Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 2
reer T8öoa .r; auoAauiqia<i GiöAjavnjo;ioM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 Skipatækni stefnir verkfræðingi í Svíþjóð fyrir meiðyrði: Krafist 15 milljóna bóta vegna ummæla um nýjan Heijólf SKIPATÆKNI hf. hefur stefnt Sigurði Ingvasyni skipaverkfræðingi í Svíþjóð fyrir bæjarþing Reykjavíkur og krefst þess að 12 tilgreind ummæli hans í fjölmiðlum hér á landi um hönnun nýrrar Vestmanna- eyjaferju verði dæmd dauð og ómerk, að Sigurður verði dæmdur til þyngstu refsingar að lögum og til að greiða Skipatækni 10 millj- óna króna skaðabætur og 5 milljóna króna miskabætur. í stefnu sem Sigurði er birt í Lögbirtingablaðinu segir Valgarð Briem, lögmaður Skipatækni, að fyrirtækið hafi séð sig knúið til málshöfðunarinnar sökum meinfys- innar rógsherferðar Sigurðar gegn Skipatækni. Skipatækni hafi ítrek- að boðið Sigurði að taka aftur að- dróttanir sínar í garð fyrirtækisins en því hafi í engu verið sinnt. Skaðabótakrafan er sögð á því byggð að með ólögmætum ummæl- um sínum hafi Sigurður valdið fyrir- Náttúruverndarráð: Fundað með Landsvirkjun um línuleiðir Náttúruverndarráð hélt fund með fulltrúum Landsvirkjunar um línuleiðir frá Fljótsdalsvirkj- un til Akureyrar í gær. í kjölfar fundarins sendi Náttúruvernd- arráð Landsvirkjun bréf sem verður gert heyrum kunnugt í dag. Þóroddur F. Þóroddsson, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, sagði að Landsvirkjunarmenn hefðu kynnt sín mál á fundinum. Á eftir hefði verið rætt um hugsanlegar línuleiðir og mál tengd þeim. Hann sagði að Náttúrvemdarráð væri að útbúa bréf til Landsvirkjunarmanna sem gert yrði opinbert í dag. Tillaga Landsvirkjunar um Fljótsdalslínu felst í því að leggja línu vestur yfir Fljótsdalsheiði, suð- ur yfír Þríhyrningsvatn, milli Herðubreioartagla og Öskju, norður Fljótsheiði og yfír Bárðardal. Nátt- úruverndarráð veitti Landsvirkjun leyfí til að kanna þessa leið en síðar var leyfíð afturkallað. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Skipulagi ríkisins og umhverfísráðuneytinu koma tvær línuleiðir til viðbótar til greina á þessu svæði. Önnur er að fylgja núverandi byggðalínu en sú þriðja að fylgja byggðalínunni að Jökulsá á Fjöllum, þaðan suðvestur yfír Ódáðahraun að Svartárkoti, norður Fljótsheiði ogyfir Bárðardal. tækinu gríðarlegu fjártjóni og hafi fyrirtækið jafnvel misst verkefni vegna hinna neikvæðu afleiðinga sem rógsherferð hans gegn fyrir- tækinu hafi haft. í stefnunni eru tilgreind 12 um- mæli sem höfð voru eftir Sigurði í ýmsum fjölmiðlum hér á landi 8. mars til 5. apríl síðastliðinn þar sem fram kemur meðal annars að hann telji að Skipatækni hafí notað út- færslu hans varðandi frágang við skrúfu skipsins, skipið sé illa hann- að og stórhættulegt, það verði of dýrt og óhagkvæmt í rekstri. ÖU vinnubrögð miði að því að koma smíði skipsins til Flekkefjord í Nor- egi, Sigurður krefjist þess að öll sú tækni sem tilheyri sínum einkaleyf- um verði fjarlægð af skipinu. Málið verður þingfest í bæjar- þingi Reyjavíkur 17. september nk. Pele heilsaði upp á unga knattspyrnumenn á Akureyri