Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991
Fjórðungsúrslitin í Brussel;
Short koltapaði, Karpov
og Ivantsjúk óheppnir
___________Skák______________
Margeir Pétursson
FJÓRÐUNGSÚRSLIT áskor-
endakeppninnar í skák hófust
með miklum látum í Brussel á
sunnudaginn. Fyrst til að ljúka
var viðureign Englendingsins
Nigel Short og Sovétmannsins
Borís Gelfand. Fyrir fram var
talið að það einvígi gæti orðið
hvað mest spennandi, en Short
var óþekkjanlegur og tapaði
með hvítu í aðeins 24 leikjum.
Tímahrak tók drjúgan toll i
tveimur skákum. Ivantsjúk hafði
teflt mjög vel gegn Júsúpov, en
gaf peð af óskiljanlegum ástæð-
um og varð að sætta sig við jafn-
tefli. Anand tefldi hratt og afar
yfirborðskennt gegn Karpov og
komst upp með það, því heims-
meistarinn fyrrverandi lék ótrú-
lega illa af sér í vænlegu enda-
tafli. Þegar skákin fór í bið
blasti jafnteflið við. Eina skákin
sem gekk nokkurn veginn eðli-
lega fyrir sig var viðureign Tim-
mans og Kortsnoj þar sem hinn
síðarnefndi lenti í heldur lakara
endatafli sem hann hélt þó ör-
ugglega.
Það var engin lognmolla yfir
þessum upphafsskákum einvígj-
anna Qögurra, þær voru allar tefld-
ar þar til minnsta vinningsvon var
úr sögunni. Fjórðungsúrslitin eru
nú í fyrsta skipti öll á sama stað.
Alþjóðlega fyrirtækið SWIFT sem
annast fjármunafærslur á milli
banka og hefur höfuðstöðvar sínar
í Brussel, stendur fyrir þeim. Það
greiðir líka öll verðlaun í næstu
heimsbikarkeppni sem hefst hér í
Reykjavík í haust.
Tefldar verða átta skákir í hverju
einvígi. Ef staðan verður jöfn að
þeim loknum verða tefldar styttri
skákir þar til úrslit fást. Tími kepp-
enda verður þá minnkaður í 45
mínútur á 60 leiki og síðan hafa
þeir 15 mínútur fyrir hverja 20
leiki eftir það. Í fyrstu umferð
áskorendakeppninnar þar sem háð
voru sjö einvígi þurfti að gera út
um fjögur þeirra með slíkum hætti.
Short var óþekkjanlegur
Þótt Nigel Short sé aðeins ný-
orðinn 26 ára þarf að fara mörg
ár aftur í tímann til að sjá hann
tefla jafnilla og í fyrstu skákinni
við Gelfand.
Hvítt: Nigel Short
Svart: Borís Gelfand
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 -
cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — a6
6. f4 - Dc7 7. Be2 - e5 8. Rb3
í bók sinni um Najdorf-afbrigði
Sikileyjarvarnar mælir John Nunn,
aðstoðarmaður Shorts, með 8. Rf5,
sem er mun hvassara.
8. - b5 9. 0-0 - Bb7 10. Dd3 -
Rbd7 11. a3 - Be7 12. g4?
Eftir fremur rólega taflmennsku
skiptir Short um skoðun og blæs
til sóknar. Slíkt kann ekki góðri
lukku að stýra og hann veikir að-
eins eigin stöðu.
12. - exf4 13. Bxf4 - Re5 14.
Bxe5 - dxe5 15. g5 - Rd7 16.
h4 - 0-0 17. Rd5?! - Bxd5 18.
exd5
18. - e4! 19. Dxe4 - Dg3+ 20.
Dg2 — Dxh4 21. Hadl — Bxg5
22. Hd3 - Hae8 23. Hf5 - h6
24. Rd2? — Rc5 og Short gafst
upp. Það verður vafalaust erfítt
fyrir Englendinginn að ná sér á
strik eftir þessa útreið. Honum
hefur vegnað vel það sem af er
árinu, sigraði t.d. í Amsterdam
ásamt Salov, á undan Karpov og
Kasparov á meðan Gelfand hefur
verið í öldudal.
