Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Alþingi ein málstofa Bankarnir hækka vexti: Verðtryggð útlán hækka í dag um 1,8 af hundraði og óverðtryggð um 3,2% VEXTIR hækka minna hjá Búnaðarbankanum og sparisjóðunum nú um mánaðamótin en hjá Landsbankanum og Islandsbanka og eru vext- ir algengustu útlánsforma 0,25 til 0,5% hærri hjá síðarnefndi bönkun- um en þeim fyrrnefndu. Að meðaltali hækka kjörvextir almennra skuldabréfaútlána um 3,2% og eru nú 17,1%, samkvæmt yfirliti Seðla- banka íslands. Kjörvextir visitölubundinna útlána hækkuðu að meðal- tali um 1,8% og eru nú 8,3%. Vextir á almennum sparisjóðsbókum hækkuðu um 1,1% og eru nú 5,8% að meðaltali. Vextir á óbundnum sérkjarareikningum hækkuðu og eru vísitölubundin kjör þeirra 3,4% að meðaltali en 12,4% með óverðtryggðum kjörum. Deildaskipting Alþingis var lögð niður í gær. Alþingi er nú ein málstofa. Þetta eru söguleg þáttaskil í starfi þjóðþings okkar Islendinga. Deildaskipting Alþing- is á sér rætur í sjálfstæðisbaráttu okkar íslendinga á síðustu öld. Á þjóðfundinum árið 1851 lögðu Jón Sigurðsson og meiri- hluti þeirrar nefndar, sem fjallaði um frumvarp, sem danska stjórnin lagði fram um kosningar til Al- þingis, til að Alþingi fengi löggjaf- ai-vald og starfaði í einni mál- stofu, sem einungis þjóðkjörnir fulitrúar ættu sæti í. En í áliti nefndarinnar segir m.a.: „... að það sé miklu meiri trygging fyrir réttum og góðum málalyktum að hafa tvær málstofur heldur en eina, þar sem á sér stað sá stétta- munur og ástandsmunur manna og þjóðarmagn og fulltrúafjöldi, að þessi skipting fulltrúavaldsins eigi við og því megi þar vel eiga við yfírhöfuð að hafa bundnari kjörgengi til annarrar málstofu en hinnar ...“ í tæpan aldarfjórðung frá þjóð- fundi voru tillögur um deildaskipt- ingu Alþingis þáttur í baráttu og togstreitu Islendinga og danskra stjórnvalda um stjórnarbætur tii handa íslendingum. í ritgerð um deildir Alþingis, sem Bjarni Bene- diktsson ritaði árið 1963 segir hann m.a.: „Af framansögðu er ljóst, að tillögur Alþingis 1867 um deildaskipan Alþingis voru í meg- inatriðum lögfestar með stjórnar- skránni frá 1874 og gilda í höfuð- dráttum enn, þrátt fyrir nokkrar verulegar breytingar,: sem 'á hafa orðið. Ekki er um það að villást, að fyrirmyndin að þessari skipan er sótt í norsku stjórnarskrána frá 1814.“ í þessari sömu ritgerð segir Bjarni Benediktsson með tilyísun til þess, að ný stjórn, sem mynduð. var í desember 1958, hafði meiri- hluta í sameinuðu þingi og neðri deild en var í minnihluta í efri deild: „Ljóst er þó, að þetta fyrir- komulag kann áður en varir að leiða til mikilla örðugleika. En í því felst og trygging fyrir, að naumur meirihluti knýi ekki fram meiri háttar deilumál. Enn hefur a.m.k. ekki vaknað verulegur áhugi á að breyta þessari skipan, hvorki í þá átt að afnema deilda- skiptinguna, sem tillögur hafa þó öðru hvoru komið um, né breyta til og fara að öllu eftir hinni norsku fyrirmynd um meðferð ágreinings milli deildanna. Þróunin hefur þó ótvírætt geng- ið í þá átt, að