Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991
17
Signrður Rúnar Ragnarsson sveitar-
stjóri í Skútustaðahreppi:
Ibúaþróun snerist við með
tilkomu verksmiðjunnar
„ÞAÐ er okkur feikilega mikils virði að hafa gott og vel rekið fyrir-
tæki innan sveitarfélagsins," sagði Sigurður Rúnar Ragnarsson sveit-
arstjóri í Skútustaðahreppi í samtali við Morgunblaðið. Ætla má að
um 200 til 250 manns í hreppnum eigi beint eða óbeint lífsafkomu
sína undir verksmiðjunni, sem er um helmingur íbúa á staðnum, en
fyrir tilkomu hennar byggðist atvinnulíf í Skútustaðahreppi nær
eingöngu á búskap og ferðamannaþjónustu á sumrin. Auk þess að
veita atvinnu stendur Kísiliðjan hf. undir miklum hluta tekna Skútu-
staðahrepps.
. Morgunblaðið/KGA
Isak Sigurðsson á rannsóknarstofu Kísiliðjunnar
Isak Sigurðsson:
Meira hugsað um ytra
útlit verksmiðjunnar
Að sögn Sigurðar Rúnars snerist
íbúaþróun í Mývatnssveit við með
tilkomu Kísiliðjunnar og umtalsverð
fjölgun varð á sama tíma og fólki
fækkaði í sveitahreppum í grennd-
inni. „Fyrir u.þ.b. 25 árum bjuggu
hér rúmlega 300 manns og ekki er
ólíklegt að sú tala hefði lækkað líkt
og í nágrannasveitarfélögunum ef
Kísiliðjan hefði ekki verið stofnuð.
Með tilkomu hennar og síðar
Kröfluvirkjunar fór íbúatalan upp í
560, sem var veruleg aukning á því
tímabili og talsvert umfram lands-
meðaltalsaukningu," sagði Sigurð-
ur Rúnar.
Síðustu fjögur árin hafa hins
vegar ekki komið til nýir sprotar í
atvinnulífinu og árið 1990 fækkaði
fólki um rúmlega 5%. „Ferðaþjón-
ustan hér er í nokkrum vexti en
hún er ákaflega árstíðabundin og
stendur yfir stuttan tíma þannig
að það er erfitt að byggja heilsárs-
afkomu á henni nema fyrir mjög
fáa og það lét strax af sér vita í
íbúaþróuninni. Íbúaíjöldinn hefur
farið úr 560 þegar mest var og er
kominn í 515. Það má þess vegna
ekki vanmeta það þegar sveitarfé-
lag býr yfir auðlindum og nauðsyn-
in á því að nýta þær er augljós,“
sagði Sigurður Rúnar.
Sigurður Rúnar átti sæti í sér-
fræðinganefndinni sem skilaði
skýrslu um lífríki Mývatns í síðustu
viku. Hann segir að sér hafi í senn
verið það ánægjuefni og mikill létt-
ir að rannsóknirnar skyldu ekki
leiða í ljós samhengi á milli starf-
semi Kísiliðjunnar og aukinna
sveiflna í dýrastofnum vatnsins sem
fram hafa komið. „Þar að auki
fannst mér einkum þrennt vekja
athygli í niðurstöðum nefndarinnar.
I fyrsta lagi að þrátt fyrir að tæpur
þriðjungur af flatarmáli Ytriflóa
hafi verið dýpkaður heldur hann
sínum hlut í fjölda fugla miðað við
önnur svæði Mývatns. Flórgoði er
þar að vísu undantekning en honum
fækkaði mikið á milli talninga 1974
og 1990. Sú fækkun hefur hins
vegar ekki verið rakin til starfsemi
Kísiliðjunnar. í öðru lagi að þrátt
fyrir að sumum bestu fæðudýrum
fiska fækki, að minnsta kosti tíma-
bundið, við dýpkunina eru veiði í
net og holdafar fisks í Ytriflóa síst
lakari en í öðrum hlutum Mývatns.
Og í þriðja lagi er það mjög ólík-
legt að aukning næringarefna sem
berst með lindarvatni til Mývatns
hafí áhrif á lífsferla í vatninu,"
sagði Sigurður Rúnar.
