Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 4Q Minning: GrímurE. Thoraren sen frá Sigtúnum Mig langar að minnast tengda- föður míns, Gríms E. Thorarensen, með nokkrum orðum en hann lést á Landspítalanum 3. ágúst eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Ég hitti Grím fyrst fyrir rúmum 13 árum. í fyrstu var ég hálfsmeyk við hann, því að hann talaði tæpi- tungulaust og sparaði aldrei stóru lýsingarorðin. Ég kynntist honum svo smátt og smátt og fann að undir hrjúfri skelinni sló gott hjarta. Afi Grímur var mikill ættarhöfð- ingi yfir stórum hópi barna, tengda- barna, bamabama og barnabarna- barna. Hann bar hag fjölskyldunnar mjög fyrir brjósti, fylgdist vel með öllum og hjálpaði ef hann gat. Hann var mikill höfðingi heim að sækja. Amma Dísa og hann hafa alltaf verið mjög samhent í því að taka vel á móti gestum og öllum, bæði stórum og smáum, var tekið sem heiðursgestum. Sérstaklega hafa barnabörnin verið velkomin til þeirra og alltaf tími og vilji til að sinna þeim. Afi var mjög viljugur að fara með börnin í bíltúr, spila við þau eða bara rabba við þau í rólegheitum. Þau eiga öll eftir að sakna afa síns mikið. Grímur var mikill fjölskyldumað- ur og naut sín sérlega vel þegar öll hans stóra fjölskylda var saman komin. Hann var lífið og sálin í grillveislum, þorrablótum og sum- arferðum sem hafa verið árlegir viðburðir undanfarin sumur og allir eiga góðar minningar um. Grímur hafði gaman af því að segja sögur. Fréttir sem kannski hefðu þótt lítil- fjöriegar ef einhver annar hefði sagt þær urðu stórskemmtilegar þar sem hann kunni þá list að krydda frásögnina mátulega mikið. Ég vil þakka Grími allar sam- verustundirnar og bið Guð að blessa minningu hans. Við höfum öll misst mikið, þó hefur Dísa mín misst mest og ég bið góðan Guð að styrkja hana í hennar miklu sorg. Ása í dag er kvaddur afi minn, Grím- ur E. Thorarensen frá Sigtúnum, eftir stutt en ströng veikindi. Hann var fæddur á Selfossi 7. júní 1920 og var því 71 árs er hann lést. Afa Grími tengjast margar góðar minn- ingar, sem lifa áfram í hjörtum okkar afkomenda hans um ókomna tíð þótt hann sé nú farinn. Þrátt fyrir hijúft yfirbragð hafði afi einstaklega stórt og gott hjarta. Hann hafði líka sérstakan hæfíleika til þess að laða að sér börn, enda sýndi hann ávallt sínar bestu hliðar þegar börn voru ann^rs vegar. Þess nutum við barnabörn hans í ríkum mæli. Það var eins og hann byggi alltaf yfír því smáa eða stóra sem þurfti til að gleðja litlar sálir, hvern- ig sem á stóð. Ég minnist þess hvernig beðið var með spenningi í hvert skipti sem von var á afa í heimsókn. Sú spenna náði hámarki þegar lágvært blístur heyrðist berast úr fjarska. Þegar afí síðan birtist í dyrunum var glað- legt blístrið orðið að fullkomnu tón- verki, í það minnsta í eyrum okkar bamanna. Við vissum sem var að afí kom alltaf færandi hendi. Þar voru gjarnan á ferðinni stórir bréf- pokar fullir af góðgæti. Svo stórir að mömmu og pabba þótti vafa- laust oft nóg um. Aldrei heyrðust þó neinar athugasemdir frá þeim, enda hefðu þau þar verið á hálum ís, þeirra skammtur var engu minni. Að lokinni heimsókn bauð afí svo gjarnan