Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 t Dóttir mín, JÓHANNA PÉTURSDÓTTIR, Dalatanga 23, Mosfellsbæ, lést 9. ágúst í Borgarspítalanum. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Pétur Lárusson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HENDRIK RASMUS, Hlíðarvegi 62A, Kópavogi, lést þann 4. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Hrefna Þórarinsdóttir, Margrét Heinreksdóttir, Hugó Rasmus, Maria Játvarðardóttir, Tómas Rasmus, Hlíf Eriingsdóttir, Steinunn Rasmus, Jón Árni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. + EDITH NIELSEN FLINN andaðist í Bretlandi 14. maí sl. Fyrir hönd ættingja, Lára Biering. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, STEFÁN PÉTURSSON, Skeljagranda 1, er látinn. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Pétur Stefánsson, Þóra Steinólfsdóttir og barnabörn. t Hjartkær móðir okkar, HALLDÓRA DANÍELSDÓTTIR, Fellsmúla 10, Reykjavík, lést laugardaginn 10. ágúst. Unnur Hermannsdóttir, Haraldur Hermannsson, Anna Hermannsdóttir. t Sonur minn, GUÐMUNDUR INGÓLFSSON, píanóleikari, andaðist í Landspítalanum þann 12. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Oddfríður Sæmundsdóttir. t Eiginmaður minn, JÓN TÍMÓTHEUSSON frá Bolungarvik, Þórufelli 14, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, föstudaginn 9. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Aðalheiður Sigurðardóttir. t Sambýlismaður minn og faðir, PÉTUR ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Bólstaðarhlíð 45, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 10. þessa mánaðar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 14. ágúst kl. 10.30. Aðalheiður Magnúsdóttir, Guðmundur Pétursson. Hjörtur L. Jakobsson Bergstað - Minning Fæddur 2. maí 1925 Dáinn 5. ágúst 1991 í dag verður gerð frá Háteigs- kirkju útför Hjartar Lárusar Jak- obssonar Bergstað, sem fæddur var 2. maí 1925 á Blönduósi, næst- yngstur tólf barna hjónanna Jakobs Lárussonar trésmiðs og Guðnýjar Hjartardóttur, sem lengst af bjuggu þar, en þau voru bæði Húnvetning- ar. Faðir Hjartar andaðist árið 1937, en móðir hans árið 1956. Látin eru á undan Hirti sex systk- ini hans, en á lífi eru fimm systur. Hjörtur kvæntist 6. september 1947 Sólveigu Valdimarsdóttur. Eignuðust þau fjögur börn, Valdi- mar, sem kvæntur er Halldóru Baldvinsdóttur, Hjördísi, en maður hennar er Kristinn Eggertsson, Guðnýju, gifta Þorleifi Þorkelssyni og Elísabetu, en maður hennar er Benóný Ásgrímsson. Afkomendur þeirra hjóna eru orðnir átján, en eitt barnabarn þeirra er látið. Hjörtur byijaði snemma að vinna og vann ýmis störf. Hann lauk mjög ungur prófi sem framreiðslumaður, en starfaði aðeins við þau störf í fá ár. Hann vann fyrst við fram- reiðslijstörf á Hótel Borg, þar sem hann lærði, en síðan var hann á skipum Eimskipafélagsins á strand- ferðaskipum Skipaútgerðar ríkis- ins. Var hann m.a. í siglingum á milli landa á stríðsárunum. Árið 1946 hætti Hjörtur að starfa við iðn sína, en sneri sér að öðrum störfum. Lengi starfaði hann hjá Fálkanum hf. eða í um átján ár, og síðasta tuttugu og eitt árið sem verslunarmaður hjá Ellingsen hf. Ég veit, að Hjörtur þótti lipur og þægilegur afgreiðslumaður hjá Ellingsen og naut mikils álitp og trausts, jafnt hjá viðskiptavinum sem húsbændum sínum, sem fyrir fáum vikum heiðruðu hann fyrir langa og góða þjónustu, en Hjörtur var orðinn einn af elstu starfsmönn- um fyrirtækisins. í nóvember á sl. ári veiktist Hjörtur af þeim sjúkdómi, sem varð banamein hans, en þrátt fyrir slæma heilsu eftir það vann hann áfram flesta daga, þar til hann hné niður við störf sín nýkominn til vinnu föstudagsmorguninn 2. ágúst sl. Sá dagur átti að vera síðasti vinnudagur hans fyrir sumarleyfíð, sem hann var búinn að hlakka lengi til. Var Hjörtur nýbúinn að afreiða fyrsta viðskiptavin dagsins, þegar þetta gerðist. Við hjónin kynntumst Hirti og konu hans fyrst fyrir um 10 árum, þegar þau voru búin að byggja sér sumarbústað á Löngudælaholti í Gnúpveijahreppi og við hjónin vor- um að ráðast í slíka framkvæmd á sama stað. Þessi fyrstu kynni þró- uðust fljótt upp í einlæga vináttu og hjálpsemi þeirra hjóna við okkur og höfum við síðan átt margar ánægjustundir saman. Ég held ég halli ekki á neinn, þó að ég segi, að hjálpsamari, hug- ulsamari og greiðviknari hjónum hefi ég ekki kynnst. Þau eru ófá skiptin á þessum árum, sem