Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991
25
Franskur og bandarískur
gísl fagna nýfengnu frelsi
Islamska Jihad kallar Banda-
ríkjamenn „hinn mikla Satan“
Beirút, Genf, París, Wiesbaden, og RAF Lynehain, Englandi. Reuter, The Daily Telegraph.
TVEIR gíslar voru látnir lausir í Beirút um helgina. Annar þeirra
var franskur gísl, sem mannræningjar höfðu hótað að taka af lífi
yrði fleiri gíslum frá Vesturlöndum sleppt úr haldi. Einnig kom
Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, til fundar
við John McCarthy, sem sleppt var úr gíslingu á fimmtudag, og tók
við bréfi frá samtökunum íslamska Jihad þar sem hann var beðinn
um að vinna að lausn gíslamálsins.
Reuter
Bandaríkjamaðurinn Edward Tracy fagnar frelsi sínu við komuna
til bandarísku Rhein-Main-herstöðvarinnar í Frankfurt. Hann var í
haldi mannræningja í Líbanon í hartnær fimm ár.
Þeir sem látnir voru lausir á
sunnudag heita Edward Austin
Tracy, sextugur bandarískur rithöf-
undur og ljóðskáld, og Jerome Ley-
raud, franskur hjálparstarfsmaður,
sem rænt var á fimmtudag.
Tracy virtist þreyttur og áttavillt-
ur þegar hann kom til Damaskus í
Sýrlandi eftir að hafa verið í haldi
í fimm ár. Það var hins vegar eng-
in þreytumerki að finna í ummælum
hans. Tracy kvaðst vera við hesta-
heilsu og bætti við: „Ég er reiðubú-
Saknað er í
Líbanon...
Reuter
HÉR birtist listi yfir útlendinga,
sem saknað er í Líbanon. Talið
er að þeir séu flestir í haldi hjá
herskáum stuðningsmönnum Ir-
ana. Aðeins er greint frá samtök-
um, sem hafa lýst yfir því að þau
hafi gísla í haldi, ef þau hafa
fært sönnur á mál sitt, látið í té
myndir eða skjöl.
• 16. mars 1985: Terry A.
Anderson, Bandaríkjamaður, 43
ára. Hann var helsti fréttaritari
fréttastofunnar Associated Press í
Miðausturlöndum. Samtökin Isl-
amska Jihad fyrir frelsun Palestínu
hefur hann í haldi.
• 9. júní 1985: Thomas Suther-
land, Bandaríkjamaður, 60 ára.
Hann stjórnaði landbúnaðardeild
Bandaríska háskólans í Beirút áður
en hann hvarf. íslamska Jihad hef-
ur hann í haldi.
• 11. september 1985: Alberto
Molinari, ítali, 71 árs. Fyrir hvarf
sitt var hann starfsmaður trygg-
ingafyrirtækis og hafði búið í
Líbanon í tuttugu ár.
• 12. september, 1986: Joseph
James Cicippio, Bandaríkjamaður,
60 ára. Hann var aðstoðarumsjón-
annaður Bandaríska háskólans í
Beirút. Hann er í haldi hjá Bylting-
arréttlætissamtökunum.
• 20.janúarl987:TerryWaite,
Breti, 52 ára. Hann var sérlegur
sendiboði Ensku biskupakirkjunnar
og var að reyna að fá gísla leysta
úr haldi í Beirút þegar honum var
rænt.
• 24. janúar 1987: Allann
Steen, Bandaríkjamaður, 52 ára.
Hann var prófessor í blaðamennsku
við Beirút-háskóla þegar hann féll
í hendur íslamska Jihads.
• 24. janúar 1987: Jesse Turn-
er, Bandaríkjamaður, 44 ára. Hann
var prófessor í tölvu- og stærðfræði
við Beirút-háskóla og var rænt
ásamt Steen af íslamska Jihad.
• 12. maí 1989: Jack Mann,
Breti, 77 ára. Hann er fyrrum flug-
maður og rak næturklúbb í Beirút.
Hann hefur búið í Líbanon í rúm
40 ár.
• 16. maí 1989: Heinrich
Striibig, Þjóðveiji, 50 ára: Hann var
hjálparstarfsmaður hjá stofnuninni
ASME-Humanitas, sem aðstoðar
palestínska flóttamenn. Hann er í
haldi hjá Baráttusveitum fyrir
frelsi.