upp á bíltúr. Oftar en ekki lá þá leiðin í einhveija af ísbúðum borgarinnar. Þessir „ísbíltúrar" með afa höfðu svo mikið aðdráttarafl að þegar bíllinn hans sást í inn- keyrslunni hjá okkur fylltist húsið iðulega af vinum okkar. Enda vissu þeir að í bíltúr með afa Grími voru allir velkomnir. Raunar var það þannig að margir vina okkar barna- barnanna eignuðu sér hlut í afa og kölluðu hann „afa Grím“. Helsta ástæða þess hve mikinn áhuga við börnin höfðum á afa var sá mikli áhugi sem hann sýndi okk- ur. Hann talaði við okkur eins og jafningja, hafði frá mörgu skemmti- legu og spennandi að segja, hló dátt með okkur, hlátri sem smitaði alla sem til heyrðu. Okkar áhuga- mál voru hans áhugamál. Léttur í bragði geystist hann með okkur til silungsveiða vítt og breitt og kenndi okkur réttu handtökin, enda mikill og snjall veiðimaður sjálfur. Ekki var síður viðburður að koma í heimsókn til ömmu og afa í Kópa- voginn. Þar voru hjá ömmu Dísu vísar kræsingar, gjarnan pönnu- kökur og sælgæti í skál. Leið oft- ast ekki á Iöngu uns afi dró fram spilastokkinn og gaf í Marías. Afí var reyndur spilari en sá þó alltaf til þess að leikurinn væri jafn og lagði áherslu á að kenna mér um leið listina að spila. Var oft mjög erfitt að fá mig til að yfírgefa spila- mennskuna og fara heim þrátt fyr- ir að við hefðum setið að í marga klukkutíma. Afa þótti alla tíð sælla að gefa en að þiggja. Það kom glöggt fram í samskiptum hans við okkur yngri kynslóðina. Afí miðlaði okkur af reynslu sinni og gaf okkur öllum mikið með gæðum sínum og léttu lundarfari. Það verður erfitt að fylla það tómarúm sem myndast hefur við missi hans. Ekki voru veraldlegar gjafir ömmu og afa síður rausnarlegar. Þrátt fyrir stóran hóp barnabama, maka þeirra og barna, gleymdu þau aldrei neinum, hvort sem tilefnið var lítið eða stórt. Það er með söknuði og eftirsjá sem afí er kvaddur í dag. Mikill er missir yngstu barnabarnanna og barnabamabarnanna sem ekki fá tækifæri til að kynnast og alast upp með einstökkum afa og langafa. Að lokum langar mig að þakka afa Grími fyrir allt það sem hann var mér og okkur öllum og óska honum guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Elsku amma Dísa, megi góður guð blessa þig og styrkja. Ásgeir Þórðarson Selfoss var mitt annað æskuheim- ili. Þar bjuggu Grímur og Dísa með alla krakkana, Gunna í Ingólfí og Ólafur, Bagga og strákarnir, Dúa, Danni, Grétar og Gulli ásamt fjölda frænda og ástvina. Selfoss sogaði allt til sín. Þangað var farið í bílt- úra, á leið í sumarbústaðinn og í sveitina. Fyrir ungan strák var Sel- foss ein stór paradís. Grímur var óaðskiljanlegur hluti Selfoss. Elsta barn Egils í Sigtúnum, innkaupastjóri kaupfélagsins og kaupfélagsstjóri, kunningi allra í héraðinu, bridsspilari og veiðimaður; fóstbróðir mjólkurbússtjórans, reglubróðir sláturhússtjórans, ná- frændi bankastjórans og bróðir for- stjóra Meitilsins í Þorlákshöfn, sem byijaði nánast sem útibú frá kaup- félaginu. Allt fyrirtæki og stofnanir sem pabbi hans hafði sett á laggirn- ar. Grímur var rammíslenskari flest- um mönnum, sem ég hef þekkt. Fasmikill, hreinn og beinn, glaðvær og hjartagóður. Fyrir