Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
180. tbl. 79. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 13. AGUST 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Utanríkisráðherra Hollands:
Alþjóðaráðstefna um
málefni Júgóslavíu
mögulega haldin af EB
Brussel. The Daily Telegraph.
HANS van den Broek, utanríkisráðherra Hollands, sem fer með
forystu í Evrópubandalaginu (EB), sagði í gær að EB myndi hugsan-
lega standa að alþjóðaráðstefnu um málefni Júgóslavíu ef forsætis-
ráð landsins finnur ekki lausn á vanda þess á fundi sínum í dag.
Van den Broek sagði við stjórn-
málanefnd Evrópuþingsins að svo
virtist sem forsætisráð Júgóslavíu
ætlaði sér að koma saman í dag til
að kanna möguleikana á að koma
á viðræðum um framtíð landsins.
„Við lítum svo á að ef forsætisráð-
inu tekst ekki að koma á viðræðum
á milli þeirra sem hlut eiga að máli
á næstu dögum séu líkur á því að
leitað verði til ríkjanna 12 [í EB]
Sovétríkin:
Einkavæðing-
arstofnun sett
álaggimar
Moskvu. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovét-
forseti gaf í gær út tilskipun
um að sett verði á laggirnar
stofnun til að einkavæða so-
vésk ríkisfyrirtæki.
Sovéska TASS-fréttastofan
skýrði frá forsetatilskipuninni í
gær en markmiðið með henni
virðist fyrst og fremst vera að
koma skipulagi á sölu ríkiseigna.
Hafa verið nokkur brögð af því
að ýmsar eignir, s.s. húseignir,
hafí verið seldar háttsettum
embættismönnum á gjafverði.
Stofnunin, sem mun heita
Soyuzgosfond á m.a. að búa til
reglur um hvernig standa beri
að einkavæðingu, söluskilmála
og semja við einstök lýðveldi
Sovétríkjanna um skiptingu
eigna. Það er yfirlýst stefna so-
véskra stjórnvalda að selja 80%
af eignum ríkisins.
og þau látin kanna möguleikana á
því að koma á alþjóðaráðstefnu um
framtíð Júgóslavíu," sagði hann.
Hann sagði að framtíð Júgó-
slavíu væri í höndum íbúanna, en
EB myndi halda áfram að „áminna
og veita ráðleggingar".
Utanríkisráðherra Hollands
skýrði stjórnmálanefndinni einnig
frá því að EB hefði haft samband
við rúmlega tuttugu ríki og hvatt
þau til að senda ekki vopn til Júgó-
slavíu. Hefðu viðbrögð við þessari
málaleitan verið jákvæð. Myndi
bandalagið beijast áfram fyrir því
að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti vopnasölubann til Júgó-
slavíu þó að hætta væri á að eitt-
hvað ríki myndi stöðva slíkan til-
löguflutning með neitunarvaldi.
Sjá nánar frétt á bls. 24
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Norrænir forsætisráðherrar funda
Málefni Evrópska efnahagssvæðisins bar hæst á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var
í Reykjavík í gær. Ráðherramir gáfu út yfirlýsingu um sameiginlegan vilja til að leggja sitt af mörkum til
að ljúka samningunum um EES. Einnig ræddu þeir um Eystrasaltsríkin, Júgóslavíu og framtíð norræns
samstarfs. Hér em ráðherrarnir við upphaf fundar síns í Ráðherrabústaðnum. Frá vinstri: Esko Aho frá
Finnlandi, Gro Harlem Brundtland frá Noregi, Davíð Oddsson, Ingvar Carlsson frá Svíþjóð og Poul Schlút-
er frá Danmörku. í dag skoða ráðherrarnir sig um í Vestmannaeyjum.
Sjá baksíðu, miðopnu og bls. 22.
íslamska Jíhad vill að arabískir fangar verði látnir lausir:
De Cuellar segir lausn gísla
málsins aldrei verið nær
Kennenbunkport, London, Beirút, Jerúsalem, Genf. Reuter.
PEREZ de Cuellar, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti
því yfir í gær að lausn gíslamáls-
ins í Beirút væri nú „nær en verið
hefur“ en honum var á sunnudag
afhent bréf frá samtökunum ísl-
amska Jihad þar sem þau segjast
reiðubúin að leysa gísla úr haldi
ef arabískum föngum verði veitt
lausn á móti. Ráðamenn í Was-
hington sögðu að .jákvæðar hlið-
ar“ væri að finna í bréfinu og
Bretar skoruðu á Ísraela að láta
nokkra arabíska fanga lausa til
þess að aukinn skriður kæmist á
gíslamálið.
Berlínarmúrinn 30 ára:
Deilt um framtíð múrsins
Berlín. Reuter.
ÞRJÁTÍU ár eru í dag liðin frá
því að Austur-Þjóðveijar hófu
byggingu Berlínarmúrsins til að
hindra straum flóttamanna yfir
til vesturhluta borgarinnar.