Tiraman komst ekkert áfram
gegn Kortsnoj
Viktor Kortsnoj er langelstur
áskorendaefnanna, hann varð sex-
tugur í vor. Karpov, sem nýlega
varð fertugur, er næstelstur, og
síðan kemur Timman sem einnig
verður fertugur í desember. Það
eru engin ellimörk á taflmennsku
Kortsnojs þótt margir hafí afskrif-
að hann eftir ósigurinn gegn Jó-
hanni í Saint John 1988. Hann er
langreyndasti einvígismaðurinn í
hópi keppenda og víst er að fáir
stórmeistarar eru jafn þaulsetnir
við æfíngar og hann.
í fyrstu skákinni valdi Timman
fremur meinlaust afbrigði með
hvítu og þótt hann kæmist út í
heldur betra endatafl reyndist
Kortsnoj vandanum vaxinn.
Hvítt: Jan Timman
Svart: Viktor Kortsnoj
Nimzoindversk vörn
I. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 -
Bb4 4. Dc2 - 0-0 5. Rf3 - c5
6. dxc5 — Ra6 7. g3 — Rxc5 8.
Bg2 - Rce4 9. Bd2 - Rxd2 10.
Rxd2 - d5!?
Hér er oftar leikið 10. — Hb8
og síðan b6 og Bb7. En það er
ekki nægilega kröftugt framhald
fyrir Kortsnoj sem er ófeiminn við
að taka á sig stakt peð.
II. 0-0 - Bd7 12. cxd5 - exdð'
13. a3 - Bxc3 14. Dxc3 - Db6
15. Db3 - Bb5 16. Hfel - Da6
17. e3 - Hac8 18. Hecl - Hc6
19. Db4 - Hfc8 20. Hxc6 - Dxc6
21. Hel - Dc5 22. Dxc5 - Hxc5
23. Rf3 - Kf8 24. Rd4 - Ba4
25. Bfl - g6 26. f3
26. - Bd7 27. Kf2 - Re8 28.
Hdl - Ke7 29. Hd2 - Ba4 30.
Be2 - Rc7 31. Bd3 - Re6 32.
b3 - Bd7 33. Re2 - Hc7 34. Bbl
- Bc6 35. b4 - Hd7 36. Ba2 -
a6 37. Bb3 - Hd8 38. Hdl -
Hd7 39. g4 - Hd8 40. h4 - h6
41. Hd2 - f5 42. Kg3 - Kf6 43.
Hdl — fxg4 44. fxg4 — g5 45.
Hfl+ — Ke7 46. Rd4 - Rxd4 47.
exd4 — Hf8 48. Hxf8 og hér var
samið jafntefli.
Júsúpov slapp með skrekkinn
Það hefur örugglega verið
þungu fargi létt af Artúr Júsúpov
þegar hann hafði sloppið með jafn-
tefli gegn „krónprinsinum“ Vassilíj
Ivantsjúk. Það er strax orðið ljóst
að ekki fer eins illa fyrir Júsúpov
og Júdasín, sem tapaði fjórum
fyrstu skákunum fyrir Ivantsjúk í
einvígi þeirra í Riga í janúar. Júd-
asín hefur reyndar ekki borið sitt
barr eftir það einvígi og fallið úr
hópi 2.600 stiga stórmeistara. Mið-
að við gang skákarinnar er þó
hætt við að róðurinn verði þungur
fyrir Júsúpov, sem er þó nýbúinn
við vinna glæsilegan sigur á móti
í Hamborg.
Júsúpov hafði svart og lenti
snemma í verri stöðu þótt upp
kæmi frekar rólegt afbrigði af
franskri vöm. Tilraunir hans til að
ná mótspili leiddu til þess að Ivant-
sjúk sneri á hann og vann tvo
menn fyrir hrók og peð. Júsúpov
sá sig knúinn til að fóma skipta-
mun til viðbótar fyrir gagnfæri og
var þá orðinn manni undir fyrir tvö
peð. En þá kom tímahrak til sög-
unnar, er Ivantsjúk virtist hafa ráð
andstæðingsins í hendi sér urðu
honum á óskiljanleg mistök er hann
lét enn eitt peð af hendi.
