Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 10
10 MQRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JUNI 1991 Róðukrossinn sem gefinn var Búðakirkju. Morgunblaðið/Þráinn Bjamason Vegleg gjöf til Búðakirkju Hlíðarholti, Staðarsveit. Á hvítasunnudag 19. maí sl. fór fram guðsþjónusta í Búðakirkju á Snæfellsnesi. Sóknarpresturinn séra Rögnvaldur Finnbogason á Staðarstað predikaði en kirkjukór Búða- og Hellnasóknar söng við undirleik Key Wiggs frá Helliss- andi. Við þessa athöfn fór fram afhend- ing á róðukrossi úr silfri sem er minn- ingargjöf um hjónin Kristínu Þórunni Kristinsdóttur, f. 6. sept. 1921, d. 26. mars 1955 og Helga Guðlaug Salómonsson, f. 25. okt. 1915, d. 22. júlí 1981, en þau voru búsett í Ól- afsvík. Gefendur eru sex börn þeirra hjóna en þau eru Ragnheiður, Erling- ur, Svavar, Kristinn, Siguijón og Kristín. Gefendur voru allir viðstadd- ir athöfnina ásamt mökum sínum og börnum. Þá var einnig viðstaddur listamaðurinn sem gripinn smíðaði, Jens Guðjónsson gullsmiður, ásamt konu sinni. Séra Rögnvaldur þakkaði fyrir hönd safnaðarins, gefendum og lista- manninum þennan fagra grip. Að messu lokinni var öllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju á Hótel Búðum í boði safnarstjórnar. - Þ.B. Nýkomið í einkasölu gott steinhús, byggt 1953, með þrem íbúðum, 2ja, 3ja og 4ra herb., alls 188 fm, á góðum stað í miðbænum. Falleg 860 fm lóð. Opið í dag Árni Gunnlaugsson, hrl., 10—14 Og 18—19 Austurgötu 10, sími 50764. Húseign íHafnarfirði 011 RH 01 01 fl L^RUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I IwU'klw/U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali Til sölu á fasteignamarkaðinn voru að koma m.a. eigna: Nýleg og góð við Rekagranda Rúmgóð suðuríbúð á 2. hæð 83 fm. Ágæt sameign. Tvennar svalir. Stæði í nýju bílhýsi. Húsnæðislán kr. 2,2 millj. Ræktuð lóð. Laus strax. Efri hæð í tvíbýlishúsi 5 herb. 138 fm við Hlíðarveg Kóp. móti suðri og sól. 4 svefnherb. Allt sér. Bílsk. Glæsil. trjágarður. Húsnæðislán 2,3 millj. Endaíbúð - gott lán Á vinsælum stað við Laugarnesveg 4ra herb. endaíb. Töluvert end- urn. 3 svefnherb. Sólsvalir. Ágæt sameign. 40 ára húsnæðislán kr. 3,1 millj. Skipti mögul. á sérhæð, einbýlis- eða raðhúsi, helst í nágr. Stór og góð með stórum bflskúr 3ja herb. íb. á 2. hæð 86,8 fm í 3ja hæða blokk við Blikahóla. Ágæt sameign. Góður bílsk. 31,7 fm. Laus fljótl. Ein bestu kaup á fasteigna- markaðnum í dag. 2ja og 3ja herb. íbúðir á góðu verði Bergþórugötu, Hverfisgötu, Miklubraut, Snorrabraut, Ránargötu, Hraunbæ, Dalsel og Hringbraut. Vinsamlega leitið nánari upplýsinga. Skammt frá „Fjölbraut11 í Breiðholti 5 herb. góð íb. á 3. hæð í 3ja hæða blokk við Hrafnhóla. Sérþvað- staða. Góður sjónvskáli. Ágæt sameign. Mikið útsýni. Hagstætt verð. Skipti mögul. á raðhúsi, helst í nágr. í borginni og Garðabæ Nýleg og vönduð steinhús með tveim íbúðum, stórum bílsk. og vinnu- plássi á vinsælum stöðum. Eignaskipti mögul. Teikn. og nánari uppl. aðeins á skrifst. Þurfum að útvega fjárst. kaupendum 3ja herb. íb., helst í Fossvogí, á 1. hæð. Sérhæð við Stóragerði eða nágrenni. Sérhæð í vesturborginni eða Nesinu. Ennfremur einbýlis- og raðhús 110-150 fm. Miklar og góðar greiðslur í boðifyrir rétta eign. • • • Opið í dag frá kl. 10-16. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. _____________________________ var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150~21370 AIMENNA FAST EIGNASAL AN Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Hugsanlegt að krónan teng- ist ECU innan tveggja ára FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra segir að gera megi ráð fyrir því að íslenska krónan verði tengd Evrópumyntinni ECU á kjörtímabilinu, jafnvel innan tveggja ára, ef jákvæðar niður- stöður verða af úttekt Seðla- bankans og Þjóðhagsstofnunar á þessu máli, en ríkisstjórnin hefur falið þessum stofnunum að kanna áhrif þess að tengja krónuna við ECU. Tenging við Evrópumynt- ina hefði í för með sér að gengi krónunnar fylgdi ECU og geng- isfellingar íslenskra ríkissfjórna yrðu á meðan úr sögunni, jafn- framt að krónan yrði gjaldgeng í Evrópu. Friðrik ræddi meðal annars þessi mál á fundi fjármálaráðherra Norð- urlandanna í Stokkhólmi nú í vik- unni. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri stefna ríkisstjórnarinnar að kanna mjög gaumgæfilega hvort ekki væri ástæða til þess að tengja krónuna ECU til þess að ná fram stöðug- leika í efnahagslífinu. „Ríkisstjórn- in hefur falið Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun að gera úttekt á þessu," sagði hann. Hann sagði jafnframt að ef sú úttekt verður jákvæð, þá mætti gera ráð fyrir því að ríkisstjórnin mundi ákveða tengingu krónunnar við ECU, það væri bara spurning um tíma. Hann kvaðst telja að það yrði á kjörtímabilinu, jafnvel á næstu tveimur árum. Friðrik sagði ljóst að önnur Norð- urlönd hafi verið að tengja sig ECU. „Það er að vísu einfaldara fyrir þessi ríki á suman hátt vegna þess að skuldir þeirra eru kannski ekki eins mikið í dollurum og hjá okkur. En, það breytir ekki því að þessar þjóðir sem ætla sér að vera í einhvers konar Evrópusamstarfi, viðskiptasamstarfi, næstu árin, þær grípa til þessa ráðs til þess að ná fram þeim stöðugleika sem er for- senda hagvaxtarins að þeirra áliti. Ég hygg að við séum ekki á öðrum báti en þessar þjóðir. Það gilda í meginatriðum sömu lögmál hér á landi,“ sagði fjármálaráðherra. Hann var spurður hvort hann téldi að leita þyrfti eftir samstöðu út fyrir stjórnarráðið, til dæmis meðal aðila vinnumarkaðarins, til að þessi tenging krónunnar geti orðið að veruleika. „Formlega séð þarf það sjálfsagt ekki,“ sagði Frið- rik. „Eg á þó von á því að í þeim miklu viðræðum sem hljóta að fara fram á næstunni um kjaramál í víðtækustu merkingu, þá hljóta þessi mál að koma upp.“ Friðrik sagði athyglisvert hvern- ig Finnar hafi farið að. „Þeir tengdu finnska markið ECU á nánast and- artaki og einmitt til þess að búa jarðveginn undir kjarasamninga og undirstrika það að ef atvinnulífið semdi um meira en finnska markið þoldi, þá mundi það kalla fram at- vinnuleysi en ekki gengisfellingu marksins. Þannig álíta þeir að þeir geti náð fram ábyrgari kjarasamn- ingum en ella.“ Fjármálaráðherra sagði að það væri auðvitað erfiðara fyrir íslend- inga að ná þessu fram, ekki ein- göngu vegna skuldanna, heldur ef til vill einnig vegna þess hve háðir við íslendingar séum útflutningi á fiski og hve miklar sveiflur séu bæði á afurðaverði og afla. „Þess vegna kann auðvítað að vera erfið- ara fyrir okkur að finna viðmiðunar- punktinn í upphafi heldur en fyrir aðrar þjóðir. En, það breytir ekki því, að það er úrelt hagstjórnartæki að grípa sífellt til gengisfellinga til þess að leiðrétta þá skekkju sem kemur fram í efnahagslífinu og miklu meira vit í því, að gera sem flesta ábyrga fyrir ákvörðunum sínum, þar á meðal þá sem standa í kjarasamningum. “ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 594. þáttur Enn skal ég beijast gegn brottfalli eignarfallsendingar í talmáli okkar. Hef ég að vísu gert það fyrri, en sýnt er að ekki fellur tré við fyrsta högg. Margir góðir menn hafa komið að máli við mig vegna þessa fyrr og síðar og nú síðast Björn Þórhallsson í Reykjavík. Þeir eru jafnhneykslaðir og jafnundrandi og ég. Eg finn þess reyndar ekki merki í lesmáli, að eignarfalls- endingu sé sleppt, en hún á furðu ógreiða leið út úr munni ýmissa manna sem við vörpin vinna. Síðasta dæmið eru útvarpsfrétt- ir, þegar sagt var frá hæstarétt- ardómi í Hafskipsmálinu. Oftar en hitt sleppti fréttamaður s-i í eignarfalli orðsins Hafskip, tal- aði um þennan eða hinn starfs- mann „Hafskip“. Þetta gengur ekki, og ég bið nú málfarsráðu- naut ríkisútvarpsins að taka þetta mál fyrir og leiðrétta þá vitleysu sem uppi veður. Hér á ég aðeins við þess kon- ar eignarfall, þar sem enginn vafi getur leikið á, hvernig vera skuli. Ekki fer milli mála að skip er í eignarfalli eintölu skips. Stundum kann hins vegar að orka tvímælis hvort eignar- fallsending