þýðing deildaskipt- ingarinnar hefur orðið minni. Fleiri og fleiri mál hafa með tímanum verið lögð undir ákvörð- un sameinaðs Alþingis eins, ólík kosningaraðferð þingmanna hefur ekki lengur nein áhrif á það, í hvorri deild þeir sitja, og föst flokkaskipan skapar minni líkur en áður fyrir því, að viðhorf deild- anna í meiri háttar málum séu ólík. Aðalþýðing deildaskiptingar- innar nú er þess vegna sú, að minni líkur eru fyrir því, að form- gallar séu á löggjöf, jafnframt því, sem ýmsum öðrum leiðrétt- ingum verður komið að, einkum ef flokkarnir hafa ekki bundið sig við tiltekna afgreiðslu. Hvort þessi vinningur vegur upp á móti tíma- töf, umstangi og kostnaði, sem deildaskiptingunni er samfara, er annað mál. Hin eiginlega réttlæt- ing hennar felst í þeirri vernd, sem hún veitir minnihlutanum. En eigi er ólíklegt, ef á hana reyndi veru- lega, að skjótlega mundi koma fram krafa um, að skipulaginu yrði að gerbreyta." Nú hefur þessi skipulagi, sem á sér merka sögu, verið gerbreytt og Alþingi starfar hér eftir í einni málstofu eins og raunar Jón Sig- urðsson og félagar hans lögðu til á þjóðfundinum 1851. Reynslan ein leiðir í Ijós, hvort þessi breyt- ing verður til farsældar fyrir þing og þjóð en yfirgnæfandi meiri- hluti alþingismanna er þeirrar skoðunar, að svo verði. Þessi breyting hefur verulega pólitíska þýðingu í dægurbaráttu stjórnmálanna. Nú dugar 32 þing- sæta meirihluti fyrir ríkisstjórn og er þess skemmst að minnast hvaða þýðingu það hafði, að fyrr- verandi stjórnarflokkar fengu 32 þingsæti en ekki 33 í síðustu kosn- ingum, þegar deildaskipting Al- þingis var enn við lýði. Æskilegt er, að fleiri breytingar á starfsháttum Alþingis fylgi í kjölfar þeirrar breytingar, sem nú er á orðin. Þegar Björn Bjarna- son, alþingismaður, gerði grein fyrir áliti stjórnskipunar- og þing- skaparnefndar Efri deildar um þessi málefni benti hann á nokkur atriði þingheimi til íhugunar. Hann kvað þingnefndina vilja, að kannaðir yrðu möguyleikar á stöð- ugu útvarpi frá Alþingi. Undir þetta skal tekið. Sjálfsagt er, að þjóðin hafi sem bezta möguleika á að fylgjast með umræðum á Alþingi.'Eins og tækni er nú hátt- að er það einfalt og ekki dýrt að halda úti sérstakri útvarpsrás, þar sem öllum umræðum á Alþingi yrði útvarpað. Þá benti Björn Bjarnason á þann möguleika, að breyta fundartíma Alþingis frá því, sem verið hefur og að fundir þingsins hefjist fyrr. Starfstími þingmanna mundi áreiðanlega nýtast betur og jafnframt mundi slík breyting auðvelda fjölmiðlum mjög að greina skilmerkilega frá umræðum á þingi og störfum þingmanna að öðru leyti. Vonandi verða þessar hugmyndir að veru- leika þegar á næsta hausti. Stundum er sagt, að Alþingi njóti takmarkaðrar virðingar með- ai þjóðarinnar. Sjálfsagt hafa skoðanir alltaf verið skiptar um störf þingsins bæði nú og fyrr. Það breytir engu um það, að Al- þingi er grundvöllur stjórnskipun- ar okkar og engin stofnun hefur meiri þýðingu í þessu landi en hið sögufræga þjóðþing okkar. Verðbólga meiri en spáð var Landsbankinn segir í