Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 21 Einar Öder Magnússon og Atgeir. landsliðinu í annað sinn en hann var með stóðhestinn Pjalar frá Haf- steinsstöðum í Danmörku fyrir tveimur árum og komust þeir í úr- slit í fimmgangi. Nú er hann aftur með fjórgangshestinn Atgeir frá Skipanesi átta vetra en hann er undan Elg 965 frá Hólum og Heiði frá Ögmundarstöðum. Þeir Einar og Atgeir hafa átt nokkuð góðu gengi að fagna í keppnum síðustu tvö árin, voru í úrslitum á íslands- mótinu í fyrra og í úrslitum í B- flokki á fjórðungsmótinu í sumar auk þess að hafa verið efstir á inn- anfélagsmótum Sleipnis á Selfossi. Einar sagðist verða setja spurn- ingarmerki varðandi væntanlegan árangur sinn á mótinu. „Þetta ræðst mikið af því hvemig dómurum mótsins fellur Atgeir. Að sjálfsögðu reyni ég að komast í A-úrslit í minnsta kosti annarri greininni," en Einar keppir í tölti og fjór- gangi. „Ég get altént lofað því að klárinn mun ekki gefast upp hjá mér því hann hefur nægan kraft og mikinn vilja,“ sagði Einar í lokin. Jón Pétur Ólafsson/Byr Á Evrópumótinu í Danmörku unnu íslendingar aðeins einn EM- titil og var þar að verki Jón Pétur Ólafsson sem sigraði í gæðinga- skeiði á Glaumi frá Sauðárkróki. Aftur hefur Jón Pétur tryggt sér sæti í íslenska liðinu á og hefur þar með möguleika á að veija titil sinn. Hestur Jóns Péturs nú er Byr frá Akureyri undan Hrafni 802 frá Holtsmúla og Báru 4418 frá Akur- eyri. Jón Pétur fékk Byr í hendurn- ar viku fyrir fjórðungsmótið þar sem hann sýndi klárinn í gæðingakeppninni. Aðspurður um möguleika sína sagðist Jón Pétur ekki telja Byr ólíklegri til að^.gera góða hluti ytra en aðra hesta sem þar koma fram. Sagði hann að klárinn hefði lagast mikið síðustu dagana og væri til dæmis orðinn mjög góður í fimm- gangi. „Ég stefni á að komast í A-úrslit -í fimmgangi og verðlauna- sæti í gæðingaskeiði og ætli maður reyni ekki að vera með í keppninni um samanlagðan sigurvegara," sagði Jón Pétur. Ragnar Hinriksson/Gammur Þegar röðin kemur að Ragnari kemur ósjálfrátt upp í hugann ótrú- leg frammistaða hans í Evrópumót- inu í Hollandi þegar hann sigraði fimmganginn, stigakeppnina og skeiðið á lánshestinum Fróða frá Ásgeirsbrekku en hestar íslending- anna veiktust eins og kunnugt er og þurftu að fá hesta að láni til að geta verið með. Ragnar hefur keppt á fjórum mótum, fyrst 1972 í Sviss og þá ’77 í Danmörku, ’79 í Hol- landi og ’81 í Nöregi. Nú keppir Ragnar á hestinum Gammi frá Ingveldarstöðum sjö vetra gömlum undan Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði og Leystu 3775. Gammur vann A-flokkinn hjá Mána í vor og B-flokkinn á síðasta ári. Sagðist Ragnar taka þátt í tölti, fimmgangi, gæðingaskeiði og 250 metra skeiði. Ekki vildi Ragnar gefa nein fyrirheit um árangur í einstökum greinum, sagðist að sjálfsögðu gera sitt besta og tók fram að klárinn væri í mikilli upp- sveiflu þessa dagana. Sigiirður Sæmundsson og Pétur Jökull Hákonarson liðssljórar Nú í fyrsta sinn eru valdir tveir liðsstjórar með liðinu og voru þeir Sigurður Sæmundsson hrossabóndi í Holtsmúla og Pétur Jökull Hákon- arson. Þetta mun í fjórða skipti sem Sigurður tekur að sér starf liðs- stjóra auk þess sem hann hefur fjór- um sinnum verið keppandi. Pétur sem er formaður Hestaíþróttasam- bands íslands hefur dæmt fyrir ís- lands hönd á þessum mótum auk þess