Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. AGUST 1991 Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum: Þrenn gnllverð- “ - fitv laiui raunhæf von - segja liðsstjórar íslenska landsliðsins í hestaíþróttum Hestar Valdimar Kristinsson Heimsmeistaramótið í hesta- íþróttum hefst á morgun, mið- vikudag. Undan er gengin úrtaka þar sem íslenska liðið sem þátt tekur í mótinu var valið. Hestar og knapar eru mættir á mótsstað- inn sem er Norrköping í Svíþjóð og spennan og eftirvæntingin að ná hámarkj. Hér á eftir fer kynn- ing á íslenska liðinu. Kemur þar fram að menn ætla sér stóra hluti á mótinu, telja liðsmenn raun- hæft að gera ráð fyrir þremur gullverðlaunum. Raunin hefur verið sú gegnum árin að þegar haldið hefur verið á Evrópumót ári fyrir landsmót hefur árangur ávallt verið í lakara lagi en árin eftir landsmót betri. Hafa íslend- ingar þá unnið marga frækna sigra. Samkvæmt þessari reglu ætti árangur nú að verða góður. Hinrik Bragason/Pjakkur Sigurbjörn Bárðarson/Kraki ....................................................................................................................................... | Hinrik Bragason og Pjakkur. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sigurður Sæmundsson Pétur Jökull Hákonarson Það voru ófyrirséðir örlagavefir sem réðu því að Hinrik komst inn í liðið á stjömunni frá fjórðungs- mótinu Pjakk frá Torfunesi. Fyrrum eigandi hestsins Ragnar Ólafsson seldi hestinn á mótinu þýskum hest- amanni og afhenti hestinn strax í mótslok. Stóð til að Jón Steinbjöms- son sem hafði milligöngu með kaup- in á hestinum myndi sitja hestinn í úrtökunni en þar sem Jón hefur verið lengi erlendis og ekki í neinu félagi hérlendis var hann ekki gjald- gengur í úrtökunni. Þar sem Ragn- ar Ölafsson var búinn að ráða sig í vinnu í Bandaríkjunum gat hann ekki setið hestinn og kom því til kasta Hinriks sem sagðist hafa fengið 20 mínútur til að ákveða sig hvort hann tæki hestinn. „Þetta var bæði spennandi og vandasamt verk- efni,“ segir Hinrik sem ekki þarf að sjá eftir þessari ákvörðun. Og nú fer Hinrik í annað sinn til keppni með íslenska landsliðinu. Hann var í Danmörku á síðasta móti með hestinn Vafa frá Hvassafelli þar sem hann vann silfrið í gæðinga- skeiðinu. En nú er það Pjakkur sem er að flestra mati okkar bjartasta von í töltkeppninni. Ekki vildi Hinrik bóka sigur þar en sagði að takmark númer eitt væri að komast í A- úrslitin þegar því væri náð mætti skoða möguleikana. Hinrik er einn- ig skráður í fjórgang en hann sagði það vera meiri aukagrein og all- sendis óvíst hvort hann tæki þátt í því. Ákvörðun um það yrði tekin á síðustu stundu á mótsstað. Pjakkur er frá Torfunesi átta vetra undan Feng 986 frá Bringu og Rökkvu frá Flugumýri. og gera verður ráð fyrir að svo verði einnig nú. Sigurbjörn keppir á hesti sínum Kraka frá Helgastöðum I en hann er undan Gáska 910, Hofsstöðum og Gráskinnu frá Hemlu. Kraki á glæstan feril að baki og er þar skemmst að minnast þegar hann varð í öðru sæti í B-flokki gæðinga á landsmótinu í fyrra en þá var norska stúlkan Unn Kroghen með hann. Hún varð íslandsmeistari á Kraka í fyrra í bæði fjórgangi og tölti. Sigurbjöm keypti Kraka fyrir tæpu ári og hefur setið hann í keppnum þetta keppnistímabil. Urðu þeir í öðru sæti í B-flokki hjá Fáki og í Ijórða sæti á fjórðungs- mótinu í sumar. Þá varð hann Reykjavíkurmeistari í tölti og fjór- gangi og Islandsmeistari í fjórgangi og í öðru sæti í töltinu í sumar. Um möguleika