frétt um vaxtabreytingar sínar að verðbólgu- hraði hafi verið 10,5% fyrstu fimm mánuði ársins en hafi verið áætlað- ur 8,2% í spá Seðlabankans frá 21. janúar. Þetta hafi leitt til óeðlilegra lágra raunvaxta óverðtryggðra útl- ána það sem af er árinu. Þá hafí vaxtamunur lækkað vegna meiri lækkunar á ávöxtun útlána en innl- ána. Nafnvextir Kjörbóka í Lands- bankanum hækka úr 10,5 til 12,5% í 12 til 14%, einkareikninga og al- mennra sparisjóðsbóka úr 5 í 6%. Raunvextir Landsbóka hækka úr 6 í 7%. Forvextir almennra víxla hækka úr 15,25 í 18,5% í Landsbankanum, nafnvextir yfirdráttarlána úr 19 í 22% og kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfalána úr 14 í 17,25%. Kjörvextir verðtryggðra lána hækka úr 6,5 í 8,5%. Vaxtamunur þarf að aukast íslandsbanki segir í fréttatilkynn- ingu að umskipti til hins verra hafi orðið á fjármagnsmarkaði und- anfama mánuði og sé óhjákvæmi- legt fyrir bankann að hækka vexti nú. Sparnaður hafi farið minnkandi en neysla og innflutningur vaxið ört. Helsta örsök vandans sé halli á ríkissjoði. Hallinn hafi vaxið um- talsvert og meira framboð verið af húsbréfum en fjármagnsmarkaður- inn hefði getað tekið við á skömm- um tíma. Ríkisstjórnin hafi brugðist við vandanum, meðal annars með því að hækka vexti á spariskírtein- um og húsnæðislánum til að koma á jafnvægi á ný og draga úr verð- bólguhættu. „íslandsbanka er ljóst að raunvaxtahækkun nú er íþyngj- andi fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem eru skuldsett. Samt er óhjá- kvæmilegt við þessar aðstæður að íslandsbanki hækki raunvexti bank- ans samsvarandi frá 1. júní næst- komandi, eða um 2%. Þessi raun- vaxtahækkun er því í samræmi við Við þingumræður aðfaranótt þriðjudagsins síðasta sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra að hann væri ekki í nokkrum vafa um að það myndi auðvelda aðgerðir stjórnvalda til að draga úr verðbólgu og skapa forsendur fyrir áframhaldandi þjóðarsátt,“ segir í fréttatilkynningu íslandsbanka. Við vaxtaákvarðun sína nú gerir íslandsbanki ráð fyrir að yfir árið í heild geti lánskjaravísitalan hækk- að um 8% en jafnframt þurfi að leiðrétta ávöxtun óverðtryggðu lán- anna þannig að það markmið náist að ávöxtun þeirra og verðtryggðra lána verði sem jöfnust. í tilkynningu íslandsbanka kem- ur fram að vaxtamunur hafi lækkað um þriðjung undanfarin ár. Árið 1988 var heildarvaxtamunur 5,5% í bönkunum ijóram sem síðar mynd- uðu íslandsbanka. Vaxtamunurinn fór niður í 4,2% 1989 og,4% á síð- asta ári. Vaxtamunurinn fór niður í 2,9% fyrstu fjóra mánuði þessa árs vegna þess að verðbólga hefur reynst meiri en áætlað var í upp- hafí árs, en bankinn stefndi að 3,7% vaxtamun á árinu. Hefur bankinn verið rekinn með tapi þessa mán- uði. Við vaxtaákvarðanir sínar nú miðar bankinn við það að vaxta- munurinn aukist og verði 3,7% á árinu og bankinn verði rekinn með hagnaði. Vextir á sparileið 1 í íslands- banka hækkuðu úr 10,25 í 12% á hreyfðri óverðtiyggðri innistæðu og úr 3 í 3,5 á óhreyfðri, verðtryggðri innistæðu. Vextir á sparileið 