Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 Þjóðernisátökin í Júgóslavíu: Fangaskipti Króata og Serba fara út um þúfur Zagreb, Belgrad, Brussel. Reuter, The Daily Telegraph. EKKERT varð af því að Serbar og Króatar hefðu skipti á 70 föngum í gær eins og fyrirhugað var. Tveir serbneskir skæruliðar og tíu ára gamall serbneskur drengur féllu á sunnudag í árás sem herþot- ur sambandshersins gerðu á götuvígi í Króatíu. Flugmennirnir héldu að þeir væru að gera árás á vígi Króata. Króatar komu í gær í veg fyrir að eftirlitsnefnd sem hefur umsjón með vopnahléinu sendi menn á þeirra landsvæði. Alls hafa sjö menn fallið í Júgóslavíu síðan vopnahléið komst á í siðustu viku. Tvær herþotur stóðu að árásinni á götuvígið sem átti að beinast að króatískum þjóðvarðliðum í hefnd- Bankar í Hong Kong; Starfsemin að færast í eðlilegt horf Hong Kong. Reuter. ÚTIBÚ breska bankans Standard Chartered í Hong Kong tilkynnti í gær að óttaslegnir viðskiptavinir þess hefðu tekið um 23 milljarða ISK út af bankareikningum sínum fyrir helgi vegna orðróms um slæma stöðu bankans. Fjórir bank- ar í Hong Kong hafa orðið fyrir álíka áfölluni á síðustu fjórum vik- um. Verð hlutabréfa í bönkum varð hærra en nokkru sinni í gær, sem bendir til að erfiðleikar þeirra séu yfirstaðnir. Sparifjáreigendur gerðust tor- tryggnir út í bankakerfíð þegar úti- búi BCCI-bankans var lokað í júlí. Síðan hefur orðrómur um slæma stöðu íjögurra banka valdið því að fólk tók hið snarasta fjármuni sína úr vörslu þeirra. Allt er nú komið í eðlilegt horf og í gær sagði bankastjóri Standard Chartered, Ian Wilson, að þetta hefði engin áhrif á starfsemi bankans. arskyni fyrir að þeir skutu að þyriu sambandshersins. Auk þeirra þriggja sem fórust særðust sex Serbar í árásinni og í annarri árás sem gerð var á þorpið Poljana. Að sögn króatísks lögreglumanns urðu þessi mistök þrátt fyrir að fánar Júgóslavíu og serbneska lýð- veldisins blöktu við götuvígið. Fyrr um helgina féllu þrír Króat- ar, þ. á m. lögreglumaður og myndatökumaður króatíska sjón- varpsins. Þrátt fyrir að átök hafi blossað upp á nýjan leik tókst nefnd á veg- um sambandsríkisins, sem ætlað er að hafa umsjón með vopnahléinu, að greiða fyrir því að stríðandi fylk- ingarnar tvær hefðu fangaskipti um helgina. Á laugardag vom tveir Króatar látnir lausir í skiptum fyrir þijá Serba og á sunnudag var 10 mönnum úr hvoru liði sleppt laus- um. Talið er að Krótar haldi um 60 Serbum föngnum en Serbar hafi um tvöfalt fleiri Króata í sinni vörslu. Fangarnir sem sleppt var sögðust hafa sætt barsmíðum og illri meðferð í gíslingu sinni. Hins vegar fóru fýrirhuguð skipti á 70 föngum sem verða áttu í gær út um þúfur þar sem Serbum hafði ekki gefist ráðrúm til að sækja fangana í búðirnar þar sem þeir vom í haldi, að sögn Irfans Aj- anovics, embættismanns í eftirlits- nefndinni. Hann sagði að Króatar væru mótfallnir því að eftirlitsmenn væm sendir til óróasvæðanna, en vildu þess í stað að þeir kæmu sér fyrir við landamæri Króatíu og Serbíu. Hann sagði að þeir óttuðust að annars yrði litið á það sem viður- kenningu á því að það landsvæði sem Serbar hafa náð á sitt vald væri þeim tapað. Reuter Félagi í krótíska þjóðvarðliðinu ber eld að mynd af