Hvítt: Vassilíj Ivantsjúk
Svart: Artúr Júsúpov
Frönsk vörn
1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rd2 -
c5 4. exd5 — exd5 5. Rgf3 — Rc6
6. Bb5 - Bd6 7. dxc5 - Bxc5
Þetta afbrigði þæfðu þeir Karpov
og Kortsnoj fram og til baka í
einvígjum sínum 1974 og 1978 án
þess að vamir svarts yrðu brotnar
á bak aftur.
8. Rb3 - Bd6 9. 0-0 - Rge7 10.
Hel - 0-0 11. Bg5 - Bg4 12.
Bh4 - He8 13. Bg3 - Bxg3 14.
hxg3 — Db6
Þessi staða er þekkt úr fræðun-
um, kom t.d. upp í skák Balasjovs
og Uhlmanns á minningarmóti Alj-
ekíns í Moskvu 1971 og er talin
hagstæð hvíti. Balasjov lék hér 15.
Bd3, en Ivantsjúk velur hvassara
framhald.
15. a4 - h6?! 16. Dd2 - Bxf3
17. gxf3 - Had8 18. f4 a6 19.
Bfl - Hd6 20. a5 - Dc7 21. Rc5
Júsúpov hefur ekki fundið virka
áætlun og Ivantsjúk er kominn með
mjög sterka stöðu. Nú fer Júsúpov
á stað með h-peðið sem virðist
fremur örvæntingarfull tilraun til
að ná mótspili.
21. - h5 22. Ha3 - h4 23. g4 -
Hf6 24. Rd3 - Rd4?
Það er spurning hvort þessi og
næsti leikur Júsúpovs byggjast á
yfírsjón eða hvort hann hefur ætlað
að fóma liði.
25. Re5 - Rec6 26. Rxc6! -
Hxel 27. Rxd4 - He4 28. Rf5?
Sterkast var 28. Re2! og hvítur
heldur liðsyfírburðum sínum. Nú
höfðu keppendur aðeins rúma
mínútu hvor fram að 40. leik.
28. - Hxf4 29. f3 - H4xf5 30.
gxf5 — Ilxf5 31. Hc3 — Dg3+
32. Dg2 - Del 33. Kh2 - De5+
34. Khl - Hg5 35. Df2 - Df4
36. Hd3 - Hg3 37. Hd4 - Dg5
Það er alveg ljóst að Júsúpov
hefur ekki fullnægjandi sóknarfæri
fyrir liðið sem hann hefur fómað
og hræðsluviðbrögð Ivantsjúks,
sem koma fram í næsta leik hans,
eru með öllu óskiljanleg. Eftir 38.
Kh2 er ekki nokkur leið að sjá
hvernig svartur ætlar að halda
áfram sókninni og hvítur hlýtur að
vinna á liðsmuninum. 38. — De5
er þá auðvitað svarað með 39. f4
og síðan 40. Bg2.
38. Hg4? — Hxg4 39. fxg4 —
Dxg4 40. Bd3 - g6 41. De3 -
Da4 42. Db6 - Kg7 43. b4 -
Dal+ 44. Kg2 - De5 45. Df2 -
g5 46. Df3 - Dd4 47. Df5 - De3
48. Dh7+ —'Kf8 49. Dh6+ - Ke7
50. Dh5. Jafntefli.
Anand komst upp með
kaffihúsataflmennsku
Eftir rólega byijun og uppskipti
á drottningum strax í tíunda leik
hjá þeim Anand og Karpov hefði
mátt búast við að niðurstaðan yrði
stutt jafntefli. Reyndin varð hið
gagnstæða, Anand tefldi framhald-
ið mjög frumlega, lét t.d. af hendi
biskupaparið. Karpov fór sér mjög
hægt, en tókst þó á endanum að
nýta sér veikingar Indveijans til
að ná betri stöðu. Fljótlega upp úr
tímamörkunum í 40. leik var ljóst
að Karpov myndi vinna peð, en
með sífelldum hótunum tókst An-
and að halda ákveðnu lífí í stöð-
unni. Rétt fyrir tímamörkin í 60.
leik hafði hann loks erindi sem
erfíði er Karpov lék hrottalega af
sér og gaf kost á mannsfóm sem
virðist tryggja Anand jafntefli í
biðstöðunni.