karlkynsorða sé s eða ar. Stundum má um slíkt deila, og stundum verða breyt- ingar á beygingu orða á löngum tíma, þær sem að Jokum eru látnar góðar heita. Ég ætla þó að minnast hér á lítilræði sem ég fæst ekki til að taka við möglunarlaust; 1) Karlmannsnöfn, sem sam- sett eru af Io. valdur (=voldug- ur) enda á essi í eignarfalli, og það þó vaffið hafi fallið brott og eftir standi aldur. Haraldur er þannig í eignarfalli Haralds, og maður er Iiaraldsson. Þor- valdur er í eignarfalli Þorvalds, og kona er Þorvaldsdóttir. Sama gildir þá um nöfn eins og Ásvaldur, Ástvaldur, Bjart- valdur, Gunnvaldur, Hervald- ur, Osvaldur; Rögnvaldur, Sævaldur og Ogvaldur. 2) Eitthvert fyrirbæri, að nafni spölur, kom fyrir í sjón- varpi. Eignarfall af því var haft „spöls“. Ekki þóknast mér það. Orðið spölur er í sama beyging- arflokki og köttur. Eignarfall er því spalar og fleirtala spelir. 3) í fréttaþættinum Að utan var föstudagskvöldið næst- síðasta talað um að „breyta um skotspóna". En spónn, og þar með skotspónn, er líka í sama beygingaflokki og köttur. Hljóðvarp verður í fleirtölunni, svo að hún er í þessu dæmi spænir, og eftir því lagi sem nú er á komið, ætti því að breyta um skotspæni. Spölur merkir tvennt. Annars vegar leiðarspotti, hins vegar rimill í grind. eða hjóli. I Gylfa- ginningu Snorra segir frá komu Þórs til Útgarða. Var þar allt stórskorið og grind mikil lokin aftur fyrir borghliði. En Þór og félagar hans smugu „milli spal- anna“ og komust svo inn. Orðið spölur á sér mörg frændyrði, svo sem spilda, spjald, fjöl, spelka og spjálk = sprauð í vef eða spýta til þess að þenja út skinn. Og þá man ég það, að sárþjáð kona hafði aðspurð við mig það hressilega orðalag um líðan sína, að „hún (sjálf) væri eins og út- spýtt tíkarskinn á kamarshurð". Þá vissi ég að henni leið að marki illa. ★ Spakmæli eigum við mörg og sum ærið forn, svo sem úr Orðs- kviðum Salómons og Háva- málum. En íslendingar eru hvergi nærri hættir áð segja spakmæli. Þættinum barst fyrir skemmstu lesmál með yfirskrift- inni Eyðnihættir, og er frá heilsugæslustöðinni í Bolung- arvík frá þeim tíma er Pétur Pétursson (f. 1947) var þar læknir. Eyðnihættir merkir í þessu sambandi málshætti (spakmæli, orðskviðir) til þess ætlaðir að vara menn við eyðni- smiti. Víða er þar minnilega að orði komist, og eru hér fjögur dæmi: „Grandar heilsu grúppu- sex. Gýs upp smit við gjálífi. Stafar fár af stóðlífi. Töff er gúmmígræjan." Spurningar til ykkar allra: 1) Mállýskumunur eftir landshlutum á íslandi er ekki mikill. Eigum við að leitast við að útrýma honum? Eigum við að reyna að viðhalda honum? Eða, eigum við að láta hann hlutlausan og fara sem fara vill? 2) Hvaða skilyrði um íslenskt mál ætti það fólk að uppfylla sem ráðið er í starf þular eða fréttamanns við vörpin (útvarp og sjónvarp)? 3) Hvort er réttara (smekk- legra) að segja vaskur eða vaski, sós eða sósa, kökuform eða kökuformur? 4) Hvernig beygist fuglsheit- ið Ijaldur? Eins og faldur, eða eins og Baldur? ★ Ennþá rignir yfir mig orðum um það sem er auðfarga eða torfarga í náttúrunni, eða skap- legt eða óskaðlegt umhverfinu. Halldór Þorsteinsson í Reykjavík stingur upp á orðunum vistsæll og óvistsæll. Þá hefur Halldór í leikdómi búið til orðið geðsvið fyrir e. range of emotion, og enn málsháttinn Því verr bragðast grauturinn sem fleiri hafa hann í pottinn búið (too many cooks spoil the broth). ★ Osvaldur ofan kvað: Ég átti hjarðir af hyrndum svartkúm og harem með 19 skartfrúm, ég átti hæpnustu hótel og helgarskotsmótel, ég var hlutgengur suðrí Khartoum. ■k „Takið þátt í fósturbörnum!“ Þvílíka hvatningu heyrði ég í varpi. Er þetta nú ekki einum um of? Skárra væri strax að hvetja fólk til að taka þátt í barnfóstri, ef aðhlynning land- svæða réttlætir svo hæpið líkingamál. Ljót var fyrirsögn hér í blað- inu sunnudaginn 9. þ.m.: „ís- lenskum lækni var veitt verðlaun fyrir rannsóknir.“ Hér á auðvit- að áð vera voru veitt verðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.