Josip Broz Tito, fyrrum forseta Júgóslavíu, í þorpinu Savras í gær. Þar beijast sveit- ir Serba og Króata á degi hverjum. Átök mílli nýnasista og lög- reglu í S-Afríku rannsökuð Ventersdorp, Jóhannesarborg, Höfðaborg. Reuter. RÍKISSTJORN Suður-Afríku skýrði í gær frá því að hún hygðist láta lögreglu landsins rannsaka skotbardaga á milli lögreglu og hægrisinn- aðra öfgamanna fyrir helgi. Létu þrír félagar í Andspyrnuhreyfingu Afríkana (AWB) og einn blökkumaður lífið í átökunum sem urðu í bænum Ventersdorp á föstudag. Adrian Vlok, lögreglumálaráðherra, sagði líklegt að fjölmargir yrðu kærðir í kjölfar rannsóknarinnar. Um 2.000 félagar í AWB, sem eru samtök nýnasista, söfnuðust saman í Vernersdorp á föstudag og gerðu aðsúg að 1.000 lögreglumönnum sem þar voru til að gæta öryggis F.W. de Klerks, forseta Suður-Afríku, en hann hélt þar ræðu um kvöldið. Þeir voru vopnaðir byssum og bareflum og létu ófriðlega. Átök brutust síðan út þegar nýnasistarnir skutu að og grýttu litla nítu sem í voru blökku- menn. Farþegamir voru dregnir út og þeim misþyrmt með þeim afleið- Norðurslóðir: Hernaðarumsvif Sovét- manna ekki áhyggjuefni - segir Arne Olav Brundtland AUKIN hernaðarumsvif Sovétmanna á Kóiaskaga í kjölfar sam- komulagsins um niðurskurð hefðbundins herafla í Evrópu (CFE) hefur valdið ýmsum áhyggjum óg þá sérstaklega í Noregi. Einn- ig hefur ýmsum orðið tíðrætt um nýafstaðnar heræfingar Sovét- manna í Norður-Atlantshafi og eru menn ekki á eitt sáttir um hvað búi að baki. Arne Olav Brundtland vinnur að rannsóknum við Norsku alþjóðamálastofnunina. Hann er þeirrar hyggju að rétt sé að fylgjast með framvindu þessara mála. Hins vegar þurfi ekki sérstakan viðbúnað vegna umsvifa Sovétmanna. Því hefur verið haldið fram að CFE hafi haft þær afleiðingar að víglínan í Evrópu hafí flust norður á bóginn, frá Þýskalandi til Nor- egs. Brundtland segir að skil- greina þurfi víglínu. „Hana var að finna í pólitískum málum, ágreiningi um Berlín og Þýska- land. Vesturveldin og Sovétríkin mættust þungvopnuð í Mið-Evr- ópu og á jaðarsvæðunum," sagði Brundtland í viðtali við Morgun- blaðið. „Nú er víglínan hins vegar horf- in og kalda stríðinu lokið. Spurn- ingin um miðju og jaðarsvæði hefur misst gildi sitt,“ sagði Brundtland. „Nú gerist það að bent er á fyrrverandi jaðarsvæði í norðri og því haldið fram að vandamálið hafi flust þangað. í raun er vérið að snúa aftur til hugsunarháttar kalda stríðsins." Brundtland sagði að hins vegar væri ekki hægt að neita því að herafli hefði verið fluttur frá Mið- Evrópu til norðvesturhluta Sov- étríkjanna. Þar er m.a. um að ræða um 40 MIG-herþotur. Jafn- framt telja Sovétmenn þessar þot- ur nú til sjóhersins, en ekki land- hersins eins og áður. Afleiðing þessa er að þoturnar eru undan- skildar í CFE. Það er hins vegar spurning hvort ógn stafí af þessum flutn- ingum. „Meðan á kalda stríðinu stóð steðjaði sú hætta að Norð- mönnum að þeir yrðu dregnir inn í allsheijarstríð. Hún var her- fræðilegs eðlis og skilyrðið var að stríð brytist út milli austurs og vesturs,“ sagði Brundtland. „Nú er útilokað að slíkt gerist. Þessi ógn er horfin. Eftir stendur spurningin hvort Sovétmenn gætu notað aukinn styrk sinn á norður- slóðum til