nær fimmtíu árum giftist hann móðursystur minni og hefur aldrei brugðið skugga þar á. Mamma sagði oft, að ekki væru mörg vandamálin í henni veröld, ef allir væru jafn góðir íjöiskyldufeður og Grímur. Annars var þetta ramm- pólitískt hjónaband. Áfi minn í Tryggvaskála var nefnilega einn mesti sjálfstæðismaðurinn á Suðurl- andi, en Egill í Sigtúnum auðvitað einn mesti framsóknarmaður hér- aðsins. Þegar vatnsveitan var lögð um Selfoss neitaði gamli maðurinn alfarið að leggja vatnsveitu í Tryggvaskála, vegna þess að hann hafði heyrt að Egill ætlaði að taka vatnið í Sigtún. Sigurður Óli og aðr- ir félagar hans í flokknum fóru þá með hann á fund Jóns Þorlákssonar landsverkfræðings og formanns Sjálfstæðisflokksins, sem fullyrti að vatnsveitur væru ekki framsóknar- fyrirbrigði. Þá fyrst kom vatnsveita í Tryggvaskála. Nokkrum árum seinna gifti svo afí dóttur sína elsta syni Egils, Grími. Grímur stofnaði Alþýðuflokksfé- lag Selfoss með Guðmundi heitnum skósmið á Selfossi og fleirri höfðingj- um. Gekk þetta allt mjög vel í byrj- un og Grímur leit á sig sem sanna verkalýðshetju. Þá datt mönnum í hug að fara í verkfall, auðvitað gegn kaupfélaginu, sem átti staðinn og mannfólkið nánast líka. Var mikil stemmning á fundinum enda verka- lýðsfélögin og Alþýðuflokkurinn eitt. Þá litu menn á Grím, son kaupfélags- stjórans, sem öllu réði. Grímur dró augað í pung og sagðist þurfa að víkja sér frá. Eftir það var hann heiðursfélagi í Alþýðuflokknum. Grímur var einn bónbesti maður sem ég hef kynnst. Þegar pabbi dó buðust Grímur og Dísa til þess að taka stráklinginn austur, meðan mamma var að jafna sig. Systir mín vann hjá honum. Þegar mamma missti vinnuna við lát frænda síns, var Grímur óðara kominn með vinnu. Þegar vantaði pening fyrir námi er- lendis, var Grímur óðara mættur með fé. Um áratugi var atvinnuuppbygg- ingu á Suðurlandi stjórnað frá Sig- túnum. Kaupfélag Ámesinga var stofnað og tryggði framleiðslu, verslun og þjónustu í héraðinu. Mjólkúrbú Flóamanna var stofnað og tryggði streymi hvíta lífdrykkj- arins vestur yfir heiði í ört vaxandi byggðalög við Faxaflóann. Slátur- félag Suðurlands var sett niður á Selfossi og átti sinn þátt í því að bægja hungurvofunni frá, sem ógn- Minning Magnús Guðmunds- son frá Hvítárbakka Fæddur 8. janúar 1925 Dáinn 2. ágúst 1991 Það er nokkuð liðið á eitt hið besta og fegursta sumar, sem menn al- mennt minnast. Þróttmikill gróður- inn leynir sér hvergi en gerír um- hverfið allt unaðslegra. Og fagurt skein sólin, þegar ég fyiir nokkru átti tal við kæran vin, Magnús Guð- mundsson frá Hvítárbakka. Það var hásumar. Við ræddum ýmislegt, fór- um úr einu í annað. Við fyrsta tæki- færi hugðist hann fara í sumarhús, sem hann hafði eignast ekki alls fjarri æskuslóðum. Hvergi væri dýr- mætara að dvelja en í umhverfi, þar sem njóta mætti friðar og hvíldar frá síbylju skarkala og ógnandi ókyrrð. Öriítið ræddum við heilsu Magnúsar, en hann hafði kennt sér lasleika. Hann lét vel af sér og samtalið var uppörvandi. Hafí ég haft í frammi tilburði til að hughreysta vin minn efa ég, að það hafí tekist. Hitt veit ég, að orð hans og tónn voru mér slík hughreysting, að