Hjörtur hjálpaði mér og öðrum nágrönnum sínum, ef eitthvað fór úrskeiðis eða mátti betur fara. Oft gerði hann þetta óbeðinn. Ef verið var að fram- kvæma eitthvað komu góð ráð frá Hriti og verkfæri frá honum, sem gerðu verkið auðveldara og ósjaldan lagði hann sjálfur hönd að verki, en Hjörtur var mjög Iaghentur, vel- virkur og snyrtimenni í hvívetna. Hann byggði sjálfur sumarbústað sinn og ber hann og umhverfi hans merki snyrtimennsku hans og vel- virkni sem og annað, sem hann gerði. Þá áttu þau hjónin hér í borg- + Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HJARTAR J. BERGSTAÐ, Skipasundi 12, fer fram í Háteigskirkju í dag, þriðjudaginn 13. ágúst, kl. 13.30. Sólveig V. Bergstað, Valdimar Bergstað, Halldóra Baldvinsdóttir, Hjördis Bergstað, Kristinn Eggertsson, Guðný Bergstað, Þorleifur Þorkelsson, Elísabet Bergstað, Benoný Ásgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. GRÍMUR E. THORARENSEN frá Sigtúnum, er andaðist 3. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn 13. ágúst, kl. 13.30. Bryndis Thorarensen, Kristín Thorarensen, Guðriður Thorarensen, Egill Thorarensen, Guðlaugur Thorarensen, Daníel Thorarensen, Sígurður Thorarensen, Kristín D. Thorarensen, Örn Vigfússon, Þórður Ásgeirsson, Þórunn Gestsdóttir, Laila Thorarensen, Þórey Hilmarsdóttir, Áslaug Guðmunsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað frá kl. 12.00 til 16.00 vegna jarðarfarar MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR. ísól hf. Lokað vegna jarðarfarar HJARTAR J. BERGSTAÐ frá kl. 12.00-16.30. Ellingsen, Grandagarði 2, Reykjavík. inni fallegt og hlýlegt heimili, þar sem ætíð var tekið á móti gestum með hlýhug og rausn. Hjörtur var yfirleitt léttur í lund og átti gott með að umgangast fólk. Veit ég að þessir eiginleikar hans nutu sín vel í starfi hans og að margir viðskiptavina Ellingsens eiga eftir að minnast hans með þakklæti fyrir lipurð og þægilegt viðmót. Þá átti Hjörtur mjög gott með að umgangast börn, enda hændust þau að honum. Hann hafði fastmót- aðar skoðanir á hlutunum, en var þó sanngjarn og hlustaði á viðhorf annarra og tók tillit til þeirra. Þessi síðasta verslunarmanna- helgi, sem átti að vera upphaf að langþráðu fríi og hvíld, varð konu hans, fjölskyldu og vinum, löng og erfið á meðan reynt var að bjarga lífi hans. Því miður tókst það ekki, en eftir lifa bjartar minningar um sómamann, og þeim gleyma þeir ekki, sem honum kynntust. Við hjónin og fjölskyldur okkar vottum Sólveigu, bömum þeirra hjóna og öðmm vandamönnum okk- ar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Sverrir Einarsson Kveðja frá starfsfélögum Orðið „sjentilmaður" er eins og kunnugt er tekið úr ensku þar sem það hefur almenna merkingu. Þegar orðið er íslenskað tekur það á sig þá merkingu að sameina orðin herr- amaður og heiðursmaður í eitt orð. Þessi orð finna sér stað sem lýsing- arorð um látinn starfsfélaga okkar Hjört Bergstað. í september nú í ár hefði Hjörtur átt tuttugu og eins árs starfsaf- mæli hjá Ellingsen hf. Við sem unnum með honum öll þessi ár og þeir sem áttu með honum styttri starfsdaga, minnumst hans sem manns er var fádæma snyrtimenni, öruggur og samviskusamur í starfi. Mannleg samskipti jafnt við við- skiptavini sem og okkur samstarfs- menn voru hans sterka hlið. Hjörtur átti einnig þá hlið sem mannlegu eðli er mjög nauðsynleg — hann var „húmoristi", sem kunni að fara með þá gáfu á þann hátt að aldrei særði neinn. Hjörtur var happamaður í lífinu eins og fjölskylda hans ber gleggst vitni. Lagni hans við allt það sem hann tók sér fyrir hendur má greina af eftlrfarandi sögu: Hjörtur og frú Sólveig voru stödd á æskustöðvum hans í Húnavatnssýslu, við þekkta laxveið á. Þar hittir hann starfsfé- laga sinn heldur þreytulegan vegna slælegrar veiði. Það verða vinafund- ir og Hirti er rétt stöngin með þeim fyrirmælum að fara aðeins ofan við brotið og renna þar. Hann tók við stönginni og fór heldur neðan við brotið, kastaði fagmannlega út og fékk „maríulax" á í fyrsta kasti. Sérstakar minningar munu hádeg- is-brids félagar Hjartar eiga um hann sem leit með sama glaðlega jafnaðargeðinu á hönd með eintóma hunda og flestalla punktana í pakk- anum. Við starfsfélagar Hjartar vottjum frú Sólveigu, börnum þeirra hjóna og afkomendum, okkar dýpstu sam- úð við fráfall hans. Samstarfsfólk hjá Ellingsen hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.