3, óverðtryggðri innistæðu, hækkuðu úr 12,75 í 14% og á verðtryggðri innistæðu úr 5 í 5,5%. Vextir af bankabókum hækkuðu úr 4,5 í 6%. Kjörvextir af óverðtryggðum skuldabréfaútlánum í íslandsbanka hækkuðu úr 13,75 í 17,25%, eða um 3,25%. Kjörvextir af verð- tryggðum skuldabréfaútlánum hækkuðu úr 6,5 í 8,5%. Forvextir af víxlum hækkuðu úr 15,25 í 18,5% og yfirdráttarlán tékkareiknings hækkuðu úr 19 í 22%. Verðum að vera samkeppnisfærir við ríkið Vextir af Metbók í Búnaðarbank- anum hækkuðu úr 13 í 16%, þar Friðrik Sophussyni ijármálaráð- herra ,;mjög hans vandasama verk ef samkomulag gæti tekist um það að taka upp gjaldtöku fyrir veiði- leyfi. Til dæmis í þeim tilvikum af verðtryggði þátturinn úr 5,75 í 7%, og vextir á Gullbók hækkuðu úr 10,5 í 13%. Vextir af almennum sparisjóðsbókum hækkuðu úr 4,5 í 5%. Raunvextir útlána Búnaðarbank- ans hækkuðu um 1,5% en nafnvext- ir frá 2,5 til 3%. Forvextir víxla hækkuðu úr 15,25 í 18%. Kjörvext- ir óverðtryggðra skuldabréfaútlána hækkuðu úr 14 í 17% og kjörvextir verðtryggðra skuldabréfalána úr 6,5 í 8%. Vextir yfirdráttarlána hækkuðu úr 18,75 í 21,25%. Stefán Pálsson bankastjóri sagði að Búnaðarbankinn hækkaði vext- ina til að vera samkeppnisfær við spariskírteini ríkissjóðs á innlána- markaðnum. Vextir spariskírteina hefðu hækkað úr 6 í 7,9%. Með vaxtahækkunum á langtímasparn- aði væri bankinn að reyna að halda í innistæður sínar. Taldi hann að þó vextir bankans væra enn undir vöxtum spariskírteina væri hann samkeppnisfær þegar litið væri til bindingar peninganna. Vextir út- lána þyrftu að hækka samhliða. Stefán sagði að vaxtamunur hjá Búnaðarbankanum hækkaði óveru- lega, eða um 0,15%. Hann sagði að hver bankastofnun fyrir sig yrði að meta hvað væri viðunandi og virtist Búnaðarbankinn komast af með minni vaxtamun en aðrir. Sem skýringar á því nefndi hann að und- anfarin ár hefði verið unnið mjög að hagræðingu í bankanum. Meðal annars hefði starfsfólki verið fækk- að þrátt fyrir aukin umsvif. Þessar aðgerðir hefðu skilað verulegum árangri, bankinn væri að vísu kom- inn niður á hættumörk í manna- haldi, álagið væri orðið svo mikið á starfsfólkið. Stefán taldi að vextir hlytu að vera komnir í hámark. Hann sagð- ist trúa því að eftirspurnin minnk- aði og vextir lækkuðu aftur seinni hluta ársins. Sparisjóðirnir hækkuðu vexti af almennum sparisjóðsbókum úr 4,5 í 5,5%. Vextir af óbundnum sérkj- arareikningum, vísitölubundnum, hækkuðu úr 3 í 3,75%, en óverð- tryggðum úr 10,5 í 13,5%. Kjörvextir óverðtryggðra skulda- bréfaútlána sparisjóðanna hækkuðu úr 13,75 í 16,75% og kjörvextir verðtryggðra skuldabréfalána hækkuðu úr 6,5 í 8,25%. Forvextir víxillána hækkuðu úr 15,25 í 18,25 og vextir yfirdráttarlána úr 19 í þegar veiðileyfum er úthlutað til útgerðarmanna sem ekki nýta þau, en selja hins vegar öðram í ágóða- skyni.“ Sjávarútvegsráðherra var spurð- ur hvort það væri eðlilegt að hans mati að þeir sem væra að kaupa kvóta til eins árs í senn fengju skattafrádrátt út á þau kaup og þannig tækju skattgreiðendur þátt í því að fjármagna þessi kvótakaup: „Þetta er eins og hver annar kostn- aður í fyrirtæki. Eg held að það hljóti að vera eðlilegt að kostnaður sé ekki skattlagður," sagði Þor- steinn Pálsson. 