ég varð þess fullviss, að sitthvað það, sem rætt var og ráðgert, fengi að rætast. Mér leið vel að samtalinu loknu og leyfði huganum að reika um dýrmætar minningar áratuganna. Það nálgast að vera fimmtíu ár frá því að við bræður, Kristinn og ég, kynntumst Magnúsi, en við vor- um allir við nám í Verslunarskóla Íslands. Á þeim árum stjórnaði faðir minn Karlakórnum kátum félögum. Þar sungu þeir báðir Kristinn og Magnús. Af þessu leiddi, að Magnús kynntist fjölskyldu minni, varð heim- ilisvinur, foreldrum mínum og okkur bræðrum til mikillar gleði. Á árunum 1943 til 1945 kom Magnús á heim- ili okkar alloft yfir skóiatímann, stundum vikulega. Var þá mikið sungið en móðir mín lék undir á píanó. Þá birti í litlu stofunni á Bar- ónsstíg. Til gamans má minnast að eitt sinn komu þeir fram á hátíðar- fundi, en þar lék Kristinn á selló en Magnús annaðist undirleikinn á píanó. Sú vinátta, sem þarna þróað- ist, hefur styrkst með árunum og tekið á sig mynd tryggðar og trúnað- ar. Magnús fór til starfa erlendis um hríð en nokkru eftir að hann kom heim aftur hóf hann, ásamt öðrum, rekstur fyrirtækisins Isól hf. og hef- ur hann starfað þar síðan. Fljótlega eftir heimkomuna ræddi ég við Magnús og hvatti hann til að koma á ný til Iiðs við Fóstbræður, en þegar kátir félagar hættu að starfa haustið 1944 gengu flestir kórmanna í raðir Fóstbræðra, þeirra á meðal Kristinn og Magnús. Magn- ús tók málaleitan minni vel og af áhuga. Hefur hann reynst einn af mikilvægustu burðarásum félagsins um langt árabil, afar músikalskur með trausta og fagra söngrödd. Hann hefur ósjaldan verið einsöngv- ari með kórnum. Nákvæmni, vand- virkni og prúðmennska hafa ávallt verið áberandi í fari Magnúsar og kemur það skýrt fram í söng hans og viðmóti. Auk söngsins var mjög til hans leitað varðandi vandmeðfarin félagsleg málefni. Það riljast upp, þegar Magnús hringdi til mín eitt sinn, ræddi glunt- asöng og stakk upp á því, með ítar- legum útskýringum og léttum áhersl- um, eins og honum var lagið, að við létum okkur hafa það að syngja Glunta inn á hljómplötu og fengjum góðvin okkar, Carl Billich, til aðstoð- ar. Þetta kom mér nokkuð á óvart enda í fljótu bragði séð ekki líkt M'agnúsi. Kom þó í ljós, að honum var full alvara. Ailt á sínar skýring- ar. Við sungum Gluntana við und- irleik Carls og platan kom út árið 1974. Frábært samstarf við þessa góðu vini og gæslumann okkar, Þor- stein Helgason, var mér dýrmæt reynsla, sem ég er afar þakklátur fyrir. Enn reikar hugurinn um minning- arnar. Ég minnist áhuga Magnúsar á bókum og safns hans, sem hann dekraði við. Ferðalögin með Fóst- bræðrum rifjast upp. Færi maður á stjá, gengi á fjöll til að hlusta eftir morgunkyrrðinni, fylgjast með fóta- ferð fuglanna, sjá birtuna verða til og upplifa lífíð vakna til nýs dags, voru fremur fáir á ferli. En þá gat maður vænst þess að hitta Magnús. Þar gat hann sem best verið með hugsanir sínar, trú og tilfinningar, dáð, dýrð og tign óspilltrar náttúr- unnar, hvort heldur hún var ógnandi og hrikalega fögur eða heillandi ljúf og vinaleg. Þá hafa orð ekki merk- ingu. Þá er engu við að bæta. í örsvipan syrtir að. Ský skyggir