Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPn/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 31 AUGLYSINGIN — Kaþólskur prestur kyssir nunnu, ný auglýsing frá Benetton sem hneykslaðir kaþólikkar segja að sé van- virða. Auglýsingar Viðskipti og velsæmi The Economist Marglitu peysurnar frá ítalska fataframleiðandanum Benetton eru mjúkar og hlýjar en hið sama verður ekki sagt um auglýsingarnar. í herferðinni á komandi hausti er meðal annars auglýsing sem sýnir kaþólskan prest kyssa hvítklædda nunnu. „Staðfesting hreinna mann- legra tilfinninga,,, segir Benetton. Vanvirða, segja hneykslaðir kaþó- likkar. Oliver Toscani, ljósmyndarinn sem stýrir herferðum Benetton, segist reyna að halda auglýsingunum fjarri gömlum og leiðinlegum viðskipta- sjónarmiðum. Markmiðið er að „brjótast í gegnum tómlætismúrinn,, með því vekja athygli fólks og kalla fram viðbrögð. Auglýsingarnar selja líka greinilega peysur. Á samdráttar- árinu 1990 velti Benetton 2.100 milljörðum ítalskra líra (105 milljörð- um ÍSK) sem er 24% aukning frá árinu áður. En Benetton hefur oftar en einu sinni mátt reyna að það getur verið varasamt að rjúfa hefðir. I síðustu vorherferð var mynd af legsteinum og á einum þeirra var Davíðsstjam- an. Auglýsingin birtist um leið og fyrstu írösku Scud-eldflaugarnar lentu á Tel Aviv. Benetton var sakað um að notfæra sér dauðann í hagnað- arskyni. Til mótvægis verður Toscani með mynd af nýfæddu og slímugu bami í næstu haustherferð. Banda- ríska uppeldisblaðið Child hefur þeg- ar neitað að birta þá auglýsingu. Benetton telur að herferðimar „fjalli um helstu félagslegu viðfangs- UJ ...........-.......1 Evrópubandalagið sektar Tetra Pak Framkvæmdaráð Evrópubandalagsins hefur sektað sænska stórfyrir- tækið Tetra Pak um 75 milljónir ECU (5,4 milljarða ÍSK). Þetta er langhæsta sekt sem eitt fyrirtæki hefur fengið fyrir að brjóta regl- ur um verðlagningu og samkeppnishætti í löndum bandalagsins. Tetra Pak ætlar að áfrýja dómnum til Evrópudómstólsins í Lúxem- borg. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í átta ár. Sir Leon Brittan, framkvæmdastjóri samkeppnismála bandalagsins, segir að upphæðin endurspegli hve lengi Tetra Pak hafi með kerfisbundnum hætti mis- notað yfirburði sína og reynt að hindra alla samkeppni í greininni. Tetra Pak framleiðir aðallega umbúðir og pökkunarvélar fyrir fljótandi matvæli og hefur meðal annars átt mikil viðskipti við íslensk mjólkurbú. Á síðasta ári var velta fyrirtækisins 4,14 milljarðar dollara (251 milljarður ÍSK). Fram- kvæmdanefndin getur sektað lög- bijóta um all að tíunda hluta heild- arveltu. Tapist málið fyrir Evrópu- dómstólnum verður Tetra Pak að greiða áðurnefnda upphæð auk vaxta og 3,5% viðbótarsektar vegna áfrýjunar. Tetra Pak selur um helming framleiðslu sinnar til Evrópubanda- lagsins og þar er markaðshlutdeild fyrirtækisins á sumum sviðum yfir 90 af hundraði. Viðskiptavinir hafa ekki getað leigt vélar af Tetra Pak í skemmri tíma en þijú ár og á Ítalíu er leigutíminn að lágmarki níú ‘ár.‘ Oh'éimilt’ ér áð‘ flýija vélarn- ar eða breyta þeim og Tetra Pak hefur einkarétt á varahlutum og viðhaldsþjónustu. Viðskiptavinum hefur einnig verið bannað að nota umbúðapappa frá öðrum fyrirtækj- um. Framkvæmdaráðið segir að í krafti stærðar sinnar hafi Tetra Pak skipt Evrópubandalaginu niður í mismunandi verðsvæði. Verðmun- urinn á vélum frá Tetra Pak er í sumum tilvikum þrefaldur. Á Italíu og í Bretlandi hefur fyrirtækið selt umbúðapappa langt undir fram- leiðslukostnaði í því skyni að kné- setja keppinauta. Norska fyrirtækið Elopak varð af þeim sökum að loka nýrri umbúðaverksmiðju á Italíu. Bertil Hagman, forstjóri Tetra Pak, segir að úrskurður Fram- kvæmdaráðsins gi-undvallist á kennisetningum en ekki raunveru- leikanum. Hann vill meina að ekki sé tekið nægilega mið af samkeppn- ishörku í greininni og sérstöðu matvælaiðnaðar. Auk þess hefur Tetra Pak verið að