Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 "48 8-13 ... að njóta tunglskinsins. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ©1991 Los Angeles Times Syndicate Með morgimkaffmu 'i' Blessuð sæktu gleraugun þín í viðgerð á morgun ... Ef framabrautin er svona auðveld hér, því ert þú ekki forstjóri? HOGNI HREKKVISI V V C2DD 7-24 „SkELn'ÓKUR.lNN Lt'TUZ l/EL ÚT i P/iQ!" Sundföt óþörf Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar Fyrir kosningar boðuðu núver- andi stjórnarflokkar gangera breytingu varðandi sjávarútveg- inn, að eignaréttur þjóðarinnar á fiskimiðunum yrði settur í önd- vegi. Núverandi kvótakerfi færir nokkrum einstaklingum þessa eign allrar þjóðarinnar á silfurfati og er það verk Framsóknarflokks- ins fyrst og fremst. Framsóknar- flokkurinn ber mesta ábyrgð á hvernig komið er fyrir landbúnað- inum og það er ekki honum að þakka að þar stefnir nú í rétta átt. Auðvitað er þetta ekki auðvelt dæmi og samdrátturinn sem óhjá- kvæmilega mun verða í fiskveiðum á næsta ári auðveldar það ekki. Ef auðlyndaskattur hefði verið tekinn upp á sínum tíma í staðinn fyrir kvótakerfið væri staðan önn- ur nú. En misvitrir menn réðu ferðinni. En stjórnarflokkarnir ætla að standa við gefin heit þrátt fyrir erfiða stöðu og ber að þakka það. Annað vandamál sem taka þyrfti á er_ smáfiskadrápið. At- hygli manna hlýtur að að beinast að sliku þegar afli dregst saman. Það er ekki til sóma hvernig geng- ið hefur verið um miðin undanfar- in ár, það verða allir að viður- kenna. Leita veður leiða til að koma í veg fyrir smáfiskadráp og auka þannig viðkomu fiskistofn- anna. Það eru hagsmunir allra íslendinga að fiskimiðin gefi há- marksarð og ber með öllum ráðum að stuðla að því að svo verði. íslendingur Þessir hringdu . . . Síðir ennistoppar Sveitakona hringdi: „Mér líkar ekki að sjá hvemig hestamenn fara núorðið með hesta sína, faxið er haft allt of sítt og ennistoppurinn einnig. Ætli íþróttamennirnir ættu ekki erfitt með að hlaupa með hárið niður í augum. Þegar ég sé þetta langar mig oft til að fara og klippa ennistoppinn á blesuðum skepn- unum. Þarna mætti gera betur. Gleraugu Karlmannsgleraugu í dökk- blárri umgerð töpuðust fyrir hálf- um mánuði annað hvort við Snor- rabraut, við Kaffivagninn á Granda eða annars staðar. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 71282 á kvöldin. Vegna erfiðleika í ríkisbúskapn- um hafa ýmsar hugmyndir komið fram um það hvernig afla mætti ríkinu meiri tekna. Hátekjuskattur hefur verið nefndur og eru áreiðan- lega flestir á þeirri skoðun að tíma- bært sé að tekið verði upp annað skattþrep hér á landi, eins og tíðk- ast í nágrannalöndunum. Skatta- kerfið hér á landi er óréttlátt, það Ferðalangur hringdi Það var verið að finna að því á Rás 2 að fólk baðaði sig nakið á Hveravöllum og í Landmanna- laugum. Ég sé ekki að það skipti máli hvort fólk er í sundfötum þarna eða ekki því eftir að ofan í hveravatnið er komið sést ekki hvort fólk er í sundfötum eða ekki, svo mikið grugg er í vatn- inu. Þetta er því óþarfa nöldur. Gleraugu Gleraugu töpuðust 2. ágúst, sennilega fyrir utan Fjarðarkaup. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 91-31662. Köttur Flekkóttur köttur, svartur, hvítur og grár fór að heiman frá Víðigrund fyrir 10 dögum. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 42599. Peisa , Útpijónuð barnapeisa tapaðist á smíðavellinum í Breiðholti. I mynstrinu stendur „NATUR“. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 76554 eða 22377. er ekki eðlilegt að lágtekjufólkið greiði sama skatthlutfall og há- tekjufólkið. Eðlileg mörk fyrir há- tekjuskatt gætu til dæmis verið 150 þúsund króna mánaðatekjur og mætti hugsa sér að 80 prósent yrðu tekin af öllu þar framyfir. Þetta myndi auka tekjur ríkissjóð verulega. Þeim sem hafa svona háar tekjur er heldur engin vorkunn að greiða meiri skatt því þetta fólk hefur þó nóg eftir handa sjálfu sér. Hátekjuskattur myndi líka jafna launamisréttið og mætti með þessu slá tvær flugur í einu höggi. Vinstri stjórnin, sem kenndi sig við félags- hyggju, mátti ekki heyra hátekju- skatt nefndan enda bar hún ekki hag láglaunafólks fyrir bijósti. Ég hef trú á því að Viðreisnarstjórnin geri betur og endurskoði skatta- kerfíð með meiri jöfnuð í huga. Láglaunamaður Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða liringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki verða birt nafnlaus bréf scm eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Hátekjuskattur Vík\erji skrifar Hér í blaðinu birtist sl. laugar- dag frásögn af norrænu þingi um umferðarlækningar, sem hér hefur staðið. Þar var sérstak- lega vikið að hálsáverkum, sem sagðir eru algengasti áverkaflokk- urinn hjá þeim, sem lenda í umferð- arslysum í bifreiðum. Um þetta sagði Gunnar Þór Jónsson, yfir- læknir á slysadeild Borgarspítal- ans, m.a.: „Það er ekki innbyggt í Reykjavíkursálina að aka aftan á, svo leita verður annarra skýr- inga og þá koma léleg umferðar- mannvirki upp í hugann. Hér er eðlileg umferð alltaf að stoppa, þannig að ökumenn eru ekki alltaf á vaktinni með þeim afleiðingum að þeir aka aftan á næsta bíl.“ Það er áreiðanlega mikið til í þessum orðum yfirlæknisins. Raunar má segja, að hönnuðir umferðarmannvirkja á höfuðborg- arsvæðinu beri mikla ábyrgð á umferðarslysum hér. Dæmi: ak- reinin, sem liggur af Bústaðavegi niður á Kringlumýrarbraut, þegar ekið er til Kópavogs, er þannig úr garði gerð, að öruggt má telja, að aftanákeyrslur verði þar mjög tíðar enda er raunin sú. Sumir ökumenn fara of varlega á þessari akrein, ef svo má að orði komast. Þeir stoppa, þótt engin ástæða sé til og þeir, sem á eftir koma og vita, að engin ástæða er til að stöðva bilinn og eru þess vegna ekki undir það búnir keyra aftan á viðkomandi. Þessi tilhneig- ing fólks að stöðva þarna að ástæð- ulausu leiðir líka til þess, að þeir sem á eftir koma hneigjast til þess að aka út á Kringlumýrarbrautina með óvarlegum hætti fyrir aftan bílinn, sem stöðvar. Hér hefur veri búin til slysagildra, sérstaklega hönnuð af sérfræðingum. Hér hefur aðeins eitt dæmi ver- ið nefnt en þau eru fleiri eins og t.d. gatnamót Sóleyjargötu og Njarðargötu, þar sem menn geta aldrei verið öruggir um að þeir, sem aka niður Njarðargötu keyri ekki ijin í hlið þeirra, sem koma akandi eftir Sóleyjargötu. XXX Fundur forsætisráðherra Norð- urlandanna, sem hófst í gær, er óvenju mikilvægur að þessu sinni vegna stöðu EES-viðræðna. Persónuleg samskipti forsætisráð- herranna skipta verulegu máli, þegar erfið staða kemur upp eins og nú hefur gerzt. Víkveiji hefur haft spurnir af því, að sérstaklega gott samband hafi tekizt á milli Gro Harlem Brundtland og Davíðs 901:11 jiiil .tB Oddssonar, eftir að hinn síðar- nefndi tók við embætti forsætis- ráðherra, og að þau hafi haft mik- ið samband sín í milli símleiðis um stöðu mála. xxx Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Þorvaldar Skúlasonar í Norræna húsinu og Valtýs Péturssonar í Þrastarlundi, en þar hélt Valtýr margar sýning- ar á verkum sínum meðan hann lifði. Sýningar á verkum þessara þekktu málara og annarra af eldri kynslóð myndlistarmanna leiða huga Víkveija að því, að fyrir áhugamenn um myndlist er afar erfitt að fylgjast með því, sem er að gerast hjá ungum myndlistar- mönnum eða hafa yfirsýn yfir það, hveijir eru efnilegastir í þeim hópi. Ástæðan er sú, að svo margar sýningar eru haldnar hér á ári hveiju og svo margir myndlistar- menn eru á ferðinni, að það er nánast ómögulegt að fylgjast með þeim öllum. Er ekki tímabært að efna til stórrar yfirlitssýningar á verkum yngri myndlistarmanna til þess að fólk fái tækifæri til að kynnast verkum þeirra, m.a. í tengslum við verk annarra sömu kynslóðar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.