Hann bendir á að þrátt fýrir þetta
segi niðurstöðumar ekki að útilokað
sé að kísilgúrvinnslan geti haft
áhrif á lífríki Mývatns til hins verra
eða til hins betra. „Þess vegna er
sjálfsagt að hafa fulla aðgát á
skipulagingu við nýtingu þeirra
auðlinda sem botnset Mývatns er,“
sagði Sigurður Rúnar. „Við verðum
hins vegar að hafa í huga að það
fer aldrei hjá því að starfsemi af
hvaða tagi sem er fýlgi einhver
áhætta. Hún getur verið marg-
vísleg, t.d. af félagslegum, hagræn-
um eða umhverfíslegum toga. Á
sama hátt getur áhætta fylgt því
að gera ekki neitt.“
Hann segist ekki telja að niður-
stöður rannsóknanna uppfylli skil-
yrðin til heimildarinnar um endur-
skoðun. „Það er heimilt að endur-
skoða ákvæði leyfísins ef að undan-
gengnum rannsóknum koma fram
varanlegar breytingar til hins verra
á lífríkinu. Þessar breytingar hafa
ekki komið fram þannig að það er
mjög vafasamt að skilyrðum endur-
skoðunarinnar sé fullnægt," sagði
Sigurður Rúnar.
Aðspurður að því hvernig honum
litist á breytta eignaraðild í Kísiliðj-
unni með tilkomu Alleghany sagðist
hann telja hana mjög jákvæða og
líta svo á að með því væru verk-
smiðjunni skapaðir enn betri vaxt-
Morgunblaðið/KGA
Sigurður Rúnar Ragnarsson
sveitarstjóri í Skútustaðahreppi.
ar- og þróunarmöguleikar en Man-
ville-fyrirtækið var, að sögn Sigurð-
ar Rúnars, orðið aðkreppt vegna
skaðabótamála sem það hafði lent
í sökum heilsuspillandi áhrifa asb-
ests.
FRAMLEIÐSLA kísilgúrs er í
stuttu máli fólgin í námi leðju
af botni Mývatns, hreinsun,
þurrkun, glæðingu, mölun,
flokkun og pökkun. Á rann-
sóknarstofu Kísiliðjunnar er
fylgst með því að kísilgúrinn
standist þær kröfur, sem til
hans eru gerðar. Kísilgúr er
einkum notaður til síunar á
vökvum, t.a.m. olíum, vatni, lyfj-
um, bjór, víni og flugvélabensíni
en einnig er hann notaður sem
fylliefni í málningu, tannkrem,
plast, pappír, áburð o.fl.
ísak Sigurðsson hefur starfað í
Kísiliðjunni frá stofnun hennar
árið 1966, við pökkun, í skemm-
unni og undanfarin ár á rannsókn-
arstofunni. „Mitt starf er fólgið í
því að mæla hve mikið hrat er í
kísilgúrnum og verður hver mæl-
ing að fylgja ákveðnum, mjög
nákvæmum staðli,“ sagði ísak, í
samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að miklar breytingar
hafi orðið á vinnslu kísilgúrsins frá
því að verksmiðjan var stofnuð.
„Tækjakosturinn og þá sérstak-
lega mengunarbúnaðurinn hefur
verið stórbættur og það er meira
hugsað um útlit verksmiðjunnar
frá umhverfissjónarmiði með því
að planta tijám í nágrenni kennar
og fegra umhverfíð,“ sagði ísak
Sigurðsson.
. Morgunblaðið/KGA
Erla Björk Örnólfsdóttir líffræðingur kemur krabbagildrum fyrir í
Mývatni en hún hefur í sumar stundað rannsóknir á fjölda krabbateg-
unda og fæðu einnar tiltekinnar, korhátu, sem er helsta fæða anda
og bleikju á svæðinu.
Morgunblaðið/KGA
Sigurgeir Stefánsson sem vinnur
við dælingu kísilgúrsins úr Mý-
vatni
breytt það er, þar sem ég er ekki
í því sama á vetrum og sumrum,“
sagði Sigurgeir í samtali við Morg-
unblaðið. „Að vísu er hér mikið
unnið, alla daga ársins, ef vel selst
en ég er mjög sáttur við þetta fyrir-
komulag," sagði Sigurgeir að lok-
um.
Árni Halldórsson, bóndi í Garði:
Fólksfjölgunin í Mý-
vatnssveit var þjóðarslys
„ÉG ER fæddur hér og uppalinn og hef fylgst með þessu grotna nið-
ur svo ég þarf enga skýrslu til að segja mér hvaða áhrif kísilnámið
hefur á lífríki Mývatns," sagði Árni Halldórsson bóndi í Garði í Mý-
vatnssveit í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Árna var fólksfjölgunin
í Mývatnssveit þjóðarslys.