22%. Sjávarútvegsráðherra: Ekki verða lagðir nýir skattar á atvinnuvegina ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að það hafi verið skýrt tekið fram við myndun þessarar ríkisstjórnar og með glöggum hætti kveðið á um það i stefnuræðu forsætisráðherra að „þessi ríkis- stjórn ætlar ekki að auka skattheimtuna. Það eru engin áform uppi um það á hennar vegum að leggja nýja skatta á atvinnuvegina." Þetta sagði sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður hvort til greina kæmi að byija á því að taka gjald af veiðiheimildum sem ganga kaupum og sölum, eins og Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra lagði til að gert yrði i umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JUNI 1991 29 Vextir frá þjóðarsátl 17,25% Lánskjaravísitala m.v. hækkun síðustu 3 mán. Vísitölubundin skuldabréf "iF9Ql D~tJ’9l' F ‘ M ' A ' M 'Aj ° Brýnt að skapa skil- yrði fyrir vaxtalækkun - segir Þórarinn V. Þórarinsson „VAXTAHÆKKUNIN er afleiðing af mikilli umframeftirspurn eftir fjármunum og hún verður fyrst og fremst rakin til lántaka ríkisins og aðila sem það ábyrgist. Þar vil ég nefna sérstaklega húsnæðislána- sjóðina. Gengdarlaus útgáfa húsbréfa kemur einhvers staðar niður og á það eru menn að horfa á núna,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, þegar leitað var álits hans á vaxtahækkunum bankanna sem tilkynntar voru í gær. Þórarinn sagði að núverandi vaxtastig væri áhyggjuefni því það hlyti að draga úr fjárfestingum í atvinnulífinu sem hefðu þó ekki verið merkilegar fyrir og þegar lit- Verið að keyra í gang verð- bólgu á kostnað almennings •• - segir Ogmundur Jónasson, formaður BSRB „ÞAÐ var þetta sem við óttuðumst, að bankarnir og fjármagnskerfið allt myndi nota vaxtahækkanirnar sem ríkisvaldið hafði forgöngu um sem afsökun fyrir þvj að keyra upp eigin vexti. Það hefur því miður gengið eftir,“ sagði Ogmundur Jónasson, formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, þegar leitað var álits hans á vaxtahækkun ban- kanna. „Við höfum haft áhyggjur af og varað mjög við að nú sé verið að hrófla við og stefna í voða þeim stöð- ugleika sem náðst hefur. Verið að keyra verðbólgu í gang að nýju á kostnað almennings,“ sagði Ög- mundur. „Það er verið að færa til fjármagn í stóram stíl með þessum vaxtabreytingum. Við höfum bent á að skuldir íslenskra heimila nema 170 þúsund milljónum króna og með því að breyta vöxtum um eitt pró- sent sé verið að færa til 1,7 milljarð. Þegar ríkisstjórnin segir að hún hafi þurft að velja á milli tveggja kosta, að hækka skatta eða hækka vexti, þá segjum við: Þetta eru ekki tveir ólíkir kostir, þetta er einn og sami kosturinn, þetta er skattheimta fyrir hönd fjármagnskerfisins. Mér fínnst nöturlegt að vita til þess að ávinningur svokallaðrar þjóðarsáttar skuli færður ijármagnseigendum með þessum hætti. Vaxtahækkunin