Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. AGUST 1991
49
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Memiingiimii þjón-
að um allt land
„Hins vegar eru fréttamenn fyrr-
nefndrar stofnunar (Ríkisútvarps-
ins) ekki alltaf svona áhugasamir
um menningarviðburði á lands-
byggðinni. Leikfélög, kórar og ung-
mennafélög hafa stundum fengið
kaldar kveðjur hjá útvarpi allra
landsmanna, hafi þeir viljað vekja
athygli á störfum sínum.“ Þessa
kveðju sendir einhver ónafngreind
„Kría“ og segir að með birtingu
fréttar um kirkjukaffí í Lyngbrekku
í síðdegisfréttum útvarps á sunnu-
daginn um verslunarmannahelgi
hafi verið gefið fordæmi fyrir for-
kólfa alþýðumenningar í borg og
sveit að vekja athygli á störfum
sínum.
Um þessar mundir (14. ágúst)
er níu ár liðin frá því formlega
hófst rekstur svæðisútvarps Ríkis-
útvarpsins á Norðurlandi og síðar
var bætt við hliðstæðri þjónustu á
Austurlandi og Vestfjörðum. Varla
þarf að taka það fram að starfsfólk
Ríkisútvarpsins um allt land hefur
ekki aðeins unnið náið með þeim
sem standa að hvers kyns alþýðu-
menningu, um kynningu á starfi
og að flutningi á verkum þeirra,
heldur hefur reglubundinn frétta-
flutningur svæðisútvarpsstöðvanna
orðið til þess að margfalda frétta-
flutning af menningarstarfi heima
í héraði.
í rauninni má segja að slíkum
þáttum sé hlutfallslega betur sinnt
í þeim landshlutum sem hafa svæð-
isútvarp en á höfuðhorgarevæðinu,
þar sem þarf að taka tillit til allra
hlustenda á landinu. Þrátt fyrir það
hafa fréttamenn Ríkisútvarpsins
sinnt þeirri þjónustu af mikilli alúð
og jafnan komið þeim fréttum á
framfæri við fréttamenn landshlut-
astöðvanna, þegar slíkt á betur við
og ef fréttatímar rúma ekki allar
aðsendar fréttir.
Ekki verður séð af klausunni f
Velvakanda hvort hin nafnlausa
„Kría“ þekkir hér til af eigin raun,
en fæst bendir til þess. Mikil og
náin samvinna Ríkisútvarpsins um
allt land við aðstandendur menning-
arviðburða á sér langa sögu. En
rétt er þó að ítreka, hafí það farið
fram hjá einhveijum, að utan
Reykjavíkur starfa fréttamenn Rík-
isútvarpsins á ísafirði, Akureyri og
Egilsstöðum og þar er fúslega tekið
við fréttum af allri menningarvið-
leitni, sem og af öðrum þáttum þjóð-
lífsins.
Bjarni Sigtryggsson,
forstöðumaður Rikisút-
varpsins á Norðurlandi.
SIEMENS
a
I
Rafmagnsofnar frá
Siemens í miklu úrvali
SMITH &NORLAND
NÓATÚNI 4 ■ SÍMI 28300
Sigurinn Jesú, hins
slátraða lambs
„Opinberunarbók Jóhannesar" er
vissulega merkilegasta bók Nýja
Testamentisins. Það er bók um
lamb Guðs. Hver er lambið? Jóhann-
es skírari segir um Jesú: „Sjá lamb-
ið Guðs, sem tekur á sig syndir
heimsins. (JH 1, 29). Páll postuli
segir (1. Kor 5,7): „Páskalambi
voru er slátrað, sem er Kristur“.
Og Jesaja spáði um Jesú (53,7):
„Eins og lamb, sem leitt er til slátr-
unar lauk hann eigi upp munni sín-
um“. Skoðanir vísindamanna um
bókina eru mjög skiptar. Hvere
vegna? Margir lesa bókina sem ráð-
gátu, sem dularfullan spádóm kirkj-
usögunnar og við getum auðvitað
gert það ef við spyijum t.d. hvað
þýðir „þúsundáraríkið", innsiglin
sjö, englamir sjö, sem halda á bás-
únunum sjö, hin litla bók, vottarnir
tveir, konan og drekinn, dýrin tvö,
sjö síðustu plágurnar, skálamir sjö,
hin fallna Babýlon, hver er hinn
þrisvar vondi 666 o.s.frv.? En get-
um við lesið bókina af gagni, gleði
og ánægju ef við sleppum ofan-
greindum spurningum? Vissulega!