sólu. Dýrðlegt sumarið hverfur úr huganum. Myndir minninganna skerpasst og verða áleitnari. Andrá augnabliksins, sem skilur líf frá dauða, hefur breytt voninni í sáran söknuð og gleðinni í nístandi sorg. Minn kæri vinur, Magnús, lézt aðfar- anótt föstudagsins 2. ágúst, langt um aldur fram, aðeins 66 ára gamall. Magnús var fæddur 8. janúar 1925. Foreldrar hans voru sæmdar- hjónin Guðmundur Jónsson og Ragn- heiður Magnúsdóttir, sem lengst af bjuggu á Hvítárbakka. Þau eru bæði látin. Magnús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Bryndís Jakobsdóttir. Þau eignuðust tvö böm, Jakob Frí- mann og Borghildi. Bryndís og Magnús slitu samvistir. Seinni kona Magnúsar var Rúna Guðmundsdótt- ir. Hún lézt fyrir réttum þrem árum. Sorgin hlífir ekki. Hun gleymir eng- um. Einn bróður átti Magnús, Jon, bónda á Hvítárbakka. Þó lífið væri Magnúsi ekki með öllu áfallalaust frekar en öðrum höndlaði hann hamingjuna ríkulega. Hann var í senn sterkur, agaður mjög, viðkvæmur og tilfinningaríkur og því auðsærður, þó hann leitaðist við að leyna slíkum tilfinningum. Hann var raunsær og heilsteyptur og hafnaði fölskum veruleika. Magnús átti ávallt fagurt og myndarlegt heimili, naut þess og var höfðingi heim að sækja. Þar var tek- ið á móti vinum og gestum af reisn og myndarskap. Slíkar fjölmargar, ógleymanlegar ánægjustundir viljum við hjónin nú þakka. Þá þakka ég Magnúsi vinsemd og hlýhug í garð foreldra minna og æskuheimilis. Við vottum Borghildi, Jakobi Frímanni og heimilum þeirra djúpa samúð og biðjum þeim styrks og Guðs blessun- ar í þeirra sára söknuði. Ennfremur bróður hans, Jóni, svo og öðrum vensluðum og vinum, sem af hlýrri umhyggju og kærleika lögðu sig fram um að létta honum erfíðustu stundirnar. Minningarnar um Magnús eru heimili mínu einstakar. Fyrir þær þökkum við hjónin. Ásgeir Hallsson Þú ert eins og náttúran vildi, að þú værir. Vöxt þinn hindraði aldrei neinn. Allir vegir voru þér færir viljinn sterkur og hreinn. Þrunginn krafti, sem kjamann nærir, . klifrar þú djarfur og einn, léttur í spori, líkamsfagur. Lund þín og bragur er heiðskír dapr, ftjálsbomi fjallasveinn. Og áfram kveður Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi: Þegar þú gistir glóðheita sali, gekkst undir borgarans þak, sýnist öllum salkynnin hækka, sorgirnar fækka, veröldin stækka við svip þinn og tungutak. Þessi mannlýsing Davíðs Stefáns- sonar segir margt um vin minn Magnús Guðmundson frá Hvítár- bakka, sem við hjónin kveðjum með söknuði í dag. Ég ætla ekki að rekja ættir eða æviferil Magnúsar, ég veit að aðrir verða til þess. Við Magnús kynnt- umst í hópi Fjórtán Fóstbræðra fyrir tæpum þremur áratugum, en þar var hann félagi frá upphafí. Mér varð trax ljóst hversu afburða tónlistar- maður hann var. Ekki aðeins söng hann vel heldur var meðferð hans, bæði á lagi og ljóði slík, að allir hlutu að hrífast með. Seinna urðu svo ýmis atvik í lífshlaupi okkar beggja til þess að kynnin urðu nánari og við Ingibjörg eignuðumst einlæga vináttu þessa góða manns. Þá sann- aðist að ekki aðeins hafði Magnús til að bera ytri gjörvuleika, heldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.