Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 18
18
flUlálffil flKIAJHMUnaOH
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991
Handtökumar
eftir Benjamín H.J.
Eiríksson
i
Lögreglan hefir handtekið mig
tvisvar, ólöglega náttúrlega. Og
nú ætla ég að segja frá því, hvern-
ig það atvikaðist.
Fyrir um það bil áratug eða svo
var ég vanur að fá mér göngutúra
vestur með sjó. Ég gekk Kapla-
skjólsveginn og oftast suður Ægi-
síðuna. Við íþróttavöll KR var bið-
skýli SVR. Þetta skýli leit illa út.
Það var úr þykku blikki alsett djúp-
um dældum svo að hörmung var
að sjá. Það hafði verið grýtt um
lengri tíma og það ekki alltaf með
neinum smásteinum.
Eitt sinn þegar ég var á leið
framhjá vellinum, sé ég þijá stráka
við að grýta skýlið. Gijótið dundi
á tómu skýlinu með miklum háv-
aða og fyrirgangi. Ég hastaði á
strákana, en þeir gáfu því lítinn
gaum, svo að ég byrsti mig og
gerði mig líklegan til þess að ráð-
ast á þá. Með því vildi ég hræða
þá, svo að þeir hættu. Ég var með
staf í hendinni, rekstrarstafínn, því
að þetta var áður en hann brotn-
aði í tvennt. Þeir létu segjast og
tóku til fótanna, þvert yfír götuna
í áttina til íbúðarblokkanna.
Mig minnir að tveir hafí stefnt
á þá nyrðri, en einn á þá syðri.
Ég hljóp á eftir þeim í áttina til
nyrðra hússins. Annar strákurinn
lét sig strax hverfa, mér sýndist
inn miðdymar. Hinn var enn fyrir
framan húsið nálægt fyrstu dyrun-
um. Einn eða tveir menn voru
þama og nokkrir krakkar.
Eitthvað sagði ég um framferði
strákanna. Og til þess að árétta
gagnrýni mína, þá gerði ég mig
líklegan til þess að ráðast á strák-
inn, sem stóð þama. Hann brást
rétt við með því að hverfa inn um
dymar. Ég rétt náði að snerta öxl
hans með fíngurgómunum, sem
var meir en nóg. Tilgangur minn
var aðeins sá að gera áminninguna
eftirminnilegri.
Ég hélt svo áfram göngu minni.
Þegar ég er rétt kominn vestur á
Ægisíðu, á móts við lítinn söluturn
sem þar var, kom bíll á eftir mér
og nam staðar. Út stígur dökk-
'klæddur maður, gengur til mín,
tekur í handlegginn á mér og seg-
ir mér að setjast inn í bílinn hjá
sér. Ég tók boði þessa ókunna
manns heldur fálega. Spurði hann
hvort hann væri mannræningi, það
bærust fréttir við og við af svoleið-
is mönnum. Ég færi ekki upp í bíl
hjá bláókunnugum manni undir
svona kringumstæðum. Hvað er
að? Jú, þú hefír angrað son minn.
Hann kom inn, mikið hræddur,
lagðist upp í sófa og grét. Hann
hefír gott af þessu, sagði ég, og
útskýrði málavöxtu. Hann á ekki
að vera með svona óknytti. Þá
sagði maðurinn: Ég er lögreglu-
þjónn.
Ég svaraði því til, að hvaða
maður sem væri gæti komið og
sagst vera lögregluþjónn. Auk þess
hefði ég ekki gert neitt ólöglegt,
aðeins skyldu mína sem borgari.
Það er sonur þinn sem er afbrota-
maðurinn, ekki ég. Væri ekki nær
að þú talaðir yfír honum?
Ég gerði mig líklegan til þess
að halda áfram. Þá stökk hann á
mig, greip um handleggi mína og
sneri upp á þá fyrir aftan bak. Ég
varð mjög hissa yfír þessari uppá-
komu. Mér datt ekki í hug að
hreyfa legg eða lið til varnar, þar
sem slíkt getur haft í för með sér
meiðsl, jafnvel beinbrot. Ég var
eins og máttlaust slytti. Ég taldi
þetta öruggustu viðbrögðin.
Maðurinn reyndi að draga mig
að bflnum. Ég benti honum á að
þetta væri ólöglegt athæfí, ekkert
annað en mannrán. Vildi hann fá
mig handtekinn skyldi hann kalla
á lögregluna. Og það gerði hann.
Á meðan á þessu stóð safnaðist
að okkur nokkur hópur fólks, aðal-
lega krakkar. Þá tók maðurinn til
að hrista mig og hrinda til, svo
að það liti út eins og ég væri með
einhvern mótþróa. Ég marg bað
manninn að sleppa takinu því að
mig kenndi til, einkum þegar hann
var að hrinda mér. Hann hlyti að
sjá að ég veitta enga mótspymu.
Eg skyldi standa kyrr hjá honum.
En hann hlustaði ekki á neitt.
