Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLASIS VIDSKIPHfllVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 Ferðaþjónusta __ Viljum ekki að Island einangrist — segir Johann Rosskopf markaðsstjóri hjá þýsku ferðaskrifstofunni STUDIOSUS Á AÐ leyfa erlendum leiðsögumönnum að leiða ferðamannahópa um Island? Islenskir leiðsögumenn svara ákveðið „nei“ og hafa varið sjónarmið sín með fjölmörgum greinum og útvarpserindum á undanförnum árum. Og í hita Ieiksins hafa erlendir starfsbræð- ur verið kallaðir „sjóræningjar“. Þýska ferðaskrifstofan STUDI- OSUS hefur einkum legið undir höggum, þar sem skrifstofan er eingöngu með eigin leiðsögumenn. Sjónarmið erlendu leiðsögu- mannanna hafa lítið heyrst hér í íslenskum fjölmiðlum og eins og markaðsstjóri STUDIOSUS, Jo- hann Rosskopf segir, þá er þetta ójafn leikur. „íslenskir leiðsögu- menn og ferðaþjónustufólk má ekki ímynda sér að við fylgjumst ekki með fjölmiðlaskrifum um at- vinnugreinina á Islandi. Við viljum líka koma okkar sjónarmiðum á framfæri, einkum þegar ný lög um leiðsögumenn eru að sjá dags- ins ljós hjá Evrópudómstólnum í Haag,“ segir Johann. „Hjá STUDIOSUS er þetta grundvallar spurning,“ segir Jo- hann. „Hún snýst einfaldlega um hvort við eigum að senda ferða- menn til íslands - eða ekki! Islend- ingar verða að skilja á hveiju STUDIOSUS byggist. Við seljum ekki ferðir vegna hótela. Við bind- um okkur ekki við einstök lönd, en sendum hópa okkar um allan heim. Aðalsmerki STUDIOSUS er „frábær leiðsögn“. Viðskiptavinir okkar eru yfír- leitt háskólafólk sem gerir miklar kröfur um leiðsögn -kaupa ferðirn- ar iðulega út á þekkta ieiðsögu- menn. Sumir kaupa margar ferðir árlega. Aðrir ferðast eingöngu með okkur og koma ár eftir ár. Leiðsögufólk okkar er yfirleitt háskólakennarar, sérmenntað í sínum fögum, sem fer í 1-2 sér- hæfðar ferðir árlega. Við gerum þær kröfur að þeir hafi: 1. háskóla- menntun; 2. lokið námskeiði i leið- sögumannaskóla STUDIOSUS í Munchen. Við krefjumst djúp- stæðrar þekkingar sem almennir leiðsögumenn búa yfirleitt ekki yfir. En við erum ekki að lýsa vantrausti á íslenska leiðsögu- VARMO SNJOBRÆÐSLA menn -viljum gjarnan fá þá til starfa, svo fremi sem þeir standist okkar kröfur og ljúki prófum frá okkar skóla.“ -Hefur hvergi verið amast við þýskum _ leiðsögumönnum nema hér á íslandi? „Vissulega, en hvergi jafn heiftarlega og hér. Við skiljum vel stéttbundnar hags- munadeilur, en þær eiga ekki að snúast upp í persónulega hags- muni og illdeilur. Samkeppni, milli staðarfólks og leiðsögumanna með erlendum hópum hefur verið lengi fyrir hendi. En nú verður breyting á með samruna Evrópuríkjanna. Hjá kommúnistaríkjunum hefur tíðkast að vera eingöngu með staðar-leiðsögufólk, en þau eru að semja sig að vestrænum siðum. Nýlega fór leiðbeinandi frá okk- ur til Moskvu, samkvæmt beiðni Sovétmanna, til að kenna þeim leiðsögn í svokölluðum „mennt- unar-ferðum“ sem STUDIOSUS er leiðandi í. í Bandaríkjunum höfum við aldrei átt í vandræðum með okkar hópa, ekki einu sinni í þjóðgörðunum. Bandaríkjamenn samþykkja hæfni leiðsögufólks frá REYKIALUNDUR w _ . . VETRARLISTINN FRA 3 SUISSES \ ^ 04.^i | er kominn, fallegri en nokkru sinni fyrr. í listanum er landsins mesta úrval af glæsilegum vörum frá Frakklandi. Hringdu strax í síma 91- 642100 og pantaðu eintak. Verð kr. 500.-* + burðargjald. Listinn fæst einnig í Bókaversluninni Kilju, Miðbæ, Háaleitisbraut. ’Listinn fæst endurgreiddur við pöntun yfir kr. 5.000. - Kríunesi 7. Pósthólf 213. feOCW fú 'Uu//&.//<?</ fo/ 212 Garðabær. / /f / / (f / X'V- • ■% \ýli skiifstofutæknináni Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt. Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk almennrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreikn- ings og toll- og verðútreikninga. Innritun stendur yfir. Hringið og fáið sendan ókeypis bækling. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 Johann Rosskopf, markaðsstjóri þýsku ferðaskrifstofunn- ar STUDIOSUS. STUDIOSUS. í Mexikó er staðar- maður alltaf með erlendum hóp- um, svonefndur „silent guide“ á lágum launum. Ég get ekki ímynd- að mér að íslenskir leiðsögumenn myndu samþykkja slíka stöðu. í öðrum heimshlutum hef ég ekki heyrt um að amast hafi verið við leiðsögufólki okkar. Og í V-Evrópu eru það aðeins Tyrkland og Grikk- land sem krefjast þess að þarlend- ir leiðsögumenn fylgi erlendum hópum. Hvorki Spánn né Portúgal eru með þessar kröfur, eins og mér skilst að íslenskir leiðsögu- menn haldi fram. Þröngsýni íslenskra leiðsögumanna ísland sker sig algjörlega úr. Og árásarskrif íslenskra leiðsögu- manna hafa vakið almenna reiði í Þýskalandi. Samband okkar við íslensk stjórnvöld hefur alltaf ver- ið gott í þau 20 ár sem við höfum sent ferðamenn til íslands. Við höfum sótt um leyfi til Ferðamála- ráðs íslands fyrir leiðsögufólk okk- ar sl. 4 ár eins og farið hefur ver- ið fram á, borgað leyfisgjald fyrir þá sem hefur runnið til Félags íslenskra leiðsögumanna. Og okk- ur finnst við ekki eiga þetta skilið. Staða okkar er sterk. Skrifstofa okkar nýtur almennrar virðingar og er með sérstöðu í evrópskum ferðamálum. Að vera með leið- sögupróf frá STUDIOSUS er á við hæstu gráðu á sviði leiðsagnar fyrir ferðamenn.“ -Hvað ætla íslenskir leiðsögu- menn sér með þessum árásum? Ekkert réttlætir þessi skrif. ís- lenskir leiðsögumenn flakka með íslenska hópa út um allan heim, á sama tíma og þeir eru að agnúast út í þýska leiðsögumenn á ís- landi! Við getum hæglega hætt að senda ferðamenn til íslands. En við viljum ekki sjá ísland ein- angrast frá öðrum vestrænum þjóðum vegna þröngsýni og yfir- gangs lítils hagsmunahóps innan íslenskrar ferðaþjónustu. Athugasemd í frétt í viðskiptablaði Morgun- blaðsins 8. ágúst sl. þar sem sagt var frá nýjum hluthöfum í Baulu hf. átti að standa K. Albertsson hf. í stað Myllan/Brauð hf. Evrópuráð leiðsögumanna Evrópa er að verða eitt. Með sameinaðri Evrópu 1993 er ekki lengur þörf á leyfum fyrir leið-' sögumenn í erlendu landi. En við viljum ekki að þetta nýfengna frelsi verði til að minnka kröfur til leiðsögumanna. Á þeim grund- velli var Evrópuráð leiðsögumanna stofnað fyrir ári síðan. Ráðið vinn- ur náið með Evrópu-ferðamálaráð- inu í Strassburg. Búið er að gefa út reglugerð fyrir evrópska leið- sögumenn með kröfum um há- skólamenntun, leiðsögumannspróf o.fl. Ef Island gengur í Evrópu- bandalagið, fallið þið að sjálfsögðu undir reglur Evrópuráðs leiðsögu- manna. Og þó að þið gerið það ekki, verður erfitt fyrir íslenskt leiðsögufólk að standa eitt og sér með úreltar kröfur, sem jafnvel kommúnistaríkin eru að falla frá. Ég hef samúð með íslensku ferða- þjónustufólki vegna þess and- rúmslofts sem þessi öfgaskrif hafa skapað. En ég sé að áhrifin eru ekki eins mikil og ég hélt, því á fundi með Ferðamálaráði Islands var lýst yfír skilningi á afstöðu Nánari kynning áSTUDIOSUS Ferðaskrifstofan sérhæfir sig í „menntunarferðum" og er sem slík ein sú virtasta í Evrópu. Hefur starfað í 37 ár og sent ferðamenn til íslands um 20 ára skeið. Hóp- arnir gista alltaf á hótelum. Hótel Sögu í Reykjavík, Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit og á Edduhótelum á landsbyggðinni. Matur er keypt- ur á hótelunum. Ferðirnar standa í hálfan mánuð. í fyrra komu yfir 500 manns til íslands á vegum STUDIOSUS og þeim fer fjölg- andi. Árlega sækjast um 1000 manns eftir leiðsögustarfi hjá STUDIOS- US. Aðeins 150 manns eru valdir, yfirleitt hámenntað fólk með grundvallarmenntun á vissum sviðum sem snerta Island. Eftir vikunámskeið eru yfírleitt ekki fleiri en 40 teknir inn sem leið- sögumenn. Vissulega er ekki hægt að bera vikunámskeið saman við ársnám í íslenska leiðsögumanna- skólanum, en athuga ber að sér- hæft háskólanám er tekið til við- miðunar fyrir hópa með sérþarfir. BÓKHALD... er einfalt og allt að því skemmtilegt með forritinu Vaskhuga. Vaskhugi er fjárhags-, viðskiptamanna-, birgða- og verkefnabókhald. Hann skrifar sölureikn- inga, póstgíróa og alls kyns skýrslur, allt á örskömmum tíma. Ný útgáfa er komin, með fjölmörgum nýjungum. Islensk tæki, Garðatorgi 5, s. 656510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.