þess að þrýsta á Norð- menn um að fara að óskum sínum þar sem við hefðum ekki látið undan áður,“ sagði Brundtland. „Þetta er fræðileg spurning og svarið við henni byggist á vanga- veltum. Hins vegar hefur stjórn- málasambandið við Sovétmenn aldrei verið betra eftir stríð og heimsókn [Míkhaíls] Gorbatsjovs til Osló í júní ber því órækt vitni. Ef við snúum aftur að spum- ingunni um aukna hættu á jaðar- svæðum, þá er aukin hernaðar- geta Sovétmanna eitt. Hins vegar eru gagnkvæm samskipti austurs og vesturs mjög góð og ekkert bendir til þess að Sovétmenn hafi illt í hyggju.“ Menn hafa leitt getum að því að varnarmikilvægi íslands muni aukast vegna þess að banda- rískum hermönnum eigi eftir að fækka í Evrópu og því verði brýnna að halda sjóleiðum á Atl- antshafi opnum svo að fyrirvara- laust megi senda liðsstyrk austur um haf. Brundtland lítur málið öðrum augum. Hann sagði að öll þróun Morgunblaðið/Ámi Sæberg Arne Olav Brundtland mála í Evrópu væri í átt til friðar og samvinnu. Því væri marklaust að fjalla um flutning herafla til og frá og breytt vægi ýmissa svæða og landa á borð við ísland. „Ég vil því segja að mikilvægi Islands hafi ekki aukist.. . en það er nógu mikilvægt samt,“ sagði Brundtland. Brundtland sagði að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af hernaðarmætti Sovétmanna á og í Norður-Atlantshafi þrátt fyrir að flotaæfingar þeirra í vor hafi verið þær umfangsmestu í nokkur ár. Hann kvaðst telja brýnna að semja um afvopnun á höfunum og þar strandaði á Bandaríkja- mönnum. ingum að einn lést. Lögregla skaut að AWB-liðsmönn- unum og notaði táragas til að leysa upp mannsöfnuðinn. Þrír úr röðum öfgamannanna létu lífíð, einn af skotsárum. Þetta voru fyrstu mannskæðu átökin á milli lögreglu og öfgasinn- aðra hægrimanna síðan þeir klufu sig úr Þjóðarflokknum fyrir tíu árum til að mótmæla því að blökkumönn- um yrðu veitt aukin réttindi í land- inu. Þeir líta óhýru auga til de Klerks vegna þess að hann hefur unnið að því að uppræta aðskilnaðarstefnuna. Eftir átökin á föstudag sögðu nýnas- istamir að de Klerks yrði þaðan í frá minnst sem „slátrarans í Venters- dorp“. Þeir sóru þess eið að hefna þeirra sem féllu. I sjónvarpsumræðum á sunnudag áskaði leiðtogi AWB, Eugene Terre Blanche, de Klerk um að hafa sýnt AWB-félögum áreitni. Hann sagði að menn sínir bæru byssur og járn- skildi einungis í sjálfsvarnarskyni. „Ovopnaður hvítur maður í þessu landi er sama sem dauður," sagði hann. , Bankamenn handteknir í Póllandi Varsjá. Reuter. LANDSBANKI Póllands staðfesti á föstudag að varaforseti bank- ans, Wojciech Prokop, væri einn af þeim sjö mönnum sem viðriðnir eru mikið bankahneyksli þar í landi. Sama dag rak pólska þingið Grzegorz Wojtowicz, forseta Landsbankans, eftir að Lech Wal- esa, forseti Póllands, lagði fram kröfu þess efnis. Prokop var handtekinn fyrr í vik- unni ásamt hinum sex. Grazyna Taladaj, talsmaður saksóknara- embættisins í Varsjá, sagði að mennirnir yrðu í haldi á meðan rannsókn færi fram á stórvægilegri misbeitingu á fjármunum ríkisins. Saksóknaraembættið hefur verið að rannsaka báðar þessar stofnanir frá 18. júní vegna gruns um mis- ferli og spillingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.