í gær. Knattspyrnuhetj a á Islandi Knattspyrnusnillingurinn brasilíski, Pele eða Svarta perlan eins og hann hefur oft verið nefndur, er staddur í stuttri heimsókn hér á landi. Pele varð á sínum tíma þríveg- is heimsmeistari í knattspyrnu með Brasilíu og er hann eini knattspyrnumaðurinn sem náð hefur þeim árangri. Pele kom til landsins á sunnu- dagskvöld, hélt þá beint til Akur- eyrar og hitti unga knattspymu- menn af Norðurlandi í gærmorg- un. Þaðan lá leið hans til Egils- staða sömu erinda auk þess sem hann vígði nýjan grasvöll Egils- staðabúa. Síðan fór hann til Vestmanna- eyja þar sem hann afhenti verð- launin í Norðurlandamóti drengja í knattspymu. Sjá nánar íþróttablað. Fiskiðjan Freyja hf., Suðureyri: Hlutabréf fyrirtækisins í Hlaðsvík boðin til sölu STJÓRN Fiskiðjunnar Freyju hf. á Suðureyri var í gær veitt heimild hluthafa til að auglýsa hlutabréf fyrirtækisins i útgerðarfélaginu Hlaðsvík hf. til sölu, en tillaga þess efnis var borin upp af meiri- hluta stjómar Fiskiðjunnar Freyju, þ.e. fulltrúa hlutafjársjóðs Byggðastofnunar og Sambandsins. Hlaðsvík á og gerir út togarann Elínu Þorbjarnardóttur og á Fiskiðjan Freyjá rúmlega 99% í fyrirtæk- inu. Gert er ráð fyrir því að hluta af 2.100 tonna aflakvóta togarans verði haldið eftir við sölu Hlaðsvíkur, eða að löndunarsamningur verði gerður við hugsanlega kaupendur. Hlutafjársjóður Byggðastofnunar á tæplega 60% hlutafjár í Fiskiðj- unni Freyju, og að sögn Guðmundar Malmquist, forstjóra stofnunarinn- ar, er sala Hlaðsvíkur hugsuð sem liður í því að endurskipuleggja fjár- hag Fiskiðjunnar Freyju, en skuldir fyrirtækisins um síðustu áramót námu um 520 milljónum króna og þar af eru 37 milljónir víkjandi lán frá ríkinu. „Þessar skuldir em ein- faldlega of miklar miðað við það hvernig rekstur fyrirtækisins hefur verið, og of miklar til þess að það geti staðið undir því. Þess vegna þarf að leita leiða til að treysta stöðu fyrirtækisins, og salan á Hlaðsvík er ein þeirra sem verið er að skoða,“ sagðr hann. Snorri Sturluson, sveitarstjóri á Suðureyri, segir að verði Hlaðsvík seld, og togarinn fari úr byggðarlag- inu ásamt kvóta, verði það gífurlegt áfall fyrir atvinnulífíð á staðnum. „Það virðast engar færar leiðir vera til án þess að það verði einhver skellur. Þarna er um megnið af kvótanum í byggðarlaginu að ræða, en kannski eru menn með einhveijar hugmyndir um að kaupa minni báta í staðinn fyrir togarann. Þetta eru bara hrakningar og ekkert annað en einhver íjörbrot til að reyna að hanga á þessu eitthvað lengur. Þetta er í sjálfu sér engin lausn á þessu máli, og reyndar tel ég enga lausn vera á því aðra en pólítíska. Það er ekkert grín að vera með fyrir- tæki sem ekki hefur rekstrargrund- völl og safnar skuldum alls staðar, en það eitrar út frá sér í allar átt- ir,“ sagði hann. Hafísinn er loks horf- inn af íslandsmiðum Tvö fyrirtæki leita að góðmálmum hér á landi TVÖ fyrirtæki hafa leitað að gulli og öðrum góðmálmum hér á landi í sumar, en í vor veitti iðnaðarráðuneytið þessum aðilum leitarleyfi til þriggja ára. Hvor aðili um sig fékk leyfi til töku yfirborðssýna á sjö svæðum á