Loks kom lögreglubfll og í hon-
um tveir einkennisklæddir lög-
regluþjónar. Þar með voru menn-
imir, sem stóðu að handtökunni
orðnir þrír. Lögregluþjónamir
spurðu einskis, en stungu mér inn
í bílinn. Þeir óku mér svo niður á
lögreglustöðina við Pósthússtræt-
ið.
Þarna var afgreiðsla og af-
greiðslumaður. Mig minnir að hann
tæki niður nafn og heimilisfang.
Síðan settist' ég á bekk og beið.
Afgreiðslumanninum fannst þetta
víst þegjandalegt, því að allt í einu
spurði hann:
Með allri virðingu, dr. Benjamín:
Ertu ekki bara venjulegur maður?
Jú, sagði ég, aðeins svolítið óvenju-
legur. Eftir drykklanga stund
hringdi síminn. Þú mátt fara, sagði
afgreiðslumaðurinn.
Nokkmm dögum síðar var
hringt til mín og ég beðinn að
koma aftur á lögreglustöðina. Full-
trúi, með skrifstofu á efri hæð-
inni, tók á móti mér. Eftir vand-
ræðalegt samtal, sem ég tók sem
einskonar afsökunarbeiðni, mátti
ég fara. Hugsanlega vildi fulltrú-
inn forvitnast um það, hvort ég
hygðist krefjast skaðabóta fyrir
tilefnislausa og ólöglega handtöku.
Ekkert slíkt var í huga mínum.
Mínir reikningar jafnast á annan
hátt. Ég var búinn að átta mig á
því, að um endurtekningu væri að
ræða.
I fyrri skrifum mínum hefí ég
stundum minnst á „endurtekning-
ar í lífí mínu“, en aldrei minnst á
handtökuna, sennilega vegna þess
að með einni handtöku var málinu
alls ekki lokið.
II
Að seinni handtökunni er nokk-
ur forsaga. Ég verð því að byija
á henni. Sunnudaginn 21. júlí, um
fjögurleytið síðdegis, tók ég stræt-
isvagn, leið 2, vestast á Vesturgöt-
unni og ætlaði upp á Hlemm,
ganga þaðan til Kjarvalsstaða.
Þegar kom niður að Lækjartorgi
fór vagnstjórinn úr bílnum og skildi
okkur farþegana eftir, án þess að
segja neitt. Við vorum aðeins þrír
eða þrjú í bílnum. Þriðji farþeginn
sat einn aftast. Fljótlega tók ég
eftir því að bíllinn var læstur! Ég
komst ekki út. Þetta var heitur
sólskinsdagur. Til allrar hamingju
var rifa á loftglugganum. En hvað
ef kviknaði í bílnum, einhveijum
yrði illt, eða náttúran kallaði? Mér
leizt ekkert á ástandið. Mér leið
ekki vel að vera læstur inni í bíln-
um við þessar kringumstæður. Og
Dr. Benjamín H.J. Eiríksson
„Kæri Reykvíkingur!
Nú veiztu hvernig land-
ið liggur. Þegar þú stíg-
ur upp í strætisvagn,
þá situr maður við stý-
rið sem hefir vald til
þess að láta handtaka
þig með góðu eða illu.
Hann getur sigað á þig
lögreglunni og það án
þess að lögreglan spyrji
eins eða neins. Hún
spyr hvorki um nafn né
málavexti. Og það er
eins líklegt að hún helli
yfir þig fúkyrðum.“
hvar var bflstjórinn? Tíminn leið
hægt.
Eftir hartnær 20 mínútur kom
hann loksins. Þegar hann opnaði
dyrnar var ég þar og ætlaði út.
Ég ávítaði hann fyrir að láta okkur
ekki vita að það yrði löng bið og
að hann myndi læsa bílnum.
Vagnstjórinn virtist ekki vita
neitt um grundvaljaratriði mann-
legrar hegðunar. í stað þess að
játa mistökin og biðjast afsökunar,
því að þannig má fá mörg leiðinda-
mál úr sögunni, þá umhverfðist
hann. Hann réðist á mig með
skömmum og sagði að ég ætti að
vita um biðina, þar sem ég færi
oft með leið 2. Síðan atyrti hann
mig og skipaði mér að hypja mig.
Ég mætti aldrei koma upp í bíl hjá
honum framar.
Mér er tjáð að vagnstjórinn,
Valgarð Einarsson beri það, að ég
hafí slegfö sig. Þetta eru fáránleg-
ar lygar. Ég held helzt að ég hafí
aldrei á ævinni slegið nokkum
mann. Bæði var það, að ég var
ákveðinn í því að fara og fá mér
leigubíl að Kjarvalsstöðum, og svo
það að vagnstjórinn hafði sjálfur
skipað mér út. Ég ruddist út úr
bílnum þar sem vagnstjórinn og
fleiri voru fyrir, hann fremstur í
þvögunni sem ég þurfti að komast
í gegnum. Ég stjakaði við honum
til þess að komast í gegn, en ég
lagði ekki til neins. Það er ekki
minn vani, auk þess sem áttræðir
menn eru sjaldnast til stórræð-
anna. Mitt vopn hefír verið og er
orðið. Það vopn er býsna skætt.
