Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991
33
Jón Stefánsson, Skaga-
strönd - Minningarorð
Fæddur 9. raaí 1931
Dáinn 3. ágúst 1991
Jón Stefánsson Blikahólum 10
Reykjavík andaðist á Borgarspítal-
anum þann 3. ágúst sl. Hann laut
að lokum í lægra haldi fyrir veikind-
um sem hann hafði átt við að stríða
í nokkra mánuði. Veikindum sínum
tók Jón af sama æðruleysinu og
rólyndinu og hann var jafnan þekkt-
ur fyrir.
Jón var fæddur í Kambakoti
Vindhælishreppi, yngstur 12 systk-
ina. Foreldrar Jóns voru Stefán
Stefánsson og Salóme Jósefsdóttir.
15 ára flutti Jón ásamt móður sinni
og systkinum til Skagastrandar en
faðir hans var þá látinn. Þar stund-
aði Jón sjómennsku og rak m.a.
útgerð ásamt fleirum um tíma.
Þótt allir þekki alla á litlum stað
eins og Skagaströnd þá kynntist
ég Jóni ekkert fyrr en hann flutti
frá Skagaströnd 1977 og hóf sam-
búð með móður minni Ingibjörgu
Axelsdóttur. Þeirra heimili var fyrst
að Vesturbergi 142 í Reykjavík.
Þangað vorum við systkinin og fjöl-
skyldur okkar ætíð velkomin. Það
var gott að koma á fallegt heimili
þeirra Jóns og Diddu. Gestrisni og
höfðingsskapur þeirra var jafnvel
oft á tíðum meiri en góðu hófi
gegndi.
1980 fluttu þau í stærra og rúm-
betra húsnæði að Blikahólum 10
og var þar þeirra heimili síðan.
Þegar ég stundaði nám í Reykjavík
1979-1981 þá var ekki við annað
komandi en að ég dveldi hjá þeim
og reyndist Jón mér þá sannarlega
betri en enginn.
Eina dóttur eignaðist Jón á lífs-
leiðinni. Maríu sem býr á Akureyri
ásamt manni sínum og tveimur
börnum.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur segir máltækið og
sannast það hér því nú hefur verið
höggvið skarð í vinahópinn - sem
verður seint eða ekki fyllt að nýju.
Útför Jons Stefánssonar var gerð
frá Fossvogskapellu í gær mánu-
daginn 12. ágúst.
Eg vil fyrir hönd okkar systkin-
anna og fjölskyldna okkar senda
öllum aðstandendum innilegar sam-
úðarkveðjur og bið almáttugan Guð
að styrkja þau í sorg þeirra.
Axel J. Hallgrímsson,
Skagaströnd.
Kveðjuorð:
*
Arni
Sveinsson
Fæddur 26. ágúst 1932
Dáinn 24. júlí 1991
Fótmál dauðans fljótt er stigið
fram að myrkvum grafarreit,
mitt er hold til moldar hnigið
máske fyrr en af ég veit.
Heilsa, máttur, fegurð, §ör
flýgur burt sem elding snör.
Hvað er lífið? Logi veikur,
lítil bóla, hverfull reykur.
(Bjöm Halld. frá Laufási.)
Hveija stund og hvern dag er
einhver persóna að kveðja. Nú er
einn kunningi minn, Ámi Sveins-
son frá Vopnafirði, farinn. Hver
er tilgangurinn, hvað era máttar-
stoðir tilverabyggingarinnar, er
efnisheimurinn aðeins raunvera-
legur að takmörkuðu leyti, er and-
legt tilverasvið á bak við þetta
allt, er eitthvað til sem ætíð hefur
verið til? Er efnisheimurinn spegil-
mynd af öðram heimi þar sem allt
er varanleg staðreynd og er með-
vitundarlífið það sem aldrei getur
eyðst þó svo að líkaminn sé allur.
Það eru til margar ágiskanir og
hugsanasveiflur en ekkert öruggt
svar er til. Ég ætla nú í fáum
orðum að minnast Áma heitins.
Hann var ágætur maður, vel
greindur en það á ekki við um öll
eftirmæli. Það var ekki hægt að
segja að okkar kunningsskapur
hafi verið sérstaklega mikill en
samt nægjanlegur til þess að ég
get dæmt hann á réttan veg. Hin
síðustu ár átti hann í baráttú við
sjálfskaparvíti sem var áfengið en
ég kannast við þá baráttu.
Sé litið á innilokun í fanga-
geymslum lögreglunnar, þá getur
hún verið í vissum tilfellum hættu-
leg. Það fer eftir ásigkomulagi
þess aðila sem við á í hvert sinn.
Fangavaktin .ber þar enga ábyrgð
en aftur á móti er hægt að líta á
málefnið frá ýmsum hliðum.
Ég enda þessi minningarorð
með því að votta hans nánustu
hluttekningu. Blessuð veri minn-
ing Áma Sveinssonar.
Þorgeir Kr. Magnússon
werzalitr íglugga
SÓLBEKKIR „ola
fyrirliggjandi. vatn.
KK 8EN0UM f PÓ8TKRÖFU
Xlo Þ. Þ0R6RÍMSS0N & C0
Ármúla29 • Reykjavik • sími 38640
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru biitar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæí-
isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
+
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
MARÍANNA ELÍASDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 10. ágúst sl.
Jón Björnsson,
Pétrún Pétursdóttir,
Elsa Jónsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRUNN THEÓDÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Dalbraut 27,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans sunnudaginn 11. ágúst.
Jarðarförin verður tilkynnt síðar.
Guðmundur Þór Pálsson, Ragnhildur Auður Vilhjálmsdóttir
Hrafnhildur Valgarðsdóttir, Karl Vernharðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Systir okkar, + HULLA RAGNARS EINARSON,
er látin. Jarðarförin hefur farið fram.
Systkini hinnar látnu.
+
Eiginmaður minn,
EGILL SIGURÐSSON,
Vallargerði 18,
Kópavogi,
sem andaðist á Borgarspítalanum 9. ágúst, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. ágúst kl. 13.30.
Ástríður Jónsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SVAVAR ÞORVALDUR PÉTURSSON,
Laugavegi 72,
Reykjavík,
andaðist aðfaranótt sunnudagsins 11. ógúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þórdís Jóhannesdóttir,
börn, tengdabörn,
og barnabörn.
2 l\IYJA MEL BROOKS GRINMYIMDIN 2
- LÍFIÐ ER ÓÞVERRI -
LESLEY ANN WARREN
A FORSYNINGUILOSANGELSES FYRIR3 VIKUNI
SKELL TUÁHORFENDUR 106 SINNUM UPPÚR.
ÞIÐ SJÁIÐAЄLIFESTINKS"ER MÍN BESTA MYND.
ALFABAKKA SIMI: 78900
Garösnyrtitæki frá Skil eru byggö samkvæmt
ströngustu öryggis- og neytendakröfum,
viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins.
SPÁÐU í VERÐIÐ!
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SfMI 84670 U
ÞARABAKKI 3, SlMI 670100 '
SMC.
TOPP V GÆÐI
SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR
iimmnmi