kemur niður á heimilum og fyrirtækjum sem standa illa og mun leita út í verðlagið. Ver- ið er að skattleggja þá sem eru í erfiðri aðstöðu fyrir. í Ijósi þessa finnst mér það undarlegt að atvinnu- rekendur, sem ekki hafa mátt heyra minnst á kostnaðarhækkanir vegna launa, þegja nú þunnu hljóði," sagði Ögmundur Jónasson. ið væri til lengri tíma myndi þetta ástand vinna gegn nýsköpun. „Afar brýnt er að þau skilyrði skapist hratt að vextir geti lækkað. Ríkis- stjórnin þarf að nota næstu vikur mjög vel til að undirbúa aðgerðir sem að því marki stefna,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði að vissulega kæmu háir vextir illa við skuldug fyrirtæki eins og alla þá sem skuld- uðu mikið. Einnig þá sem hefðu ætlað út í framkvæmdir. „Kostirnir eru aftur á móti þeir að líkur era á að sparnaður aukist en úr honum hefur dregið hættulega að undan- fömu,“ sagði hann. Aðspurður um hvort hækkun vaxta myndi draga úr líkum þess að gerðir yrðu nýir þjóðarsáttar- samningar sagði Þórarinn: „Þessar aðstæður, að ríkissjóður sé rekinn með gi'íðarlegum halla, gera fram- hald samninganna augljóslega eitt- hvað erfiðara, en ekki vaxtahækk- unin sjálf, hún eingöngu endur- speglar ástandið. Við værum ekki betur sett upp á áframhaldandi stöðugleika ef umframeyðslunni væri mætt með erlendri lántöku, það myndi leiða til þenslu í okkar litla efnahagskerfi og gera okkur ennþá erfiðara að halda áfram á braut stöðugleikans. Af tvennu illu er vaxtahækkunin skárri kosturinn. En hún kallar á breytingar sem verða að stefna í jafnvægisátt á fjármagnsmarkaði. Ekki er hægt að reiða sig á þetta vaxtastig til frambúðar,“ sagði Þórarinn. ------------------- Viðskiptaráðherra: Vonandi lækka vext- ir fljótlega „MÉR finnst þetta nú vel í lagt hjá bönkunum og vona að þeir geti senn lækkað vexti á ný,“ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra er Morgunblaðið innti hann álits á þeim vaxtahækkunum sem við- skiptabankarnir hafa ákveðið frá og með deginum í dag. Ráðherra sagðist hafa þá sömu von urn að vaxtalækkun gæti senn orðið bæði hjá bönkunum og hjá rík- inu. „Vaxtahækkun á vegum ríkisins var hugsuð sem tímabundin ráðstöf- un, eins og kom fram í skýrslu fjár- málaráðherra og auðvitað mun þetta merki til efnahagslífsins slá á þenslu- merki þau sem gætt hefur. Snúist þau við, þá verður auðvitað mögu- legt að lækka vexti. Auk þess sem ef þetta er vel í lagt, þá mun sparnað- ur aukast og viðleitni þá frekar til þess að taka erlend Ián hjá þeim sem það geta og treysta jafnvægið á lána- markaðnum," sagði Jón Siguðrsson viðskiptaráðherra. Af uppsagnarmáli í Þjóðleikhúsinu eftir Svein Einarsson Þegar ég kom til starfa í Þjóð- leikhúsinu, hafði fráfarandi Þjóð- leikhússtjóri gert það sem eitt af sínum síðustu embættisverkum að ráða 11 leikara á svokallaða B- samninga, sem þá voru við lýði og hugsaðir til að mæta þörf um hreyfanleika. Hann hafði hins veg- ar lítið eða ekki hreyft við svoköll- uðum A-samningum, enda var þá æviráðning í gildi fyrir ríkisstarfs- menn, hvort sem þeir