„Þetta óskaplega hrun byijaði
með tilkomu Kísiliðjunnar hvernig
sem á því stóð og hefur staðið síðan
með nokkrum uppsveiflum við og
við. í vor gumuðu menn til dæmis
þessi ósköp af því hversu mikið
væri af mýi og lífríkið blómlegt en
nefndu ekki eða gerðu sér ekki grein
fýrir því að það vantaði tvær aðalmý-
tegundirnar, bæði bitmýið og stóru
toppfluguna. Það er eingöngu
smámý hérna á grunnu svæðunum
í Ytriflóa, Kiðeyjarbol og Nes-
landavík og eitthvað í Álftavog, allt
annað er steindautt," sagði Árni og
bætti því við að ofan til í Laxá hefði
lítið orðið vart vargflugu en undir
venjulegum kringumstæðum hefði
átt að vera krökkt af henni miðað
við þá veðráttu sem ríkt hefur norð-
anlands í sumar.
Að sögn Árna sýna athuganir sem
gerðar voru fyrir skömmu að leirlos
í Mývatni er einungis 0,7 en 13,3 í
Sandvatni. „Vatnið er sem sagt orð-
ið svo mengað að það þrífst ekki í
því þörungurinn sem heldur lífríkinu
uppi,“ sagði Árni.
Hann sagðist telja að niðurstöður
sérfræðinganefndarinnar sýndu það
berlega að skaðinn í vatninu væri
tilkominn vegna dælingar Kísiliðj-
unnar. „Verksmiðjunni verður aldrei
hleypt suður fyrir Teigasund og í
Syðriflóa. Það er mitt mat að hún
fái að starfa í Ytriflóa í þijú til fimm
ár í viðbót en verði síðan lokað,“
sagði Árnj og bætti við: „Hins vegar
ber skýrslan það með sér að hún er
málamiðlunarplagg sem tekur ekki
á neinu enda kannski ekki nema von
þar sem ekki eru til neinar rannsókn-
ir frá fyrri tíð. Sérfræðingarnir nú
komu hér að helsjúku umhverfinu
og eru ekki búnir að glöggva sig
fyllilega á þessu.“ Hann sagðist
sannfærður um að það væri ekki
tilviljun að lífríkisdauðinn í vatninu
færi saman við aldur Kísiliðjunnar.
„Það er hins vegar svo að allur frét-
Morgunblaðið/KGA
Árni Halldórsson bóndi í Garði I
Mývatnssveit.
taflutningur er litaður þar sem
fréttaritararnir eru undantekningar-
laust starfsmenn Kísiliðjunnar, fyrr-
verandi starfsmenn eða venslafólk
þeirra. Þegar andstæðingar Kísiliðj-
unnar segja eitthvað ætlar allt um
koll að keyra og það hefur meira
að segja komið fyrir að fréttamenn-
irnir séu teknir í gegn,“ sagði Árni.
„Mælingar staðfesta það sem við
höfum alltaf séð þegar borin eru
saman t.d. Mývatn og Sandvatn hér
skammt frá sem eru svipuð vötn. í
seinna vatninu hafa fram til þessa
dags verið allar tegundir af flugum
og fugli alveg eins og áður. í Mý-
vatni hins vegar er allt að hrynja
og nú er málum þannig háttað að
silungurinn er að drepast í Laxá,
grindhoraður og ekkert af honum,“
sagði Árni.
Hann sagði að það væri ekkert
annað til ráða en að starfsemi verk-
smiðjunnar yrði lögð niður. „Það er
alveg ljóst að verksmiðjan verður
að fara og sennilega verður að gera
mikíu meira ef við ætlum að bjarga
einhveiju en þjóðin verður að gera
upp við sig hvort hún vilji það. Að
mínu mati er nauðsynlegt að loka
borholunum og hætta að hleypa úr-
rennslinu frá hótelunum í vatnið en
það er gert,“ sagði Árni.
Hann sagðist telja að Mývatns-
svæðið bæri ekki þann fjölda fólks
sem byggi þar nú. „Ég held að svona
svæði beri ekki nema 250 manns
og þessi fólksfjölgun hér var að
mínu mati meiriháttar þjóðarslys því
það er nóg pláss fyrir fólk á ís-
landi. Það er óþarfi að troða svona
mörgum hingað því þetta er nokkurs
konar þjóðgarður," sagði Árni.
„Svo vildi ég ekki sjá hótel hérna,
þau ættu að vera á Akureyri og
Húsavík þár sem þau eru miklu betri
til nýtingar. Það er svo mikið að sjá
í Þingeyjarsýslum og því væri stór-
kostlegt að skipuleggja ferðir um
svæðið. Ef Mývatnssvæðið á að fá
að vera náttúrulegt svæði þá er
nauðsynlegt að hefta fjölgunina,"
sagði Árni að lokum.