(í bók minni EG ER, sem út kom
í nóvember 1983, gaf ég nákvæma
greiningu á eðli Sovétríkjanna og
kommúnismans. Hálfu öðm ári síð-
ar flutti Gorbatsjov sína miklu
ræðu. Síðan hefir orðið gjörbreyt-
ipg á ástandi heimsins.) Valgarð
mun ekki hafa gefíð neina skýr-
ingu á ágreiningi okkar.
Það er rétt að ég segi frá því
strax, vegna þess sem síðar gerð-
ist að ytra útlit vagnstjórans var
þannig, að það hlaut að vekja
nokkra eftirtékt. Hann er frekar
hár og grannur, dökkhærður eða
dökkleitur sýndist mér. Hann var
klæddur einskonar einkennisbún-
ingi svörtum, líkum þeim sem sum-
ir tryllitækjadrengimir nota. í
fyrstu hélt ég að þetta væri ein-
kennisbúningur vagnstjóranna. En
nú skilst mér að svo sé ekki. Þetta
muni öllu heldur skapgerðarbún-
ingur vagnstjórans. Búningurinn
er. mikið skreyttur litlum glitrandi
eða gljáandi bólum eða hnöppum
úr silfri, eða einhveiju kannski
óekta, svona eins og vagnstjórinn
eftir kynni mín af honum, blikk.
Ég sagðist myndi hringja í
Svein, forstjórann. En það dróst
úr hömlu. Og nú kemur að seinni
handtökunni.
Föstudaginn hinn 26. júlí beið
ég eftir leið 2 í Lækjargötu, ætlaði
heim. Þegar vagninn kom afhenti
ég vagnstjóranum skiptimiða sem
hann tók við og stakk á sinn stað,
leit upp og þekkti manninn á svarta
einkennisbúningnum, og hann mig.
Ég gekk svo til sætis í miðjum
vagni, andspænis dyrunum. Þá
heyrði ég kallað á eftir mér: Út
með þig! Þú ferð ekkert með þess-
um vagni! Ég sagðist hafa greitt
fargjaldið, hann hefði tekið við
því. Ég færi hvergi. Hann kom þá
og skipaði mér út. Ég sagðist ekki
fara. Þá sagðist hann myndi
fleygja mér út. Reyndu það, sagði
ég.
Hann sá fyrir sér ábúðarmikinn
mann með mikið hár og skegg.
Honum leizt ekkert á það að ráð-
ast á mig. Kannski hefði hann
verið hugrakkari hefði hann vitað
að ég væri áttræður og hefði verið
asmasjúklingur í rúmah áratug.
Ég er ekki viss um að maður í
svona múnderingu beri mikla virð-
ingu fýrir ellinni.
Hann gerði þijár atrennur, en
sneri alltaf við. Eg endurtók að-
eins: Ég fer hvergi.
Tíminn leið. Ekki fór vagninn.
Farþegi, sem sat andspænis mér,
fór að kvarta yfír biðinni. En vagn-
stjórinn sagðist ekki hreyfa vagn-
inn nema að ég færi út. Honum
fannst víst að hann gæti breytt
yfir fyrri afglöp með hörkunni.
Að lokum sagði vagnstjórinn:
Farir þú ekki út kalla ég á lögregl-
una og læt hana kasta þér út!
Hann stóð við þá hótun. Eftir hátt
í 20 mínútna bið komu loks tveir
lögregluþjónar. Annar virtist ungl-
ingspiltur eða stúlka, bæði af út-
liti og hegðun, hinn miðaldra mað-
ur með miklu dýpri róm.
Þetta er maðurinn, sagði vagn-
stjórinn, og benti á mig. Meira
þurfti ekki. Komdu út, sagði sá
minni. Hvers vegna? Ég hefí greitt
fargjaldið. Og ég hefi ekki gert
neitt af mér. Komdu út sögðu nú
báðir, og tóku að ausa yfir mig
fúkyrðum. Við þetta varð ég meira
en lítið undrandi. Þarf virkilega
ekki annað en að vagnstjóri bendi
á mann til þess að lögreglan fari
með viðkomandi eins og eitthvert
úrþvætti? Lögregluþjónarnir
spurðu ekki um málavexti, ekki
einu sinni um nafn. Vagnstjórinn
hlaut að hafa matað þá á ein-
hverri lygasögu og þeir gleypt
NYJA MEL BROOKS GRINMYNDIN
LÍFID ER ÓÞVERRI
ÁLFABAKKA SÍMI: 78900
Sálfræöistöóin
Námskeið
Sjálfsþekking - Sjálf söryggi
Á námskeiðinu kynnast þátttakendur:
• Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum
• Hvernig má greina og skilja samskipti
• Hvernig ráða má við gagnrýni
• Hvernig finna má lausnir í árekstrum
• Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi
Leiðbeinendur
eru
sálfræðingarnir
Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal
Innritun og nánaii upplýsingar
í símum Sálfræðistöövarinnar:
62 30 75 00 21110 kl. 11-12.