voru leikarar eða leikhússtjórar. í einu upp- sagnai-máli kom til málaferla, sem gekk leikaranum í vil; hann fékk bætur en kom hins vegar ekki aftur til starfa. Þegar svo Félag ísl. leikara eins og önnur stéttarfélög ríkisstarfs- manna fórnuðu æviráðningunni fyrir verkfallsréttinn, féll í raun sá réttur niður, og Ieikarar máttu eiga von á því, að vera sagt upp með 3 mánaða fyrirvara eins og öðrum, ríkisstarfsmönnum, þó þeir hefðu svo og svo langa starfsreynslu að baki. Ráðningu þeirra 11 leikara sem ég gat um að framan sagði ég upp, jafnskjótt og samningar sögðu til um, af grundvallarástæðum, af því mér þótti þá og þykir enn óeðli- legt, að fráfarandi leikhússtjóri ráðskist um mannaráðningar á leikárum sem hann hefur að öðru leyti ekki yfir að segja. Að ég svo réð suma leikarana aftur og aðra ekki var önnur saga, sem byggðist á mínu listræna mati og því hvern- ig mér og leikhúsráðinu virtust þeir myndu nýtast húsinu. Síðar sagði ég upp tveimur leik- uram, og réð aðra í staðinn af sömu grandvallarástæðum því að ég tel það bjóði heim listrænni stöðnun ef ekki er hreyfanleiki í mannaráðn- ingu, og leikhússtjóri þurfi að hafa svigrúm til að velja sér samstarfs- fólk að einhveiju leyti, Síðan hefur engum leikara eða leikstjóra verið sagt upp í leikhús- inu nema að skammtímaráðningar hafa ekki verið endurnýjaðar og má því segja að þetta sé uppsafnað- ur vandi. Hins vegar hefur i tíð eftirmanns mins komið inn ákvæði í samninga, sem gengur í aðra átt. Ég er hér að vísa til eftirfarandi klásúlu: „1.1.2 Hafi leikari starfað i 8 ár eða lengur hjá Þjóðleikhúsinu, á hann rétt á að gerður sé við hann ráðningarsamningur með gagn- kvæmum 3ja mánaða uppsagnar- fresti.“ Hér þarf tvennt að skoða. 1 fyrsta lagi upp á hvaða býti um- ræddur leikari hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu (menn eru þar eðli- lega oft lausráðnir áram saman); hins vegar hvað orðalagið „ótíma- bundinn ráðningarsamningur“ fel- ur í sér annað en aðrir „ótíma- bundnir ráðningarsamningar", sem rikið gerir við starfsmenn sína og ekki teljast æviráðningarsamning- ar. Flest af því fólki, sem nú hefur verið sagt upp störfum og síðan aftur kallað til starfa, var ráðið að leikhúsinu í minni tíð og má þvi segja, að í því felist það mat, að á * „Eg hygg að þessi deila hafi leitt mjög rækilega í ljós nauðsyn þess, að setja Þjóðleikhúsinu ný lög. Reyndar eru bæði óperu- og listdansmálin í lausu lofti líka og tengjast nýjum þjóðleik- húslögum. Þarna þarf auðvitað að kveða skýr- ar á um, hvenær lýkur ábyrgðarferli fráfar- andi leikhússtjóra og yfir hvað lögsaga nýs leikhússtjóra tekur.