að hafa unnið mikið að þessum málum sem formaður sambandsins. Þeir félagar voru sammála um að raunhæft væri að reikna með að þrenn gullverðlaun ynnust nú. Pétur taldi að ef vel tækist til gætu þau allt eins orðið fímm. Sigurður sagðist vera bjartsýnn á skeiðhest- inn Kolbak og Gunnar. Taldi hann nokkuð öruggt að þeir ynnu í það minnsta ein gullverðlaun. „Ég er einnig nokkuð bjartsýnn á töltið og þá horfi ég til Pjakks og Hin- riks,“ sagði Sigurður og hann hélt áfram „Sigurbjörn er náttúrlega hvað sterkastur þegar pressan og álagið er hvað mest. Þeir Tómas og Ragnar verða báðir til alls líkleg- ir ef þeir komast í úrslit.“ Aðspurður um hveijir væru helstu andstæðingar strákanna sagði Sigurður að eftir þeim litlu fréttum sem þeim hefði borist væru það Þjóðveijararnir eins og áður. Andreas Trappe núverandi meistari í fimmgangi væri nú með feikna sterkan fjórgangshest undan Þór frá Sporz en Trappe keppti einmitt á honum ’83 í Þýskalandi og vann fjórganginn. Þá verður núverandi meistari í töltinu Bernd Vith með Rauð sem hann sigraði töltið á fyr- ir tveimur árum í Danmörku. Svo geta að sjálfsögðu einstaka kepp- endur frá öðrum þjóðum skotið upp kollinum og blandað sér í toppbar- áttuna í einstaka greinum. Ekki verður annað heyrt en menn séu bjartsýnir á góðan árangur og menn ákveðnir að láta Þjóðveijana ekki vaða svona upp eins og þeir gerðu á síðasta móti þegar þeir sigr- uðu í nánast öllum greinum síðasta móts. Víðavangs- hlaup fellt út úr dag- skránni Heimsmeistaramótið stendur yfir í fimm daga að þessu sinni. Dagskráin er með nokkuð svip- uðu sniði og verið hefur. Athygli vekur þó að nú hefur víðavangs- hlaupið verið fellt niður og koma sjálfsagt margir til með að fagna því. Þá er ein ný-keppnisgrein er nú tekin upp á mótinu en það er tölt- keppni sem kallast Tölt T 1:1. Keppnisgreinin sem upprunnin er frá Þýskalandi fer fram með þeim hætti að sex hestar eru inni á vellin- um í einu og er riðið á fijálsum hraða. í einu atriði keppninnar verða knapar að ríða hestunum við fijálsan taum. Er hér um að ræða sýningargrein sem ekki verður reiknuð með í stigakeppni mótsins. Dagskrá mótsins verður annars sem hér segir: Miðvikudagur 14. ágúst. 08.00 Kynbótadómar. 11.00 Forkeppni í tölti T 1:1. 14.00 Forkeppni í hlýðniæfingum. Fimmtudagur 15. ágúst. 08.00 Kynbótadómar. 08.00 Forkeppni í tölti. 16.00 250 metra skeið 1. og 2. umferð. Föstudagur 16. ágúst. 08.00 Fjórgangur - fdrkeppni. 15.00 Gæðingaskeið. Opnunarhátíð - mótið formlega sett. Laugardagur 17. ágúst. 08.00 Fimmgangur-forkeppni. 13.00 Sýning kynbótahrossa. 14.00 Hlýðniæfingar-úrslit. 18.00 Skeiðkeppni 3. og 4. umferð. Sunnudagur 18. ágúst. 10.00 Fjórgangur - B-úrslit 10.45 Fjórgangur - A-úrslit. 11.30 Fimmgangur - B-úrslit. 12.15 Fimmgangur - A-úrslit. 13.00 Kynbótasýning - verðlaun. 14.15 Tölt - B-úrslit. 15.00 Tölt - A-úrsliL 16.30 Lokaathöfn - Mótsslit. Master floor Níðsterkt parket kr. 2.669,— fm. Þolir Þolir vatn og fitu vindlingoglóð 'fiC Létt QÓ þrífa Rispost ekki Umhverfis- Eldtefjandi verndandi PARKET Gegnheilt-svissneskt gæðaparket pússað og lakkað Eik Beyki Askur Merbau verð frá 2.300,— WC nieð haröri setu kr 13.900,- Handlaug á fæti kr. 2.300,- Baðkör 170x70 vx.fí.600,— l^3URS7AFELL Bíldshöfða 14,112 Reykjavík, sfmar 91-672545/676840.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.