sína á heims- meistaramótinu sagðist Sigurbjörn ekki vera farinn að hugleiða það alvarlega. „Ef ekkert kemur upp á í flutningi og hesturinn verður í góðu formi ytra tel ég mig eiga góða möguleika á að komast í A- úrslit í bæði tölti og íjórgangi,“ sagði Sigurbjöm en vildi ekki ræða sigurmöguleikana. Tóraas Ragnarsson/Snúður Eftir nokkra hvíld frá harðri keppnismennsku kemur Tómas Ragnarsson aftur fram á sjónar- sviðið. Aðeins fimmtán ára gamall vann hann það fágæta afrek að komast í landsliðið sem keppti á Evrópumótinu í Noregi 1981, var hann þá á hestinum Bjarka frá Vallanesi. Tveimur árum seinna bætti hann um betur á Evrópumót- inu í Þýskalandi er hann sigraði í 250 metra skeiðið, varð annar í fimmgangi og stigahæstur kepp- enda á Fjölni frá Kvíabekk. Þótti það frábær árangur hjá 17 ára strák. Reyndar byijaði Tómas ung- ur að keppa og var hann til dæmis farinn að hleypa kappreiðavekring- 'ii»iiinwii~' i’ . Tómas Ragnarsson og Snúður. um aðeins tíu ára. Hestur Tómasar er Snúður 10 vetra frá Brimnesi, undan Fáfni 897 frá Fagranesi og Snældu frá Brim- nesi. Hafnaði hann í öðru sæti í A-flokki á Hvítasunnumóti Fáks og var í úrslitum á fjórðungsmótinu í ár. Tómas er skráður í tölt, fimm- gang, gæðingaskeið og 250 metra skeið og sagðist hann stefna ákveð- ið að sigri í fimmgangi og saman- lagðri stigasöfnun einnig taldi hann sig eiga góða möguleika í gæðinga- skeiðinu. Sigurbjörn er sá liðsmanna sem hvað mesta reynslu hefur að baki. Á hann að baki þátttöku í sex Evr- ópumótum, fyrst 1977 í Danmörku og á öllum mótum síðan að undan- skildu mótinu í Þýskalandi 1983. Á tveimur mótum hefur hann orðið Evrópumeistari, fyrst í Noregi á Adam frá Hólum, þar sigraði hann í 250 metra skeiði og gæðinga- skeiði og var auk þess stigahæstur keppenda. í Austurríki sigraði hann eftirminnilega í töltinu sem er eftir- sóttasti titill þessara móta. Var hann þá með hestinn Biján frá Hólum. Sigurbjörn hefur alltaf ver- ið í verðlaunasæti á þessum mótum Gunnar Arnarsson/Kolbakur Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Mótsssvæðið í Norrköping þykir vel skipulagt og stutt fyrir mótsgesti að fara milli skeiðbrautar og hringvallar sem sjá má á meðfylgjandi korti. Þetta er í annað sinn sem Gunn- ar tryggir sér sæti í landsliði ís- lands en hann var í liðinu sem keppti í Þýskalandi 1983. Þá var hann á hestinum Galsa frá Sólheimatungu og komst hann í B-úrslit í fimm- gangi og varð fimmti stigahæsti keppandinn. Nú keppir Gunnar á skeiðhestinum Kolbaki frá Hvassa- felli sem er níu vetra. Hann er und- an Frey 931 frá Akureyri og Hæru frá Hvassafelli. Gunnar keypti Kol- bak veturinn ’90 og hefur hann miðað alla þjálfun og uppbyggingu hestsins fyrir þetta mót. Hefur dæmið gengið upp hjá Gunnari fram að þessu. Miklar vonir eru bundnar við Kolbak sem er orðinn geysilega sterkur í skeiðinu en hann er með besta tíma ársins í 250 metra skeiði 21.8 sek. Þá náði Gunnar góðum árangri í gæðingaskeiðinu í úrtök- unni, hlaut 9.30 í einkunn af tíu mögulegum. Samkvæmt íslensku stigagjöfínni hafa Gunnar og Kol- bakur hæst náð 112 stigum af 120 mögulegum. Um möguleika sína í keppninni sagðist Gunnar stefna að því fyrst og fremst að gera sitt besta. Vissulega ætti hann góða möguleika á sigri í báðum greinun- um sem hann tekur þátt í en ekki mætti gleyma að andstæðingarnir væru sterkir og ekkert yrði þar gefíð eftir. Einar Öder Magnússon/Atgeir Einar Öder vermir nú sæti í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.