• 16. maí 1989: Thomas
Kemptner, Þjóðverji, 30 ára. Starf-
aði frir ASME-Humanitas. Var
rænt ásamt Striibig.
inn til að fara út og hlaupa 100
metra spretthlaup.“ Þegar hann var
spurður um tilfinningar sínar í garð
mannræningjanna, sem höfðu hann
í haldi, svaraði hann því til að þeir
hefðu verið góðir kokkar og meira
að segja kunnað skil á franskri
matargerðarlist.
„Við spiluðum daglega á spil.
Við fengum te á hveijum morgni.
Við horfðum á myndbönd einu sinni
til tvisvar í viku,“ sagði Tracy. „En
við höfum hvorki séð né heyrt dag-
blöð, útvarp og sjónvarp í langan
tíma. Ég er hissa að sjá að umheim-
urinn er _enn til, ég hélt hann væri
horfinn. Ég er mjög hamingjusamur
að sjá tré, heyra í flugvél, heyra í
bíl. Ég er bæði hissa og gáttaður."
Leyraud var aðeins í haldi í 60
klukkustundir. Hann sagði að
mennirnir, sem rændu sér, hefðu
verið kurteisir, skrafhreifnir og ekki
beitt sig ofbeldi. Leyraud var í haldi
hjá Samtökum til varnar rétti fanga
og gísla. Samtökin höfðu lýst yfír
því að þau hygðust taka Leyraud
af lífí yrði fleiri vestrænum gíslum
sleppt. Á sunnudag tilkynntu sam-
tökin hins vegar að Leyraud yrði
látinn laus til að greiða fyrir lausn
araba, sem sitja í fangelsi í Israel.
Þessi sinnaskipti má rekja til þess
að Líbanar og Sýrlendingar þrýstu
á samtökin um að láta Leyraud
lausan.
Bréf til de Cuellars
Eins og áður sagði lét John
McCarthy de Cuellar hafa bréf frá
íslamska Jihad á sunnudag. í bréfí
samtakanna sagði að nauðsynlegt
Bari. Reuter.
ÍTALSKA lögreglan bjó sig í gær
undir að beita valdi við að senda
þá 2.000 Albani sem enn eru eftir
við höfnina í Bari heimleiðis. Um
helgina brutust út átök á milli lög-
reglu og flóttamannanna og þurfti
að beita táragasi til að halda þeim
síðarnefndu í skefjum.
í gær höfðu alls 9.800 flóttamenn
verið sendir heim til Albaníu þar
sem þeirra bíður löng fangelsisvist
ef að líkum lætur. Þeir voru bæði
fluttir með skipum og flugvélum.
Enn eru samt um 2.000 Albanir
eftir í borginni Bari og hafast þeir
annað hvort við á hafnarbakkanum
eða á knattspyrnuvelli í grenndinni.
Þijár feijur bíða eftir að flytja þá
til síns heima, en óttast er að nýjar
róstur bijótist út og beita þurfi
vopnavaldi til að koma þeim um
borð í feijurnar.
Á sunnudag þurfti lögreglan að
ráðast með kylfum og táragasi að
flóttamönnunum sem hentu gijóti
og öðru lauslegu á móti. Nokkur
hundruð Albanir ákváðu á fundi
sem þeir héldu á fótboltavellinum
aðfaranótt mánudags að beijast
fremur en að verða sendir aftur til
heimahaganna.
Albanía er fátækasta land Evr-
ópu og flóttafólkið flúði til Ítalíu í
væri að grípa til aðgerða til að
„frelsa stríðsmenn okkar, sem dúsa
í fangelsum í hernumdri Palestínu
og Evrópu og leysa mál þeirra
manna, sem við höfum í haldi og
vanda fjölskyldna þeirra.“ De Cuell-
ar var beðinn að beita sér fyrir því
að frelsa fanga um allan heim.
í bréfínu stóð að Sameinuðu þjóð-
irnar væru sérstaklega mikilvægar
kúguðum íbúum þessa heims. Sag-
an sýndi hins vegar að Sameinuðu
þjóðirnar væru ekki starfi sínu
vaxnar. Þær hefðu verið handbendi
Vesturlanda, væru „leikfang í hönd-
um risaveldanna, sérstaklega
Bandaríkjanna, hins mikla Satans,
... samtök yðar eru orðin að
skálkaskjóli hagsmuna heimsyfír-
ráðastefnunnar og halda niðri kúg-
uðum þjóðum, sem vilja ná sjálf-
stæði..."