Upphaflega var múrinn 155 kíló-
metra langur en í dag standa
einungis eftir fjórir kílómetrar,
afgangurinn hefur verið rifinn.
í yfirlýsingu sem Helmut Kohl,
kanslari Þýskalands, sendi frá sér
í tilefni dagsins segir múrinn hafi
sýnt hið rétta andlit einræðisstjórn-
ar kommúnista. Alls létust 190
A-Þjóðveijar er þeir reyndu aðflýja
yfir þýsk-þýsku landamærin. í dag
ætla borgaryfirvöld Berlínar að
minnast fórnarlamba múrsins með
því að leggja krans á það svæði
er áður skipti borginni í tvennt.
Töluverðar deilur standa nú yfir
■ i
Reuter
A-þýskar sveitir fyrir utan Brandenborgarhliðið þann 13. ágúst 1961.
um hvað gera eigi við þann hluta
sem’enn stendur. Sumir vilja rífa
hann endanlega en aðrir, ekki síst
margir sagnfræðingar, vilja varð-
veita hluta til að geta sýnt kom-
andi kynslóðum.
Sameinuðu þjóðirnar birtu í gær
þýðingar á frönsku og ensku af bréf-
inu frá íslamska Jihad. Þar sagði að
samtökin væru reiðubúin til að sleppa
öllum Vesturlandabúum, sem í haldi
eru, ef „frelsishetjur" í Israel og
Evrópu yrðu látnar lausar.
De Cuellar sagði í gær að bréfið
bæri því vitni að mannræningjar í
Líbanon vildu leysa gíslamálið. Þegar
hann var spurður hvort lausn
gíslanna væri nú í nánd svaraði hann:
„Ég myndi ekki segja í nánd, en nær
en verið hefur."
George Bush Bandaríkjaforseti,
sem er nú í sumarfríi í Kennebunk-
port í Maine, sagði í gær að lítið
væri á innihaldi bréfsins að græða.
Marlin Fitzwater, talsmaður forset-
ans, sagði hins vegar í Washington
eftir að sérfræðingar höfðu rýnt í
bréfið að þar væri að fínna .jákvæð-
ar hliðar." Hann sagði Bandaríkja-
menn telja að bréfíð væri grundvöllur
viðræðna við Sameinuðu þjóðirnar
og stjórnarerindreka annarra ríkja.
Fitzwater kvaðst ekki vera að
andmæla Bush. Forsetinn hefði hins
vegar ekki lesið bréfíð, heldur aðeins
verið greint frá innihaldi þess. Þar
eru Bandaríkjamenn sagðir vera
„hinn mikli Satan.“
Það hefur komið mest á óvart að
í bréfi íslamska Jihad var minnst á
fanga í Evrópu. Talið er að samtökin
vilji fá lausa um tuttugu menn, sem
sitja í fangelsum í sjö löndum Evrópu
með dóma um allt frá morðum til
flugrána á bakinu. Þegar de Cuellar
var spurður hvort hann myndi beita
sér fyrir lausn dæmdra morðinga
sagði hann að það væri annar hand-
leggur: „Það er lagalegt vandamál,
sem er ekki beint sama eðlis og mál
hinna, sem í haldi eru.“
Uri Lubrani, aðalsamningamaður
ísraela í gíslamálum, átti á sunnudag
fund með de Cuellar í Genf. „Ég
verð að vera bjartsýnn, ég er alltaf
bjartsýnn," sagði Lubrani við frétta-
menn i gær eftir að hafa greint Yitz-
hak Shamir, forsætisráðherra ísrael,
og Moshe Arens varnarmálaráðherra
frá viðræðunum við framkvæmda-
stjóra SÞ. Hann vildi ekki tjá sig
nánar um fundinn. ísraelar hafa gef-
ið í skyn að þeir væru reiðubúnir að
leysa úr haldi þá araba sem teknir
hafa verið til fanga í Líbanon ef
þeim ísraelsku hermönnum sem
saknað hefur verið í Líbanon síðan
1982 verði sleppt. De Cuellar sagði
á sunnudag eftir fund sinn með Lubr-
ani að hann væri að grennslast fyrir
um örlög sjö israelskra hernianna
sem enn væri saknað.
Heimildarmenn innan raða
múslímskra heittrúarmanna í Beirút
sögðu í gær að náðst hefði samkomu-
lag í stórum dráttum um lausn vest-
rænna gísla áður en de Cuellar og
Lubrani komu saman til fundar. Þeir
hefðu einungis rætt frekari útfærslu
á fundi sínum.
Breska dagblaðið The Times hafði
í gær eftir fulltrúum Hizbollah-sam-
takanna (Flokki guðs) að þau hefðu
tvo ísraela í haldi og væru reiðubúin
að láta þá l'ausa ef arabískum föng-
um yrði sleppt. Þeir sögðu að fjórir
af ísraelsku hermönnunum sjö væru
fallnir og að einn væri í haldi hjá
Frelsissamtökum Palestínu (PLO).
Sjá nánar frétt á bls. 25