Indveijinn kemur þó ekki sterkur
út úr þessari fyrstu skák, það er
að vísu mjög erfítt að mæta hraðri
og virkri taflmennsku hans en
skorturinn á dýpt er tilfinnanlegur.
Lágmarkið er að hafa drottning-
amar inná ef hann ætlar að halda
uppteknum hætti.
Hvítt: Vyswanathan Anand
Svart: 'Anatolíj Karpov
Caro-Kann vörn
1. e4 - c6 2. d3 - d5 3. Rd2 -
e5 4. Rgf3 - Bd6 5. De2 - De7
6. d4 — exd4 7. exd5 — cxd5 8.
Rxd4 - Rc6 9. R2b3 - Rf6 10.
Dxe7+ - Kxe7 11. Bd2 - He8
12. 0-0-0 - a6 13. f3 - Kf8 14.
Bc3 - Re5 15. Kbl - b6 16.
Bd3?! - Rxd3 17. Hxd3 - Bd7
18. Hddl - Hac8 19. Rcl - Rh5
20. g3 - g6 21. Rd3 - a5 22. ’
Bd2 - f6 23. Hhel - Hxel 24.
Bxel - Rg7 25. Bf2 - Bc7 26.
b4?!
Auðvitað má Karpov ekki leika
26. — axb4? 27. Rxb4 og svarta
peðið á d5 fellur, en með þessu
veikir Anand sína eigin stöðu og
eyðir þar að auki dýrmætum tíma.
26. - Kf7 27. b5 - Rf5 28. a4 -
Re7 29. Re2 - g5 30. g4 - Rg6
Með látlausri riddaratilfærslu
hefur Karpov á dæmigerðan hátt
náð ákveðnu fmmkvæði vegna
möguleikans Rg6- e5.
31. h3 - Be6 32. Rd4 - Bd7 33.
Hhl? - Hh8 34. Hcl - Re5 35. «
Rxe5+?! - fxe5 36. Re2 - h5
37. Rc3 - Be6 38. Hdl - hxg4
39. hxg4 — Hd8 40. Be3 — Kg6
41. Bcl - Hd7
Karpov hefur fengið allt sem
hægt er að fá út úr þessu drottning-
arlausa miðtafli. Hann hefur betri
peðastöðu, sterkt miðborð, bisk-
upaparið og betri kóng og sigurinn
ætti því að blasa við, en með ein-
hvers konar töfrabrögðum tekst
Anand að ragla hann í ríminu.
42. Bb2 - d4 43. Re4 - Hf7 44.
Bcl - Bd8 45. Hhl - Hxf3 46.
Hh8 - Bf6
Karpov ætlar að svara 47. Hb8
með 47. — Bd5, en nauðsynlegir
útreikningar hafa tekið dijúgan
tíma á klukkunni.
47. Rxf6 - Hxf6 48. Hd8 - Bxg4
49. Hg8+ - Kf7 50. Hxg5 - Bf5
51. Hh5 - e4 52. Bb2 - Kg6 53.
Hhl - Hd6 54. Hdl - d3 55.
cxd3 — e3 56. Be5 — He6 57.
Bd4 - e2 58. Hel - Bxd3+ 59.
Kb2 - Bf5?
Þessi grófí afleikur slakar heldur
betur á klónni. Sjálfsagt og eðlilegt
var 59. — Kf5 til að svara 60. Kc3
með Ke4. Karpov á þá alla mögu-
leika að knýja fram vinning í enda-
taflinu, en í staðinn fær hann gleði-
snauða biðstöðu.