De Cuellar og McCarthy ræddu
við blaðamenn eftir að háfa átt
hálftíma fund. McCarthy kvaðst
feginn því að hafa afhent de Cuell-
ar bréfíð: „Það er nú í höndum
hæfari manns en mín,“ sagði hann.
McCarthy kvaðst ætla að taka lífinu
von um betri lífskjör, auk þess sem
það var að forðast yfírvofandi hung-
ursneyð í landinu. ítölsk stjórnvöld
líta á flóttamennina sem ólöglega
innflytjendur og leyfa aðeins lið-
hlaupum úr albanska hernum að
vera eftir í landinu sem pólitískir
flóttamenn.
með ró á næstunni og veija tíma
sínum með fjölskyldu og vinum.
McCarthy var spurður um líðan
Terrys Waites, sérlegs erindreka
erkibiskupsins af Kantaraborg. „Ég
get sagt að hann er vel á sig kom-
inn bæði andlega og líkamlega. Þið
munið að hann er mjög stór mað-
ur. Hann hefur ekki skroppið sam-
an, en hann hefur lést mjög og ég
held að hann sé ánægður með það.“
Waite er fangi íslamska Jihad og
sá McCarthy hann síðast tveimur
dögum áður en hann var látinn laus.
Hann kvaðst dást að Waite og
Bandaríkjamanninum Ten-y Ander-
son, sem einnig var í haldi með
honum. „Þeir búa yfír miklum
styrk, reisn og skopskyni og vinátta
okkar veitti okkur sameiginlegan
styrk og ég held að þess vegna sé
ég svo vel á mig kominn. Ég á
þeim mikla skuld að gjalda .. .,“
sagði McCarthy.
De Cuellar sagði að McCarthy
hefði sýnt mikið þrek og Bretar
mættu vera stoltir af honum. „Ég
er ekki Breti og ég er stoltur af
honum,“ sagði de Cuellar.
Gianni De Michelis, utanríkisráð-
herra Ítalíu, hitti í gær leiðtoga
Albaníu, m.a. Muhamet Kapllani,
þarlendan starfsbróður sinn, og
ræddi við þá um neyðarástandið
•sem skapast hefur vegna flótta-
fólksins.
■ BERLÍN - Erich Mielke, fyrr-
verandi yfírmaður öryggislögreglu
austur-þýska kommúnistaflokksins,
Stasi, verður ákærður fyrir að hafa
myrt tvo lögreglumenn árið 1931.
Hann á sem ungur kommúnisti að
hafa skotið tvo lögreglumenn í
Berlín á síðustu dögum Weimar-
lýðveldisins. Hann komst undan
sakfellingu með því að flýja til Sov-
étrikjanna og þegar málið var tek-
ið upp að nýju árið 1947 var hann
orðinn háttsettur embættismaður
öryggismála í þeim hluta Austur-
Þýskalands sem var undir stjórn
Sovétmanna. Skýrslur um málið
fundust að nýju eftir fall kommún-
ista í Austur-Þýskalandi árið 1989.
Mielke, sem er 83 ára gamall, er í
gæsluvarðhaldi vegna rannsókna á
meintum mannréttindabrotum hans
meðan hann var yfírmaður Stasi.
■ MOSKVU - Sovéskir vísinda-
menn kanna nú hvernig ná megi
kjarnorkukafbátnum Komsomo-
lets upp af hafsbotni en hann sökk
undan strönd Noregs árið 1989 og
fórust með honum 42 menn. Frétta-
stofan Tass greindi frá því að leið-
angurinn hefði á laugardag haldið
til hafsvæðisins þar sem kviknaði í
hinum 110 metra langa kafbát og
hann sökk niður á 1.500 metra
dýpi. Hópurinn mun dvelja í um 40
daga undan Bjarnarey og mæla
hafstrauma og geislun. Fyrirhugað
hafði verið að reyna að ná Komsom-
olets upp af hafsbotni árið 1993 en
vísindamenn, bæði sovéskir og aðr-
ir, hafa látið í ljós áhyggjur yfír
því að geislavirk efni geti lekið úr
kjarnakljúf hans.
■ PEKING - Li Peng, forsætis-
ráðherra Kína, tilkynnti á laugar-
dag að Kínveijar ætluðu að skrifa
undir samning gegn útbreiðslu
kjarnorkuvopna. Li tilkynnti
ákvörðunina á fundi með Toshiki
Kaifu, forsætisráðherra Japans.