Herra Sigurbjörn Einareson,
biskup, segiri í skýringum sinum á
Opinberunarbókinni (bls. 30): „Hún
er ekki spá“. Ég er sammála því,
en vil bæta við: „Höfundurinn, há-
fleygt skáld, hefur ekki skrifað bók-
ina til að þvinga okkur, til að leita
svara við áðumefndum spurning-
um, heldur sem lofsöng um sigur
Guðs Lambsins, sem fyrir okkur er
slátrað. Bókin er ljóðaljóð, sem sýn-
ir Lambið tilbeðið með föður sínum
í hásæti (5,6-14), brúðkaup Lambs-
ins (19, 5-8) og nýja Jerúsalem með
hásæti Guðs og Lambsins (22,5).
Líkt og mannsonurinn kemur í
dýrð sinni og situr í dýrðareæti sínu
til að dæma allar þjóðir heimsins
(Mt 25), svo „stendur Lambið á
Zíonsfjalli og með honum 144 þús-
und, sem höfðu nafn Lambsins og
nafn Föður þess skrifað á ennum
sér“ (14,1).
Hver er boðskapur Opinbemnar-
bókarinnar? Hún er skrifuð ca. 96
e.Kr. Domitianus, sem var þá róm-
verskur keisari krafðist þess að
þegnar ríkisins ávörpuðu hann sem
guð og hann ofsóttP grimmilega
kristna menn, sem gerðu það ekki.
Boðskapur bókarinnar er hug-
hreysting til safnaðanna í þessum
blóðugu ofsóknum. Lokasigurinn
er ekki keisarans heldur Lambsins.
Þetta er lykillinn og leiðarvísirinn
að lestri þessarar bókar. Hvernig
er Lambið þá sigurvegari? Lambið
keypti menn Guði til handa með
blóði sínu. Þeir hafa þvegið og hvít-
fágað skikkjur sínar í blóði Lambs-
ins (5,9). Aðeins Lambið getur lok-
ið upp bókinni og innsiglunum sjö
(5,5). Lambið verður tilbeðið
(5,8-14). Óteljandi múgur hrópar:
„Hjálpræðið kemur frá Guði og
Lambinu (7,9). Lambið sigrar dýrið,
djöfulinn, því Lambið er Drottinn
drottna og konungur konunga
(17,14). Dómurinn kemur fyrir reiði
Lambsins yfir konunga jarðarinnar,
herforingja, auðmenn og mektar-
menn (6,15). Þeir, sem eiga nafn
sitt ritað í Lambsins bók ... þeir
einir skulu ganga inn í musteri, sem
er Guð sjálfur og Lambið
(21,27,11). Sælir eru þeir sem boðn-
ir eru í brúðkaup Lambsins (19,6).
í nýja Jerúsalem mun vera hásæti
Guðs og Lambsins og móða lífs-
vatnsins rann hjá hásæti Guðs og
Lambsins (22,13). Við undrumst
ekki að skáldið með slíku hugmynd-
aflugi, sem kallar Jesú ekki sjaldn-
ar en 28 sinnum „Lamb Guðs“
bendir líka á Jesú með fleiri en
tuttugu öðrum nöfnum eins og
„Orð Guðs“ (19,13); „Mannsson“
og „Sonur Guðs“; „ljón Davíðs“,
„riddari", „Drottinn drottna“
o.s.frv.
Eins og áður hefur komið fram:
Boðskapur Opinberunarbókarinnar
er lokasigur Lambsins á ríki djöfuls-
ins (Andkristsins). Þessi spádómur
á að nægja okkur.
Sr. Jón Habets.
BÍI.DSHÖKDA 20-112 RKYKJAVÍK -SÍMI91-681199 - KAX 9I-67J5II
Víð eígum allar stærðir af fallegum fataskápum og verðið
slær enginn út.
«*JUIi