60. Bxb6! Hxb6 61. Hxe2
í þessari stöðu fór skákin í bið og
Karpov með svart lék biðleik. Eftir
hin herfílegu mistök í 59. leik blas-
ir jafnteflið við. Þar sem svarti
biskupinn valdar ekki uppkomureit
svarta a-peðsins tryggja hrókaka-
up hvíti jafntefli. Þá er svarta a-
peðið í stórhættu, svo það er ekki
að sjá að Karpov eigi minnstu vinn-
ingsmöguleika í þessari skák. Bið-
skákin verður tefld í dag.
UR DAGBOK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
9. -12. ágúst 1991
Um helgina voru 105 ökumenn
kærðir fyrir umferðarlagabrot, þar
af 72 fyrir of hraðan akstur, 12 gran-
aðir um ölvun við akstur og 33 fyrir
önnur umferðarlagabrot. Aðfaranótt
laugardags var bifreið stöðvuð af
lögreglu á 125 km hraða á Vestur-
1 landsvegi við Grafarholt, þar sem er
leyfður hámarkshraði 70 km á klst.
Ökumaður var færður á lögreglu-
stöðina og sviptur ökuleyfi til bráða-
birgða. Sömu nótt var bifhjól mælt
á 110 km hraða á Reykjanesbraut
þar sem leyfður hámarkshraði er 60
km á klst. Ökumaður var einnig
færður á lögreglustöðina og sviptur
ökuleyfí til bráðabirgða. Ennfremur
var utanbæjarmaður mældur á bif-
hjóli á Miklubraut á 119 km hraða
þar sem hámarkshraði er 60 km á
klst. Viðkomandi verður einnig svipt-
ur ökuleyfi. Á laugardagskvöldið var
tilkynnt um mjög ölvaða konu með
ungbarn í barnavagni og grét barn-
ið. Farið var með konuna á heimili
hennar, en þar var annað barn henn-
ar, 9 ára gamalt eitt heima. Haft
var samband við bamaverndarnefnd
og í samráði við hana var börnunum
komið fyrir hjá bróður konunnar en
konunni var leyft að fara fijáls ferða
sinna. Á laugardagskvöldið var ráð-
ist á afgreiðslustúlku í söluturni og
sparkað í hana, farið í peningakassa
og stolið kr. 5.000. Um tvo menn
var að ræða en aðeins annar þeirra
hafði sig í frammi. Málið er í rann-
sókn hjá RLR. Aðfaranótt laugar-
dagsins voru piltar á bifreið teknir
með stöðumæli í fóram sínum, sem
þeir sögðust hafa fengið hjá öðram
og ætlaði að fela hann. Um kvöld-
matarleytið á laugardeginum var til-
kynnt um að eldur væri laus í íbúð
í kjallara í vesturbænum. Ekki reynd-
ist vera um eld að ræða en mikinn
reyk úr eldhúsi íbúðarinnar. Atvik
voru þau að húsráðandinn hafði ver-
ið að sjóða kartöflur og skilið pottinn
eftir á eldavélinni meðan hann hafði
ætlað að skjótast út í búð. Aðfara-
nótt laugardagsins veittu lögreglu-
menn á varðgöngu því athygli að
maður girðir niður um sig og lætur
kunningja sinn taka ljósmynd af
kynfæram sínum. Viðkomandi, sem
var töluvert ölvaður, var handtekinn
og færður í fangageymslu og málið
sætir rannsókn hjá RLR. Snemma á
sunnudagsmorguninn varð mjög
harður árekstur á milli fólksbifreiðar
og strætisvagns á gatnamótum Hofs-
vallagötu og Hringbrautar. Öku-
menn beggja bílanna slösuðust tölu-
vert. Ökumaður fólksbifreiðarinnar
er grunaður um að hafa ekið gegnt
rauðu ljósi. Nokkuð var um það að
gæludýr væra ekin niður, sérstak-
lega kisur og því era það tilmæli til
eigenda slíkra dýra að gæta þeirra
betur.