Kínveijar setja engin skilyrði fyrir
samþykki samningsins. Bandaríkja-
menn hafa fagnað ákvörðun
Kínveija og sögðu talsmenn Banda-
ríkjastjórnar á laugardag að eftir
henni hefði lengi verið beðið. Kaifu
er fyrsti forsætisráðherra lýðræð-
isríkis sem heimsækir Kína síðan
mótmælaaðgerðir stúdenta' sem
kröfðust umbóta í lýðræðisátt, voru
brotnar á bak aftur á blóðugan
hátt í Peking fyrir rúmum tveimur
árum.
■ BELFAST - Kosningastarfs-
maðurinn Patrick Shanaghan,
liðsmaður Sinn Fein, stjórnmála-
hreyfíngar Irska lýðveldishersins,
IRA, var skotinn til bana úr laun-
sátri nájægt þorpinu Killen á
Norður-Irlandi í gær. Frelsis-
sveitir Ulster, sem beijast fyrir
því að breskum yfirráðum verði við-
haldið á Norður-Irlandi, hafa lýst
ábyrgð á morðinu á hendur sér. Á
föstudag myrti IRA kosningastarfs-
mann sem var mótmælendatrúar í
Londonderry og óttast menn að
nú sé að skella á alda óeirða þar
sem kaþólikkar og mótmælendur
myrði hverjir aðra til skiptis.
■ MOSKVU - Mótmælendur söfn-
uðust á sunnudag saman við höfuð-
stöðvar OMON, svarthúfusveita
sovéska innanríkisráðuneytisins, í
Vilníus, höfuðborg Litháens,
þriðja daginn í röð og hrópuðu
ókvæðisorð að liðsmönnum sveit-
anna. Um 5.000 mótmælendur
reyndu að umkringja bygginguna
og kröfðust þess að OMON-sveitim-
ar yfirgæfu lýðveldið. Liðsmenn
OMON vildu greinilega ekki eiga
neitt á hættu og komu fyrir
gaddavírsgirðingum, reyksprengj-
um og sandpokum umhverfis bygg-
inguna. Á þakinu sáust menn með
vélbyssur og þaðan fylgdust svart-
húfurnar með mannfjöldanum í
gegnum sjónauka. Þá reyndu þeir
að yfírgnæfa mannfjöldann með því
að leika sovéska þjóðsönginn og
popptónlist um hátalara.
■ ÓSLÓ - Þrír menn létu lífíð
þegar norsk þyrla af gerðinni Bell
212 brotlenti á olíuborpalli á Eko-
fisk-svæðinu í Norðursjó á laugar-
dag. Engin olíuvinnsla fer fram
þessa dagana á svæðinu vegna
sumarleyfa og var þyrlan við við-
gerðar- ogviðhaldsstörf á pallinum.
Áskorendaeinvígin í Brussel:
Júsúpov og Timman unnu
ÓVÆNT úrslit urðu í áskorendaeinvígjunum í Brussel í gær þeg-
ar önnur umferð þeirra var tefld. Sovézki stórmeistarinn Artúr
Júsúpov sigraði landa sinn Vassílíj Ivantsjúk í 57 leikjum með
hvítu og tók forystuna í einvígi þeirra. ívantsjúk er næststiga-
hæsti skákmaður heims á eftir heimsmeistaranum Kasparov, rétt
á undan Karpov sem er í þriðja sæti. Hollendingurinn Jan Tim-
man tók forystuna í einvígi sínu við hinn scxtuga Viktor Kortsnoj.
Timman vann með svörtu í fjörutíu leikjum.
góða vinningsmöguleika með
svörtu gegn Karpov. Skákin fór í
bið eftir 68 leiki í þessari stöðu:
Hvítt, Karpov: Kf2, Dg4, Bc3, b2,
d4, h4, svart, Anand: Kh7, Dd3,
Bd5, b3, c4, g7, h6. Hvítur lék
biðleik í stöðunni. Anand hefur peð
yfir og hefur mun betri kóngsstöðu.
Sjá skákþátt á bls. 50.
Tvær skákir fóru í bið. Englend-
ingurinn Nigel Short á gjörunna
biðstöðu gegn Sovétmanninum
Gelfand. Búast má við að Gelfand
gefi skákina og Short jafni þar
með metin í einvíginu. Hann tapaði
fyrstu skákinni mjög illa. Hvað
mest kom þó á óvart í Brussel í
gær að Indveijinn Anand á mjög
Albanir sendir heim frá ítal-
íu með valdi ef þörf krefur