Iandinu, og beinist leitin fyrst og fremst að kulnuðum háhitasvæðum megineldstöðva, en við svipað- ar aðstæður hefur t.d. fundist talsvert magn af gulli í Japan. Fyrirtækin sem að gullleitinni standa eru annars vegar Málmís, sem Orkustofnun, Iðntæknistofnun og Kisiliðjan standa að, og hins vegar Suðurvík, sem eigendur Steypustöðvarinnar standa að í samvinnu við kanadíska fyrirtækið West-Viking. Að sögn Björns Friðfinnssonar, ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðu- neytinu, ber fyrirtækjunum að skila ráðuneytinu niðurstöðum' varðandi leitina þegar þær liggja fyrir, en farið verður með þær sem trúnaðarmál í allt að fimm ár frá því skýrslur um niðurstöður ber- ast. Leyfín sem umrædd fyrirtæki hafa fengið fela ekki í sér for- gangsrétt til síðari einkaréttar- leyfa varðandi hugsanlega náma- vinnslu. „Leitin beinist að fornum meg- ineldstöðvum, og byggist hún á þeirri kenningu að þar sem jarð- hiti hefur verið virkur í milljónir ára kunni verðmætir málmar að hafa skolast út í hringrás heita vatnsins eða gufunnar, en dæmi um slíkt munu meðal annars hafa fundist í Japan og í Indónesíu. Leitin hér á landi er á algjöru byijunarstigi, og jafnvel þó eitt- hvað finnist er talið að það sé alveg á mörkunum að það muni borga sig að vinna það. Það hefur reyndar fundist vottur af gulli hér á landi áður, en þessi leit beinist einnig að fleiri sjaldgæfum málm- um, svo sem palladíum og platínu, sem meðal annars eru notaðir í rafeindaiðnaði," sagði Björn Friðfinnsson. HAFÍS er nú að mestu horfinn af íslandsmiðum. í ár hvarf hafísinn ekki fyrr en í júlí sem hefur bara gerst 5 sinnum síðan 1929. Að sögn Þórs Jakobssonar hjá. Veðurstofunni réðu þar mestu um vestlægar vindáttir. „Hafísmagn við ísland getur stafað af þrennu; ísmagni, hafís- skilyrðum og óhagstæðum vind- áttum,“ sagði Þór í viðtali við Morgunblaðið. „í sumar voru það langvarandi vestlægar áttir sem töfðu fyrir eðlilegri framrás íssins suður með Grænlandi og gerðu það að verkum að hafís var hér við land fram í júlí þrátt fyrir að sjórinn hafí verið í hlýrra lagi“. Þór sagði að nú væri hafís horf- inn úr Grænlandssundi og megin- jaðarinn væri nú norður við Scor- esbysund. Ef undan skilinn væri borgarísjaki sem tilkynnt var um við Gjögur í seinustu viku væri allur hafís horfinn af landinu og færi ekki að aukast aftur við Scor- esbysund fyrr en í byijun október. Kærði mann fyrir ógæti- legan akstur á Blönduósi eftir götunni Hnjúkabyggð, og að sögn lögreglunnar heldur konan því fram að ökumaðurinn hafi ekið óvarlega og mjög nærri þeim. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var bílnum ekki ekið á miklum hraða. Ökumaðurinn er á tvítugs- aldri ög er aðkomumaður. Málið hefur verið sent fulltrúa sýslu- mannsins í Húnavatnssýslu. VEGFARANDI við Hnjúka- byggð á Blönduósi kærði ungan ökumann fyrir háskalegan akst- ur í bænum síðastliðinn sunnu- dag. Ökumaðurinn ók bílnum svo nærri þremur vegfarendum að einn þeirra ákvað að veita honum eftirför á eigin bíl og kæra hann. Vegfarendurnir, kona með barni sínu og föður sínum, gengu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.