endurskoða nokkur af þeim samningsákvæðum sem Framkvæmdaráðið gerir at- hugasemdir við. efni okkar tíma, þar á meðal eyðni, offjölgun, umhverfisvá og samlyndi kynþátta,,. Hins vegar virðast áhorf- endur oft leggja annan skilning í boðskapinn. Fyrir tveimur árum sýndi auglýsing frá Benetton þel- dökka konu með hvítt barn á bijósti. Sú auglýsing olli uppnámi meðal þeldökkra Bandaríkjamanna og sag- an virðist ætla að endurtaka sig. I komandi haustherferð er mynd af hvitu barni að faðma þeldökkt bam með hár sem líkist homum. Samtök þeldökkra eru þegar farin að láta til sín heyra á ný. Benetton fylgir alþjóðlegri auglýs- ingastefnu sem kölluð er „sameinað- ir litir (united colors),,. Sömu auglýs- ingarnar eru birtar um allan heim. Herferðir sem misheppnast á einum markaði vinna oft til verðlauna á öðrum. Til dæmis verðlaunuðu Frakkar og ítalir þeldökku konuna með hvíta barnið á brjósti. Blaðamað- ur The Economist segir að týndi hlekkurinn í auglýsingastefnu Benet- ton kunni að vera skilningur á við- kvæmustu máium í hveiju landi. Gjaldþrot hafa aldrei verið fíeiri í Svíþjóð M Frá ársbyrjun 1990 hefur iðnframleiðslan minnkað um 15% Gjaldþrotum fyrirlækja hefur fjölgað mjög í Svíþjóð og voru á fyrra misseri þessa árs 8.400, nærri 50 á dag og helmingi fleiri en á sama tíma fyrir ári. Er hér oftast um að ræða fremur stór fyrirtæki en gjaldþrotum meðal- stórra fyrirtækja hefur líka fjölgað mikið. Fjórðungur gjaldþrotanna átti sér stað á Stokkhólmssvæðinu en þar hefur raunar verið nokkur þensla þrátt efnahagssamdráttinn yfirleitt. Eru það aðallega fyrirtæki í fasteignaviðskiptum og ráðgjöf, bílasölur, hótel og veitingastaðir, sem farið hafa á hausinn. Þá hefur gjaldþrotum einstaklinga fjölgað um 21% á árinu. í maí sl. minnkaði sænsk iðn- framleiðsla um 4,7% og hafði þá ekki verið minni síðan á miðju ári 1984. Á einu ári, frá maí 1990 til maí 1991, dróst framleiðslan saman um heil 9% en um 15% frá ársbyij- un 1990. Á móti þessu kom, að viðskipta- jöfnuður Svía við útlönd batnaði vegna minni innflutnings og var hagstæður um 7,8 milljarða skr. í júní en um 4,6 milljarða í sama mánuði í fyrra. Á fyrra misseri þessa árs hefur viðskiptajöfnuður- inn því verið hagstæður Svíum um 21 milljarð skr. eða um 203 millj- arða ísl. kr. Efnahagsástandið hefur einnig valdið því, að lántökur innanlands hafa minnkað og í júní lækkaði skuld heimilanna í viðskiptabönk- unum um 0,9 milljarða skr. og hef- ur þá minnkað um 4,3 milljarða á einu ári. Aftur á móti hafa erlendar skuldir heimilann vaxið um 6,8 milljarða og skýringin aðallega sú, að fyrir Svía er vaxtastigið lægra erlendis og lánin því ódýrari. Á síðustu 12 mánuðum hefur verðbólgan í Svíþjóð verið 10,3% en búist er við, að hún verði í rúm- um 9% í árslok og fari undir 5% snemma næsta árs. UDPbvottavélar í miklu úrvaií! SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóðlátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm. Verð frá 59.600,- kr. SMttH & NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI28300 Tilkvnning um útgáfu bankabréfa 3. flokkur 1991, kr. 300.000.000.- Kr. þrjúhundruð milljónir 00/100. Útgáfudagur 1. ágúst, 1991. Grunnvísitala 3158. Gjalddagi 1. ágúst, 1994. Einingar bréfa: kr. 100.000.-, kr. 500.000.-, kr. 1.000.000.- og kr. 5.000.000.-. -----------------------------------♦---------------- 4. flokkur 1991, kr. 300.000.000.- Rr. þrjúhundruð milljónir 00/100. Útgáfudagur 1. ágúst, 1991. Grunnvísitala 3158. Gjalddagi 1. ágúst, 1996. Einingar bréfa: kr. 500.000.-, kr. 1.000.000.- og kr. 5.000.000.-. ---------------♦---------------- Verðtrygging og ávöxtun: Ofangreind bréf eru verðtryggð miðað við hækkun á lánskjaravísitölu. Ársávöxtun umfram verðtryggingu er 8,4%. Söluaðili: Landsbréf hf., Suðurlandsbraut 24, Reykjavík og afgreiðslur Landsbanka Islands um allt land. Umsjón með útgáfu: Landsbréf hf. LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.