“ þeim tíma a.m.k. hafi ég talið, að leikhúsinu væri akkur í því, að það starfaði í húsinu. Eftir að æviráðn- ingarnar voru afnumdar, mátti það hins vegar búast við því, að viðtak- andi leikhússtjóri liti öðruvísi á, og veldi sér annað samstarfsfólk. Ef svo færi fyrir dómstólum, að þeir dæmdust ekki eiga rétt á áfram- haldandi fastasetu í leikhúsinu, vil ég segja þeim til huggunar, að sjálf- ur gekk ég út úr leikhúsinu eftir 20 ára starf án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því að ég setti minn fót þar inn fyrir dyr til starfa fram- ar, og ég tel það hafa orðið mér til góðs að hugsa lifsdæmið svolítið upp á nýtt. Það er heldur enginn Sveinn Einarsson kominn til að segja, að þeir geti ékki komið aftur til starfa við leik- húsið, sem lausráðnir eða fastráðn- ir starfsmenn; ég minni á, að annar þeirra leikara, sem var sagt upp fastráðningu í minni leikhússtjóra- tíð, hefur starfað við leikhúsið meira eða minna alla tíð síðan. Það vill nefnilega þannig til, að það eiga engir heimtingu á því að starfa í Þjóðleikhúsinu eins lengi og þeim hentar; þetta gildir bæði um leikhússtjóra, leikstjóra og leik- ara. Sú staðreynd, að í hópi þeirra sem nú fengu uppsagnarbréf frá viðtakandi Þjóðleikhússtjóra, eru ýmsir nánir vinir mínir, má ekki blinda mig svo að ég gleymi að leikhúsið er ekki rekið fýrir okkur leiklistarfólkið, heldur fyrir áhorf- endur. Að vísu skal ég viðurkenna, að þegar í slíkum hópi er listamað- ur, sem hefur starfað þar allan sinn feril, á fjórða áratug, og á stutt í opinber starfslok, þá fæðir það af sér vanda, sem kallar á sérstaka lausn. Hins vegar vora svokallaðir leikstjórnarsamningar sem til komu í minni tíð, ekki hugsaðir til ævi- setu. Ég valdi þar aðeins þá tvo leikstjóra, sem ég taldi þá, að myndu gagnast leikhúsinu best. Ég gat hins vegar alveg eins búist við því, að Gísli Alfreðsson, eftirmaður minn, hefði aðra skoðun og réði aðra leikstjóra til að gegna þar list- rænu forystuhlutverki. Þetta mál er komið í vondan hnút. Heiftúðug blaðaskrif gera illt verra og eru til lítils sóma; það þarf ekki nema hver og einn að líta í eigin barm til þess að gera sér - grein fyrir, hvernig menn bregðast við að þurfa á miðjum aldri að fara að stokka upp líf sitt eftir langan, og að sjálfs og jafnvel annarra dómi, óaðfinnanlegu vinnu á sama vinnustað. En tímarnir hafa breyst frá því leikhúsið tók til starfa og leikuram var í mun að tryggja sér sæmilegan sess í samfélagsstiganum. Nú er fjórfalt fleira af hæfileikafólki um hituna og viðurkennd sú grundvail- arskoðun að leikhússtjóri eigi að móta starfið, meðan hann situr í sínu sessi. Það getur hann ekki, ef hann er sá eini sem búinn er tíma- bundinni vist í leikhúsinu. Sams konar krafa er uppi í leikhúsum um_ allan heim í dag. Ég hygg að þessi deila hafi leitt mjög rækilega í ljós nauðsyn þess, að setja Þjóðleikhúsinu ný lög. Reyndar eru bæði ópera- og list- dansmálin í lausu lofti líka og tengj- ast nýjum þjóðleikhúslögum. Þarna þarf auðvitað að kveða skýrar á um, hvenær lýkur ábyrgðarferli fráfarandi leikhússtjóra og yfir hvað lögsaga nýs leikhússtjóra tek- ur. En ég fæ ekki betur séð, en deilan hafi sett á oddinn nauðsyn •.— þess, að samningar listræns starfs- fólks séu í framtíðinni tengdir ráðn- ingartíma hvers leikhússtjóra, og honum sé ekki heimilt að ráða fólk nema fyrir þann tíma, sem hann sjálfur situr við stýrið. Höfundur er fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.