séum búnir að vera und-
ir verðlagsráði í rúman áratug,"
sagði Gylfi.
Ekkert athugavert við að selja
Hákon Björnsson framkvæmda-
stjóri Áburðarverksmiðjunnar í
Gufunesi segir að rekstur verk-
smiðjunnar gangi upp og ofan, en
á síðasta ári hafi gengið vel.
„Ef það finnast einhveijir kaup-
endur þá sé ég ekkert athugavert
við að verksmiðjan verði seld. Það
skiptir sjálfsagt ekki máli hver eig-
andinn er. Þessi umræða hefur
komið margoft upp en svo virðist
sem engin ákveðin stefna sé til
varðandi þessi mál,“ sagði Hákon.
Hann sagði að Áburðarverk-
smiðjan væri einokunarfyrirtæki en
það breyttist líklega ef hún yrði
seld. „Allt er breytingum háð og
það kemur að því fyrr.eða síðar að
við fáum samkeppni og við höfum
reynt að miða okkar þarfir við það
og halda vöku okkar.
Verðsamanburður á okkar fram-
leiðslu og áburði frá Evrópu sýnir
að við virðumst vera samkeppnis-
hæfir. Framan af vetri var okkar
verð lægra en nú hefur gengið þró-
ast þannig að við erum örlítið hærri
í verði,“ sagði Hákon.
Einkavæðing ÁTVR að nokkru
í framkvæmd
Höskuldur Jónsson, forstjóri
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis-
ins, sagðist ætla að gera fjármála-
ráðherra grein fyrir viðhorfum sín-
um áður en hann ræddi málið opin-
berlega.
Hann sagði þó að einkavæðing
ÁTVR væri að nokkru komin í
framkvæmd. „Við rekum fjórar
áfengisverslanir í landinu, á Ólafs-
vík, Höfn í Hornafirði, Neskaupstað
og á Húsavík, þar sem starfsmenn
ríkisins eru samtals þrír. Verslunar-
stjórarnir eru í hlutastarfi hjá ríkinu
en önnur starfsemi, þrif, viðhald
og annað, er í höndum fyrirtækja
sem við semjum við. Reksturinn frá
degi til dags er í höndum verktaka
en alfarið á ábyrgð okkar,“ sagði
Höskuldur.
Ekki gert kleift að standa í
samkeppni
Jón Reynir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Síldarverksmiðja rík-
isins, segir það lengi hafa verið í
deiglunni að breyta lögum um verk-
smiðjurnar. „Við erum mjög óhress-
ir með þau lög sem við störfum
eftir. Þau eru að stofni til síðan
fyrir stríð og gera ráð fyrir að við
séum nánast einokunarfyrirtæki á
þessu sviði, og það er langur vegur
frá því að svo sé,“ segir Jón Reynir.
„Við erum að verða steinrunnir
í þessu kerfi því lögin gera okkur
ekki kleift að standa í þeirri sam-
keppni sem við erum óneitanlega
komnirí. Árið 1989 ályktaði sérstök
nefnd um að breyta lögunum þann-
ig að verksmiðjurnar yrðu gerðar
að hlutafélagi í eigu ríkisins. Frum-
varpið fór aldrei í gegnum þingið
þá og ekki heldur á síðasta þingi.
Það er sjö manna stjórn í fyrir-
tækinu, fimm kjörnir af Alþingi,
og telur hún að þetta eigi áfram
að vera ríkisfyrirtæki. Ég held að
það væru ekki margir sem vildu
setja fé í svona atvinnurekstur eins
og er, því staðan er slæm,“ sagði
Jón Reynir.